Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 6
vandamál trúar og heimspeki og;
búddhisma. Þessi bók er fyrir þá
sem vilja hugsa og þora að kryfja
málin til mergjar.
Víkurútgáfan
Verð: 995 kr.
Einlyndi
; | og marglyndi
I i
EINLYNDI OG MARGLYNDI
Sigurður Nordal
f bókinni eru hinir frægu Hannes-
ar Árnasonar fyrirlestrar sem
hann flutti veturinn 1° 18-1919.
Þeir fjalla beint eða óbeint um
þroska og þroskaleiðir; þeir eru
tilraun til að svara því hvað þroski
sé og hvernig megi keppa að
honum í lífinu. Sigurður fer marg-
ar ólíkar leiðir að efninu. Ein hin
helsta er sú að hyggja að ólíkum
manngildishugsjónum- leysingj-
ans og vandræðamannsins,
skáldsins og framkvæmda-
mannsins - eða lífsviðhorfum,
draumhyggju, leikhyggju og vaf-
ahyggju meðal annarra-og bera
saman.
Hið íslenska bókmenntafélag
Verð: 1890 kr. 390 bls.
KNUDSENSÆTT
Sögusteinn - bókarforlag hefur
gefið út tveggja binda verk um
Knudsensætt. Niðjatalið er rakið
frá Lauritz Michael Knudsen,
kaupmanni í Reykjavík, og konu
hans, Margrethe Andreu Hölter.
Knudsensættin er fyrsta Reykja-
víkurættin, sem gefin er út á
prenti. Niðjar ættarinnar eru um
3580 og eru dreifðir víða hér á
landi og erlendis. f verkinu eru
birtar Ijósmyndir af á fimmta þús-
und manns, sem er ítarlegasta
myndskreytta niðjatalið sem gef-
ið hefur verið út hér á landi.
Knudsensættin er seld í stærri
bókaverslunum en er einnig af-
greidd hjá forlaginu í Síðumúla
20, Reykjavík, símar 688445 og
688455.
VIÐSKIPTA- OG
HAGFRÆÐINGATAL
Skrá yfir útskrifaða viðskipta- og
hagfræðinga fram til 1984. Bókin
skiptist í fimm kafla. Fyrst er rakin
saga félagasamtaka hagfræð-
inga og viðskiptafræðinga á (s-
landi. Þá er kafli er fjallar um upp-
haf og þróun kennslu í viðskipta-
fræðum við Háskóla íslands svo
leiðbeiningar til notenda stéttar-
talsins. Aðalefni bókarinnar er
síðan kaflarnir Kandídatar út-
skrifaðir fram til1982 og Kandí-
datar útskrifaðir 1983 og 1984. f
bókinni eru alls æviágrip 1135
viðskipta- og hagfræðinga.
Almenna bókafélaglð
Verð: 4350 kr.
Ásgrímur O
Jónsson ~
ÁSGRÍMUR JÓNSSON
Nýjasta bókin um íslenska mynd-
list fjallar í máli og myndum um
hinn mikla meistara í íslenskri
málaralist, Ásgrím Jónsson, ævi
hans og starf.
„Hrifning á verkefnum og sköp-
unarmáttur verða að fara saman
ásamt lotningarfullu hugarfari
fyrir lífinu og dásemdum þess."
Þannig lýsir Ásgrímur Jónsson
viðhorfi sínu til túlkunarverks síns
á sextíu ára löngum og frjóum
listferli: blæbrigða íslenskrar
náttúru.
Um sextíu listaverk Ásgríms birt-
ast hér í vandaðri eftirprentun -
mörg hafa ekki verið prentuð
áður.
Hrafnhildur Schram listfræðingur
og Hjörleifur Sigurðsson listmál-
ari rita texta bókarinnar.
Lögberg bókaforlag
Verð: 2.500 kr.
RITGERÐ UM RÍKISVALD
Lærdómsrit Bókmenntafé-
lagsins
John Locke: Ritgerð um ríkis-
vald. fslensk þýðing eftir Atla
Harðarson sem einnig skrifar
inngang og skýringar.
Ritgerð um ríkisvald (Second
Treatise of Civil Goverment) éftir
John Locke (1632-1704), er eitt
af áhrifamestu ritum heimspeki-
sögunnar, og
stjórnmálasögunnar líka. Bókin
varð til á byltingartímum á Bret-
landi, en hún átti eftir að verða
ein rótin að stjórnbyltingum 18du
aldar, hinnar amerísku 1776 og
hinnar frönsku 1889. Á 19du öld
bárust svo áhrif hennar um víða
veröld, til Indlands og Suður-
Ameríku og víðar. Atli Harðarson
segir í inngangi sínum, „það sem
Locke þrælaði við að hugsa fram
og aftaur árum saman er hér orð-
ið að augljósum sannindum".
Ritgerð um rlkisvald ertuttugasta
Lærdómsrit Bókmenntafélagins.
Hið íslenska bókmenntafélag
Verð 875 kr.
ArnHjótur Bjömsson
Skaðabótaréttur
Kennslubók fyrir byrjendur
Hi0 Weaaka MkmeaaUféUg
SKAÐABÓTARÉTTUR
eftir Arnljót Björnsson
Skaðabótaréttur. Kennslubók
fyrir byrjendur eftir Arnljót Björns-
son prófessor. Ritið er 170 bls.
að stærð, þar með talin bein atr-
iðisorðaskrá og ítarleg skrá yfir
heimildarit, dóma, lög o.fl.
f fyrstu köflum bókarinnar er m.a.
gerð grein fyrir réttarheimildum,
hlutverki skaðabótareglna og
rökum fyrir þeim. Einnig er vikið
að tengslum skaðabótaréttar og
ábyrgðartrygginga og sambandi
bótaréttar og refsireglna.
Fjallað er um sakarregluna og
gáleysismat. Þá koma stuttir kafl-
ar um sakhæfi, orsakatengsl og
sennilega afleiðingu skaðaverks.
Sérstakir kaflar eru um vinnu-
veitendaábyrgð, bótaskyldu án
sakar, með ábyrgð tjónþola o.fl.
Loks má nefna þætti um lækkun
og niðurfellingu skaðabótakröfu,
lækkunarheimild 25. gr. laga um
vátryggingarsamninga og
ákvörðun bótafjárhæðar.
Bókin er fyrsta yfirlitsritið um
skaðabótarétt, sem gefið er út á
íslensku
Hlð íslenska bókmenntafélag
Verð: 1.625 kr.
OG SVO
KOM SÓLIN UPP
Jónas Jónasson
Bók um baráttu við alkóhólisma
og það góða fólk sem þorði að
segja frá í samtali við Jónas Jón-
asson.
Bók sem á erindi til allra þeirra
sem láta sig mannleg örlög ein-
hverju varða. Hér er lýst átakan-
legri lífsreynslu, langri og strangri
baráttu fólks sem sigraði að lok-
um. Einlægni og hispursleysi
þeirra, sem hér segja frá, snerta
tilfinningar allra þeirra sem finna
þörf til að lifa betra lífi - í sátt við
sjálfa sig og aðra.
Forlagið
Verð: 1.588 kr.
HÓFI
Dagbók fegurðardrottningar.
Jón Gústafsson tók saman.
Hólmfríður Karlsdóttir hefur verið
fslandi til mikils sóma síðan hún
varkjörin ungfrú heimurfyrir réttu
ári. Glæsilegt útlit hennar, fögur
framkoma, mild og aðlaðandi
háttvísi hefur hrifið heimsbyggð-
ina þetta ár sem hún hefur verið í
sviðsljósinu. Jón Gústafsson
hefur tekið hér saman sögu
hennar þetta ár byggða á dag-
bókum hennar-viðfelldinn lestur
og lærdómsríkur um það hvað
það í raun og veru er að vera
ungfrú heimur. Skemmtileg bók
ekki síst ungum stúlkum. Fjöl-
margar myndir.
Almenna bókafélagið
Verð 1490 kr. 120 bls.
VÍKINGSLÆKJARÆTT III
Pétur Zophoníasson
Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáfu
af Víkingslækjarætt, niðjatali
Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna
Halldórssonar hreppstjóra á Vík-
ingslæk. í þessu bindi eru niðjar
Jóns yngra Bjarnasonar. Alls
verða bindin fimm í þessari út-,
gáfu af hinu mikla ættfræðiriti
Péturs Zophoníassonar. Myndir
af þeim, sem í bókinni eru nefnd-
ir, eru fjölmargar eins og í fyrri
bindum ritsins, og mun fleiri held-
ur en voru í fyrstu útgáfunni.
Samtals 512 bls.
Skuggsjá
Verð 2.450 kr. m. sölusk.
ARSENAL
SAGA í MÁLI
OG MYNDUM
Johu Robertson
Bókin er saga hins heimsfræga
enska knattspyrnuliðs. Sagt er
frá leikjum, keppnum og leik-
mönnum, auk þess tugir mynda
er gera þessa bók að lifandi frá-
sögn. f bókinni er viðtal við Albert
Guðmundsson, iðnaðaráðherra,
fyrrv. leikmann með Arsenal.
Bjarni Felixson segir frá kynnum
sínum af félaginu og sagt er frá
íslenska Arsenalklúbbnum.
Bókhlaðan hf.
Verð: 1394 kr. 128 bls.
KRISTJAN KARLSSON
HÚS
SEM HREYFIST
SJÖ
' Ijtiðskáld
HÚS SEM HREYFIST
Kristján Karlsson
Bókin hefur að geyma 7 bók-
menntaritgerðir sem allar flytja
að einhverju leyti nýja túlkun á
verkuíh þeirra skálda sem um er
fjallað. Skáldin eru þessi: Bjarni
Thorarensen, Einar Benedikts-
son, Stefán frá Hvítadal Guð-
finna frá Hömrum, Tómas Guð-
mundsson, Magnús Ásgeirsson,
Steinn Steinarr. Ritgerðirnar
hafa áður birst sem formálar fyrir
verkum skáldanna. „Þær eru
ekki hugsaðar sem inngangur í
merkingunni skýringar, - því að í
skáldskap er ekkert að skýra, -
heldur sem íhuganir um Ijóoa-
gerð skáldunum til heiðurs,"
segir höfundur í eftirmála.
Um aðferðir þær sem Kristján
Karlsson beitir í bókmenntarýni
hefur Halldór Laxness komist
svo að orði: „Svona eiga bók-
menntafræðingar að hugsa og
skrifaumbækur... Þáverðurbók-
menntagagnrýnin líka það sem
hún á að vera: sérstök listgrein
innan bókmenntanna."
Almenna bókafélagið
Verð: 1250 kr.
GRÍMSÁ „DROTTNING
LAXVEIÐIÁNNA"
Björn Blöndal og Guðmundur
Guðjónsson
Bókin segir frá hinni þekktu lax-
veiðiá, Grímsá. Segir frá veiði-
stöðum í ánni, segir frá veiði-
mönnum, segir frá hegðan laxins
( ánni. Fjöldi mynda er í bókinni,
m.a. kort af öllum veiðistöðum í
ánni. Viðtöl við Steingrím Her-
mannsson, forsætisráðherra, en
hann hefur veitt í ánni frá barn-
æsku. Kristján og Sigurður Fjeld-
sted segja frá o.m.fl. Höfundarn-
ir, Björn J. Blöndal og Guðmund-
ur Guðjónsson eru þegar þekktir
fyrir skrif sín um ar og veiðimenn.
Bókhlaðan
Verð: 1695 kr.
ÁRNI KRISTJÁNSSO.N
HVAÐ ERTU TÓNLIST?
Samiíninjpjr um tónlix
ng lúnltturmcnn
á
Alrucnnj bAkafélagið
RcjljrrU.
HVAÐ ERTU TÓNLIST?
Árni Kristjánsson
Samtíningur um tónlist og tón-
listamenn.
Hvað ertu tónlist? er ekki aðeins
snilldarlega rituð bók, heldur er
hún einnig þannig fram sett að
jafnt tónelskir og ekki tónelskir
hljóta að hafa unun af að lesa
hana. Höfundurinn, Árni Krist-
jánsson píanóleikari, hefur af
sinni alkunnu hógværð kosið að
kalla efnið samtíning og afsakast
slíkt heiti af því einu að ritgerðirn-
ar eru til orðnar á ýmsum tímum
og af mismunandi tilefnum. En
efnið er eitt - tónlistin - og þeim
þáttum hennar, sem hér eru
teknir fyrir, eru vissulega gerð
rækileg skil.
Fjallað er um þessa tónlistar-
menn og verk eftir þá: Bach, Ha-
ydn, Scarlatti, Chopin, Wagner,
Schubert, Smetana, Berlioz,
Grieg, Sibelius, Sallinen, Nord-
heim. Einnig er ritgerð um tónlist
almennt, og um íslenska tónlist
fyrr og nú.
Almenna bókafélagið
Verð: 1525 kr.