Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 11
Gabriel Garcia Marques enda gat hún aldrei sætt sig við að hann vætti röndina á skálinni hve- nær sem hann notaði hana. Úr- bínó lœknir reyndi að sannfæra hana með auðskildum dæmum fyrir þann sem vildi skilja, að þetta endurtœki sig ekki daglega vegna vanrækslu hans, eins og hún hélt, heldur af líffræðilegum ástæðum: buna hans í œsku var svo bein og ákveðin að hann hafði skóla unnið samkeppni um að hitta í flöskustút, en með sliti aldursinsfórhún ekki bara hnign- andi heldur bognaði hún, klofn- aði, og varð að lokum skrautlegt fruss ómögulegt að stjórna, hvernig sem hann reyndi að beina því. Hann sagði: „Klósett hafa verið fundin upp af einhverjum sem veit ekkert um karlmenn. ““ Þessi tilvitnun sýnir mikilvæg- an þátt í þessari sögu sem snýr að tímanum og framrás hans; ellinni og hrörnuninni sem fylgir. Marq- ues lýsir því hvernig Flórentínó reynir alltaf í ellinni að upplifa fortíðina, en Fermína á hinn bóg- inn leyfir tímanum að lfða and- stætt elskhuganum. Lýsingar höf- undar á ástarlífi þeirra í ellinni eru gæddar tilfinningu, smekkvísi og beiskjulausum húmor. Saman við ástarsöguna fléttar Marques skrautlegri þjóðlífslýs- ingu samfélags sem minnir um margt á Hundrað ára einsemd. Kóleran er eins konar stef sem kemur alltaf inn á milli og oft dregnar upp hliðstæður með henni og ástinni; báðar ólækn- andi sóttir sem menn verða fyrir og losna ekki við hvað sem líður skynsemi og vilja, og á þetta sér í lagi við um tilfelli Flórentínós Ar- íza. Aukapersónumar eru líka minnisstæðar og eiga stóran þátt í þeirri heildstæðni sem bókin nær þrátt fyrir að meginsagan sé um ástir þriggja persóna, en sagan spannar heila mannsævi með miðpunkt í kringum aldamótin. Það er Máli og menningu til mikils sóma að bókin skuli koma svo fljótt út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar. Um hana get ég að sjálfsögðu ekki dæmt af neinni nákvæmni. Ýmis orð og orðasambönd hafa á sér dálítið hrátt þýðingarbragð, en í heildina tekið hlýtur þýðingin að teljast vel heppnuð vegna þess að Guðbergi tekst að skila því sem mest er um vert; andanum í sög- unni á ágætri íslensku. Frágangur er líka góður, villur fáar og kápu- mynd Roberts Guillemette kapít- uli útaf fyrir sig. Það er enginn vafi að Gabriel Garcia Marques fer upp á við á ný í skáldsagnaritun sinni með þess- ari ástarsögu sinni, en seinni sögur hans stóðust illa saman- burð við Hundrað ára einsemd þótti gjörvilega væru gerðar. Þótt þessi saga sé að ýmsu ólík því stórvirki, þá eiga þær marga þætti sameiginlega og þó fyrst og fremst að þar skapar ritsnillingur heillandi heim endalausra frá- sagna og mannlífs, og sjálfsagt að skora á flesta bókelska að láta töfrast. PV. ertsson takkssveitunum, sem ruddu for- ingjanum brautina til Rómar með því að brenna ofan af sósíal- istum og öðrum vinstrimönnum og misþyrma þeim eða drepa þá. Þegar svo að því kemur að Krist- ján Albertsson situr í nefnd á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um hugsanlega endursam- einingu Þýskalands eftir seinna heimsstríð, lætur hann sér skjótast yfir það, að í rauninni hafði ekkert fjórveldanna, sem hernumdu sigrað Þýskalandi áhuga á að það sameinaðist. Og varla Adenauer heldur, sá kaþól- ski Rínaralandamaður sem var feginn því sumpart, að vera laus við „Prússland'* - þeas. DDR. Austur-Þýskaland. segir frá Mesta skemmtun hefur lesand- inn af þeim köflum bókarinnar sem segja frá kynnum Kristjáns Albertssonar af íslenskum skáldum og listamönnum. Af Matthíasi Jochumssyni, sem hann kynntist ungur, Matthíasi sem kallaði kveðskap sinn bull „alveg eins og kría sest á stein og fer að garga“ - og biður yngri skáld að taka við af sér að yrkja burt hafísinn með nýefldri hjátrú og galdri. í því dæmi, eins og fleirum, sannast enn, að aldrei eru ungir menn of duglegir við að halda dagbækur, sem hér koma minningu að góðu haldi. Kristján segir frá Einari Jónssyni mynd- höggvara, sem leiddust stand- myndapantanir íslendinga, af skáldaríg milli þeirra Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kambans. Best og mest segir hann frá Einari Benediktssyni. Sá kafli er ekki síst fróðlegur vegna þess, að í honum kemur fram sú undarlega þverstæða, að Einar er stútfullur af draumum um íslenskan mikilleika (og sjálf- ur ætlar hann að leggja undir okkur Grænland með „sinni voldugu mælsku"), en í hina röndina er hann maður, sem hef- ur mikla vantrú á íslensku sjálf- stæði og gerðist eitt sinn svo for- virraður, að biðja danskan prins í landstjóraembætti á íslandi! Og svo er það Kjarval, sem sagði eitt sinn þegar Kristján var að skjalla hann fyrir ættjarðarást: Já, ég er svo mikill ættjarðarvinur að mér dettur oft f hug að láta tattovera uppdrátt af Islandi á rnagann á mér og nota naflann fyrir Heklugíg“ Kristján minnist líka á gamalt og nýtt vandamál þeirra sem við gagnrýni fást í þessu litla samfé- lagi. Þegar hann var ungur stú- dent komu úr „Tvær sögur“ eftir Jón Trausta og hann hneykslaðist á því, að blöðin skrifuðu „miklu loflegar um bókina en mér fannst hún eiga skilið“. Kristján skrifaði þá langa grein í ísafold, var harð- orður um galla á sögum Jóns Trausta, en var fyrst og fremst að ávíta ritdómara fyrir lítilþægni og á ábyrgðarleysi. Jón Trausti hætti að Jieilsa gagnrýnandanum unga á götu - og Kristján iðraðist „ár- ásar“ sinnar á Jón Trausta. En með leyfi að spyrja: hvers vegna þurfti hann að gera það? ÁB ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 11 Elliðaárnar eru náttúruperla Reykjavíkur. Höfundurinn kemur fróðleik og leiðbeiningum fjögurra ættliða um veiði og veiðistaði í ánum til skila í skýru og skemmtilegu máli. í bók- inni eru á annað hundrað litmyndir, m.a. af öllum veiði- stöðum, ásamt mörgum svarthvítum myndum og kort sem sýnir kennileiti og veiðistaði við árnar. Þetta er bók veiði- mannsins og náttúruunnandans. vif, vU ekki Vil, vil ekkifjallar um menntaskólastúlkuna Elísu sem stendur á tímamótum í lífi sínu. Hún er í föstu sambandi við ungan mann á uppleið sem getur tryggt henni áhyggju- og áreynslu- lausa framtíð. En með henni bærast margvíslegar tilfinningar. Er þetta það sem hún vill? Lætur hún aðra stjórna sér? Eða tekur hún óvissu og ævintýri fram yfir öryggið? Skemmtileg og spennandi bók um vaknandi vilja og sjálfsvitund. Menn með mönnum gerist í demantalandinu Suður-Afríku. Draumur Zougas Ballantyne um „Norðrið11 hefst í þrældómi demantanámanna í Kimberley og lýkur á frjósömum gras- lendum Matabelelands - en ekki fyrr en heil þjóð stoltra stríðsmanna hefur nánast verið þurrkuð út. Metsöluhöfund- urinn, Wilbur Smith, gjörþekkir náttúru landsins og sögu þjóðanna sem það byggja. Heillandi saga, mannleg, þrungin spennu, ævintýrum og rómantík. I bííúu og stríðu I blíðu og stríðu er önnur bókin í þriggja bóka flokki um Stúlkuna á bláa hjólinu eftir metsöluhöfundinn Régine Deforges. Við fylgjumst áfram með söguhetjunni Leu Delmas í síðari heimsstyrjöldinni, ástum hennar, sorgum og baráttu í hinu hernumda Frakklandi. Atburðarásin er hröð og spenn- andi og örlög ráðast. Boðið er upp á 1. og 2. bindi sögunnar saman í pakka á afsláttarverði. ISAFOLD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.