Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 19
Öfug bæling „M-áMM&IXi ÆMÆÁ: ELSKHUGINN Marguerite Duras: Elskhuginn. Skáldsaga. Hallfríður Jakobsdóttir þýddi. Iðunn 1986. Marguerite Duras er búin að vera skrifa um unglingaástir sínar alla ævi, verk hennar snúast oftar en ekki um ómögulegar ástir tveggja einstaklinga úr gjörólíku umhverfi en úti við er heimurinn að farast, og ástin er dæmd til að farast. En hún hefur alltaf dulbú- ið þessa ástarsögu sína með ein- hverjum hætti - þar til hún skrif- aði þessa bók og upplýsti heiminn um að aðalpersóna sögunnar væri M. Duras. Þá keypti heimurinn bókina og sæmdi hana allskyns verðlaunum, því einhvern veginn finnst fólki skemmtilegra að lesa sögur „sem gerðust" en skáld- skap. En það veit ekki að rithöf- undurinn er að ginna það til að lesa skáldskap sinn. Hvers vegna skrifar höfundur? Hún hugleiðir það á blaðsíðu 12: Ég byrjaði að skrifa í umhverfi sem ól mjög á blygðunarsemi minni. Að skrifa var í augum þessa fólks ennþá dyggðugt. Nú virðistþað oft og tíðum hvorki eitt né neitt. Stundum veit ég þetta: að þegar það er ekki, sé grannt skoðað, sprottið af hégómagirnd og eftirsókn eftir vindi, er það hvorki eitt né neitt. Að þegar það er ekki, í hvert sinn, samruni alls í eitt sem eðli sínu samkvœmt er óskilgreinanlegt, er það ekkert annað en sýndarmennska. En oft- ast hefég enga skoðun, ég sé núað allir vellir eru opnir, að allir múr- ar virðast á bak og burt, að hið skrifaða orð virðist ekki lengur eiga í nein hús að venda til aðfela sig, verða til, vera lesið, að grundvallar-ósœmileiki þess virð- ist ekki lengur virtur, en ég hugsa ekki frekar um það. Hún hugsar ekki frekar um það. Hún kemst ekki að neinni niðurstöðu, það hefur enga þýð- ingu að skrifa bókmenntir lengur. Þær snerta ekki við neinum. Þær eru bara blaður. En hún skrifar samt. Hvers vegna? Vegna þess að hún skrifar, það er allt og sumt. Og þegar hún skrifar rífur hún um leið plásturinn af ógrónum sárum; fjallar umbúðarlaust um reynslu sem hún hefur vafið flóknu formi utan um fram að þessu: Fimmtán ára frönsk stúlka og miklu eldri kínverji hittast á Mekongfljótinu. Samband þeirra verður eins og fljótið: Móðir mín segir mér stundum að aldrei, á allri œvi minni, muni ég augum líta jafnfögur fljót, jafn- mikil jafnólm og þessi, Mekong og þverá hennar sem streyma fram til sjávar, þessa vatnafláka sem brátt muni hverfa í hyldýpi hafsins /.../ / uggvœnlegri straumiðunni sé ég hinsta augna- blik lífs míns. Straumurinn ersvo öflugur, hann mundi sópa öllu með sér, jafnt björgum, sem kirkju, sem borg. Það geisar fár- viðri í iðrumfljótsins. Vindursem brýst um. (15). Þetta er ekki hugljúf ástarsaga þar sem lýst er á nærfærinn hátt fyrstu reynslu ungrar stúlku af ástinni. Hún er ekki einu sinni um ástina sem slíka heldur beinist hér allt að útmálun lostans. Ástin snýst hér ekki um að gefa eða vilja heill hins aðilans, eins og sú sanna ást gerir, heldur hitt að taka, eiga, drottna. Sjálfri sérlýs- ir hún af grimmd og ofstækisfullu sjálfshatri alkóhólistans: hún seg- ist hafa fengið brennivínsandlit átján eða fimmtán ára, það er andlit lostans - í endurminning- unni sér hún sig sem hálfgerða ófreskju, það sem er óvenjulegt við þessa bók er að ófrskjan er hér yfirborðið en lúrir ekki undir sléttu og felldu yfirborði eins og venjulega - þar býr lítil stúlka, sem kannski er góð en vill vera vond. Hún lætur stjórnast af losta, sem í eðii sínu er alltaf eigingjarn, hún segist ófær um að elska. Tilfinningaleg örkuml hennar eru á sannfærandi hátt undirbyggð með langri lýsingu á fjölskyldu hennar sem er ýmist brjálað fólk, lyddur eða illmenni. Hún hefur elskhuga sinn að leiksoppi og lýsir í löngu máli andstyggilegri meðferð sinni á honum, en í ástarlýsingunum, bakvið allan lostann og ofsann og gengdarlausa gagnkvæma niður- lægingu elskendanna, lynist við- kvæmni og stundum brýst fram eitthvað sem kalla má ást í lýs- ingu hins kínverska auðnuleys- ingja, og þá ekki síður þegar skólasystur hennar er lýst, sem hún girnist greinilega - og þetta skapar óvenjulega spennu í bók- inni. Þetta er eiginlega öfug bæl- ing. Þessi tvískinnungur kemur fram í frásagnaraðferðinni sem einkennist af sífelldum sviðskipt- um, tilhneigingu til sálfræðilegra útlistana á öllum gerðum, mikl- um tímastökkum og örum skipt- ingum milli 1. persónu- og 3. persónufrásagnar, svo stundum er eins og um tvær manneskjur sé að ræða. Setningamar eru yfir- leitt langar hliðskipaðar runur, afmarkaðar með kommum, og undirstrika sálarrót, hraða hugs- un, hugaræsing. Kannski er franska erfiðasta mál sem til er fyrir íslending að þýða úr. Flestir þeir sem þýða úr því máli hyllast til að bera meiri virðingu fyrir frumtextanum en móðurmálinu, því stflbrögðin eru svo glæsileg á frönskunni, sefjun- armátturinn svo mikill, orða- flaumurinn svo áreynslulaus. Mörg nafnorð sem dansa saman, ljóðrænt flug og samtímis hvöss hugsun, skýrleiki. Langar setn- ingar, mikil músík. Þýðingin ork- ar við fyrstu sýn óneitanlega nokkuð ankannaíeg, þýðandinn, Hallfríður Jakobsdóttir, hefur sýnilega valið að fylgja fmmtext- anum um kommusetningu og uppbyggingu setninga, og þetta gefur textanum undarlega annar- Bókaormar gleymið ykkur ekkií umferðinni, osm kveikt «« legt yfirbragð. Þegar betur er rýnt er þó fátt sem ástæða er til að GUÐMUNDUR A. THORSSON fetta fingur útí annað en um- deilanlegt orðaval hér og hvar, „grundvallar-ósæmileiki" er ekki1 nógu gott og „hinu langa heita belti jarðarinnar" er blátt áfram klúður og sennilega er rétt að sleppa þéringum í þýðingum. Alít þetta hefði mátt laga með markvissum yfirlestri á vegum forlagsins, það hefði aukið gildi þýðingarinnar. Svona slys eru þó fremur fátíð og stflnum virðist Hallfríður ná furðu vel. Ef ástæða er til að þusa yfir ein- hverju yrði það helst hálfvæmin kápan sem engar upplýsingar er að finna um og smátt og dauft letrið sem virðist vera úr ein- hverjum prentara. mislukkuðum leysi- -gat IFEROAR „Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstrætinu sem góö bókabúð hefur: Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu." Stór orð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnar erum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góð ráð og upplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur á féiagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. Hvað meira getur góð bókabúð boðið? Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti 4.Sími: 14281

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.