Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 16
REFSKA eftir Qxristjáný. Gunnarssotu Sönn íslendingabók - Ný Bandamannasaga *•. * Refska er saga úr samtíðinni sem dulbúin er í-gervi fornsögu og lýsir fornald- arfólki í íslensku vandamálaþjóðfélagi. (Refsku er m.a. fjallað um: • Landshornagoða og smágoða. • Eflingu byggðar í óbyggðum. • Þjóðráð, bjargráð og snjallræði sem Óbyggðasjóður kostar. • Uppreisn mósokkanna gegn karlrembusvínum. • Kvennafund í Almannagjá. • Goðorðsvöld Guðríðar Óspaksdóttur. • Útburðbarna. • Vistun gamalmenna í Kjarreyjarklaustri. • Þjóðflokkinn Krýsa sem eru huldumenn í landinu. • Kusa, foringja verkþræla, og Sólstöðusaminginn. • Skipti á skíru silfri fyrir flotsilfur. • Inngöngu allsherjargoðans í félag Bílduberga. • Gorm konung gerska og guðinn Lenimax. • Hróald helga í Hvítramannalandi og Nýja sáttmála. • Drekabæli í Strympunesi. • Almenna múrgoðafélagið og Höll múrgoða. Margt fleira ber á góma í þessari sönnu lygisögu sem sögð er af íþrótt stílist- ans og uppfull af gráglettinni fyndni. Bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska ersagan um refskuna í íslenskri samtíð. Árni Bergmann Jólasaga Dickens Jóladraumur Charles Dickens Þorsteinn frá Hamri þýddi Forlagið Ný Dickensþýðing er sannar- lega ekki dagiegur gestur á ís- lenskum bókamarkaði. Reyndar er það svo, að lítið sem ekkert af verkum þessa ágæta sagmameist- ara hafa verið gefin út á íslensku í heilu lagi - við vöndumst því snemma að Oliver Twist, Davíð Copperfield og Nikulás Nickelby væru einkum við barna hæfi og því voru þær sögur út gefnar mjög styttar. Sú aðferð var bæði ill og góð - reyndar voru þessar sögur ágætar börnum og betri en flest það sem nú í verkaskiptingunni er sérhannað fyrir „markhópinn“ ungir lesendur. Þið kannist væntanlega við Jóladraum Scrooges gamla, hins makalausa nirfils, sem hefur allt á hornum sér á jólum, því þau minna á sitthvað sem ekki er nyt- samt og arðvænlegt, til dæmis hvfld, góðvild, saklaust sukk, leiki. Og til hans kemur vofa ann- ars nirfils, sem fyrrum var félagi hans í braskinu, og dregur á eftir sér hlekki þunga „úr sjóðabók- um, lyklum, hengilásum, höfuð- bókum, skjölum og þungum pyngj um. “ Vof a þessi er dæmd til að ráfa um heiminn og harma ótal glötuð tækifæri sem lífið gaf til að bæta böl mannanna. Og hún boð- ar komu þriggja anda, sem bregða upp fyrir Scrooge mynd- um af jólum hans fortíðar, sam- tíðar - og kannski þeirrar fram- tíðar, að nirfill einn er loks dauður og það er góðu fólk gleði- efni að vera laus við hann. Rís svo Skröggur úr rekkju eftir þennan þrískipta draum og er nýr maður og stráir um sig velvild og góðum verkum upp frá þessu. Dickens var hvorki í þessu ævintýri, né í þeim raunasögum sem við lásum barnung, feiminn við kraftaverk þau sem ráða far- sælum málalokum. Og bæði vegna þess, að farsæl málalok hafa verið skelfilega misbrúkuð í draumaverksmiðjum afþreying- ariðnaðarins og svo vegna þess, að raunsæir menn hafa litið mjög hornauga þann „lífsflótta" sem felst í því til dæmis að svíðingur sér að sér skyndilega, skiptir um ham, þá hafa menn haft til- hneigingu til þess að draga úr ágæti þessa ástsæla höfundar. En satt best að segja - það er óþarfi að vísa Dickens frá sér, þótt hann getr dottið í lítt þolanlega væmni og hafi áreiðanlega vanskilið stéttarstríðið mikla. Einlægni hans er mikil og sterk, samúð hans svo rík með þeim snauðu og útskúfuðu að það hlýtur jafnan að vera nokkur heilsubót að heilsa upp á hann í sögum hans. Og vitanlega var hann ráðagóður rithöfundur og sterk sú gáfa hans að draga upp með fáum strikum Helga Einarsdóttir Þörf handbók um plöntur Hörður Kristinsson Plöntuhandbókin örn og Örlygur 1986 Nú er komin út langþráð blómabók, bók með litljósmynd- um af íslenskum blómaplöntum og byrkningum. Lengi máttu áhugamenn um ís- lenskar jurtir bíða eftir góðri lit- myndabók, og margir þóttust hafa himin höndum tekið er bók Ágústs H. Bjamasonar, íslensk flóra kom út fýrir nokkmm ámm, enda er það hin ágætasta hand- bók og með afbragðs plöntu- teikningum. En teikningar verða auðvitað aldrei alveg eins og góð- ar ljósmyndir, og þessi nýja blómabok, Plöntuhandbóícin eftir Hörð Kristinsson er ekki síður tímamótaverk. Efni bókar þessarar er íslenska flóran, blómplöntur og byrkning- ar. Þegar til á að taka að telja upp kosti bókarinnar em þeir svo margir og augljósir að ég veit varla hvar ég á að byrja. En svo ég taki þann kostinn fyrst og sem mest er áberandi, eru það mynd- irnar. í bókinni em 382 litmyndir af 365 tegundum plantna og em flestar myndimar góðar og marg- ar alveg skínandi fallegar og ná- kvæmar og góðar til greiningar. Ég hef aðeins fundið örfáar und- antekningar og get þeirra hér á eftir. Bókin byrjar á nákvæmri og skýrri skrá yfír höfunda ljós- mynda. í formála gerir höfundur svo grein fyrir uppsetningu bók- arinnar, vali á jurtum, vali á jurtaheitum og notkun á heimild- um, þ.á.m. áður útkomnum bókum um flóru íslands. Hann gerir grein fyrir því í stuttu máli hvernig nota má bókina, og hverjir séu kostir hennar, en einnig hverjar takmarkanir henn- ar séu. Á eftir formála fylgja greini- legar leiðbeiningar um notkun bókarinnar og síðan orðskýring- ar. Það eru skýringar á þeim fræðiorðum sem notuð em við jurtalýsingar og fylgja skýringar- teikningar og orðalisti í stafrófs- röð með tilvísunum til bls. tals þar sem orðin em skýrð. Greiningarlykill bókarinnar er einfaldur og skýr, og fylgir listi yfír þær tegundir sem geta lent í fleiri en einum flokki, en aðal- flokkun plantna er eftir blómalit. Og þá er ótalinn stærsti kostur bókarinnar, sem jafnframt er ný- jung í íslenskri jurtabók, en það er að hverri jurtamynd og lýsingu fylgir lítið íslandskort sem sýnir útbreiðslu plöntunnar. Plöntuhandbókin er í hand- hægu broti og plasthúðuð utan, og mælikvarði með sentimetra- máli aftan á henni. Pappír er fal- legur og ekki hef ég rekist á prentvillur inni í henni. Nokkrar smá athugasemdir eða aðfínnslur ætla ég þó að koma með. Mér fínnst lýsandi 16 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.