Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 9
Árni Bergmann Handbókí væntumþykju Leo Buscaglia. Að elska hvort annað. Helga Ágústsdóttlr þýddl. Iðunn. Eitt einkenni jólabókaútgerð- ar í ár er mikill fjöldi handbóka. Okkur er boðið upp á leiðarvísi um kynlíf, unglingavandamál, kokkteila, pantanir á veitinga- húsum, blómarækt og svo mætti lengi áfram telja. Þessi bók hér, eftir ítalskan Amríkana, gefur ráð um væntumþykjuna. Eins og vænta mátti eru þau ráð flest ágæt - svo langt sem þau ná. Menn eru minntir á nauðsyn þess að láta þá, sem þeim þyícir vænt um, vita af því, vera samt ekki uppáþrengjandi, gera ekki of háar kröfur, setja öngva mann- eskju á stall. Það er skrifaður kafli um ágæti snertingar í mann- legu sambýli, um nauðsyn þess að hafa húmorinn í lagi og þar fram eftir götum. Okkur er líka ráðlagt að spilla ekki hlýhug, væntum- þykju, ást með samanburðar- fræðum, því allir hafa nokkuð sér til ágætis. Þetta er semsagt allt gott og blessað og vafalaust betur af stað farið en heima setið. Gallinn við slíkar bækur er hinsvegar sá, að þær eru mjög almenns eðlis, í þeim verður mannleg reynsla einskonar afstraksjón - og eins víst að lesandinn segi við sjálfan sig áður en lýkur: þetta gat ég sagt mér sjálfur. Flest af því að minnsta kosti. f framhaldi af því mætti spyrja að því, hvort menn missi ekki mikils, þegar þeir hverfa frá „óbeinum” ráðlegging- um lífsins og skáldskaparins og setja traust sitt í vaxandi mæli á kerfisfræðinga mannlegra sam- skipta. ÁRNIBERGMANN Nauðsynleg bók öllum sem vilja vita fleira um íslenska blaðamennsku og vinstri- hreyfíngu BÆKUR - LEIKFÖNG OG PÚSLUSPIL I URVALI Hringið í síma 14235 og biðjið um bókaskrána Vp. * W - ijia- -■ . j— I bókaskrá Æskunnar eru á annað þúsund "itlar eldri úrvalsboka ÆSKAN Laugavegi 56 sími 14235

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.