Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 5
Ævisögur og minningar MARGS ER AÐ MINNAST Frásöguþættir Kristján Albertsson Jakob F. Ásgeirsson skráði Frásagnasnilld Kristjáns Alberts- sonar er alkunn og nýtur sín enn vel þó að árum fjölgi. En sjón- leysið varnar honum ritstarfa og því er þessi dýrlega minningabók orðin fyrir samstarf tveggja. Kristján Albertsson kynntist mörgum og var vinur manna eins og Matthfasar Jochumssonar, Einars Benediktssonar, Jóhanns Sigurjónssonar, Guðmundar Kambans, Jóhannesar Kjarvals, svo að einhverjir séu nefndir af þeim sem koma við sögu í þess- ari bók, og nótafrásagnar hennar slfkra náinna kynna í ríkum mæli. Kristján Albertsson segir umfram allt frá því sem hann hefur heyrt og séð innanlands og utan, og er það bæði margt og minnisvert. Almenna bókafélagið Verð: 1950 kr. KRISTINN í BJÖRGUN ELDHUGINN í SANDINUM Árni Johsen Samtalsbók við Kristin í Björg- un. Árni Johnsen ræðir hér við Kristin Guðbrandsson í Björgun um líf hans og stórbrotinn starfsferil. Auk þess ræðir hann um Kristin við þrjá af vinum hans, þá Helga Eyjólfsson, Jóhannes Nordal og Einar Halldórsson. Þrír mikil- sverðir eiginleikar virðast ein- kenna Kristin Guðbrandsson umfram aðra menn: Hann þekkir ekki uppgjöf, þolir ekki lognmollu eða kyrrstöðu og hann er fæddur tæknisnillingur. Kristinn í Björgun er löngu þjóð- kunnur maður og þá einkum fyrir fernt björgun strandaðra skipa, þátttöku í vel heppnuðum tilraun- um í fiskirækt, dælingu bygging- arefnis úr sjó, og leitina að gull- skipinu. Þeir Björgunarmenn gáfust aldrei upp við strönduð skip og komu rúmlega 80 á flot; eftir 30 ára til- raunastríð er fiskirækt Kristins og félaga hans loks farin að skila arði; sanddælingin gekk strax vel, en gullskipið er ófundið enn. Skyldu þeir finna það? Bók full af fjöri og spennu, eins og líf þessa eldhuga, Kristins Guðb- randssonar, hefurverið. Sandur- inn hefur verið starfsvettvangur hans, en hann hefur aldrei byggt á sandi. Almenna bókafélagið Verð: 1950 kr. BÓNDI ER BÚSTÓLPI VII Umsjón Guðmundur Jónsson fyrr. skólastjóri á Hvanneyri Sagt er frá átta látnum bænda- höfðingjum: Páli Þorsteinssyni í Tungu, Pétri Jonssyni í Reyni- hlíð, Bjarna Sigurðssyni frá Vig- ur, Gunnari Þórðarsyni frá Græn- umýrartungu, Hirti Líndal frá Efra-Núpi, Eyjólfi Eyjólfssyni á Hnausum í Meðallandi, Jóni Guðmundssyni á Torfalæk og Kristni Guðlaugssyni á Núpi. Bókaflokkurinn Bóndi er bústólpi er nú orðin að sjö bókum. Hver bók er sjálfstæð en allt safnið segir f rá yfir 80 bændum sem sett hafa svip á íslenskan landbúnað. í þessu bindi er ítarleg nafnaskrá yfir öll bindin sjö. Bókhlaðan Verð: 1595 kr. MANNLÝSINGAR l-lll Sigurður Nordal Fyrsti flokkur heildarútgáfu á verkum Sigurðar Nordals. Sam- eiginlegt einkenni þessara bóka er að lýsingar á einstaklingnum er hinn rauði þráður en vitaskuld er fjallað um fleira og þá ekki síst menningarsögu, skáldskap og aðrar bókmenntir. Sigurður Nordal var sá íslending- ur sem sökkti sér dýpst í athugun íslenskra þjóðareinkenna og menningar. Ritferill hans var langur og fjölbreytilegur en flest sem frá honum kom var lesið af áhuga og hrifningu - ekki af fáum útvöldum heldur stórum hluta þjóðarinnar. Fyrsta bindið heitir Frá Snorra til Hallgríms og fjall- ar um persónur frá fyrri skeiðum íslandssögunnar. Annað bindið heitir Skáldaöld og eru þar tekin til athugunar fjórtán skáld 19. og 20. aldar. Nafn þriðja bindisins er Svipir og lýsir 71 einstaklingi sem fiestir voru samtímamenn Sigurðar Nordals. Ritgerðir sem sameina snilld og lærdóm - sannkallaður skemmtilestur án þess að nokkru sinni sé slegið af vísindaiegri nákvæmni. Almenna bókafélagið Verð: 5250 kr. GYÐJAN ANTHONY 5UMMERS GYÐJAN LEYNDARDÓMUR- INN UM MARILYN MONROE Ævisaga þessarar þekktu leik- konu er merkileg bók. Hún var kyntákn tuttugustu aldarinnar, átti í sambandi við fjölda karl- manna, þar á meðal nokkra sem hún giftist. Hún gat aldrei verið tengd neinum um langan tíma. Hún átti í miklum sálarlegum þrengingum sem leiddu m.a. til eiturlyfjaneyslu. Hún var bendluð við Kennedybræður og mafíuna eins og þessi bók greinirfrá. Bók- in fjallar um ævi konu sem lifði lífinu með þeim hætti að engin fordæmi eru þar um. Sagt er að allar fyrri bækur um leikkonuna séu einskis virði eftir að þessi kom út. Bókhlaðan Verð: 1494 kr. LÍF MITT OG GLEÐI Minningar Þuríðar Pálsdóttur Jónína Michaelsdóttir skráði Ævi Þuríðar Pálsdóttur er ævin- týri líkust. Hún er komin af einni merkustu tónlistarfjölskyldu á ís- landi og hefur komið meira við sögu tónlistar hér á landi en flest- ir aðrir síðastliðin fjörutíu ár. Hún er meðal brautryðjenda á ís- lensku óperusviði og hefur átt ómældan þátt í að kynna löndum sínum sönglist innlendra og er- lendra meistara. Saga Þuríðar er ekki aðeins tengd tónlist. Hún hefur starfað ötullega að félags- málum og er vinsæll fyrirlesari. Á síðustu árum hefur Þuríður orðið fyrst manna til að ræða hispurs- laust og af þekkingu um breytingaskeið kvenna. Ekki er ofmælt að hvar sem Þuríður kem- ur við sögu, fylgir hugur máli. For- lagið gefur einnig út plötu með söng Þuríðar Pálsdóttur. Forlagið Verð 1.988 kr. BERGIÐ KLIFIÐ Minningar veiðimanns BERGIÐ KLIFIÐ MINNINGAR VEIÐIMANNS HlöðverJohnsen Bergið klifið er minningabók hins þekkta Vestmannaeyja- Hlöðvers Bjarneyjarjarls. Hann er fæddur og uppalinn í Eyjum og hefur alið þar aldur sinn að mestu. Hann tók þegar í bernsku mikinn þátt í atvinnulífinu í Eyjum, varð síðan einn af helstu sig- mönnum Vestmannaeyja, veiði- maður í úteyjum, náttúrubarn og náttúruskoðandi, sjómaður, rannsóknamaður í Vestmanna- eyjagosínu o.m.fl. Frá mörgu hef- ur hann því að segja: horfnum þjóðháttum Eyjamanna, fuglin- um og náttúrunni við Eyjar, sérk- ennilegum persónum (Binna í Gröf) o.fl. Fjörlega rituð, fróðleg og bráð- skemmtileg bók um lifið og þjóð- hætti í Vestmannaeyjum á fyrri hluta þessarar aldar og til þessa dags. Almenna bókafélagið Verð 1950 kr. sannleika Biísalx-t Þtwgeirsdóttir skráði í SANNLEIKA SAGT Elísabet Þorgeirsdóttír skráði Bjarnfríður Leósdóttir er þjóð- kunn baráttukona. ( aldarfjórð- ung tók hún þátt í verkalýðsbar- áttu á Akranesi og var félagi í Al- þýðubandalaginu frá stofnun þess. Bjarnfríður kvaddi flokkinn á þessu ári, er henni þótti sýnt að honum var þrotið baráttuþrek gegn láglaunastefnu ríkisstjórn- arinnar. Frásögn Bjarnfríðar er opinská og heiðarleg. Lýsing hennar á hlutskipti drykkju- mannskonunnar er ein eftir- minnilegasta frásögn bókarinn- ar. Hún segir tæpitungulaust frá baktjaldamakki í verkalýðshreyf- ingunni og hlífir engum. Að baki alvörunni býr leiftrandi skopskyn, hvort heldur hún segirfrá óvænt- um ævintýrum áhugaleikara á Akranesi, lýsir hlutskipti þeirra sem tóku út þroska sinn á stríðs- árunum eða rifjar upp landlegu- slagsmál á síldarárunum. Forlagið Verð 1.888 kr. SIGURÐUR HRÓABSSON EINA JÖRD VEIT ÉG EYSTRA HALLDÓR LAXNESS OG SOVÉTRI'KIN - „EINA JÖRÐ VEIT EG EYSTRA“ Halldór Laxness og Sovétríkin Sigurður Hróarsson „Eina jörð veit ég eystra" er ítar- leg ritgerö um Halldór Laxness og viðhorf hans til Sovétríkjanna á tímabilinu 1930 og fram yfir 1960 og hvernig þetta viðhorf breyttist. Höfundurinn, Sigurður Hróarsson er ungur bókmennta- og íslenskufræðingur. Á þessu tímabili - frá rússnesku byltingunni og fram að stríði, löðuðust margir rithöfundar bæði í Evrópu og Ámeríku að komm- únisma. Þeir töldu hann veita svör við flestum aðkallandi spurningum samtímans og fram- kvæmd hans í Sovétríkjunum væri lausn veraldarvandans. ( þessum hópi var Halldór Lax- ness. Þessi þáttur í sögu Lax- ness er saga um óvenjulega hrif- næmi „saga glæstustu vona og sárustu vonbrigöa", eins og rit- gerðarhöfundur kemst að orði. Gefin út sem kilja. Almenna bókafélagið Verð: 790 kr. Ýmsar bækur LEIKDOMAR OG BÓKMENNTAGREINAR Ólafur Jónsson Bókin skiptist í tvo hluta og er hinn fyrri helgaður leiklistarmál- um. (slensk leikritun var um daga Ólafs í örum vexti og eru hér birtir dómar um margar af sýningum leikhúsanna og eru þeir hvort- tveggja í senn heimildir um það sem við bar á þeim vettvangi og umfjöllun um bókmenntir sviðs- ins. ( seinni hluta bókarinnar eru ritgerðir og greinar um bók- menntir og bókmenntafræðileg efni. Hið íslenska bókmenntafélag Verð: 1250 kr. SAMRÆÐUR UM KENNINGU BÚDDHA eftir Francis Story Skúli Magnússon islenskaði. Höfundur þessarar bókar - Fra- ncis story - er enskur maður að uppruna, sem snerist til Búddh- isma. Hann dvaldi um árabil á Indlandi og síðar (Búrma og Sri- Lanka. Sú grein Búddhisma sem hann aðhyllist er hinn svokallaði suður-Búddhismi eða Therava- da. Hann reit ailmikið um bú- ddhiska heimspeki. Þessi bók er í samtalsformi. (myndaður vest- rænn fríhyggjumaður ræðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.