Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 7
KRISTJÁN JÓNSSON LJÓÐMÆLi t ALMENNA KMCArtLACIP uon»un«i> LJÓÐMÆLI Kristján Jónsson Matthías Viöar Sæmundsson sá um útgáfuna. Hin nýja útgáfa af Ijóðum Kristjáns Fjallaskálds er sú fyllsta sem út hefur komið og eru hér tekin með öll þau Ijóð sem með vissu eru eftir hann. Kristján var lengi í hópi hinna ástsælustu meðal íslenskra skálda og einnig meðal hinna sérstæðustu, orti mörg sinna bestu Ijóða innan við tvítugt, þunglyndari en önnur ís- lensk skáldverk en þó áberandi tvíleikur í Ijóðum hans - þau sveiflast milli æstrar gleði og svartasta harms. Inngangur Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar er einnig það ítarlegasta og gleggsta sem um Kristján hef- ur verið skrifað og skáldskap hans. Bókin er gefin út af Ljóðakl- úbbi AB, en fæst einnig á al- mennum markaði - að vísu á hærra verði en klúbbfélagar þurfa að greiða fyrir bókina. Almenna bókafélagið Verð: 1750 kr. Vlðlr Sigurftason ISLENSK KNATTSPYRNA 1986 ÍSLENSK KNATTSPYRNA ’86 Víðir Sigurðsson Bókin er sjötta bókin í bóka- flokknum Árbækur íslenskrar knattspyrnu. í bókinni er rakin saga ísl. knattspyrnu á þessu ári. Lýst er leikjum, úrslitum og sagt frá liðum og einstaklingum. Fylgst með íslenskum knatts- pyrnumönnum er spila með er- lendum liðum. Litmyndir af sigur- vegurum í deildakeppni og bikar- képpni KSÍ. Viðbótarkafli í sögu íslenskrar knattspyrnu frá upp- hafi. í bókinni eru um 350 myndir. Bókhlaðan hf. Verð: 1988 kr. GRÆNLAND - KRISTALLSHEIMUR Louis Rey Sigrún Laxdal þýddi Víðkunnur franskur landkönnuð- ur fjallar í bókinni um næsta .. i* ■■ Louis Rey granna okkar í vestri - kristallsríki norðurhjarans. Grænland, nátt- úru þess og íbúar í fortíð og nútíð væri réttnefni á bókinni. Höfund- ur gjörþekkir efnið bæði af heim- ildum, sumum óþekktum til þessa, og af eigin athugunum, en hann hefur verið einskonar fast- agestur í Grænlandi um árabil. 315 blaðsíður Almenna bókafélagið NAFNALYKILL AÐ MANNTALI Á ÍSLANDI 1845 BJÖRN MAGNÚSSON TÓKSAMAN 1. BINDI ABELA - GUÐLAUG NAFNALYKILLINN AÐ MANNTALI 1845 Nafnalykill að Manntali á íslandi 1845 er væntanlegur í útgáfu Off- setfjölritunar hf. í desember. Björn Magnússon hefur tekið saman nafnalykilinn að manntal- inu, en áður hafi hann gert nafn- alykil að manntalinu 1801. Nafnalykillinn er tekinn saman í hagnýtum tilgangi einum: til þess að menn, sem vilja finna ákveð- inn einstakling í Manntali á ís- landi 1845, geti gert það með lítilli fyrirhöfn, ef þeir vita nafn ein- staklings og aldur, og sé um marga jafnaldra alnafna að ræða, helst einig væntanleg heimkynni hans. Þetta verk er stórmerkilegt hjálparrit hverjum þeim sem unna ættfræði. Nafnalykillinn er fimm binda verk og er gefinn út í 250 eintökum. Verð allra bindanna er 4.500 kr. Pöntun er hægt að gera hjá Off- setfjölritun, Lágmúla 7, síma 687890. Offsetfjölritun Dansað í LJÓSINU DANSAÐ í LJÓSINU Shirley MacLain Dansað í Ijósinu er önnur bók Shirley MacLaine á íslensku, en sú fyrri sem nefnist Á ystu nöf kom út hjá bókaútgáfunni Geislum á síðasta ári. Þessar bækur eru öðrum þræði minning- ar leikkonunnar og frásagnir af daglegu lífi hennar. Sjálf kallar hún þær þó lýsingu á ferð inn í hina andlegu heima eða and- legar dagbækur, því þær skýra á bersöglan hátt frá viðleitni henn- ar til sjálfsskilnings og leit að æðri visku. í þeirri leit kemur leikkonan víða við og skyggnist m.a. inn í fyrri æviskeið sín. Dansað í Ijósinu skiptist i þrjár hluta og er 284 bls. að stærð. Þýðendur eru þrír: Matthías Magnússon, Guðrún Egilsson og Meignús Rafnsson. Geislar Verð: 1440 kr. SMÁSÖGUR LISTAHÁTÍÐAR ‘86 Fjórtán sögur af þeim 370 sem bárust í smásagnakeppni Lista- hátíðar. Allar fjalla þær um ís- lenskt nútímalíf. Þessar sögur eru snjallar og vel gerðar. Fremst í bókinni eru þær þrjár sögur sem hlutu verðlaun í keppninni og allir eru sammála um að hafi átt þau háu verðlaun skilið. Frábær sýn- isbók íslenskrar smásagnagerð- ar síðustu ára. Almenna bókafélagið Verð: 1000 kr. LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK Guðmundur Magnússon Reagan og Gorbachov á íslandi. Bókin er skýr og greinargóð frá- sögn af því sem gerðist hér dag- ana fyrir leiðtogafundinn í Höfða og meðan fundurinn stóð yfir, þ.e. umbúðirnar um fundinn, fréttamenn, fundurinn sjálfur og þau mál sem tekin voru fyrir og deilt um. Fjöldi mynda. Almenna bókafélagið Verð: 1280 kr. Og nú stígur kennimaðurinn niður úr stólnum og sendir frá sér smásagnasafn, Flísar úr auga bróöur míns. í bókinni eru 11 smásögur og þættir. RAUDSKINNA 2 /eskaw m fta ÆSKAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.