Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 14
ÞJOÐMAL
„Ég vil út
með fullrí
reisn“
Harmaminning Leónóru Kristínar í
Bláturni.
Björn Th. Björnsson þýddi.
Mál og menning.
Þetta sagði Leónóra Kristín
þegar hún var látin laus úr fang-
elsi eftir að hafa setið þar í tæp-
lega 22 ár og þessi orð lýsa henni
vel. Það er óhætt að segja að hún
sat líka inni með fullri reisn.
Það getur vel verið að fleiri en
ég hafi ímyndað sér að Harma-
minning Leónóru Kristínar
greindi frá konu sem sæti alein í
fangaklefa sínum og rifjaði upp
horfna gleði liðinnar ævi. En
þannig er þessi saga ekki. Lenóra
lýsir dvöl sinni í fangelsinu, fólki
sem hún kynntist, kjörum sínum
og allri líðan. Hún dvelur sem
sagt ekki við forna frægð heldur
er hún að lýsa erfiðustu árum
ævinnar, fangavist sinni. Það er
samt langt frá því að þessi saga sé
dapurleg eða leiðinleg. Dregnar
eru upp mjög lifandi myndir af
alls konar fólki, alþýðukonum
sem settar voru til að gæta Leó-
nóru, samföngum hennar, dóm-
urum, fangavörðum, tignarfólki
o.fl. Og atburðir daglegs lífs
innan fangelsismúranna, bæði
átakanlegir og spaugilegir, verða
ljóslifandi. Leónóra stílar minn-
ingarnar til barna sinna og er
mjög persónuleg og nálæg í skrif-
um sínum. Enda kynnist lesandi
henni mjög vel í þessari bók og
það eru góð kynni sem gleymast
ekki. Frásögn Leónóru af lífinu í
Bláturni er í sjálfu sér afar merk
heimild um samtíma hennar, en
það er persóna hennar sjálfrar
sem veldur því að saga hennar er
ekki bara athyglisverð heldur
hrífandi. Ljóst er að vegur
Leónóru var mikill þegar hún var
ung og glæsileg konungsdóttir, en
eflaust kom það aldrei betur fram
en í niðurlægingu hennar hvað
hún var í raun stórbrotin og sterk.
Hún segir í lok bókar sinnar:
„Saklaus fangavist skerðir ekki
æru manns; hún eykur hana.”
Björn Th. Björnsson ritar
mjög greinargóðan formála að
bókinni. Þar er fjallað um allt það
helsta sem tengist ævi Leonóru,
riti hennar og útgáfu þess. Þessi
formáli er í rauninni bráðnauð-
synlegur fyrir lesendur til þess að
átta sig á sögunni, en auk þess er
hann listræn umfjöllun sem ber
vitni um að saga Leónóru hefur
snortið þýðandann. Aftast eru
ágætar skýringar við eitt og ann-
að í riti Leonóru og auk þess eru í
bókinni u.þ.b. 40 myndir. Um
þýðinguna er það að segja að hún
er á góðu og auðugu máii. Stund-
um er danskan þýdd mjög beint,
t.d. „aldeilis forgefins” og orðar-
öð er líka stundum dönskuleg,
t.d. „og þeir á honum mættu
svala sínum níðingsskap” eða
„eftirlöngun sína upp á að horfa”
en á þennan hátt fær stfllinn á sig
dálítinn 17. aldar blæ.
Leónóra Kristín var dóttir
Kristjáns IV Danakonungs en
gift K. Ulfeldt greifa. í valdatíð
Friðriks III komst eiginmaður
hennar upp á kant við konunginn
og fór svo að lokum að þau hjón-
in voru sökuð um landráð og
drottinssvik. Hvort þau voru sek
eða saklaus er nokkuð álitamál,
en víst er að það var fyrst og
fremst tryggð Leonóru og holl-
usta við mann sinn og heiður hans
sem hún varð að gjalda fýrir. All-
an tímann sem hún sat inni var
ekkert mál höfðað gegn henni og
enginn dómur felldur. Harma-
minning ber höfundi sínum vitni
að þar fór mikil persóna, gáfuð
og menntuð kona, skapstór, stolt
með gott skopskyn og mikið
þrek. En minningar hennar bera
því líka vitni hvert hún sótti styrk
sinn. Hún valdi sjálf þessi orð (úr
119. sálmi Davíðs) á legstein
sinn: „Herre, hafde dit Ord icke
Været min Tröst, Da hafde ieg
forgaaet i min Elendighed”. Og
engum sem les sögu hennar dylst
að þetta er satt. Trú Leónóru er
sönn og sterk eins og best kemur
fram í neyð hennar. I minningum
hennar kynnumst við líka annars
konar fólki; þeim sem hafa Guð
ávallt á vörunum, en hjarta þess
er langt frá honum. Leónóra
Kristín var enginn dýrlingur, hún
er mjög mannleg í erfiðleikum
sínum og glfmir við Guð eins og
Job. Hún lýsir því sjálf hvernig
ýmsir ritningarstaðir rifjast upp
fyrir henni þegar hún er full ör-
væntingar og kvíða og verða
henni raunveruleg huggun. Hún
segir: „í sorg minni fann ég það,
hver hjálp af því flýtur að hafa
lært heilög ritningarorð og sálma
í æsku sinni.” Og er það vissulega
umhugsunarvert.
Eins og áður segir lýsir Leó-
nóra ýmsum persónum sem hún
kynntist í fangavistinni. Hún lýsir
samskiptum sínum við þetta fólk,
segir frá ævi þeirra og örlögum ef
henni finnst það athyglisvert og
rekur orðaskipti þeirra, segir frá
daglegum störfum og atvikum.
Það var Leónóru til mikils ama
fyrstu árin í Bláturni að hún mátti
ekki fá nein verkfæri, nál, skæri
o.þ.h. til að vinna með eitthvað
sem gæti stytt henni stundir. Hún
lýsir því í minningum sínum
hvernig hún beitti ýmsum
brögðum til að komast yfir ein-
hverja smáhluti eða dót sem hún
gat eitthvað dundað með í hönd-
unum og ráðsnilld hennar og hug-
kvæmni var með ólíkindum. Hún
fór að hripa niður minningar
sínar og ýmislegt úr Biblíunni á
pappír sem henni var færður syk-
Hvar hafia dagar Irfs þíns....
Jóhann Jónsson.
Ljóð og ritgerðir.
Um höfundlnn eftir Halldór Lax-
ness.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1986.
Svo er Halldóri Laxness fyrir
að þakka, að við vitum vel af Jó-
hanni skáldi Jónssyni, þótt ljóðin
sem hann setti saman um sína
ævidaga yrðu fá og tónn þeirra-
hógvær. Halldór hefur oftar en
ekki skrifað um þennan vin sinn,
sem dó ungur að árum úr berkl-
um í Þýskalandi. Halldór hefur
fengið okkur til að trúa á þessa
merkilegu sérstöðu Jóhanns, að
verk hans urðu til í samræðum við
góða vini, komust sjaldan á blað:
maðurinn verður sjálfur að lista-
verki um leið og „allur merki-
legur skáldskapur sem hann,
kynnist var honum persónulegt
vandamál”. Þættir Halldórs um
Jóhann, sem birtast fremst í þess-
ari útgáfu verka hans sem Einar
Laxness annast, eru einhver fall-
egasta lofgjörð um vin sem um
getur - og síðan höfum við
áþreifanlega staðfestingu á því,
sem þar segir um Jóhann, í því
fræga kvæði Söknuður sem við öll
höfum vitnað til einhverntíma:
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sín-
um glatað...
Þessi fáu kvæði Jóhanns sem til
eru (þau komu áður út á bók 1952
að einu undanskildu sem geymt
hefur verið í blaðinu „Landið”
síðan 1918), öll þessi fáu kvæði
eru frábærlega vel gerð, vönduð,
smekkleg, falleg. En kannski
sæta þau ekki stórtíðindum og
kannski voru þau fyrst og síðast
ætluð þeim sem þekktu manninn
sjálfan og nutu ógleymanlegra
samvista við hann? Hver veit. Jó-
hann átti sinn eigin tón, á því er
ekki vafi, en um leið er ljóst, að
hann hefur unnið úr sterkri hefð -
ballaðan lifir í kvæðinu um borg-
ina sem sefur við vatnið, þjóðvís-
an í krummakvæði og í kvæðinu
„Máninn líður”, einhversstaðar á
bak við Vögguvísu heyrum við í
Goethe, Yfir öllum tindum... En
þetta er allt merkilegur kveð-
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j
skapur með sínum hætti og þá
ekki síst vegna þess, að í örfáum
línum opinberast heill skálda-
tími, heilt skeið umgengni við
orðin, við það efni sem ljóðrænan
er úr. spunnin:
Ég hef drukkið af daganna
lindum
dánarveig allra harma
Ég hef teygað mig sœlan af
syndum
sofið og dreymt
Ég hef siglt fyrir öllum
örlagavindum,
grátið - og gleymt.
í bókinni er og að finna yrking-
ar Jóhanns á þýsku, m.a. þýðing-
ar á kvæðum Gunnars Gunnars-
sonar og Fákum Einars Bene-
diktssonar. Einnig ritgerðir
þrjár, skrifaðar á þýsku. Athuga-
semdir um skáldsöguna Jón Ara-
son eftir Gunnar Gunnarsson
gefa góða vísbendingu um hug-
myndaríkan bókmenntamann -
þar er m.a. að finna ágæta lýsingu
á þeim Jóni Arasyni Gunnars,
sem er sú mannshugsjón sem
„erfitt einsemdarland eins og ís-
land skóp og þurfti á að halda” -
maður sem er í senn „fullgildur
bóndi, andborgari og andsér-
fræðingur”. Tvær greinar eru rit-
aðar í tengslum við þúsund ára
afmæli Alþingis. Og í síðustu rit-
smíðinni, sem heitir blátt áfram
ísland, eru vel hugsaðar og út-
færðar hugleiðingar um það,
hvers vegna ísland er í hugum
manna eitthvað skrýtið, sem
þeim finnst ekki taka að fá áhuga
á. Vegna þess, segir Jóhann, að
menn eru því vanastir að tengja
saman mikilleika og vaid - og
vegna þess að ekkert vald er á
bak við mikilleika Islands, sem er
í bókmenntum - þá fer sem fer. í
sömu ritsmíð eru og ágætar at-
huganir á þýðingu íslensks menn-
ingararfs fyrir norræna endur-
reisn, norræna rómantík og
sjálfsvitund - og um þann rán-
skap sem frændur okkar hafa
stundað að kalla arf þennan
„fornnorrænar bókmenntir”. Ef
betur væri að gáð, mundu menn
vafalaust koma auga á margar
hliðstæður í milli þessara við-
horfa og margs þess, sem Halldór
Laxness sagði fyrr og síðar um
ísland í heiminum - eins og eðli-
legt um tvo vini, sem stilltu sam-
an strengi. Halldór segir reyndar
frá því í Jóhannspistli, að skáldið
hafi sagt sér í banalegunni stór-
fenglegt skáldverk um íslenskan
söngvara sem söng fyrir allan
heiminn, um líf, hans stríð og
heimkomu. Löngu síðar var saga