Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 13
Graham Greene of reyfarakenndur fyrir hákúltúr-1 inn og of djúpskyggn fyrir þann lága. Setji maður hann í reyfara-' samhengi minna sögur hans ein- na helst á Simenon, báðir hafa lag á að magna upp andrúmsloft og mætur á öfugsnúnu sálarlífí, en Simenon er meira bundinn afl eigin formúlu um hinn fýlulegal pípureykingamann sinn; f fagur- bókmenntasamhengi er Greene ævinlega að lýsa ráðvilltum nú- tímamanninum, geðþekkum jónijónssyni í gemingahríð, og mætti svo sem heimfæra það upp á völundarhús mannlegrar tilveru - en: hann er alltaf bundinn af sínum trúverðugu aðstæðum, hann er alltaf að segja skemmti- lega sögu sem „gæti gerst“ um| leið og hann er upptekinn af al- þjóðlegum stórtíðindum og setur sögurnar í samhengi við hræring- ar alþjóðapólitíkur og njósna- refja hverju sinni. Tíundi maðurinn er í rauninni stofudrama með fáum persónum og sálrænum átökum. Hún er mjög bókmenntaleg eins og fyrr segir, hugleiðing um tímann og eðli hans; tíma hvers einstaklings og hvernig hann getur rekist á tíma annarra manna, hvernig hann getur neytt menn tii að leika mismunandi hlutverk. Allir eru í sögunni sífellt að leika eitthvert hlutverk. Petta tema kemur strax fram í byrjun, þar sem tveir klukkueigendur í fangabúðum rífast stöðugt um það hvað tíman- um líði, og í rauninni hefur hvor- ugur rétt fyrir sér því hann er kyrrstæður eins og kemur í ljós þegar aðalpersónan sleppur úr vistinni og sér á tískuvarningnum í París að tíminn hefur staðið í stað og er þar með liðinn. Og gervin sem menn taka á sig er hliðstæða þessa: þeir sjálfir jafngilda þeim tíma sem hefur staðið í stað, og er liðinn, gervin jafngilda ruglingslegum nútíman- um. Greene er öndvegis sögumað- ur. Tvenn drög að sögum fylgja í bókinni, upp úr öðrum vann hann Okkar mann í Havana, en hin snúast um tvo menn með sama útlit en ólíkt innræti. Allt þetta hefur Árni Óskarsson þýtt með sóma. -gat krökkunum þótt stundum reyni hún of lengi að gera sér mat úr vissum „bernskum" misskilningi - eins og þessum með hálfsysturina eða að veggir hafi eyru. Aðrar hug- myndir eru vel skondnar - eins og til dæmis sú, sem ber uppi kafl- ann um vandræðin: telpan hefur lofað of mörgum að feta í þeirra fótspor, gera sem þeir vilja, og sér fram á að hún verður svikari og lygalaupur: best að flýja þær hremmingar sem fyrst. Eða þá at- hugasemdir barnanna um dauðann undir sögulok: þau ein geta leyft sér að vera eins og óvart fyndin á hans kostnað. Herdís hefur sjálf teiknað myndir í bókina - þær mega vel duga til síns brúks, en hún er vissulega mun betri höfundur en teiknari. ÁB N\l\NNFOU(lP 00 HIN DVKIN. e(t\r Jón \s. (junrícirssoH fíre^i lec| bolc uwt. SQtMSiap+i' \jicí " MSMn\óltid oq UiVtdýnVi" Bóttn er þrýdd j-jólda tvtyMdai. BÓKAÚTGÁFAN RAUDSKINNA Obærilegur léttleiki tilverunnar Hvað gerir ungur læknir þegar fallega þjónustustúlkan á hótelinu úti á landi stendur allt í einu á tröppunum hjá honum í borginni með hafurtask sitt og er bara komin...? Tómas ákveður að hleypa hinni ástföngnu Teresu inn í líf sitt, en framhaldið er ekki á hans valdi - þau eru leiksoppar sögunnar, fómarlömb ytri afla eins og heimaland þeirra, Tékkóslóvakía. Örlög þess í greipum grannans í austri fléttast óviðráðanlega saman við örlög persóna bókarinnar. Samt er þetta engin harmsaga: Óbærilegur téttleiki tilverunnar er full af óvæntri gamansemi og lýsir Við bjóðum til bókaveislu um þessi jól samhengi stjómmála, kynlífs og dauða með grátbroslegum hætti. Léttleiki frásagnarinnar og frelsi draumsins verður athvarf mannshugans andspænis óbærilegum lögmálum sögunnar. Milan Kundera er fæddur í Prag árið 1929. Hann hefur fengist við tónlist og kvikmyndir auk bókmennta, og hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir skáldverk sín. Árið 1975 fluttist hann til Frakklands, þar sem hann hefur búið síðan. Óbærilegur léttleiki tilverunnar kom fyrst út 1984 og hefur síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál. Friðrik Rafnsson íslenskaði bókina sem er 347 bls. Verð: 1590.-. Mál og menning ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.