Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1986, Blaðsíða 4
SÁLUMESSA YFIR SPÆNSKUM SVEITAMANNI Ramón J. Sender Paco er sveitadrengur á Spáni. Barnungur hlýðir hann á kær- leiksboðskap prestsins síns um leið og hann horfir á eymd og niðurlægingu sveitunga sinna. Hvar er réttlætið sem guðsmað- urinn boðar? Pegar Paco vex úr grasi ákveður hann að taka rétt- lætið í sínar hendur. Það á eftir að kosta grimmilegar blóðsúthell- inyar. Álfrún Gunnlaugsdóttir og Þor- geir Þorgeirsson þýða söguna. Forlagið Verð 988 kr. William Shakespcare LEIKRIT IV H«!*J Hé!ldJ»írKn é Almenna bókaféUgid LEIKRIT IV William Shakespeare Helgi Hálfdanarson þýddi Fjórða bindi. Leikritin í þessu bindi eru Kóríólanus, Júlíus Se- asar, Anton og Kleópatra og Óþelló. Hinar íslensku þýingar Helga Hálfdanarsonar eru án efa eitthvert mesta þýðingarafrek sem unnið hefur verið á íslensku. Alls verða bindin 8 og koma þau 4 bindi.sem enn eru óútgefin, út á næstu 203 árum. Óskalestur allra bókmenntaunnenda. Almenna bókafélagið Verð 1213 kr. PULI TZF.R-V F.RÐLAUN 1N 1983 PURPURA LITURINN ALICE WALKER PURPURALITURINN Alice Walker Þótt Cecile sé varla læs eða skrif- andi, sest hún niður og skrifar Guði bréf. Hann er sá eini sem Cecile treystir. Hér á jörðu hefur hún engu að treysta nema þeirri visku sem blundar innra með henni. En smám saman lærir Cecile að berjast fyrir lífi sínu og öðlast kjark til að hlæja, ærslast og loks - að elska. Purpuraliturinn er saga um gleð- ina, sársaukann og ástina-saga sem höfðar til dýpstu tilfinninga lesandans. Ólöf Eldjárn þýddi söguna. Forlagið Verð 1.088 kr. inng. - 594 kr. kilja. li/ym* Else-Marie Mohr ENDURHEIMT HAMIMGJA SKUGGSJÁ ENDURHEIMT HAMINGJA Else-Marie Nohr Með óhugnanlegum kjarki og bjartri trú á ástina tekur hún upp baráttuna við þá, sem vilja steypa henni í glötun - fólkið, sem með leynd reynir að brjóta niður heilbrigði hennar, svo að það geti að lokum komið henni á hæli fyrir ólæknandi geðsjúklinga og síðan svipt hana öllu: Heimili hennar, eignum og barni hennar. 166 bls. Skuggsjá Verð 1.075 kr. m. sölusk. , ‘ ikviuu. Erik Nerlöe ÁSTOG SKYLDUPÆKNI SKUGGSJÁ ÁST OG SKYLDURÆKNI Erik Nerlöe Hún er nýkomin til litlu eyjarinnar Kratö til að taka við starfi læknis- ins á eyjunni. Þar fær hún óvin- veittar móttökur. íbúarnir búast ekki við miklu af kvenlækni. Þeir höfðu átt von á karlmanni í starf- ið, en ekki ungri konu. Hún myndi aldrei standa sig í starfinu. En hún sýndi hvers hún var megnug, og sérstaklega þegar hún barðist fyrir lífi, hamingju og framtíð mannsins, sem hún elskaði. 174 bls. Skuggsjá Verð 1.075 kr. m. sölusk. SONUR EYÐIMERKURINNAR t.l'larshall SONUR EYÐIMERKURINNAR eftir E. Marshall Sögusafn heimilanna Verð: 875 kr. Barna- og unglinga- bækur TEX Einstæð bandarisk unglingabók eftir Susan Hinton í þýðingu Heimis Pálssonar. Spennusaga, þroskasaga og ástarsaga fyrir bæði kynin. Bjallan. Verð: 875 kr. C.S.LEWIS SlGLINQ DAQFARA SIGLING DAGFARA eftir C.S. Lewis. Bækurnar um töfralandið Narníu Ljónið, nornin og skápurinn og Kaspían konungsson vöktu verðskuldaða athygli og lof. Sigl- ing Dagfara er þriðja bókin. Ját- varði og Lúsíu er enn á ný stefnt inn í töfralandið Narníu. í þetta skiptið í gegnum mynd af skipinu Dagfara. Með þeim í för er Elf- ráður Skúti, þeirra leiðinlegi frændi. Börnin fara í ævintýra- lega sjóferð með Kaspían kon- ungssyni og fylgdarliði hans, austur undir heimsenda, þar sem leitað er vinanna sjö sem hurfu endur fyrir löngu. Almenna bókafélagið Verð: 875 kr. DROTTNINGAR DAUÐANS Yoko Tsuno Myndasögurnar um Yoko Tsuno hafa farið mikla frægðarför um - Evrópu. Yoko og vinir hennar hafa komist í samband við íbúa á fjarlægri reikistjörnu. Skyndilega færist harka í leikinn. Ef drottning dauðans nær yfirhöndinni munu skelfilegir atburðir gerast. Forlagið Verð: 487 kr. FÓLK OG RÆNINGJAR í KARDEMOMMUBÆ Thorbjörn Egner Hver kannast ekki við Kasper, Jesper og Jónatan? Nú er hún komin út aftur, sagan um ræningjana þrjá og Soffíu frænku. Bókin kom upphaflega út fyrir aldarfjórðungi og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Bókina prýöir mikill fjöldi litmynda sem höfundurinn hefur gert sérstak- lega fyrir þessa útgáfu sögunnar. Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk þýða söguna. Forlagið Verð: 788 kr. 'i Kæri 1 Sáli JJ jA A Sigtryggur Jonsson sá!fra*ðim:ur svarar ungu lólki KÆRI SÁLI Sigtryggur Jónsson Sálfræðingur svarar ungu fólki. Hvað get ég gert til að bæta fjöl- skyldulífið heima? Er ekkert at- hugavert við það að unglingar detti í það um hverja helgi? Eiga unglingar rétt á því að fá getnað- arvarnir? Hvernig get ég öðlast meira sjálfstraust? I bókinni geta unglingar sótt fróðleik, hvatningu og góð ráð á því stórkostlega æviskeiði sem unglingsárin eru. Kæri Sáli er bók sem unglingum þykir bragð að - og fullorðnir ættu að kynna sér. Forlagið Verð: 988 kr. B2-BÉTVEIR Sigrún Eldjárn Nútímaævintýri fyrir káta krakka. Dag nokkurn þegarÁki litli bregð- ur sér út í garð hittir hann kostu- lega geimveru - með tvö höfuð og fjóra fætur- sem segist heita Bétveir. En hvað í ósköpunum er Bétveir að gera á jörðinni? Bækur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Heillandi ævin- týri með litmynd á hverri síðu. Forlagið Verð: 778 kr. Dýrabær Lærdómsrit Bókmenntafé- lagsins George Orwell Dýrabær. íslensk þýðing eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi með formála og skýringum eftir Þorstein Gylfason. Dýrabær (Animal Farm) er ein af máttugustu bókum tuttugustu aldar. Hún er ævintýri sem hvert barn getur notið en líka dæmi- saga og þar með lærdómsrit. Það má skipa henni á bekk með perl- um slíkra bókmennta, til að mynda Birtíngi Voltaires. Uppi- staðan í Dýrabæ er saga rússnesku byltingarinnar og síð- an Ráðstjórnarríkjanna frá 1917 til 1939 eða svo. Þessi saga verður ekki einungis að ævintýri í höndum Orwells heldur á endan- um að harmleik um draum og veruleika. George Orwell (1903- 1950) skrifaði skáldsögur líka, aðrar en Dýrabæ, og af þeim er 1984 frægust. Dýrabær er nítj- ánda bókin í ritgerðinni Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins. Hið íslenska bókmenntafélag Verð: 750 kr. JÓLASVEINARNIR Iðunn Steinsdóttir og Búi Kristjánsson Þessi fagurlega myndskreytta barnabók fjallar um okkar ís- lensku jólasveina sem að vísu hafa breyst dálítið því að þeir eru ekki eins hrekkjóttir og þeir voru áður og svo eru þeir í miklu fínni fötum. Þeir leggja af stað til byggða með pokana úttroðna af gjöfum í skó barnanna og lenda eins og nærri má geta í ýmsum vandræðum og ævintýrum. Bók fyrir alla þá sem enn setja skóinn sinn út í glugga og líka fyrir hina, því að þessir islensku jólasveinar eru skemmtilegir karlar. Iðunn Steinsdóttir hefur samið textann, en Búi Kristjánsson teiknað myndirnar. 69 biaðsíður Almenna bókafélagið Verð: 690 kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.