Þjóðviljinn - 01.02.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 01.02.1987, Page 6
Sherlock Holmes steypist í fossinn með erkifjand- manni sínum: fór hann svo til Tíbet eða hvað? Sherlock Holmes á aldarafmœli Atvinnulítill lœknir bjó hann til. - Hann dó en reis upp aftur. - Og enginn veittil þess að hann sé dauðurenn Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá því að sá frægi leyni- lögreglumaður Sherlock Holmes, sá holdskarpi, nef- stóri stórreykingamaður, kók- aínisti og alfræðingur, sá dagsins Ijós í sögunni „A Stu- dy in Scarlet", sem birtist í Jólaárbók Beetons. Munu að- dáendur Sérláks halda upp á þetta merkisafmæli með ýms- um hætti. Það var í þessari sögu að fund- um þeirra vina ber fyrst saman, Sherlocks og hins samviskusama en ekki alltof gáfaða Watsons læknis. Og þar er að finna frægt samtal þeirra: Sherlock sér strax að Watson hefur verið í herþjón- ustu og er nýkominn heim frá Af- ganistan - og hann útskýrir það síðan fyrir furðu slegnum læknin- um, hvernig hann ræður þetta af útliti hans, hreyfingum, klæða- burði og fasi. Eitt nýlegt og frægt dæmi um langlífi Sherlocks er svo það, að tilbrigði við þetta samtal er að finna fremst í metsöluskáld- sögu Umberto Ecos, Nafn rósar- innar - þegar þeir Vilhjálmur frá Baskerville og lærisveinn hans Adso koma til klaustursins bóka- ríka. Ný manngerð HöfundurSherlocksagna, Art- hur Conan Doyle (var aðlaður árið 1902) var læknir og hafði sest að í bænum Southsea á Suður- Englandi. Viðskiptin gengu illa og hann stytti sér stundir við að skrifa - fyrst sögulegar skáld- sögur en síðan Sherlocksögur. Fyrir fyrstu söguna hlaut hann 25 pund í ritlaun og beið hún birting- ar í heilt ár - nú eru þau fáu ein- tök sem enn eru til af þessu jóla- riti feiknalega eftirspurðir safn- Höfundur Sherlákssagna, Arthur Conan Doyle. gripir og seljast á uppboðum fyrir um 20 þúsund pund. Frá og með árinu 1890 birti af- þreyingartímaritið Strand reglu- lega sögur Conan Doyles um Sherlock Holmes og nutu þær gífulegra og ört vaxandi vin- sælda. Englendingum - og síðar ótal þjóðum öðrum - geðjaðist vel að sérvisku þessarar persónu, sem hélt sér frá leiðindum með viskí og kókaínupplausn, skaut fangamark Viktoríu drottningar á vegginn í skotfimi - og ættjarð- arástarkasti, að hundsku hans og háði - og náttúrlega dáðust menn mest að þeirri skarpskyggni sem gat límt saman sektardóma og sannanir úr ótrúlegustu smámun- um. Með Sherlock Holmes hófst nýtt tímabil í sögu leynilögreglu- bókmenntanna. Áður hafði Ieyndardómurinn og skelfingin ráðið ríkjum í glæpasögum. Nú Bjargvætturinn Sherlock Holmes. kom fram maður sem sýndist leysa morðgátur á traustum grundvelli vísinda - (efnafræðin er venjulega drjúg hjálparhella Sherlocks í hans starfi) - að við- bættri gjörhygli, rökvísi, mann- þekkingu og leikhæfileikum (oft bregður Sherlock á það ráð að bregða sér í dulargervi). En meðan Sherlock Holmes sýndist standa traustum fótum í vísindatrú samtímans vantaði ekki að honum væri att út í hinar reyfaralegu aðstæður á gamla vísu: hann heimsækir ópíumbæli, kemur upp um leynifélög, glímir við brjálaða vísindamenn, sjald- gæfar eiturslöngur, leitar sann- leikans á válegum eyðislóðum og í kamersum konungborinna. Reis upp frá dauðum Árið 1893 var Conan Doyle orðinn leiður á Sherlock Holmes og ákvað að losa sig við hann. t>á skrifaði hann sögu um endanlegt uppgjör leynilögreglugarpsins við sinn höfuðfjandmann, pró- fessor Moriarty - en því lauk á þann hátt að þeir steyptust báðir í Reichenbachfossa í Sviss. En höfundurinn var samt ekki laus allra mála. Átta árum síðar neyddist hann til þess - vegna þrýstings frá vonsviknum aðdá- endum Sherlocks Holmes (og ráðlegginga bankastjóra síns) - að vekja hetjuna til lífsins aftur. Áður en lauk skrifaði hann 56 stuttar sögur um ævintýri Sherl- ocks Holmes og fjórar lengri skáldsögur. Enn lifir kauði Þetta er þó ekki nema dropi í haf alls þess sem Sherlock Holm- es hefur af sér getið. Enn í dag eru félög aðdáenda Sherlocks Holm- es að halda fundi og ráðstefnur og setja fram tilgátur og skýrslur - m.a. um ýmsa óljósa þætti í ævi- sögu garpsins, sem hefur fyrir löngu orðið partur af veruleika þessa fólks. Það er spurt að því hvort hann hafi lært í Oxford eða Cambridge. Var hann skyldur erkióvini sínum Moriarty eða ekki? Hvað gerðist á árunum frá því að hann féll í fossinn og þar til hann reis upp frá dauðum með undursamlegum hætti? Var hann kannski í Tíbet að safna visku hjá Lamamunkum? Til eru þrjú Sherlock Holmes söfn og í mörgum húsum hafa að- dáendur hans komið upp eftirlík- ingu af stofunni frægu við Baker Street í London þar sem þeir Watson réðu ráðum sínum. I því húsi, sem Conan Doyle kom þeim fyrir, er nú sparisjóður, Abbey National og þangað berst enn í dag mikill fjöldi bréfa til leynilögreglumannsins óviðjafn- anlega. Fyrirtækið hefur sérstak- an ritara í því að svara öllum þess- um bréfum. Fyrirspurnirnar eru margvís- legar. Sumir vilja komast að því, hvar hægt er að fá píputóbak eins og það sem Sherlock Holmes reykir í sinni bókmenntalegu ei- lífð, aðrir vilja vita hvað Sherlock Holmes les út úr frægum hneykslismálum (eins og Water- gatemáli Nixons, fyrrum fors- eta), þá er og beðið um rithand- arsýnishorn eða boðið í fyrirlest- rarferðir. Ritarinn svarar jafnan á þá Ieið að því miður sé ekki hægt að hafa samband við Sherlock Holmes. Hann hafi dregið sig í hlé frá skarkala heimsins og fáist nú við býflugnarækt í Sussex. Hann getur að sjálfsögðu ekki verið dauður - enda hefur engin dánartilkynning að honum lút- andi birst í Time til þessa dags! Svo einfalt er það, kæri Wat- son... (áb byggði á Spiegel). 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.