Þjóðviljinn - 01.02.1987, Page 16
Bakþankar um
barnamenningu
Börn eru lítil. Það er einföld
staðreynd. En af þeirri stað- '
reynd leyfist þó ekki að draga
hvaða ályktun sem vera skal.
Til dæmis ekki þá ályktun að
börn séu lítilsvirði. Samteréc
ekki alveg laus við þann grun
að sú ályktun sé einhvers
staðar á reiki í óljósri þoku
undirmeðvitundar sumra
manna. Einkum á sviði menn-
ingarmála. Að minnsta kosti á
ég erfitt með að skýra öðru
vísi fyrir sjálfum mér ýmis
undarleg viðhorf.
Margir virðast reiðubúnir til að
kaupa fyrir börn dýr föt og dýr
leikföng, jafnvel svo að skiptir
þúsundum króna. Virðast ekki
telja neitt eðlilegra og æmta
hvorki né skræmta þótt stundum
sýnist manni hreint okur á ferð-
um. Ekkert of gott fyrir blessuð
börnin, er þá væntanlega við-
kvæðið. Þeim mun torskildari er
sú tafarlausa níska sem stingur
upp kollinum um leið og menn-
ingarmál eiga í hlut. Barnabók til
dæmis virðist eiga að vera í alveg
sérstökum verðflokki sem ekki er
í neinu samræmi við tilkostnað
eða verðlag á öðrum hlutum. Og
miðar á leiksýningar handa börn-
um eiga að vera miklu lægri en
fyrir fullorðið fólk. Það tíðkaðist
meira að segja nokkuð lenei hiá
Ríkisútvarpinu að greiða minna
fyrir vinnu ef um barnaefni var að
ræða. Það er engu líkara en verið
sé að meta fólk eftir umfangi og
þyngd.
Eg er hræddur um að sumum
okkar sem erum stór og þung og
klunnaleg, færi að bregða í brún
ef kílóamælikvarði ætti að gilda
um fullorðið fólk.
Milliliðir
fullorðið fólk
Mig langar að ræða ögn nánar
um barnabókmenntir. Ég hef
skrifað fjórar barnabækur og eitt
barnaleikrit (sem verður sýnt á
vegum Þjóðleikhússins í vor) og
þýtt mikið af barnaefni. Ég þykist
því tala af nokkurri reynslu. Og
sú reynsla segir mér að það sé að
ýmsu leyti erfiðara að skrifa fyrir
börn en fullorðna. Ekki bara
vegna þess að þurfa að setja sig
inn í hugarheim barns. Það er
ekki svo óskaplega erfitt af þeirri
einföldu staðreynd að enginn get-
ur verið rithöfundur og skáld
nema að vera barn sjálfur. Fyrsti
NJÖRÐUR P.
NJARÐVfK
annmarkinn er sá að það er ekki
hægt að ná til barna milliliða-
laust. Milliliðurinn er fullorðið
fólk sem því miður er oftast hætt
að vera börn. Það er fullorðið
fólk sem ákveður hvað skuli gefið
út í bók eða flutt í leikhúsi, það er
fullorðið fólk sem skrifar ritdóma
og leikdóma, ekki fyrir börn
heldur fyrir annað fullorðið fólk,
og það er fullorðið fólk sem
kaupir bækur handa börnum. Og
viðbrögð þessa fullorðna fólks
Auglýsing
Kvenstúdentafélag
íslands og
Félag íslenskra
háskólakvenna
auglýsir eftir umsóknum um náms/rannsóknar-
styrk fyrir vormisseri 1987.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.
Umsóknum ásamt upplýsingum um nám oq
skólavist skal skilað í pósthólf 327.
Stjórnin
Félagsráðgjafi óskast
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða
félagsráðgjafa til afleysinga í 7-8 mánuði. Um er
að ræða 100% starf í fjölskyldudeild.
Æskilegt er að umsækjandi hefji störf sem fyrst
eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 9. febrúar n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi að Félags-
málastofnun, Digranesvegi 12.
Nánari upplýsingar veitir deildarfulltrúi fjölskyldu-
deildar í síma 45700.
Félagsmálastjóri
byggjast yfirleitt á eigin hug-
myndum eða þá á því hvað það
heldur að sé æskilegt fyrir börn
og muni falla þeim í geð. Einkum
og sér í lagi er hvimleitt þegar það
fullorðna fólk sem fjallar um
barnabókmenntir er af því tagi
sem sífellt er að reyna að kenna
börnum að hætta að vera börn og
troða þeim í staðinn inn í staðlað-
an heim ímyndunarlausra smá-
borgara. Fræg er sagan af því
þegar Astrid Lindgren skrifaði
fyrstu bókina um Línu langsokk.
Þá hafnaði hvert útgáfufyrirtækið
á fætur öðru handritinu á þeirri
forsendu að svona ættu barna-
bækur ekki að vera. Þau hafa lík-
lega nagað sig í handarbökin síð-
ar sum hver, enda varð höfundur
sögunnar fyrr en varði mest seldi
barnabókahöfundur Evrópu.
Áhrif nískunnar
Krafan um að bamabækur
skuli vera óeðlilega ódýrar hefur
ýmislegt misjafnt í för með sér.
Jákvætt er þó að það verður til
þess að barnabækur lifa að mörgu
leyti lengur á sölumarkaði. Það
þykir með öðrum orðum ekki
skömm að gefa barni bók sem
kom út í fyrra eða hittiðfyrra.
Slíkt getur varla nokkur maður
látið spyrjast um sig ef fullorðin
manneskja á í hlut. Kaupandinn
dregur réttilega þá ályktun að
barnið hafi ekki enn tamið sér
ósið þeirra fordóma að telja góða
bók úrelta eftir nokkrar vikur.
Allt annað er hins vegar
neikvætt og hefur víðtækari áhrif
en menn gera sér trúlega grein
fyrir, ekki síst þegar í hlut eiga
bækur fyrir yngstu lesendurna.
Til dæmis er fróðlegt að sjá
hversu margar blaðsíður slíkar
bækur eru. Furðu oft eru þær 24
eða 32 blaðsíður, eða réttara sagt
að því gætt hvernig stendur á örk
svo að pappírinn nýtist sem best.
Höfundurinn verður þá með að-
stoð umbrotsmanns að sjá til þess
að sagan passi í pappírinn. Þá er
nokkurn veginn ógerlegt að
prenta litmyndir í íslenskar barn-
abækur. Ég hef til dæmis tilbúið
handrit að barnasögu, en ekki
hefur fundist leið til að gefa hana
út með litmyndum vegna kostn-
aðar, og með svarthvítum mynd-
um telst hún ekki geta keppt við
erlendar barnabækur. Og þarna
er á ferðinni alvarlegt mál sem ég
hef áður leyft mér að benda á.
Risaupplög fjölþjóðlegrar
samprentunar sem hægt er að
hafa nógu ódýr, standa inn-
lendum barnabókmenntum fyrir
þrifum í öllum smáríkjum heims.
Og öllum börnum er nauðsyn að
lesa bækur úr eigin umhverfi,
enda er bókalestur sjálfsleit ekki
síður hjá börnum en fullorðnum.
Þáttur leikhúsa
Leikhúsin íslensku njóta mik-
illa vinsælda meðal almennings,
svo mikilla að hreint ótrúlegt má
teljast. En þau hafa ekki verið
tiltakanlega dugleg að sinna
börnum. Þjóðleikhúsið frum-
sýnir á þessu ári tvö ný íslensk
barnaleikrit, og það er til fyrir-
myndar, en heyrir því miður til
undantekninga. Og mér finnst
einhvern veginn vera orðið ansi
langt síðan Leikfélag Reykjavík-
ur hefur sýnt barnaleikrit. Og
það er alltof algengt að endur-
sýna sí og æ vinsæl leikrit sem allir
vita að muni ganga vel með nokk-
urra ára millibili. Þá getur farið
svo að fólk haldi að barnaleikrit
séu bara Kardemommubærinn,
Dýrin í Hálsaskógi og Lína lang-
sokkur. Þetta eru vissulega af-
bragðsverk og ný og ný börn fæð-
ast í heiminn sem betur fer, en
fyrr má nú rota en dauðrota. Ég
er þeirrar skoðunar að það sé
brýnt verkefni fyrir leikhúsin ís-
lensku að sýna jafnt og þétt ný
barnaleikrit og leggja ekki minni
metnað f þau en aðrar leiksýning-
ar. Og kannski aldrei brýnna en
nú þegar sjónvarpið er orðið
helsta afþreying barna.
Hvað sér guð?
Nauðsyn lifandi og öflugrar
barnamenningar ætti að liggja í
augum uppi. Hún er grundvöllur
framtíðarinnar. Við íslendingar
sem virðumst upp til hópa vera
bruðlarar og eyðsluseggir,
megum ekki láta það spyrjast um,
okkur að við tímum ekki að sjá
börnum okkar fyrir góðum
bókum og vönduðum leiksýning-
um. í því felst fullkomið vanmat
okkar á andlegu lífi barnanna.
Við ættum miklu frekar að gera
okkur ljóst að við getum margt af
þeim lært, t.d. heiðarleika, hrein-
skilni, einlægni og takmarkalítið
ímyndunarafl - og visku sem
byggist á innsæi. Börn skynja bet-
ur en fullorðið fólk að tilveran er
ekki raunsæ eða sjálfri sér sam-
kvæm og greina ekki eins að ytri
og innri veruleika. Þeim er ljóst
að það sem gæti gerst, getur gerst
- og gerist. ímyndun og veru-
leiki, draumur og vaka, eru allt
hluti af heildarskynjun mann-
eskjunnar. Þess vegna skyldi eng-
inn vanmeta börn. Skarpskyggni
þeirra og hugsun getur verið
hreint ótrúleg. Og þau reyna ekki
síður en við fullorðna fólkið að
glíma við heimspekileg og rök-
fræðileg vandamál. Til dæmis
lagði fimm ára drengur fyrir mig
eftirfarandi spurningu um dag-
inn: Ef guð sér í gegnum allt, sér
hann þá líka í gegnum það sem
hann sér? Svari nú hver sem get-
ur.
Njörður P. Njarðvík
Fósturskóli
íslands
Endurmenntunarnámskeið fyrir fóstrur
Innritun stendur yfir á eftirfarandi námskeið:
Námskeið í Reykjavík:
1. Samskipti
2. Seinþroski barna
3. Myndíð og leikræn tjáning
4. Þróun siðgæðisvitundar.
Tekið á móti umsóknum í síma skólans kl. 16-18
til 10. febrúar.
Námskeið á Akureyri
Tónuppeldi.
Tekið á móti umsóknum í síma skólans kl. 16-18
til 6. febrúar.
Skólastjóri
Er ekki fj^ifandi?
að ger«st “^JLum
Sími 681333.
16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN