Þjóðviljinn - 21.02.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 21.02.1987, Side 16
Aðalsími 681333 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Laugardagur 21. febrúar 1987 42. tölublað 52. árgangur HIK Allt stefnir í verkfall Fyrri dagur í atkvœðagreiðsluframhalds- skólakennara um verkfall varígœr. Mat framhaldsskólakennara að meirihlutinn greiði atkvœði með verkfalli Góð þátttaka var ( flestum framhaldsskólunum í gær í at- kvæðagreiðslu kennara um það hvort fara eigi í verkfall náist ekki viðunandi samningar fyrir 16. mars en þá skellur verkfallið á. I þeim skólum sem Þjóðviljinn hafði samband við var fastlega reiknað með því að meiri hlutinn greiddi atkvæði með verkfalli. Árni Heimir Jónsson kennari í MR og Þuríður Jóhannsdóttir kennari í MH sögðu að allt benti til þess að að meiri hlutinn greiddi atkvæði með verkfalli og Jón Ingi Sigurbjörsson kennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum þóttist fullviss um það að flest all- ir kennararnir stefndu á verkfall. Þá mun stemningin á trúnaðar- mannafundi HÍK sem haldinn var í fyrradag hafa bent til sömu niðurstöðu, sem og fundur í svæðasambandi stór-Reykjavík- ursvæðis HÍK. Á mánudag er síðari dagur at- kvæðagreiðslunnar og verða úr- slit gerð kunn síðar í vikunni. Kristján Thorlacius formaður HÍK sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að lítið miðaði í samninga- viðræðum kennara við fjármála- ráðuneytið. Taldi Kristján ólík- legt að alvara yrði í viðræðunum fyrr en í byrjun mars. —K.Ól. Góð þátttaka var í atkvasðagreiðslu framhaldsskólakennara í gær. Gerard R. Lemarquis kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð lætur atkvæði sitt í kassann og trúnaðarmaður kennara Þuríður Jóhannsdóttir fylgist með. Mynd Sig. UNNENDUR ELDHÚSA ATHUGIÐ! Komið með málin af eldhúsinu og við gerum tilboð að kostnaðarlausu. Mikið úrval eldhúsinnréttinga til sýnis í verslun okkar við Stórhöfða. Mjög gott verð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.