Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Blaðsíða 5
Heilagt fólk og húsið þess Fá hús hafa orðið jafn þekkt í bókmenntasögu okkar íslend- inga og Unuhús. Um miðjan síðasta mánuð gerðust þau tíðindi að Unuhús varð aielda. Tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins, en þrátt fyrir það urðu skemmdir miklar. Nú er unnið að endur- byggingu hússins. Elín Hilmarsdóttir, bókmenntanemi, hefur skrifað ritgerð um menningarsögulegt hlutverk Unuhúss og íbúa þess. Er ritgerð- in aðallega byggð á því sem rithöfundarnir Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Stefán frá Hvítadal skráðu um húsið og íbúa þess. Auk þess ræddi Elfn við fólk sem þekkti Unu og Erlend, sysíurnar Aslaugu og Steinunni Árnadætur, en þær voru tíðir gestir í Unuhúsi og hjónin Einar Olgeirsson og Sigríði Þorvarðardóttur. Hér á eftir fer ritgerð Elínar örlítið stytt. Er formálinn klipptur framan af ritsmíðinni sem og allar vísanir í heimildir, auk þess sem nokkarar miHifyrirsagnir eru blaðsins. -Sáf Unta Una Gísladóttir var fædd 28. október 1855, ólst upp í Húna- vatnssýslu en fluttist árið 1884 með eiginmanni sínum Guðm- undi Jónssyni apótekara til Reykjavíkur. Bjuggu þau fyrst í Austurstræti 5b, en eftir lát Guð- mundar flutti Una ásamt börnum sínum Erlendi og Maríu Auði í Garðastræti 4, í það sem síðar var eftir henni nefnt Unuhús. Þriðja barnið, Björg Friðrika var þá dáin úr berklum og lést hin dóttir- in nokkrum árum síðar úr sömu veiki. í Ofvitanum er Unu, sem þá var tekin að reskjast, íýst á þessa leið: Hún var smávaxin ogfjörleg og stakk við, þegar hún gekk að því er virtist afgigt í mjöðminni. Hún var dökkhærð, brúneyg og fríð sýnum. Andlitssvipurinn var óvenjulega göfumannalegur, en þó nokkuð slitlegur og markaður mikilli og alvarlegri lífsreynslu. Úr augum hennar geislaði ein- kennilegum litbrigðum af náttúr- legri góðsemi, alvöru og miklum húmör. Stundum varð hún allt í einu eins og blíttsólskin íframan, en á nœsta augnabliki varð and- litið alvarlegt og áhyggjufullt. Una fór snemma að leigja út herbergi og selja fæði í Unuhúsi. Sumpart mun það hafa verið til að fjármagna heimilisreksturinn, en þó aðallega til að skjóta skjóls- húsi yfir fátæklinga og fólk sem átti í vandræðum, enda fóru geiðslur mest eftir aðstæðum hvers og eins. „Henni fannst ekki koma til greina annað en taka fólk að sér ef hún sá með rökum að það átti sér einskis úrkosti." Þetta hafði að sjálfsögðu í för með sér að heimilisreksturinn þyngdist með hverju árinu sem leið; vesalingunum fjölgaði, en hinum sem eitthvað höfðu á milli handanna fækkaði. Hún hélt heimilinu að mestu leyti gang- andi með lánum sem henni tókst að kría út hjá „góðviljuðum mönnum sem vissu að hún var heilög manneskja", og mun hún hafa lagt töluvert uppúr því að standa í skilum. Una var í reikningi hjá Ziemsen kaup- manni og varð sá reikningur oft ansi hár því að ýmsir af skjólstæð- ingum hennar áttu það til að mis- nota sér hann. Einn af íbúum Unuhúss komst eitt sinn svo að orði að „þessi kona hefði aldrei neina brýnni nauðsyn þekkt í lífi sínu en þá að láta út síðasta eyri sinn til uppeldis mönnum sem í helgum fræðum eru kallaðir opp- robnum hominum og abjectio plebis...“. Unu var ákaflega illa við drykkjuskap og lauslæti. Hún leit hinsvegar á hvorugt sem „úrás frá rangsnúnu eða jafnvel illu innræti, eins og þá var algengt. Manneskjur, sem haldnar voru slíkum áráttum, væru sjúkir aumingjar, sem þyrfti að lækna. Eitt sinn var Una neydd til að Gísladóttir Um Unuhús og íbúa þess ©ftií Eifhu Hiimarsdóttur gera upp á milli siðprúðrar frænku sinnar og lauslátrar stúlku utan úr bæ um húsnæði. Frænkan var einstaklega atorkusöm og dugleg húshjálp, en af húsverk- um hinnar hafði Una „hóflega gleði“. Una afréð samt sem áður að láta frænku sína fara, þar sem hin væri aumingi sem yrði að hjálpa og reyna að lækna. Una hafði mjög ákveðnar skoðanir á þessum breyskleikum mann- anna. Þeir stöfuðu af skoðunar- leysi. „Alt þetta blessaða sak- lausa og góða fólk sem stundum kemur sér svo illa saman, og er meira að segja drukkið, hvað er það sem að því amar: Skoðunar- leysi og aftur Skoðunarleysi." Stefán frá Hvítadal þótti henni afskaplega skoðunarlítill maður. Hjálpræðið sem hún fann handa honum voru kvæði Hannesar Blöndal. Hún vonaði að hann myndi smásaman komast að raun um, „að þó vínkvæði Hannesar Blöndals séu miklu betri en seinni bindindiskvæði þessa skáids, þá er það skoðunin, skoð- unin sjálf og skoðunin ein, og ekkert nema skoðunin, sem gerir mann að manni auk þess að vera skáld." Una lést árið 1924. Erlendur Erlendur Guðmundsson var fæddur 31. maí 1892 og var fjög- urra ára gamall þegar hann flutt- ist með móður sinni í Unuhús. Um útlit hans segir Þórbergur: (...) ungur maður, hár vexti, grannholda með skollitt hár mikið, dökkleitt alskegg, dökk- leitar augabrúnir fagurlega hvelfdar, dökkgrá augu, snarleg og góðleg, fullt og höfðinglegt enni, nettar og aristokratískar hendur. Svipurinn var hreinn, göfugmannlegur og ákveðinn, kannski ívið raunalegur, með keim af fyrirlitningu á því, sem ekki vœri vert að hafa í hávegum. Þetta andlit var svo ólíkt öllum öðrum ávöxtum jarðarinnar, sem ég þá hafði séð, að mér flaug ósjálfrátt í hug málverk af Jesú Kristi. Það voru fleiri sem þótti sem þeir sæju frelsarann þar sem Er- lendur fór. f Sjömeistarasögu lýs- ir Halldór fyrstu kynnum sínum af Erlendi. Hann var þá fimmtán ára, en Erlendur tíu árum eldri.: Frá því er að segja að á sœlu- skeiði œvinnar meðan ég var mjólkurpóstur varð mér á reykja- víkurgötum stundum starsýnt á mann í bláum sifjotsfötum með jarpt hár niðrá bak og samlitt skegg ofaná bríngu; hann hljóp við fót um bœinn með úttroðnar leðurtöskur, sína á hvora hlið, í ólum yfir báðar axlir... Ekki sá ég betur en þetta vœri kornúngur maður. Erþar skemstfráað segja að þá kunni ég ekki mann að þekkja efþetta var ekki frelsarinn sjálfur, meira að segja kliptur útúr biflíumynd í jesúhjartastíl, nema bar ekki hjartað utaná. Erlendur þótti snemma nokk- uð undarlegur drengur. Þegar Halldór spyrst fyrir um þennan skrýtna unglingspilt hjá aldraðri kunningjakonu sinni, Guðrúnu Skaftadóttur, svarar hún honum vorkunnarfull í röddinni: Já aumíninginn hún Una, blessuð manneskjan með húsið troðfullt af lýð; og eiga þaráofan þetta barn; guð hjálpi henni og okkur öllum Dóri minn. Ég sá ekki betur en þetta væri frelsarinn, sagði ég. Já sagði Guðrún Skaftadóttir. Það er mikið hvað guð leggur á sumar manneskjur. Erlendur lauk aldrei barna- skóla, þar sem honum var frekar illa við þá stofnun. Hann naut hinsvegar góðs af því að í Unu- húsi gistu gjarnan námsmenn utan af landi og las hann með þeim námsgreinarnar sem þeir lögðu stund á í Latínuskólanum. Tuttugu og fimm ára gamall hafði hann orðið fullt vald á „höfuð- túngum Evrópu auk skandínav- isku málanna og hafði lesið óg- rynni bókmennta, bæði sígildra og nýtískulegra, auk fræðirita einkum um hagvísindi og þjóðfé- lagsmál, jafnvel allskonar heimspeki." Þegar Erlendur fór út á vinnu- markaðinn, þá innan við ferm- ingu, starfaði hann fyrst sem búð- ardrengur í verslun Ziemsens. Síðan vann hann í eitt ár sem bréfberi hjá Pósti og síma, en eftir það fékk hann skrifstofu- vinnu hjá Lögreglustjóraemb- ættinu. Þetta hafði í för með sér lengri vinnutíma, en um leið hærra kaup, sem kom sér vel fyrir mann sem rak jafn þungt heimili og Unuhús. Fáum árum síðar var hann gerður að embættismanni hjá Tollstjóraembættinu, þar sem hann vann til æviloka, fyrst sem gjaldkeri og síðar sem yfir- maður á Tollskrifstofunni. Er- lendur þótti afburðarstarfskraft- ur bæði hvað varðar verklagni og vinnuhraða og var mjög vel liðinn af samstarfsmönnum sínum. Hann vann allt árið um kring, helga daga sem virka, án þess að taka sér annað leyfi en þriggja Sunnudagur 22. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.