Þjóðviljinn - 22.02.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 22.02.1987, Qupperneq 15
Úr Silfri hafsins: Síldarstöltunarstúlkur streyma út úr verbúðinni niður á plan. vegi okkar íslendinga og nú á sunnudag verður nýjasta kvik- mynd fyrirtækisins, Silfur hafs- ins, frumsýnd á Höfn í Horna- firði. Sú kvikmynd er gerð fyrir Félög sfldarsaltenda á íslandi, með styrk frá Sfldarútvegsnefnd, og fjallar hún um saltsfldariðnað íslendinga, sögu hans og stöðu í nútíðinni. Áður hefur fyrirtækið, sem þeir Erlendur Sveinsson, Sigurð- ur Sverrir Pálsson og Pórarinn Guðnason reka, gert tvær kvik- myndir um saltfiskverkun og sölu, Lífið er saltfiskur. f undir- búningi er kvikmynd fyrir LÍÚ um íslenskan sjávarútveg. Verkefnin óteljandi Þarft væri að fleiri atvinnu- greinar fylgdu í fótsporið. Kvik- mynd um iðnþróun á íslandi væri til að mynda verðugt verkefni. Landbúnaðinn mætti líka skrá á filmu, byggingarsögu iandsins og svona væri endalaust hægt að halda áfram. Hvað með sögu hvalveiða t.d.? Mjög óvíst er um alla framtíð þeirra og því varla seinna vænna að skrásetja með kvikmyndinni þá sérstæðu verk- tækni sem notuð er til að fella þessa risa og hluta þá niður. En heimildamyndir fjalla ekki eingöngu um atvinnuhætti. Ýmis önnur fyrirbæri í þjóðfélaginu mætti einnig skrá með þessum hætti. Hvernig er að vera ungur á íslandi í dag? aldraður? sjúkur? Hvað með flóttann af lands- byggðinni? Sögu héraða sem eru að fara í eyði? Á Nýfundnalandi kom upp svipað vandamál. Heilu héröðin voru að tæmast af fólki og allslags vandamál höfðu komið upp. Þá gripu þjóðfélagsfræðingar til þess ráðs, með styrk frá ríkinu og að- stoð kvikmyndagerðarfólks, að láta íbúana sjálfa gera kvikmynd- ir um vandamál síns héraðs. Gerð myndanna sameinaði fólkið við lausn ákveðins verkefnis auk þess sem það að fást við að skilgreina eigin vandamál leiddi oft á tíðum til lausnar á vandanum. Heim- ildamyndin hjálpaði því til við að snúa þróuninni við. Á þessu má sjá að verkefnin blasa við hvert sem litið er og er ánægjulegt að þrátt fyrir lítinn skilning fæst fjöldi fólks við gerð heimildakvikmynda. -Sáf nnenntaverðlaun útnefndar af íslands hálfu. Báðar skáldsögurnar hljóta að teljast til nýsköpunar. Þeir Pétur og Einar hafa báðir, hvor á sinn persónu- lega hátt, nýtt sér möguleika rit- málsins til að tjá sama tímabil á íslandi og Wassmo er að fjalla um í sínum bókum út frá norskum staðháttum, þ.e.a.s. eftirstríðsár- in, þann tíma þegar íslensk borg- armenning verður til. Sá er þó munurinn á þeim og verðlaunahafanum, að þeir Pétur og Einar leita nýrra leiða til að endurskapa þetta tímabil. Þeir falla ekki í þá gryfju að hverfa aftur til þriðja og fjórða áratugar- ins í leit að fyrirmyndum, sem mjög auðvelt væri, enda úr nógu að moða þar, Halldór Laxness, Þórbergur og Gunnar Gunnars- son, svo bara nokkrir séu nefnd- ir. Vissulega gætir áhrifa frá fyrri rithöfundum íslenskum í bókum þeirra, enda væri annað óeðli- legt. Skáldskapurinn sprettur ekki alskapaður úr höfði höfu- ndarins án allra ytri áhrifa; hann er í stöðugu samhengi við allt sem áður hefur verið ritað af þjóðinni og það samhengi nær allt aftur til ritunar íslendingasagnanna. Ef við lítum hinsvegar á ís- lenska rithöfunda í dag hljótum við að undrast hversu persónu- legir og ólíkir þeir eru innbyrðis, þrátt fyrir að þeir séu allir í raun að fást við sama veruleikann. Hvað eiga t.d. Guðbergur, Thor, Sigurður A., Steinunn, Pétur, Einararnir og óteljandi fleiri sameiginlegt? Það að hver og einn er að leita að sínum persónu- lega tjáningamáta til að skil- greina þá sundruðu tilveru sem nútíminn er. Vissulega er aldrei hægt að gera svo öllum líki. Stundum hef- ur val nefndarinnar tekist vel og stundum miður einsog gengur og gerist. Jólaóratoría Göran Tun- ström var svo sannanlega vel að verðlaununum komin og við ís- lendingar teljum þá Snorra Hjartarson og Ólaf Jóhann hafa verðskuldað verðlaunin á sínum tíma, hvaða skoðun sem aðrir kunna að hafa á því. Hvað Wassmo varðar þá er ef- laust stór hópur fólks á því að hún hafi verðskuldað verðlaunin. Svo er að minnsta kosti að sjá á þeim viðtökum sem bækur hennar hafa fengið í Noregi, en fáar bækur hafa selst jafn vel hjá frændum okkar og bækur hennar. Það segir þó ekkert um bókmennta- legt gildi þeirra, það getur aldrei verið mælt með vinsældareglu- stiku. Undirritaður hefur gluggað í þessar skáldsögur Wassmo og fljótt á litið sýnist mér hér ekki vera um mjög rismikinn skáld- skap að ræða. Þetta er þroska- saga skrifuð eftir formúlum slíkra sagna. Ung stúlka berst úr ör- birgð nöturlegs umhverfis til sómasamlegs lífs. Öll átök í texta og formi virðist höfundur forðast einsog heitan eld. í lok greinar sinnar leggur Poul Borum til að næst þegar bók- menntaverðlaununum verður út- hlutað, verði vinningsupphæð- inni skipt í sjö jafn stóra hluta og að hvert og eitt af Norðurlöndun- um afhendi metsöluhöfundi síð- asta árs upphæðina. Allar verðlaunaafhendingar til listamanna orka mjög tvímælis. Sjálfur á ég erfitt með að gera upp við mig hvor væri betur að slíkum verðlaunum kominn Pét- ur Gunnarsson eða Einar Kára- son. Báðir hafa margt til síns ágætis en að bera þá saman er einsog að bera saman safarfka appelsínu og velþroskaða peru. Stundum kýs ég frekar appelsín- una en stundum peruna. -Sáf Ufdndi mynd um SiHúr hafsins Heimildakvikmyndin Silfur hafsins verðurfrumsýnd nú á sunnudag á Höfn í Hornafirði og í mun síðan heimsækjaall flesta síldarsöltunarstaði landsins áður en hún verður sýnd í Reykjavík. Ráðgert er síðan að sjónvarpið sýni myndinaívor. Silfur hafsins er gerð af Lifandi myndum fyrir Félag sfldarsalt- enda á Suður- og Vesturlandi og Félag sfldarsaltenda á Norður- og Austurlandi en Sfldarútvegs- nefnd styrkti gerð hennar. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Erlendur Sveinsson og Sigurður Sverrir Pálsson, sem eiga veg og vanda af handriti, stjóm og klipp- ingu. Þeir Sigurður Sverrir og Þórarinn Guðnason sáu um kvik- myndun en Erlendur Sveinsson sá um öflun heimilda og mynd- efnis. Þulir em þeir Guðjón Ein- arsson og Róbert Arnfinnsson. Kvikmyndin tekur tæpan klukku- tíma í sýningu. í kvikmyndinni er fjallað um saltsfldariðnað íslendinga fyrr og nú auk þess sem í upphafi mynd- arinnar er gerð grein fyrir áhrif- um sfldarinnar á sögu Evrópu frá miðöldum til loka síðustu aldar. Þeir Erlendur og Sigurður Sverrir hafa valið þá leið að segja tvær sögur samsíða. Gömul myndskeið, sem sýna okkur sögu síldveiðanna og ferskar myndir frá sfldveiðum, söltun, samninga- viðræðum, stjórnun og útskipun niðursaltaðrar sfldar í tunnum, skiptast á á tjaldinu. Þetta býður þeirri hættu heim að heildarút- koman verði hrærigrautur mynd- búta sem áhorfandinn á í erfið- leikum með að tengja saman. Svo reynist þó ekki vera og hjálpar það sjálfsagt til að nútíðin er í lit en fortíðin í svart hvítu. Samtímis því að áhorfandinn fylgist með einu starfsári í at- vinnugreininni, hvernig sölu- samningar fara fram þar til bát- arnir fara á miðin og færa silfur hafsins í land, verkuninni og út- flutningnum og hvernig allir þræðir liggja til Sfldarútvegs- nefndar, fær hann jafnframt sögu þessa dýrmæta fiskar, sem á stundum er ekki talinn með fisk- um einsog kemur berlega í ljós þegar sagt er „Sfld og fiskur“, hvaða hlutverki sfldin hefur gegnt við uppbyggingu samfé- lagsins og hvernig sveiflur í sfld- veiðum hafa haft áhrif á vel- megun hér á landi. Með því að hoppa svona fram og aftur í tímanum tekst að gera frásögnina lifandi og aldrei leiði- gjama, einsog stór hætta hefði verið á ef fylgt hefði verið réttri tímaröð. Sé Silfur hafsins borið saman við Lífið er saltfiskur, þar sem efniviðurinn er brotinn upp í þrjá hluta, þó aðeins tveir þeirra hafi verið framleiddir enn sem komið er, kemur styrkur Silfurs- ins vel í ljós. í Silfrinu er öllum efniviðinum þjappað á tæpa klukkustund, sem verður til þess að saga, hlutverk og ferli saltsfldarinnar skilar sér án allra vífilengja til áhorfandans. Aldrei er tóm til að láta sér leiðast. Þulir skiptast á að lesa textann undir myndinni. Er texti sá hinn áheyrilegasti en kannski á stund- um ívið hátíðlegur, einsog oft vill verða í svona kvikmyndum. í textanum er þó sagan rakin á greinargóðan hátt og þar með er tilganginum náð. Það má hinsvegar gagnrýna að sá möguleiki kvikmyndatækninn- ar, að tala beint við fólk og brjóta þannig upp eilífan upplesturinn, skuli ekki notaður. Hversvegna ekki að tala við fólkið sem stend- ur við bandið og slógdregur sfld- ina, nú eða samningamennina, jafnt þá íslensku sem og þá rússnesku? Þannig hefði þessi lif- andi mynd orðið enn meira lif- andi. Þeir sem tóku gömlu filmubút- ana, sem notaðir eru í myndinni, beindu vélunum iðulega að hinu margbrotna mannlífi á sfldarsölt- unarstöðunum. Þegariðandi sfld- arkösin barst á land breyttust fá- menn byggðalög í þúsund manna bæi. Um 20 þúsund manns munu hafa dvalið á Seyðisfirði yfir sfld- arvertíðina. Þetta var ævintýra- veröld, puð og erfiði vissulega en ákveðinn ljómi yfir öllu saman. Gömlu ræmurnar endurspegla þennan ljóma vel. En úti er ævintýri í nútíman- um. Að minnsta kosti er ekkert gert til þess að nálgast það. Einu einstaklingarnir sem fá að njóta sín eru starfsmenn Sfldarútvegs- nefndar, samningamenn og tveir verkstjórar, Hér er kannski verið að fara fram á hluti sem ekki beint þjón- uðu tilgangi myndarinnar, að lýsa samhenginu í samspili mikilvæg- ustu þráða sfldarsöltunarinnar, sem tekst mjög vel að gera. Þó held ég að manneskjurnar við vinnuna séu einn mikilvægasti þráður þessa samhengis og hefðu því vel mátt njóta sín betur. Hvað sem þessum athuga- semdum líður hefur Lifandi myndum tekist að gera lifandi mynd um sfldina. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.