Þjóðviljinn - 03.03.1987, Qupperneq 1
Kennarar
Þriðjudagur 3. mars 1987 51. tölublað 52. árgangur
Tilbúrar i slaginn
Kristján Thorlacius formaður HÍK: Krafan er 45.500 krónur í lágmarkslaun
Menn eru tilbúnir til að siést
fyrir þessum kröfum en ég er
ennþá bjartsýnn á að þetta leysist
án þess að til verkfalls þurfí að
koma,“ segir Kristján Thorlaci-
us, formaður Hins íslenska kenn-
arafélags, en HÍK hefur nú boðað
til verkfalls frá og með 16. mars.
651 félagsmenn samþykktu verk-
Nýja flugstöðin:
Hagamýs
gera
innrás
Magnús Guðjónsson,
heilbrigðisfulltrúi: Gisin
og opin, greið leið fyrir
mýsnar
- Það er rétt að hagamýs hafa
verið að hrella starfsmenn sem
vinna við byggingu nýju fíug-
stöðvarinnar. I því sambandi höf-
um við að undanförnu staðið í því
að koma þar fyrir nokkrum kfló-
um af eitri til að spyrna við fót-
um, - segir Magnús Guðjónsson
heilbrigðisfulltrúi í Keflavík.
Að undanförnu hefur botið á
miklum músagangi í nýju flug-
stöðinni. Hefur kveðið svo
rammt að honum að starfsmenn
hafa kvartað.
- Enda ekki að undra að hag-
amýs leiti þarna inn. Byggingin
stendur þarna uppi á miðri
heiðinni, opin og gisin fyrir hag-
amúsunum. Stofninn er líka í
vexti um þessar mundir svo það
er eðlilegt að það verði vart við
mýs þarna uppfrá, - sagði Magn-
ús Guðjónsson, heilbrigðisfull-
trúi. grh.
fallsboðun félagsins.
„Aðalkröfur okkar eru að lág-
markslaun verði 45.500 krónur,
sem er um 30% hækkun frá því
sem nú er og að þeir kennarar
sem fengu lögverndað starfsheiti
um áramót fái sérstaka hækkun
út á það,“ sagði Kristján.
„í jólaföstusamningunum var
samið um mismunandi laun fyrir
mismunandi mikla menntun og
okkur finnst þetta því ekki há tala
miðað við að allflestir okkar fé-
lagsmanna hafa að baki 4-7 ára
háskólamenntun.
Samningaviðræður hófust í
byrjun janúar milli stjórnar
launamálaráðs BHMR og ríkis-
ins og við veittum stjórninni um-
boð til að semja fyrir okkur unt
þessar kröfur. Hún skilaði þessu
umboði aftur þegar henni þótti
sýnt að ekki væri fyrir hendi
neinn samningsvilji hjá ríkinu.
Það er því rangt að halda því fram
að viðræður séu að hefjast fyrst
núna“ sagði Kristján.
HÍK hefur haldið þrjá fundi
með samninganefnd ríkisins og á
föstudag lagði félagið til að farið
yrði í saumana á gildandi samn-
ingum í smærri hóp, með það
fyrir augum að kanna hvernig
væri hugsanlega hægt að hagræða
kennslustarfi að því er snertir
kjarasamninga. Því var tekið og í
gær ræddust tveir fulltrúar frá
hvorum aðila við um þau mál.
Ef til verkfalls kemur mun það
hafa geysilega víðtæk áhrif. Allir
menntaskólakennarar eru í HÍK,
velflestir fjölbrautaskólakennar-
ar og þó nokkur fjöldi kennara í
efri bekkjum grunnskóla, sér-
staklega í Reykjavík.
„Vissulega bitnar verkfall á
nemendunum en það er augljós-
lega sameiginlegt hagsmunamál
þeirra og skólanna að það takist
að fá starfslið til kennslu, en það
hafa verið miklir erfiðleikar við
það,“ sagði Kristján. -vd.
Sprengidagurinn í dag og víst að margir hafa beðið hans með mikilli tilhlökkun. Kjötkaupmenn hafa heldur ekki legið á liði
sínu og í gær kepptist Björn Sævarsson kaupmaður í versluninni Kópavogi við að veiða girnilega saltkjötsbita uppúr
tunnunni góðu. Mynd -E.ÓI.
Bókamarkaðurinn
Borðin
flakandi
Verðlagsmál
Frestuninfráleit
Ásmundur Stefánsson: Engin hótun afminni hálfu
Baldur Óskarsson: Ekki bœnda að greiða niður almennt verðlag í landinu
Akvörðun mcirihluta scxmann-
anefndar að fara að tilmælum
stjórnvalda og fresta uin hálfan
mánuð fyrirhugaðri búvöru-
hækkun hefur vakið mikla reiði
meðal bænda víða um land og
einnig eru bændur mjög ósáttir
við miðstjórnarsamþykkt Alþýð-
usambandsins þar sem skorað
var á ríkisstjórnina um að koma í
veg fyrir stórhækkun landbúnað-
arvara.
Þjóðviljinn innti Ásmund Stcf-
ánsson álits á viðbrögðum bænda
við samþykkt ASÍ.
„Það er fjarri lagi að ég hafi
haft uppi einhverjar hótanir.
Miðstjórn ASÍ samþykkti að
senda ríkisstjórninni þetta bréf
þar sem hún er minnt á fyrri lof-
orð sín að halda búvöruverði
innan marka almennra launa- og
verðlagsbreytinga. í þessu er
engin afstaða tekin til þess hve
mikið tekjur bænda eigi að
hækka og ég hef ekki heldur lýst
neinni persónulegri afstöðu til
þess“.
Baldur Óskarsson, annar full-
trúi neytenda í sexmannanefnd-
inni sem lögðust gegn því að
fresta hækkuninni til bænda sagði
í samtali við Þjóðviljann í gær að
engin stoð væri fyrir frestuninni í
lögum um Framleiðsluráð og
óhæft væri að skilja bændur eftir
á botninum í launalegu tilliti og
væri það ríkisstjórnarinnar að
leysa málið strax, það yrði ekkert
auðveldara eftir hálfan mánuð.
Ásmundur Stefánsson sagði
ennfremur: „Meðaltekjuhækkun
desembersamninganna að með-
talinni hækkuninni 1. mars er 5
1/2% þó hækkun hjá lágtekju-
fólki hafi verið allt að 30%, en
hækkunin skilaði sér alfarið til
þeirra sem voru undir lágmarks-
tekjum.
í búvörugrundvellinum er
þessu á annan veg farið. Þar er
ekki miðað við tekjur manna,
heldur er um að ræða prósentu-
hækkun þannig að þeir tekjuháu
fá meira en hinir.
Þaðerljóst að 10-12 % hækkun
á búvörum mun leiða til sam-
drátttar í sölu og þannig auka á þá
erfiðleika sem nú steðja að bænd-
um vegna kvóta og framleiðslu-
samdráttar“, sagði Ásmundur
Stefánsson að lokum.
-sá./l.g.
sár
„Borðin hér voru flakandi sár
eftir helgina og við erum að kepp-
ast við að fylla þau aftur fyrir
síðasta daginn,“ sagði María
Gunnarsdóttir hjá Bókamarkað-
inum í samtali við Þjóðviljann í
gær, en þá höfðu selst þar um
60.000 bækur síðan markaðurinn
opnaði þann 19. febrúar.
„Það myndaðist algjört um-
ferðaröngþveiti hér á sunnudag-
inn og margir hurfu frá vegna
þess,“ sagði María. „Við lofum
þeim og öðrum að í dag höfum
við á boðstólum gott úrval bóka,
því við erum að keppast við að
bæta inn í skörðin." -vd.