Þjóðviljinn - 03.03.1987, Page 6
FLÓAMARKAÐURINN
Til sölu
tvö stór hamstrabúr, sem má tengja
saman. Ýmsir fylgihlutir fylgja og
tveir hamstrar geta fylgt. Uppl. í s.
51138.
Par utan af landi
óskar eftir góöri íbúð. Góðri um-
gengni og skilvísum greiðslum
heitið. Hringið í síma 688296 eftir kl.
19.
Óska eftir
gamalli þvottavél
opinni að ofan (með spaða). Uppl. í
s. 30117.
Óska eftir ritvél
Uppl. í s. 611074 eftir kl. 18.
Barnavagn til sölu
Stór, grænn Silver Cross barna-
vagn til sölu. Uppl. í s. 641187.
Baðborð
óskast keypt. Uppl. í s. 75209.
Sófi
blár, þriggja sæta, fæst gefins.
Uppl. í s. 75209.
Kvenreiðhjól
eins árs, þriggja gíra, til sölu. Verð 8
þús. kr. Uppl. í s. 23192 eftir kl. 17.
Til sölu fuglabúr
með 2 páfagaukum. Uppl. í s.
656648.
Hjálp!
Herbergi strax!
íslensk-, sænsk- og finnsktalandi
skólanemi óskar strax eftir ódýru
herbergi með eldunar- og snyrtiað-
stöðu. Helst með þvottaaðstöðu og
síma en ekki nauðsynlegt. Ódýr
einstaklingsíbúð eða tveggja her-
bergja íbúð koma til greina. Engin
fyrirframgreiðsla möguleg. Vin-
samlegast hringið skilaboð í síma
622428 eftir kl. 19 og allan daginn
um helgar. Reglusemi heitið.
Vinna strax!
Sjúkraliðanemi óskar eftir vinnu.
Hefur unnið við ýmislegt, t.d. á spít-
ala, í verslun, á hóteli, í banka og á
pósti. Kann mörg tungumál. Óska
fyrst og fremst eftir næturvinnu,
helgar- og/eða kvöldvinnu. Gæti
hugsað mér að vinna við gistiheim-
ili, á hóteli, í kvikmyndahúsi eða á
vídeóleigu, helst ekki verksmiðju-
vinnu, ræstingar eða eldhúsvinnu.
Vinsamlegast hringið inn skilaboð í
síma 622428 eftir kl. 18 og 19 og
allan daginn um helgar.
Mjög fallegar
rússneskar tehettur
Matrúskur (Babúskur) og grafík-
myndir til sölu. Uppl. gefur Selma í
síma 19239.
Dýnulaust eikarhjónarúm
1,40x2,00 m fæst gefins. Uppl. í s.
40858.
8 ára gömul
Eledtri Helios þvottavél
sem krefst lítilsháttar viðgerðar
fæst fyrir 2 þús. kr. Uppl. í s. 25658.
Bíll til sölu
Wagoneerárg. '78,8cylindra, sjálf-
skiptur. Góður bíll en þarfnast
sprautunar. Sími 671098 eftir kl. 17.
Luxemburg
Til sölu flugmiði til Luxemburg aðra
leið. Opinn miði sem gildir fram í
júní. Selst ódýrt. Uppl. í s. 19842.
Nagladekk
155x15" nagladekk, 4 stk. til sölu.
Lítið notuð. Gott verð. Felgur með
ef vill. Uppl. í s. 656447.
Til sölu
fólkbílakerra. Stærð 1x1,70 m.
Verð ca. 18.000.- kr. Notað þríhjól á
2.000.- kr. og ýmsir varahlutir í
SAAB '96. Uppl. í s. 44787 eftir ki.
17 í dag og næstu daga.
40 lítra fiskabúr til sölu
með hreinsidælu og sandi. Verð
1.500.-. Uppl. í s. 44937 eftir kl. 19.
Til sölu
borðstofuborð og 6 stólar. Vel með
farið. Uppl. í s. 12747.
Til sölu
fataskápur veggfastur, stærð
3x2,5 m. Selst ódýrt. Á sama stað
fæst 3ja sæta sófi gegn brottflutn-
ingi. Sími 84398 eftir kl. 18.
Olympus OM 4
með 35-70 mm linsu F4. Ný vél í
ábyrgð. Selst mjög ódýrt. Sími
83069.
Dagmamma -
Smáíbúðahverfi
Ég er dagmamma í Smáíbúða-
hverfi. Tek að mér að gæta barna
fyrri hluta dags. Hef leyfi. Bryndís,
sími 30528.
Bíll til sölu
Lada 1600 '78 í góðu standi. Verð
kr. 50.000.-. Sími 687898.
Til sölu rúm
V/2 breidd, sökkull á hjólum með
springdýnu. Kostar nýtt kr. 20.500.-
Selst á kr. 13.000.- ársgamalt. Sími
687898.
Gott sveitaheimili óskast
fyrir Trygg
fyrir Ijúfan og fallegan, 2ja ára gaml-
an hund. (Blanda af íslenskum og
Husky-sleðahundi). Uppl. í síma
687898. Guðmundur.
Óskum eftir
2-3ja herb. íbúð á hagstæðum
kjörum. Erum tvö í heimili (mæðg-
ur). Vinsamlegast hringið í síma
20423.
Fundur
sem að halda átti í Sagnfræðingafélagi íslands
í kvöld 3. mars frestast um eina viku vegna
óviðráðanlegra orsaka.
Maðurinn minn og faðir okkar
Þorsteinn Kr. Sigurðsson
Langholtsvegi 31, Reykjavík
andaðist á Landakotsspítala, þann 1. mars 1987.
Guðmundína Kristjánsdóttir
Sigurður Þorsteinsson
Kristján Þorsteinsson
Ragnar Þorsteinsson
Hallgrímur Þorsteinsson.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
Erla Þórdís Jónsdóttir
dó í Borgarspítalanum 28. febrúar s.l.
Helgi Kolbeinsson
Alexander Valdimarss. Ragnheiður Valdimarsd.
Þórunn Valdimarsdóttir Lilja Valdimarsdóttir
Trausti Valdimarsson Vala Valdimarsdóttir
Asdfs Valdimarsdóttir
tengdabörn og barnabörn
__________________SKÁK___________________
Attunda, níunda og tíunda umferð
Forystu Shorts
ekki ógnað lengur
Jóhann ogJón L. lönduðu stórhvelum. Talfriðsamari en ‘64.
Þrír bítast um annað sœtið
8. umferð
Jóhann Hjartarson var hetja
dagsins í þessari umferð þegar
hann fyrstur manna í mótinu
lagði Short að velli í hörkuskák
þar sem hann stóð heldur höllum
fæti eftir byrjunina. í tímahrak-
inu voru Englendingnum unga
hins vegar eitthvað mislagðar
hendur svo að Jóhann náði
hættulegri sókn sem Short fann
ekki réttu vörnina gegn. Jóhann
náði þarna með miklu harðfylgi
sínum öðrum vinningi gegn út-
lendingaherdeildinni.
Hvítt: Jóhann
Svart: Short
Spænskur leikur
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 0-0
8. c3 d6
9. h3 Bb7
10. d4 He8
Jóhann fetar í fótspor Karpofs sem
tefldi svona gegn Kasparof. Hér getur
hvítur þráleikið með 11. Rg5 He8 12.
RÍ3 en Short hefur ekki áhuga á slíku.
11. Rb-d2 Bf8
12. a3 h6
13. Bc2 Rb8
14. b3 Rb-d7
15. Bb2 g6
16. a4 c6
17. Dbl Bg7
18. axb5 cxbS?
Hér gat Jóhann jafnað taflið með
18. ... axb5 en nú nær hvítur varan-
legu frumkvæði á drottningarvæng.
19. d5 h5
20. b4 Rb6
21. Rb3 Rc4
22. Rf-d2 Rxd2
23. Rxd2 h4
24. c4 Bh6
25. Bcl bxc4
Þvingað því að annars leikur hvítur
26. c5. Núna er ljóst að svartur hefur
orðið undir í átökunum á drottningar-
væng. Hann á veikt peð á a6 og hvítur
getur lagt undir sig c-línuna. Einu
möguleikar svarts felast í gagnsókn á
kóngsvæng.
26. Rxc4 Bxcl
27. Dxcl Rh5
28. Bd3 Rf4
Hér stendur riddarinn vel og ógnar
hvítu kóngsstöðunni.
29. Bfl De7
30. De3 f5
31. Db6? ...
Hvítur fer heldur geyst í sakirnar.
Vandséð er hverning svartur getur
skapað sér færi á kóngsvæng eftir 31.
Kh2.
31. ... He-d8
32. Ra5 Hd7
33. Rc6? ...
Annar veikur leikur. Enn var betra
að leika 33. Kh2 áður en hvítur lætur
til skarar skríða á drottningarvæng.
Jóhann nýtir þegar færi sín.
33. ... Dg5
34. De3 fxe4
35. g3?? ...
Tapleikurinn. Enn mátti verjast
með 35. Kh2.
35. ... Hh7!
36. Kh2 ...
Nú er orðið um seinan að leika
þennan leik.
36. ... hxg3+
37. fxg3 Rxh3!
Þar lá hundurinn grafinn. Eftir 38.
Bxh3 leikur svartur 38. ... Dg4 og
vinnur.
38. Dxg5 Rxg5+
39. Kg2 RÍ3!
Nú hótar svartur 40. ... Hh2 mát.
40. Hxe4 Hf8
41. g4 Hh2+
42. Kg3 Hhl
Svartur hótar að vinna lið með 43.
... Rd2. Ekki stoðar að leika 43. Kg2
vegna 43. ... Hgl+ 44. Kf2 Hxfl + !
og síðan 45. ... Rd2+.
43. He2 Rh4
44. He3 g5
45. Re7+ Kg7
46. Hc3
Hvítur gafst upp um leið. Ekki
dugði heldur að leika 46. Rf5+ Hxf5
47. gxf5 Rxf5+ 48. Kf2 (ef 48. Kg2 þá
Hxfl 49. Kxfl Rxe3+) Rxe3ogsvart-
ur vinnur endataflið auðveldlega.
Tal tefldi Caro-Kann vörn með
svörtu gegn Jóni L. og eftir aðeins tíu
leiki hvíslaði hann yfir borðið að hann
væri ekki ójafnaðarmaður í vígahug.
Jón lék þá hvassasta leikinn sem hann
sá á borðinu og spurði síðan hvort
hvíslið hefði verið jafnteflisboð og
játti Tal því og fyrsta stórmeistara-
jafnteflið í mótinu leit dagsins ljós.
Það er af sem áður var þegar Tal sagði
að of langt væri milli Reykjavfkur og
Ríga til þess að leyfilegt væri að semja
um jafntefli í fimmtán leikjum en svo
lét hann um mælt þegar hann fórnaði
drottningunni í tvísýnu gegn Jóni
Kristinssyni á fyrsta Reykjavíkur-
mótinu 1964.
Polugajevskí beitti hinni vinsælu
Drottningarindversku vörn með
svörtu gegn Margeiri og jafnaði taflið
fljótlega. Hann náði síðan undirtöku-
num og sneri á Margeir sem játaði sig
sigraðan þegar mát blasti við.
Helgi náði aðeins betra tafli með
hvítu gegn Ljubojevic sem beitti
Kóngsindverskri vörn. Júgóslavinn
náði hins vegar að einfalda taflið og
sættust þeir þá á jafntefli þegar frek-
ari vinningstilraunir Helga virtust
vonlitlar.
Kortschnoi lék byrjunina að vanda
óvenjulega gegn Hollenskri vörn
Agdesteins og skipti strax upp í enda-
tafl. Líklega hefur hann haldið að
Agdestein væri öllum hnútum kunn-
ugur á nýjustu refilstigum skákfræð-
anna eins og títt er um unga menn.
Það er hins vegar mesti misskilningur
því að Norðmaðurinn kann lítið í
byrjunum en er harður í horn að taka
í flækjum og endatafli. Kortschnoi
náði þó betri stöðu og flækti síðan
endataflið sem mest hann mátti en
Agdestein varðist fimlega. Þeir fé-
lagar lentu í miklu tfmahraki og virtist
Kortschnoi hafa gleymt að tímamörk-
in væru við 45. leik en ekki þann 40.
eins og venjulega. Þegar hann sá fum-
ið á Norðmanninum rankaði hann við
sér og tókst naumlega að skila til-
skildum leikjafjölda. Hann hafði þá í
öllum handaganginum unnið tvo
menn í skiptum fyrir hrók. Úrvinnsla
biðskákarinnar vafðist síðan ekki
fyrir honum og sýndi hann þar enn
einu sinni snilli sína f endatafli.
Hatramasta viðureignin stóð á milii
Timmans og Portisch. Hollendingur-
inn var þegar í upphafi staðráðinn í að
leggja allt í sölurnar til þess að vinna.
Hann valdi eitt hvassasta afbrigði sem
til er gegn Sikileyjarvörn og fórnaði
manni þegar í níunda leik eins og
Guðmundur Sigurjónsson gegn
Helga Ólafssyni á Neskaupsstað 1983
en þeirri skáki lyktaði með jafntefli
eftir mikilar sviptingar. Timman hef-
ur líklega lumað á endurbót á tafl-
mennsku Guðmundar en Portisch
kærði sig ekki um að sjá hana og dró
fram nýjan leik, ættaðan úr
skáksmiðjunni í Búdapest. Lengi var
tvísýnt um hvor stæði betur en svo fór
að lokum að Hollendingnum varð að
ósk sinni. Þessi skák sýnir best hversu
hart er barist um efstu sætin í mótinu.
Hvítt: Timman
Svart: Portisch
Sikileyjarvörn
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxc4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Be3 e6
7. g4!? ...
Hér er lítt af setningi slegið. Tim-
man blæs strax til sóknar en Portisch
tekur hraustlega á móti.
7. ... e5
8. Rf5 g6
9. g5 gxf5
10. exf5 d5!
Portisch hirðir ekki um að forða
riddaranum því að sóknarfæri hvíts
eru of hættuleg eftir 10. ... Rg8 11. f6
eða 10. ... Rf-d7 11. Bc4.
11. Df3 Bd7
Nýr leikur. Helgi lék hér ótrauður
11. ... d4 gegn Guðmundi en sá leikur
hefur t.d. þann ókost að biskupinn á
fl kemst þá í sóknina.
12. 0-0-0 Bc6
Núna hótar svartur 13. ... d4.
13. De2 Bb4
Hér var e.t.v. betra að leika 13. ...
Rb-d7. Timman finnur snjallt svar og
hamrar járnið.
14. Bd4 Re4!
Hér mætast stálin stinn. Ef 14. ...
Bxc3 þá 15. Dxe5+ De7 16. Dxe7+
Kxe7 17. gxf6+ oghvíturstendurbet-
ur.
15. Bxe5 Bxc3
16. Bxc3! ...
Eftir 16. bxc3 fær svartur frum-
kvæðið með 16. ... Dxg5+ 17. f4.
Dxf5 18. Bxh8 Dxf4+.
16. ... Dxg5+
17. Kbl Hg8
Hér töldu spekingar á göngum hót-
elsinsaðsvarturgætileikið 17. ... 0-0
og haldið fengnum hlut. Hvítur hefur
hins vegar enn góð sóknarfæri, t.d.
18. Bd4! (hótar f3 og Hgl) He8 19. f3
Rd2+ 20. Dxd2 Dxd2 21. Hgl+ Kf8
22. Bc5+ og hvítur vinnur.
18. f3 Rd7
19. fxe4 dxe4
20. h4 Df4?
Betri vörn var að leika 20. ... Dg4
og staðan er enn tvísýn.
21. Bd2! De5
22. Bg5 ...
Hvíti hefur tekist að skapa sér ný
sóknarfæri. Nú kemst svarti kóngur-
inn ekki af upphafsreitnum nema
eftir frekari veikingu á stöðunni.
JS: bíJ+ Kds
24. Bc4 Hg7
25. Be3 Kc7
26. Dh6 ...
Nú hótar hvítur að vinna drottning-
una með 27. Bf4. Þessi hótun kostar
svart skiptamun. Lokin eru aðeins
tæknileg úrvinnsla fyrir Timman.
26. ... Hg4
27. Be2 Dxf5
28. Hh-fl De6
29. Bxg4 Dxg4
30. Bf4+ Kb6
31. Be3+ Kc7
32. Dxh7 Hf8
33. h5 De6
34. Df5 Dxf5
35. Hxf5 Kd8
36. Hgl Ke7
37. h6 Hf7
38. Hh5 Hh7
39. Hh3
Svartur gafst upp. Hann á ekkert
fullnægjandi svar við 40. Hh-g3 og
síðan 41. Hg7+.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 3. mars 1987