Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 2
FLOSI af stjórnunarstíl Mér skilst aö alþingiskosningar séu um þessa helgi og, ef marka má fjölmiðla, er víst í þessum kosningum tekist á um þaö hver eða hverjir eigi aö standa við stjórnvölinn á þjóðar- skútunni næstu fjögur árin og skiptir að sumra dómi víst einhverju máli. Vera má að einhverjum þyki það hroki, en ég get ekki neitað því að oft hefur mér fundist að ég ætti brýnt erindi á Alþingi íslendinga og er víst ekki sá eini, ef marka má framboðslista flokk- anna. Enn hef ég þó ekki gefið kost á mér, þó ég sé bæði kallaður og útvalinn. Og nú skal ástæðan tíunduð. Mér finnst að sá maður sem ekki hefur náð föstum tökum á stjórn eigin heimilis eigi lítið erindi uppí öndvegi þjóðarbúsins. Ég lærði það í glímu og hryggspennu sem krakki að sigurstranglegra væri í átökum að hafa undirtökin og þessvegna setti ég mér það strax í upphafi hjúskapar að hafa jafnan undir- tökin í heimilisglímunni. Þetta bar lengi tilætlað- an árangur, en uppá síðkastið er einsog farinn sé að færast einhver jöfnuður í glímuna. Sárast af öllu er þó, þegar maður verður undir, þó maður hafi undirtökin. Það mætti kalla hámark niðurlægingarinnar. Ég hef löngum verið þeirrar skoöunar að verkaskipting sé ekki bara æskileg á hverju heimili, heldur bókstaflega grundvöllur sannrar heimilishamingju. Fólk á ekki endalaust að vera að sullast í öllu og þvælast hvert eða hvort fyrir öðru. Það hefur einhvern veginn æxlast þannig til á mínu heimili að konan mín, sem vinnur úti allan daginn hefur tekið að sér þau störf sem konunni heyra, semsagt heimilisstörfin, en ég sinni fremur því sem er utandyra, tildæmis þvo bílinn að utam þegar hún er búin að ryksuga hann að innan. Ég smyr líka hnakkana okkar og beislin, já svona semsagt sinni því sem er frekar í okkar verkahring karlanna. Þessi skipan gafst vel í tvo þrjá áratugi á mínu heimili, en á síðari árum hefur mér fundist eins- og komin sé einhver þyngsli í konuna mína þeg- ar hún er að sinna heimilinu á kvöldin og ég er að horfa á sjónvarpið og hvíla mig eftir erfiðan vinnudag. Það var svo í vikunni að uppúr sauð, nánar tiltekið eftir miðnætti eitt kvöldið. Hún hafði verið að stufa af og skúra gólfin. Mér skilst að þetta sé gert svona einu sinni til tvisvar í viku á mínu heimili og er kallað að „taka í gegn“. Mér hefur aldrei fundist að ég ætti að taka þátt í þessum umsvifum og naut þess í ríkum mæli að horfa á kvikmyndina „Einkatími“ með einni af mínum mestu uppáhaldsleikkonum Sil- víu Kristell í aðalhlutverki. Mér finnst Silvía Kristell alveg óviðjafnanleg. Hún er há og grönn, afskaplega getnaðarleg með græn augu og ótrúlega eitthvað umkomu- laus og brjóstumkennanleg bæði í fasi, fram- komu og leikstíl. Persónulega fæ ég aldrei nóg af Silvíu Kristell og hef þó séð hana í kvikmyndunum Emmanú- elle I, Emmanúelle II, Emmanúelle III, Emman- úelle IV og ennfremur þar sem hún lék móður dóttur sinnar í kvikmyndinni „Dóttir Emman- úelle“. Þær kvikmyndir sem Silvía Kristell hefur leikið í fjalla yfirleitt um eina af frumþörfum mannkynsins og ætti það eitt að nægja til að fólk léti þær ekki framhjá sér fara. Myndin sem ég var semsagt að horfa á, um- rætt kvöld í Stöð tvö fjallaði um samfarir Silvíu og fimmtán ára unglings, afar merkilegt innlegg í menningarumsvif fjölmiðlanna. Þá var það skyndilega að konan mín tók sér stöðu fyrir framan mig, með eitthvað í hendinni, sem ég man ekki lengur hvað var, og sagði með þessum líka þjósti: - Á hvaða plani ert þú eiginlega? Ég svaraði og sagði einsog er, að það væri ekki ég sem réði planinu, heldur sjónvarpið. -Væri þér ekki nær að fara út og bursta motturnar fyrir mig? sagði hún þá. Ég er afskaplega dagfarsprúður maður og lítið fyrir illindi, sérstaklega eftir að ég hætti að drekka, en ég get ekki neitað því að þarna gekk framaf mér. Manni getur sárnað. Ég burstaði motturnarfyrir hana í bræði minni og bar þær meira að segja inn fyrir hana og sagði svo með nístandi kulda: - Gæti ég gert nokkuð fleira fyrir yðar hátign. Þá kyssti hún mig á kinnina og sagði elsku- lega: - Nei þakka þér fyrir elskan. Þetta var flott hjá þér. Og þarna fann ég að rétt einu sinni hafði ég tapað glímunni, þó ég væri með undirtökin. í gær náði ég mér svo í tímaritið „Stjórnand- ann“, sem gefið er út af J.C. á íslandi 3. tölublað mars 1987 og hresstist talsvert þegar ég sá þar forsíðumynd af Davíð Scheving, sem er minn maður, og undir myndinni stóðu þessi fleygu orð: 7 Mlnn stjórnunarstíll felst í tvennu: í fyrsta lagi að gera aldrei það sem aðrir geta gert og í öðru lagi að nálgast viðfangs- efnið með auðmýkt. Svo tók ég bílinn minn, ók honum beina leið uppá bílaþvottastöð og lét þvo hann vel og ræki- lega. Albert týndur Á sumardaginn fyrsta var kosningafundur meö listunum í Reykjavík í útvarpssal. Það vakti athygli hlustenda, að þess var sérstaklega getið af fundarstjóra, að fulltrúi S- listans væri ekki mættur til leiks. Gráu var bætt ofan á svart með því að fundarstjóri lót þess einnig getið, að vera kynni að S-listinn væri búinn að draga framboð sitt til baka! Fjölmargir munu af þessum sökum hafa hringt forviða niðrá skrifstofur S-listans og spurst fyrir um þetta. Þar kannaðist vitaskuld enginn við að hætt væri við framboö, en þess í stað fóru menn að kanna, hvaða fulltrúi hefði átt að vera í útvarpssal fyrir list- ann. I Ijós kom, að þar átti að vera maður að nafni Albert Guðmundsson. Mikil leit hófst að manninum, og eftir japl og jaml og fuður fannst hann loks við tedrykkju í ÍR- heimilinu og harðneitaði að mæta í þáttinn, enda ekki nema stundarfjórðungur eftir. Það varð að lokum úr, að Benedlkt Bogason hljóp upp í útvarp, en mun ekki hafa komiðupporðifyrirmæði... ■ Innan Sjálfstæðisflokksins eru nú uppi raddir um upp- stokkun á sem flestum svið- um. Hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, SUS, kann laufléttur formannss- lagur að vera í uppsiglingu, en Vilhjálmur Egilsson lætur af formennskunni í haust. Kosið verður á landsfundi SUS, sem verður haldinn f Borgarnesi í ágúst. Þegar eru tveir kandí- datar nefndirtil leiks, báðirnú- verandi varaformenn SUS. Þeir eru Sigurbjörn Magnús- son, framkvæmdastjóri þing- flokks sjálfstæðismanna, og Árnl Mathiesen, sonur Matt- híasar utanríkisráöherra. Árni er nú þegar formaður Stefnls í Hafnarfirði. Vitað er að Sigurbjörn fýsir mjög í framann, enda ákveðinn í að gera stjórnmál að ævistarfi. Árni mun á hinn bóginn hafa verið óvissari í afstöðu til framboðs. Flest bendir hins vegar til að hann hafi nú af- ráðið að taka stökkið og etja kappi um formennskuna við stallbróður sinn Sigurbjörn. Þannig hefur Árni verið á þeysispretti um landið að halda ræður og erindi fyrir unga sjálfstæðismenn, og hefur á skömmum tíma ferð- ast í fjögur kjördæmi í þeim erindagjörðum. Þá þótti ekki síður merkilegt, þegar kapp- ræðufundur millum stjórn- málaflokkanna var haldinn í einum fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum og kanónur allra flokkanna mættu - nema fyrir Sjálfstæðisflokkinn. í staðinn mætti Árni Matt! Árni hefur það sér til fram- dráttar að koma úr iðu at- vinnulífsins, - hann er nefni- lega fisksjúkdómafræðingur - en Sjálfstæðisflokknum er einmitt fundið til foráttu að vera flokkur lögfræðinga og viðskiptafræðinga. Sigurbjörn er hins vegar lögfræðinaur, og hefur það á móti sér. Arni mun vera með í bígerð mikla kosningaherferð, en forystu- menn Sjálfstæðisflokksins telja að flokkurinn þurfi nú á öllu að halda öðru en meiri sSTidurvirkni, og góðir menn búast við að málið verði jafn- að þannig að Árni fái for- mennskuna næstu tvö árin, en þá taki Sigurbjörn við... ■ Það er vinstri mönnum að þakka að Helena Alberts- dóttir á kost á því að kjósa flokk föður síns í dag, en því björguðu þeir á síðustu stundu í gær. Aðdragandinn að því er sá að Helena var þess ekki vit- andi að lögum um kosninga- rétt þeirra, sem eiga löghei- mili erlendis hefur nýlega ver- ið breytt þannig að kosninga- réttur þeirra gildir í 4 ár eftir flutning lögheimilis. Sam- kvæmt þessu á Helena rétt á því að kjósa, en til þess að allt hefði átt að ganga eölilega fyrir sig hefði hún þurft að, kæra sig inn á kjörskrá fyrir 6. apríl sl. Það gerði Helena hins vegar ekki og var allt útlit fyrir það að hún gæti ekki kosið. Þá var það, að á síðustu stundu uppgötvaði einhver glöggur furðulegan lagabók- staf sem hljóðar eitthvað á þá leið að sé hægt að hafa uppá íslendingi sem var erlendis meðan á kærufrestinum stóð, þá geti sá hinn sami kært við- komandi inn. Guðmundur Ágústsson, 2. maður á S- listanum í Reykjavík, spurði Sigurmar K. Albertsson lög- fræðing og alþýðubandalags- mann, sem stóð í því að kæra inn fólk fyrir sinn flokk, hvort hann þekkti ekki einhvern sem hefði verið erlendis á tímabilinu. Sigurmar benti á vinstrimanninn Gest Guð- mundsson og samþykkti Gestur að kæra Helenu inn. Til þess að fullkomna leiksýn- inguna tók Sigurmar sjálfur að sér að verða fulltrúi Helenu við athöfnina. Eftir að henni var lokið lét hann þau orð falla við Guðmund Ágústsson, að það væri nú ekki til of mikils mælst að Gestur fengi próf- essorsembætti fyrir greiðann og hann sjálfur feitt sýslu- mannsembætti. Nú er bara að bíða og sjá hvort S-ið stendur líka fyrir sanngirni... ■ Formannsslagur í SUS Vinstrimenn hjálpa Helenu 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Sunnudagur 26. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.