Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 12
Brattur var stiginn Þjóðviljinn á slóðum íslendinga í Höfn Kaupmannahöfn var höfuð- borg íslands um aldir. Þaðan var landinu stjórnað og þangað sóttu íslendingar sjálfstæði sitt aftur og ekki bara sjálfstæðið heldur líka handritin. Þangað sóttu stúdent- amir nám því háskólinn í Kaup- mannahöfn var að sjálfsögðu líka háskóli íslands. Margir luku námi og sigldu heim og fengu brauð eða sýslu en þeir voru líka fjölmargir sem lutu í danska mold. Einn þeirra hvfldi í danskri mold í hundrað ár en þá voru beinin loksins flutt heim til fóst- urjarðarinnar. Víkjum fyrst að honum... Jœkin verða að bíta í fyrramólið“ Jónas Hallgrímsson var ekki við eina fjölina felldur. Eftir stúdentspróf frá Bessastöðum árið 1829 gerðist hann skrifari landfógeta í Reykjavík en sigldi til Hafnar árið 1832. Fyrst las hann lög, síðan náttúrufræði en lauk ekki prófí. Hann ferðaðist mikið um ísland og rannsakaði náttúru iandsins. Annars bjó hann lengst af í Kaupmannahöfn nema árin 1843-44 þegar hann dvaldi um ársskeið í Sorö á Sjá- landi. Konráð Gíslason sem var besti vinur Jónasar kallaði þenn- an bæ Saura. Hann sagði svo í bréfi til Jónasar: „En meðal ann- arra orða: þorirðu að vera svona upp í sveit öllu lengur í senn? ertu ekki hræddur um að þú verðir sérvitur? Margt er líkt með skyldum: Heine er í Parísarborg, og er hræddur um hann verði veikur; en þú ert á Saurum og ert hræddur um, þú verðir sérvitur. Hvað sem því líður, þá er þó gott þú verður ekki áttavilitur í milli brjóstanna á henni þarna með himnabrjóstin.“ - En Jónas varð ekki ellidauður á Saurum heldur sneri aftur til Kaupmannahafnar og þar fékk hann reyndar ekki heldur að kemba hærurnar. Seinustu mánuði lífs síns bjó Jón- as í Pétursstræti 140 á þriðju hæð til vinstri. (Enn er búið í þessu húsi og er það núna númer 22). Hér er þessi frægi stigi þar sem Jónas hrasaði og hlaut beinbrot sem átti eftir að draga hann til bana. En gefum Fjölni orðið blaðinu sem Jónas gaf út í Höfn ásamt nokkrum félugum sínum. Fjölnir segir svo frá í eftirmælum um Jónas: „15. maí seint um kveldið, þegar hann gekk upp stigann hjá sér (St. Pederstræde 140, 3. Sal), skruppu honum fæt- ur, og gekk sá hinn hægri í sundur fyrir ofan ökla; komst hann þó á fætur og inn til sín, lagðist niður í fötunum og beið svo til morguns. Þegar inn var komið til hans um morguninn, og hann spurður því hann hefði ekki kallað á neinn sér til hjálpar, sagði hann að sér hefði þótt óþarfí að gjöra neinum ónæði um nóttina af því hann vissi, hvort sem væri, að hann gæti ekki lifað. Því næst lét hann flytja sig í Friðriksspítala, en rit- aði fyrst til etazráðs Finns Magnússonar, til að fá hann til ábyrgðarmanns um borgun til spítalans. Þegar Jónas var kom- inn þangað og lagður inn, var fót- urinn skoðaður og stóðu úti beinin; en á meðan því var komið í lag og bundið um, lá hann graf- kyrr og var að lesa í bók, en brá sér alls ekki. Þar lá hann fjóra daga, vel málhress og lífvænlegur yfirlitum; en fjórða daginn að kvöldi, þegar yfirlæknirinn gekk um stofurnar, sagði hann við að- stoðarmenn sína, þegar hann var genginn frá rúmi Jónasar: „Tækin verða að bíta í fyrramál- ið, við þurfum að taka af lim“. Hafði læknirinn séð að drep var komið í fótinn, en hins varði hann ekki, að það mundi dreifast eins fljótt um allan líkamann og raun verð á. Jónas bað, að ljós væri látið loga hjá sér um nóttina; síð- an vakti hann alla þá nótt og var að lesa skemmtunar-sögu, sem heitir Jakob Ærlig- eftir Marryat þangað til að aflíðandi miðjum morgni; þá bað hann um te og drakk það, fékk síðan sinardrátt rétt á eftir, og var þegar liðinn; það var hér um bil jöfnu báðu, miðsmorguns og dagmála." „Havde her sin sidste bolig.“ Enn er búið í seinustu vistar- verum listaskáldsins góða og það kemur fyrir að þangað rekast góðdrukicnir sérvitringar frá ís- landi og biðja auðmjúklega að fá að taka ljósmyndir af hússtigan- um og kannski að skjótast í húsa- garðinn til að fá að taka fleiri myndir. íbúarnir eru farnir að venjast þessu þeir vita ekkert hver þessi Jónas Hallgrímsson var og hafa fæstir tekið eftir máðu skilti sem hangir framan á hús- inu. En þar er hægt að lesa: „Den islandske Digter / Jónas Hall- grímsson / födt paa Gaarden Hraun í Öxnadal /16. November 1807 / död í Köbenhav 26. Mai 1845 / hvade her sin sidste Bolig. “ Einhverjir Danir hafa kunnað að meta Jónás heitinn því það var dönsk kona að nafni Ingeborg Stemann sem lét setja upp þessa minningartöflu og það var árið 1928. Aðrir hafa tekið þann kost- inn að minnast skáldsins í bundnu máli þar á meðal ókunnugt skáld sem orti á þessa leið: ísland er fjarri senn kemur vorið. í steinlagðar götur markast ei sporið. Ljúft rennur ölið í skítugri kró. Það var mitt bölið og þó, og þó og þó. Brattur var stiginn sem hin íslensku fjöll. Sólin er hnigin á bak við þau öll. En hvaðan var Jónas Hall- grímsson að koma þetta afdrifa- rika kvöld 15. maí árið 1845. Til að komast nær sennileikanum skulum við færa okkur um set í miðborg Kaupmannahafnar og skreppa út á Kóngsins Nýjatorg. í kjallaranum hjá Hvíti Við Kóngsins Nýjatorg er ein af elstu knæpum Kaupmanna- hafnar Hviids Vinstue. þar sátu íslendingar löngum með kolluna sína og þangað kom Jónas Hall- grímsson oftar en ekki. Einhvern veginn hefur sú saga komist á kreik að Jónas hafí verið að koma frá Hvíti (eins og knæpan var kölluð). kvöldið sem stiginn reyndist honum of brattur. Jónasi hefur nú verið reist minnismerki inni á Hvíti ásamt þremur öðrum íslenskum gleðimönnum. Fyrir 15 árum átti þessi ágæta bjór- knæpa 250 ára afmæli. Af því til- efni gaf Örlygur Sigurðsson listmálari listaverk sem hangir þar nú uppi á vegg. Þar sitja fjórir fagurkerar að drykkju við sama borðið og eins og svo oft þegar vínið er annars vegar þá skiptir tíminn engu máli. Þessir menn eru Jónas Hallgrímsson skáld, Jóhann Sigurjónsson skáld, Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur og Árni Pálsson prófessor. íslendingar sem heimsækja Hvít nú á dögum sitja um að fá sæti nálægt þessari mynd eftir Örlyg og er ekki ólíklegt að þessir látnu myndarmenn fái sér sopa og sopa í gegnum landa sína! Þegar komið er inn á Hvít rek- ur maður strax augun á heljar- mikla tunnu vinstra megin við innganginn. Það er sagt að Jón Sigurðsson hafi átt það til að setj- ast niður við tunnu þessa og fá sér krús af öli. Annars var það annar staður sem „heldri“ Islending- arnir í Höfn sóttu frekar. Og sá staður er ekki langt undan. Til Mjóna. Fyrst skal vikið að manni sem var 20 árum yngri en títtnefndur Jónas og kom til Hafnar sama árið og Jónas lést. Þessi maður var Gísli Brynjólfsson fæddur á Ketilsstöðum á Völlum. Gísli var eins og Jónas ekki við eina fjölina felldur í sínu námi því hann lagði bæði stund á málfræði og lögfræði en lauk ekki prófi. Gísli er meðal annars þekktur fyrir að hafa gefið út tímaritið Norðurfara ásamt JóniThoroddsen. Einnig skrifaði hann persónulega dagbók um eins árs skeið. Þessi dagbók hefur verið gefin út í bókarformi undir nafninu Dagbók í Höfn, og er hún ómetanleg heimild um líf ís- lenskra Hafnarstúdenta um miðja síðustu öld. Á annarri hverri blaðsíðu talar Gísli um ein- hvem Mjóna. Við grípum hér niður í Dagbók í Höfn: 2. jan. 1848: Fór til Brynjólfs Péturssonar, með honum kl. 2 til Mjóna. 7. jan.: Farið á fætur kl. II. Út, hitt Konráð hjá Mjóna. 26. jan.: Á fætur kl. II. Lokið við Kristjánsmál. Út. Til Mjóna. Borðað. Til Jóns Sigurðssonar. 20. feb.: Til Mjóna. Látið raka mig. Borðað kl. 3. Gengið úti og setið inni hjá ýmsum löndum á Garði. Upp til mín kl. 8. 9. apríl: Kl. 6tilMjónaogverið að lesa blöð. Þannig virðist lífið ganga hjá Gísla Brynjólfssyni. Mjóni virð- ist vera snar þáttur í daglegu lífi hans. En hver var hann þessi Mjóni? Mjóni er í raun og veru íslensk þýðing á danska manns- nafninu Mini en Jakob Mini rak veitingastað við Kóngsins Nýja- torg um miðja síðustu öld. Núna er Mjóni löngu liðinn undir lok en enn er hægt að fá sér þar mat og drykk. Staðurinn heitir núna Stephan á Porta! Þessi staður var geysivinsæll hjá íslendingum í Höfn. Meðal þeirra sem virðast hafa verið þar tíðir gestir fyrir utan Gísla eru til dæmis Jón Sig- urðsson forseti, Konráð Gíslason og skáldin Grímur Thomsen og Benedikt Gröndal. Þama gátu menn lifað flott bæði í mat og drykk, fengið að lesa erlend blöð og tímarit og dispúterað um landsins gagn og nauðsynjar. Það er þá kannski ekki svo fjarri lagi sem íslenskur sagn- fræðingur sagði fyrir skömmu nefnilega að íslensk sjálfstæðis- barátta hefjist á knæpum Kaupmannahafnar??? Heimildir: Björn Th. Bjömsson: Á íslend- ingaslóðum í Kaupmannahöfn. Jónas Kristjánsson og Kristín Halldórsdóttir: Kóngsins Kaup- mannahöfn. Gísli Brynjólfsson: Dagbók í Höfn. Texti: Bjarki Bjarnason. Myndir: Þóra Sigurþórsdóttir. Og.ty(;0iR^ ' "'78 Teikning örlygs Sigurðssonar af nokkrum fslenskum þjóðsagnapersónum í Kaupmannahöfn. Teikningin hangir uppi f Hviids Vinstue f Kaupmannahöfn. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. aprfl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.