Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 15
vissi hvað beið mín. Það er ekki
vel séð að stinga af með „sending-
arnar.”
í nokkra daga ráfaði hann um
eins og umrenningur og át úr
tunnum. Hann svaf innan um úti-
gangsmenn í skemmtigörðum.
„Eg var dauðhræddur um að
löggan tæki mig. Ég var viss um
að mér yrði stungið inn og síðan
myndi ég rotna í spænsku fang-
elsi.”
Síðan hitti Sævar nokkra ís-
lenska túrista. „Pakk,” segir
hann og útskýrir það ekki frekar.
Pau hjálpuðu honum samt og Sæ-
var kom heim. „Ég var ákveðinn í
að hætta. Ég var búinn að fá nóg.
Ég byði ekki hundi upp á það sem
ég hef gengið í gegnum.”
Þetta var á síðasta ári. Og það
voru menn sem áttu óuppgerðar
sakir við Sævar. Hann glottir og
strýkur niður örið á vanganum.
Nýir kontaktar
Hann er kominn með nýja
kontakta núna. Ný sambönd.
Hann selur fyrir ákveðna aðila.
Aðallega hass og spítt. Og eins og
hver annar sölumaður er hann á
prósentum.
En hverjir kaupa af honum?
„Ég hef mína kúnna. Það er
alls konar lið. Alveg upp í topp í
þjóðfélaginu. Flestir virðast
halda að það séu bara unglingar
og aumingjar sem eru í þessu.
Grammið af kóaíni kostar tíuþús-
und kall. Hverjir heldurðu að
kaupi? Skólakrakkar kannski?”
Sævar glottir.
í lesendabréfunum eru svona
menn kallaðir sölumenn
dauðans. Sumir heimta dauða-
refsingu.
„Mér er skítsama um lesendab-
réf. Fólk vill dóp - ég sel það.
Ríkið selur brennivín og enginn
heimtar dauðarefsingu þar, þótt
brennivín káli fleirum en dópið
gerir.” Honum er illa við umræð-
uefnið. Samt heldur hann áfram:
„Fólk verður að passa sig sjálft.
Ég geri engan að dópista.”
Selur hann krökkum eiturlyf?
„Mér illa við það. Einfaldlega
vegna þess að það er áhætta. Eg
hef ekki komið neinum krakka
upp á að nota dóp.”
Sjálfur notar hann aðallega
spítt. Aðallega þýðirdaglega. Og
stundum lifir hann eins og greifi
og stundum eins og ræfill. Er
þetta spennandi líf?
„Er spennandi að vera blaða-
maður?” spyr hann á móti. „Það
er ekkert spennandi að vera
hundeltur af löggunni og það er
ekkert spennandi þegar „vinirn-
ir” svíkja mann. En þetta er það
sem ég geri og ég nenni ekki að
væla út af því.”
En framtíðin? Hlýtur ekki
löggan einhvern tímann að ná
honum eða dópið að kála hon-
um?
Sævar glottir eins og honum
standi á sama.
„Ég stressa mig ekki út af fram-
tíðinni. Mín framtíð er þessi dag-
ur núna og búið. Það sem síðar
gerist - það kemur í ljós. Ég hef
þurft að bjarga mér sjálfur síðan
ég var 14 ára og það kemur eng-
um við hvað ég geri. Ég hef engar
áhyggjur.”
þess. Ég varð langfrakkastur af
þeim öllum í innbrotunum. Svo
skildi ég fljótlega að mesti töffar-
inn sukkaði mest og náði í flestar
píur. Alla vega voru sögurnar
þannig...”
Sævar hætti í skólanum þegar
hann var 14 ára. Hann var rekinn
og honum var sama. Klíkan var
lífið og stundum kom hann ekki
heim dögum saman.
Að meika daginn
Hann þvældist út um landið og
vann í fiski og bjó í verbúðum.
„Sukkið var númer eitt, tvö og
þrjú. Síðan kom vinnan pening-
anna vegna. En það er varla til
leiðinlegri vinna en í frystihúsum.
Ég vildi verða ríkur og geta gert
það sem ég vildi. Slorvinnan er
ekki besta leiðin til þess.”
Hann var til í allt: Notaði hass
og amfetamín og LSD. Át hvaða
töflur sem var ef þær gátu komið
honum í vímu. „Að lokum
meikaði ég ekki daginn án þess
að fá eitthvað. Ég hataði vinnu og
leit niður á pakkið sem lét bjóða
sér hvað sem var.”
Síðustu tvö árin hefur hann
ekki unnið handtak. Hann hefur
selt dóp. Verður hann ríkur af
því?
„Nei, stundum er maður eins
og milljónamæringur og þá á
maður heiminn, nóg af öllu, sér-
staklega vinum.” Hann leggur
áhersiu á síðasta orðið.
„Svo er maður stundum eins og
ræfill, á ekki krónu, ekki stað til
að sofa á - og vinirnir eru gufaðir
upp. Þetta er bara gangurinn í
þessum bransa.”
„Fyrir tveimur árum fór hann í
fyrsta skipti til útlanda. Það var
viðskiptaferð og hann var ekkert
annað en sendill. „Ég var klín -
ekki á neinum skrám - og ég var
dubbaður upp og sendur til Am-
sterdam.”
Og hverjir sendu hann til Am-
sterdam?
Hann svarar ekki - þetta er
heimskuleg spurning.
Síðan fór hann nokkrar ferðir
og notaði þær vel. Amsterdam er
Mekka eiturlyfjanna og hann
notfærði sér það. Að lokum stakk
hann af með „sendinguna” - fór
til Spánar og lifði eins og greifi.
En það stóð stutt.
„Eg var rændur og átti ekkert
annað skilið. Ég hagaði mér eins
og ég ætti heiminn.” Hann komst
að öðru í sóðaiegum bakgarði í
Madrid. Hann var laminn til
óbóta og rúinn inn að skinni.
Hundalíf
Hann stóð uppi slyppur og
snauður í útlenskri borg. Kunni
ekkert í málinu og átti ekki einu
sinni í strætó. „Mig langaði til að
drepa mig,” segir hann. „Mig
langaði ekki til íslands, því ég
Sunnudagur 26. april 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15