Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 19
Tísku- starfið í ár 1000 manns sœkja um sem þingmenn, 63 fá starfið. Þeir sem sœkja um eru úr flestum geirum þjóðfélagsins Aldrei áöur hafa jafn margir sótt um starf og þegar auglýst var að þingmenn vantaði á þing næsta kjörtímabil. Alls bárust um 1000 umsóknir til þessara sextíu og þriggja starfa. Það fer því ekk- ert á milli mála að þingstarfið þyk- ir eftirsóknarvert. Þingstarfið er tískustarfið í ár. Þeir sem sækjast eftir þing- mennsku koma úr flestum starfs- geirum þjóðfélagsins. Þó virðast sumar stéttir sækja meira í starfið en aðrar og eitthvað virðast þær raðast mismunandi á lista. Kenn- arar, listamenn og forystumenn verkalýðsfélaga eru þannig áber- andi stórir hópar hjá G-listanum. Forstjórar og framkvæmda- stjórar, aðrir stjórar, kennarar og bændur fjölmennastir hjá D- listanum, ef praktíserandi stjórnmálamenn eru undan- skildir. Hjá B-lista eru bændur og húsmæður langmest áberandi. Forstjórar og framkvæmda- stjórar, kennarar og húsmæður hjá A-lista. Hjá S-lista eru framkvæmda- og forstjórar lang fjölmennastir. Bændur á Þ-lista. Kennarar, fræðingar og húsmæð- ur hjá Kvennalista. Verkamenn eru í yfirgnæfandi meirihluta á M-listanum og nemendur á C- listanum. A Lítum fyrst á Alþýðuflokkinn. Þar eru 10 manns í framboði, sem flokkast undir forstjóra eða fram- kvæmdastjóra, jafn margir og kennararnir sem bjóða fram fyrir A-listann (skólastjórar taldir með kennurum). Húsmæður koma svo rétt á eftir en þær eru 9, iðnaðarmenn 8, skrifstofufólk 7 og verkamenn 6. Töluvert er um að fólk úr sveitar- og bæjarstjórnarmálum sæki eftir þingmennsku. Alls eru það 6 manns hjá Alþýðuflokkn- um og eru þeir yfirleitt í barátt- usætum, einsog t.d. í Reykjanesi, þar sem þriðja og fjórða sætið skipa tveir bæjarfulltrúar úr Kópavogi. Gangurinn virðist því sá að menn byrji smátt á heimasl- óðum og sæki svo inn á landsmál- avísuna. Hér áður fyrr var talað um að lögfræðideildin í Háskólanum væri uppeldisstofnun fyrir verð- andi stjómmálamenn. Svo virðist ekki vera lengur. Þannig em t.d. bara tveir lögfræðingar í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn. Gott þykir að geta skreytt lista með listamönnum og flaggar Al- þýðuflokkurinn fimm slíkum. Einn íþróttamann er líka að finna á listanum og einn prest. Hag- fræðingarnir em þrír og við- skiptafræðingamir tveir. B Lítum þá á Framsóknarflokk- inn. Þar em alls sautján manns í framboði sem era eða hafa verið virkir í stjórnmálum á landsvísu. Úr sveitarstjórnarmálum koma tveir. Af þeim sem ekki hafa ver- ið virkir í pólitíkinni eru bændur fjölmennastir, eða 12 talsins. Húsmæður koma þar rétt á eftir eða 11 alls. Framkvæmdastjórar og skrifstofufólk eru 8 hvor hóp- ur á listunum, kennarar 7. Að- eins tvo verkamenn er að finna í framboði fyrir Framsókn en þrjá verkalýðsforingja. Framsóknarflokkurinn hefur enga listamenn til að skreyta lista sinn, hinsvegar nokkra fræðinga, einn veðurfræðing, einn lyfja- fræðing, tvo hjúkrunarfræðinga, einn sálfræðing, einn hagfræðing, einn fiskifræðing og einn prófess- or. c Hjá BJ eru nemar lang fjöl- mennastir eða 8 talsins. Iðnaðar- menn koma þó rétt á eftir, 7 alls. Húsmæður og verkamenn em 6 og tveir verkstjórar. Aðrir fram- bjóðendur listans eru úr hinni og þessari áttinni. D Við höldum okkur við stafrófið og tökum D-listann næst. Þar eru praktíserandi stjórnmálamenn lang fjölmennastir eða 24 alls. Úr bæjar- og sveitarstjórnum bætast svo þrír við. Forstjórar og fram- kvæmdastjórar em fjölmennastir af nýliðunum eða tíu talsins. Annarskonar stjórar eru svo 8, þá er átt við skrifstofustjóra, verkstjóra eða alla aðra stjóra en skóla- og skipstjóra. Kennarar og þar með taldir skólastjórar eru 9. Bændur fylgja fast á eftir 8 talsins og húsmæður þar skammt undan 7. Fjórir iðnaðarmenn eru á list- anum, tveir sjómenn, 2 versl- unarmenn og tveir kaupmenn, enginn verkamaður en einn verkalýðsforingi, ein fóstra, ein ljósmóðir, þrír hjúkmnarfræð- ingar og þrír læknar. Viðskiptafræðingar og lög- fræðingar eru jafn margir, eða fimm af hvoru tagi. Þá eru þrír hagfræðingar. Sé litið á 10 efstu sætin í Reykjavík kemur í ljós að í 4 efstu sætunum eru núverandi alþingismenn, síðan kemur við- skiptafræðingur, hagfræðingur, tveir lögfræðingar, viðskipta- fræðingur og lögfræðingur. Hag- fræðingar, viðskiptafræðingar og lögfræðingar hafa því eignað sér listann í Reykjavík. G Kennarar em lang fjölmenn- astir hjá Alþýðubandalaginu eða 16 talsins. Listamennirnir em svo næstfjölmennastir, 14. Úr verka- lýðsforystunni em 11 manns í framboði fyrir G-listann en verkamenn aðeins þrír. Núverandi og fyrrverandi þingmenn em 8 talsins og úr bæjar- og sveitarstjórnum koma sex manns. 4 framkvæmda- eða forstjóra er að finna á listanum og aðrir stjórar eru 2.10 bændur eru í framboði fyrir G-listann en bara tveir sjómenn. 3 iðnaðarmenn, 2 skrifstofumenn, 2 verslunar- menn, 4 hjúkmnarfræðingar, 1 fóstra, 1 ljósmóðir, 2 banka- starfsmenn, 1 sjúkraliði o'g fjórir nemendur. M Það er Flokkur mannsins sem hefur flest verkafólk í framboði fyrir sig, alls 25 verkamenn. Nemendur og húsmæður eru 14 talsins hvor hópur, kennarar 9, sjómenn sjö, skrifstofufólk 6, 5 verslunarmenn, 5 bankastarfs- menn, 8 iðnaðarmenn, þrír bændur, 2 bifreiðastjórar. Og Flokkur mannsins er eini flokk- urinn sem er með öryrkja og ellil- ífeyrisþega í framboði. s Borgaraflokkurinn er flokkur framkvæmdastjóra, alls 13 tals- ins. Þá eru tveir prestar og einn guðfræðingur í framboði fyrir flokkinn, 11 iðnaðarmenn, 7 hús- mæður, 4 fulltrúar, 4 verkfræð- ingar, 1 verktaki og einn verka- maður. V Hjá konunum eru kennarar, fræðingar og húsmæður í meiri- hluta; 22 kennarar, 14 fræðingar og 13 húsmæður. Sé litið á Kvennalistann í Reykjavík og Reykjanesi sést að það eru fyrst og fremst háskóla- menntaðar konur sem bjóða sig fram fyrir listann á þéttbýlissvæð- inu. Úti á landsbyggðinni er hópur- inn hinsvegar ekki jafn einlitur, t.d. eru 7 bændur í framboði fyrir V-listann, 2 dýralæknar og 6 verkamenn. 6 hjúkrunarfræðing- ar, 2 þroskaþjálfar og ein amma. J & Þ Að lokum skulum við líta á Þjóðarflokkinn og sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Hjá Þjóð- arflokknum eru bændur í meiri- hluta, 15 talsins. Húsmæður em sjö, sjómenn 3, tæknifræðingar og verkfræðingar 3, 2 verka- menn, 2 skrifstofumenn, 3 stjórar, og aðrar stéttir eiga bara einn fulltrúa, þar á meðal 1 lista- mann, sálfræðing, lögfræðing og prest. í framboði fyrir Stefán Valg- eirsson eru tveir bændur, tveir sjómenn og tvær húsmæður, einn prestur, framkvæmdastjóri, stúd- ent, útgerðarmaður, ráðunautur og búfræðingur. Margir kallaðir en fáir útvaldir Einsog sjá má á þessari upp- talningu er það fólk úr öllum átt- um sem telur sig eiga erindi í pól- itíkina. Vissar stéttir telja sig þó eiga meira erindi en aðrar og eru kennarar og húsmæður mjög áberandi þar. Erfitt er að segja hvað veldur en báðir þessir hópar starfa við að uppfræða æskuna um þjóðfélagið og því kannski betur meðvitaðir en aðrir um það. Þá hefur verið bent á að þeir hafi kannski meiri tíma til að sinna félagsstörfum en aðrir hóp- ar. Þótt 1000 séu kallaðir em bara 63 útvaldir og hvort sá hópur er jafn víðtækt úrtak rár þjóðfé- - laginu og hér hefur verið greint frá kemur í ljós nú um helgina. -Sáf. Gleðílegt sumar! Mál og menníng óskar landsmönnum gleðilegs sumars. Sumatbóta« Skotta Viar JO’ nsóóW'f og vínír hennar eftír Margréti E. Jónsdóttur er komín í bókabúðír. Skemmtíleg sumarlesning fyrir alla krakka. Mál og menning Verð; 890.- Sunnudagur 26. aprfl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.