Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 4
 -v Útboð Slitlög og yfirlagnir á Suðurlandi 1987 ''//v/m Sm m Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Klæðing 81.000 ferm, yfirlögn 55.000 ferm og hjólfa- rafylling 31.000 ferm. Verki skal lokið fyrir 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 11. maí 1987. Vegamálastjóri Verkakvennafélagið Framsókn Auglýsing um orlofshús sumarið 1987 Mánudaginn 27. apríl n.k. veröur byrjaö að taka á móti umsóknum félagsmanna varöandi dvöl í orl- ofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áöur í húsunum hafa forgang til umsóknar dag- ana 27.-30. apríl. Umsóknareyöublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a, kl. 9-17 alla daga, símar 688930 og 688931. Athugið: ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 4.000. Félagið á 3 hús í ölfus- borgum, 1 hús í Flókalundi og 2 hús í Húsafelli. Stjórnin Útboð Hjaltastaðavegur ''//'//m Sm W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Lengd kafla 3.0 km, fylling og burðarlag 21.000 m3. Verki skal lokið 1. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 11. maí 1987 á sömu stöðum. Vegamálastjóri Utboð Tilboð óskast í jarðvinnu vegna byggingar heimavistar fyrir Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu bæjartæknifræðings að Egilsbraut 1, Nes- kaupstað og á Verkfræðistofu SigurðarThorodd- sen að Glerárgötu 30, Akureyri, 27. apríl n.k. gegn 2.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi, merktu nafni útboðsins til bæjarstjórans í Neskaupstað fyrir kl. 14.00 föstu- daginn 8. maí 1987. Bæjarstjórinn í Neskaupstaö > Útboð ''/'//Æ Sm Álftafjörður 1987 w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ' verk. Lengd vegakafla samtals 7,9 km, fylling 900 m3 og neðra burðarlag 9.500 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isa- firði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 27. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 11. maí 1987. Vegamálastjóri Þjóðin fagnar kosningasigri Mugabe. Er Zimbabwe orðið of ríkt? Þurrkarnir miklu í Afríku náðu til Zimbabwe þegar ástandið varsemverst. 1984varsums staðar hungur í landinu og flytja þurfti inn 300 þúsund tonn af korni. Ári seinna hafði dæmið snúist við: Ein miljón tonna af korni var ræktuð svo að dugði til innanlandsneyslu, hálf miljón var tekin frá í vara- forða og þá var enn eftir hálf miljón sem hægt var að flytja út, ekki sísttil annarra Afríku- landa. Velgengni Zimbabwe undan- farið hefur í för með sér að hjálpar- og þróunarstofnanir á Vesturlöndum huga að þvi að draga úr aðstoð við landið. Danir hafa t.d. haft umtalsverða sam- vinnu við Zimbabwe frá því Iandið fékk sjálfstæði 1980, eink- um fyrir tilstilli þróunarsam- vinnustofnunar þeirra sem heitir Danida. Nú segja skýrslur hins vegar að þjóðarframleiðsla Zimbabwe sé að komast yfir 800 bandaríkjadollara á mann á ári. Það eru mörkin sem Danir miða gjafmildi sína við; fari löndin upp fyrir þau, taka lán við í stað gjafa. 800 dalir er út af fyrir sig ekki svimandi há upphæð, samsvar- andi tala fyrir Island er um 10 þúsund. Batnandi hagur En hvað er til marks um að hagur Zimbabwebúa hafi batn- að? Aukningin í kornframleiðsl- unni var nefnd áður. Athyglisvert er að svörtu smábændurnir hafa spjarað sig best og stóðu fyrir 40% af matvælaframleiðslunni 1985. Ungbarnadauði hefur minnkað frá 140 látnum börnum á fyrsta ári af hverjum þúsund árið 1980 til 75 árið 1985. Fleiri dæmi mætti nefna um batnandi hag. Vandamálin eru hins vegar einkum af pólitísku tagi. Erjur eru enn milli Mugabe forsætis- ráðherra og Nkomo, fylgismanna þeirra og þjóðflokkanna sem þeir styðjast einkum við. Ekki líst öllum vel á einsflokkshugmyndir Mugabes sem lausn á þessum vanda. Sambúð hvítra manna og svartra hefur gengið furðuvel. Hvítir menn höfðu tögl og hagldir í landinu í áratugi, þó að þeir séu aðeins 200 þúsund á móti átta og hálfri miljón svartra. Þegar svörtu skæruliðaforingjarnir stigu í ráðherrastólana 1980 ótt- uðust ýmsir hvítir menn um sinn hag og flúðu j afnvel land. Nú hef- ur þetta dæmi einnig snúist við: Margir þeirra brottfluttu vilja snúa heim og fleiri flytja inn í landið en úr því á ári hverju. Hverju er að þakka? Kunnugir menn telja nokkrar samtvinnaðar ástæður fyrir því að svo vel hefur tekist til með við- reisnarstarf í Zimbabwe: góð náttúruskilyrði, skynsamleg stjórnarstefna og samvinna er- lendra ríkja. Stjórnvöld hafa farið varlega í að jafna jarðeignum í Iandinu, þó að þeim sé vissulega mjög mis- skipt. Annars vegar eru um 5400 stórbýli hvítra manna, sem ná þó yfir nær helming af öllu ræktar- landi, og einkum þó besta landinu. Þar eru vegir góðir, símasamband, skólar og heilsu- gæsla. Þetta vantar flest á svæð- um svartra í sveitum landsins, þó að miði í áttina. Stjórnvöld hafa keypt nokkuð af afgangslandi hvítra og deilt út til svartra bænda. Þessar aðgerðir hafa þó haft miklu minni áhrif en stuðn- ingurinn við svarta smábændur sem er margháttaður: • Lán til smábænda voru stór- aukin. • Séð var til þess að áburður og skordýraeyðir væru jafnan fáanlegir. • Bændunum er tryggt gott verð fyrir afurðimar. • Ráðgjöf og aðstoð stendur til boða. • Lög voru sett sem tryggðu eignarétt kvenna á jarðnæði. Konur eru reyndar burðarás- inn í landbúnaðinum. Erlend aðstoð Zimbabwe er gott land að vinna í að þróunaraðstoð, segir Daninn Henning Frótlund, sem hefur 20 ára reynslu af slíkum störfum, einkum í Afríku- löndum. Stjórnkerfið starfar til- tölulega vel og það er unnið markvisst að umbótum þar sem fátæktin er mest og þörfin brýn- ust. Þróunarsamvinna Dana beinist einnig fyrst og fremst að fátæktarsvæðunum, t.d. með fra- mlagi í lánasjóðina til smábænd- anna. Danir buðu einnig 20 sérf- ræðinga til starfa en aðeins 7 voru ráðnir. f Zimbabwe er allmikið af menntuðu fólki og mönnum er ekki sérstaklega annt um að fá erlenda ráðgjafa, segir Henning Frptlund. En Zimbabwe kemur ákaflega vel að fá áfram aðstoð við að bæta hag þeirra fjölmörgu sem í áratugi stóðu utan við þá velsæld sem hvíti minnihlutinn varð aðnjótandi. íslendingar hafa ekki veitt beina aðstoð við Zimbabwe. Hins vegar undirrituðu öll Norð- urlönd, þ.á m. ísland, samstarfs- samning við SADCC-löndin svokölluðu 1986, en þar er um grannlönd Suður-Afríkulýðveld- isins að ræða. í þeim hópi er Zimbabwe. Ekki hefur þó verið ákveðið hvaða hlut ísland tekur að sér í þessu samstarfi. (Unnið á vegum ÞSSÍ eftir tímaritunum Udvikling, Norkontakt og Africa Emergency). 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. aprfl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.