Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 16
Þórarinn Eyfjörð og Ingrid Jónsdóttir sem Eikki og Hilka. Ljósm. Valdís RÚNAR OG KYLLIKI Leiklistarskólinn útskrifar 10. órgang nemenda. Lokaverkefni Nemendaleikhússins frumsýntá þriðjudag Á þessu vori útskrifast níu nemendur frá Leiklistar- skóla fslands. Lokaverk- efni þeirra við skólann verður flutningur leikrits- ins Rúnar og Kylliki eftir finnska leikritaskáldið Jussi Kylatasku á vegum Nemendaleikhússins. Þetta er j afnframt þriðj a leikverkefni þeirra á þess- um vetri, en áður sýndu þau leikritin “Leikslok í Smyrnu“ eftir Horst Laube og “Þrettánda- kvöld“ eftir William Shak- espeare við góðar undir- tektir áhorfenda og gagnrýnenda. Blaðamönnum gafst í vikunni kostur á að sjá æfíngu á Iokaverkefni nemenda, en frumsýning þess verður næstkomandi þriðjudag. Leikritið Rún- ar og Kylliki er dramatískt nútímaverk, sem gerist í fínnsku sveitaþorpi á árun- um 1955-60, og fjallar um örlög tveggja ungmenna, sem eiga undir högg að sækja í óblíðu umhverfí tvískinnungsháttar og trú- arofstækis. Leikritið er um leið miskunnarlaus lýsing á niðurlægingu þeirri og forheimskun sem þetta samfélag er undirorpið, þar sem lífslygin og kúgun- in leiðir endanlega til hörmulegra atburða. Efni leiksins mun að einhverju leyti sótt til sannsögulegra atburða er áttu sér stað í Finnlandi með fárra ára millibili á sjötta áratugnum. Þar er um sakamál að ræða sem aldrei urðu upplýst, en leiddu til þess að krafan um harðara refsivald fékk byr undir vængi. Nöfnin Rúnar og Kylliki ber enn á góma í Finnlandi þegar slíkar kröfur skjóta upp kollinum, og haf a því á- kveðna merkingu í hugum Finna. En þótt kveikjan að verkinu séu þessir sann- sögulegu atburðir, þá er hér fyrst og fremst um góð- an leikhússkáldskap að ræða, sem ótvírætt hefur víða og almenna skír- skotun. Enda mun leikrit- ið Rúnar og Kylliki vera það finnska nútímaleikrit sem oftast hefur verið sýnt á leiksviði erlendis, auk þess sem það hefur notið mikilla vinsælda í Finn- landi allt frá því að það var frumsýnt 1973. Þótt hér sé ekki um formlega leikhúsgagnrýni að ræða, þá held ég að segja megi að Leiklistar- skólinn geti verið stoltur af frammistöðu þeirra nem- enda sem nú útskrifast eftir fjögurra ára nám, en þetta er jafnframt 10. ár- gangurinn sem útskrifast frá skóianum. Að sögn Helgu Hjörvar skólastjóra Leiklistar- skólans byggja fyrstu þrjú námsárin fyrst og fremst á námi í leiktúlkun og al- hliða þjálfun auk bóklegra greina, en síðasta námsár- ið felst eingöngu í starfi í Nemendaleikhúsinu, þar sem nemendur fá að starfa við aðstæður, sem eru hvað líkastar því sem ger- ist í atvinnuleikhúsunum. Skólaárið stendur frá 1. september til 31. maí og eru að jafnaði kenndar 45 stundir á viku, frá 9-18 alla virka daga auk heimanáms og aðstoðar í Nemenda- leikhúsi, sem nemendur yngri bekkjardeilda skila. Sagði Helga að mikil vinna og mikil tækniþjálfun lægi aðbaki námsins. Helga sagði að sam- kvæmt lögum væru nú teknir 8 nemendur í skólann á ári, en enginn nýrnemandi4. hvertár, þannig að nú væru í skóla- num 26 nemendur. Ástæð- una fyrir þessum takmark- aða nemendafjölda sagði hún vera atvinnuhorfur leikara, en nú útskrifast mun færri leikarar árlega en þegar leiklistarskólarn- ir voru tveir við bæði leik- húsiníReykjavík. Inntökupróf í Leik- listarskólann fara fram á vorin, og standa þau nú yfir. Að þessu sinni þreyta prófin á milli 60 og 70 um- sækjendur. Fjórðahvert ár er enginn nemandi tek- inn inn, þannig að á næsta ári verður til dæmis ekkert Nemendaleikhús starf- andi. Helga sagði að þáttaskil hefðu orðið í starfi skólans með nýja húsnæðinu, sem skólinn fékk síðastliðið haust, en áður hefði skólinn verið á hrakhólum með húsnæði víðsvegar um bæinn. Nú eru starf- andi 5 fastráðnir kennarar við skólann auk stunda- kennara er koma úr röðum starfandi listamanna. í þessari sýningu Nem- endaleikhússins koma fram 9 útskriftarnemendur auk 6 gestaleikara. Út- skriftarnemendurnir eru þau Árni Pétur Guðjóns- son, HalldórBjörnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Am- ljótsdóttir. Gestaleikarar eruBiörnKarlsson,Mar- I grét Ólafsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson og Steinn Magnússon nemandi í 2. bekk og Sigurþór Albert heimisson nemandi í 2. bekk. Leikstjóri er Stefán Baldursson, þýðandi leiksins er Þórarinn Eld- jám en Grétar Reynisson gerir leikmynd. Af æf- ingunni að dæma verður enginn svikinn af sýningu Nemendaleikhússins á Rúnari og Kylliki, því hér er um ósvikið leikhús af bestu gerð að ræða. -ólg. Ólafía Jónsdóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson sem Kylliki og presturinn. Ljósm. Valdís. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJItójfc Sunnudagur 26. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.