Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar Halldór Laxness: Unat fólk qetur ekki skrifað aóðar bœkur" Halldór Laxness varð 85 ára á sumardaginn fyrsta. Enginn Iistamaður20. aldarinnarhef- ur opnað augu þjóðarinnar fyrir sjálfri sér og sögu sinni sem hann. Og enginn hefur sem hann opnað augu um- heimsins fyrir þeim veruleika og því hlutskipti, sem íslenska þjóðin hefur búið við. Halldór Laxness er því sjálfkjörið nafn vikunnar á jáessum degi. Um þessar mundir sýnir Þjóð- leikhúsið gestaleik frá Konung- lega sænska leikhúsinu, þar sem fluttur er söngleikurinn „En liten ö i havet“ eftir Hans Alfredson, saminn upp úr Atómstöðinni. I leikdómi um söngleikinn í blað- inu í dag bendir Sverrir Hólmars- son á að við íslendingar höfum gott af því að minnast þess að Halldór Laxness er ekki bara ís- lenskt skáld, heldur líka heims- skáld. Að saga eins og Atómstöð- in, sem skrifuð er upp úr sam- tímaviðburðum og var á sínum tíma ein umdeildasta skáldsaga, sem komið hafði út á íslensku, vísar ekki bara til þess þrönga veruleika sem sem umlykur ís- lenskt þjóðlíf í kjölfar stríðsins, heldur hefur hún víða og al- menna skírskotun sem verður Hans Alfredson að yrkisefni í söngleik, þar sem íslenskir ör- lagatímar eftirstríðsáranna verða að örlagatímum einstaklinga og smáþjóða allra tíma í því regin- hafi heimsvaldaátaka, kjarn- orkuógnar og helstefnu, sem lætur sér tilvist eyjanna í léttu rúmi liggja. Norðanstúlkan Ugla verður fyrir höfundi söngleiksins kvenímynd sem á sér stærri við- miðun en svo, að hún verði ein- göngu skilin út frá þeim íslenska veruleika sem hún er sprottin úr. Hún er sú eyja í mannhafinu sem verður ævarandi minnisvarði um þá mannlegu reisn, sem ekki er föl fyrir fégjafir heimsauðvalds- ins. Þegar Þjóðviljinn heimsótti skáldið í tilefni afmælisins barst meðal annars í tal sú lífsreynsla sem það kostar skáld að skrifa góðar bækur. Um það hafði Hall- dór eftirfarandi að segja: „Ungt fólk getur ekki skrifað góðar bækur, nema kannski fyrir tilviljun eða ef það hefur verið á fílaveiðum eða eitthvað þess háttar. Það kostar andlega vinnu, þrældóm og sálarstríð að skrifa bækur. Ungt fólk hefur ekki nægilegan þroska eða reynslu til þess að skrifa góðar bækur. Það er bara náttúrulögmál..." og hann hugsaði sig um...„Síðan eru náttúrlega undantekningar, en þær eru bara svo lág prósenta að það er ekkert að marka. Svoleiðis menn eru furðuverk, hrein furðu- verk. - Salka Valka var fyrsta al- vörubókin mín. Þá hafði ég líka gert ýmsar tilraunir." Blaðamaður spyr þá hvort ung skáld leiti til hans með sögur eða ljóð. Halldór hugsar sig um: „Nei, það er lítið sem ekkert í seinni tíð“. Hér skaut Auður kona hans inn í: „Það er nú stutt síðan hann Sverrir Stormsker kom hingað. Þér fannst hann svo ógurlega gáf- aður.“ „Ha, var það?“, segir skáldið. „Gáfaður? Já, það má vera.“ En fylgist Halldór með því sem unga skáldakynslóðin er að fást við? „Ég er ógurlega illa menntaður í þessu fólki. Ég sé ekki mikið af bókum þess. En ég sé þó alltaf ljóðin sem koma í blöðunum og þau eru náttúrlega afar slæm flest hver.Það er eins og fólkið hafi enga tilfinningu fyrir póesíunni lengur." Skáldið verður þögult um stund en bætir síðan við dá- lítið sposkt: „Ég hef þekkt ótrú- lega marga sem voru skáld innan við tvítugt... en auðvitað á ungt fólk að fá að prófa sig áfram, búa til slæman kveðskap. Það er aldrei að vita nema að úr því komi stórskáld...Ég hef svosem aldrei fengist við ljóðmælasmíð að neinu ráði. En ég hef skrifað fáeinar skáldsögur, fáeinar skáld- sögur, það er lóðið." Þjóðviljinn vill ítreka afmælis- óskir sínar til skáldsins og til þjóðarinnar allrar sem um ókom- inn aldur mun halda áfram að draga lærdóm af sögum Halldórs Laxness. -fíj/ólg. ______ LEiÐARI__ Hermálið er á dagskrá (tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hefur herinn á Miðnesheiði fengið öllum sínum málum framgengt. Útþensla hersins þessi fjögur ár hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr. Undanfátssemi ríkisstjórnarinnar hefur verið al- gjör og bandaríska hernaðarmaskínan gengið á lagið. Það kom berlega í Ijós hver það er sem stjórn- ar Matthíasi Á. Mathiesen á fundi Norrænu utanríkisráðherranna hér í Reykjavík fyrir nokkr- um vikum. Það kom líka berlega í Ijós hverra erinda hann hleypur. Það er ekki íslensku þjóð- arinnar, sem hafði lýst yfir ótvíræðum vilja sín- um í því að ísland skyldi verða aðili að því að friðlýsa Norðurlöndin fyrir kjarnorku. íslenski utanríkisráðherrann var á þessum fundi erind- reki NATO. Tókst honum að klúðra svo málinu, að ef ekki er brugðist við skjótt, þá verða Norð- urlöndin ekki lýst kjarnorkuvopnalaus í bráðri framtíð. Hermálið er enn á dagskrá og kannski aldrei sem fyrr, þó allir aðrir flokkar en Alþýðubanda- lagið lýsi því yfir að svo sé ekki. Á þessu kjör- tímabili sem nú lýkur hefur verið hafist handa við að reisa ratsjárstöðvar hringinn í kringum landið þannig að enginn fjórðungur er nú óflekk- aður af bandarískum hernaðarmannvirkjum. Gríðarmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Keflavíkurflugvelli á kjörtímabilinu og risao- líuhöfn er að rísa í Helguvík. Hermangið hefur heldur aldrei grasserað sem nú. Milljónirnar streyma í vasa valdamikilla manna innan hermangsflokkanna og móta þannig stefnu þessara manna. Sumum finnst það ekki nóg. Vilja meira. Og aronskan hefur enn eina ferðina skotið upp kollinum. Nú höfum við fengið flugstöð sem sumir flokkar stæra sig af en gleyma að minnast á það að hún er kostuð að stórum hluta af bandaríska hernum. Og nú vilja þeir hinir sömu varaflugvöll kostaðan af sama hernum. Það er margur sem heldur því fram að það jákvæðasta við nýju flugstöðina sé það, að hún sé fyrir utan sjálft athafnasvæði hersins og far- þegar til og frá landinu þurfi því ekki að heilsa eða kveðja að amerískum sið er þeir fara um stöðina. Má það til sannsvegar færa en jafn- framt skapast sú hætta að íbúarnir gleymi því smámsaman að það er her í landinu. Slíkt má ekki gerast og því verður að halda umræðunni vakandi þar til herinn verður látinn fara. Hermálið er því á dagskrá enn. Það er á dag- skrá hjá allri íslensku þjóðinni. Við erum frið- elskandi þjóð og væntum þess að valdhafar heimsins taki sönsum áður en langt um líður og útrými þeirri vá sem er fyrir dyrum á meðan einn einasti kjarnaoddur er til í veröldinni. Mikill meiri- hluti mannkynsins væntir þess. Hann veit að styrjaldir leysa engan vanda heldur skapa þær eingöngu hörmungar. Alþýðubandalagið eitt berst nú fyrir því að herinn verði látinn fara. Alþýðubandalagið hefur alltaf haft það á stefnuskrá sinni og mun hafa það svo lengi hér er her. Andstæðingarnir benda á að Alþýðubandalagið hafi verið í ríkis- stjórnum og samt sé herinn enn á Miðnesheiði. Það er satt og byggist á því að Alþýðubandalag- ið hefur ekki verið eitt í ríkisstjórn. Þeir gleyma hinsvegar að benda á að á þeim tímum sem Alþýðubandalagið hefur verið í ríkisstjórn hefur hernum verið haldið í skefjum og umsvif hans jafnvel minnkuð. Með því að styðja Alþýðubandalagið styður fólk sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu. Það styður þá stefnu að hermálið sé á dagskrá svo lengi hér er erlendur her. -Sáf Sunnudagur 26. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.