Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 6
Hann á trú hann á von. Hann á Harley Davidson. Svo segir í texta Þursaflokksins í laginu sem fjallaöi um litla manninn sem átti loksins möguleika á því aö veröa stór þegar hann eignaðist Harley Davidson mótorhjól. Þessum textaskaut upp í huga blaðamanns þegar hann var síðla dags fremur óvænt staddur innan um nokkur þúsund mótorhjólaeigendur á Nörrebrogade í Kaupmannahöfn 1. apríl sl. Blaðamaðurfékk þær upplýsingar að á ári hverju söfnuðust meðlimir mótorhjóla- klúbbanna í Kaupmannahöfn þarna saman á þessum degi og svo æki öll hersingin saman út á Dyrehavsbakken sem opnar þannsamadag. Fjölskyldufólkið ku vísthaldasig íórafjarlægð frá Bakkanum við opnunina því allt logar þar í slagsmálum þegar líða tekur á kvöldið. Jói Bay: Mótorhjólamenning er jaðarmenning. Engin slagsmálalykt virtist liggja í loftinu þegar blaðamaður lenti í hringiðunni á Nörrebro- gade enda fengust þær upplýsing- ar hjá sérfræðingi síðar að flest allt mótorhjólafólk væri frið- samir borgarar. Þeir sem létu verst væru hinir svokölluðu rokk- arar en það væri aðeins fámennur hópur. Hópur sem engu að síður hefur að geyma nokkra morð- ingja í sínum röðum. Mótorhjólið staðfestir kyngetuna Sérfræðingurinn sem vitnað er til að ofan heitir Jói Bay, hálfís- lenskur, og er meðal fremstu sérfræðinga á Norðurlöndum í æskulýðsrannsóknum. Hann hef- ur á síðustu tveimur árum eða svo unnið að rannsóknum á mótor- hjólamenningu. Jói samþykkti að svara nokkrum spurningum landa síns um efnið. Hvaða aðdráttarafl telur þú að mótorhjólið hafi fyrir þann stóra hóp sem kýs sér þetta farartœki? Á margan hátt er mótorhjönö mjög skynsamlegt ökutæki. Það er hraðskreitt, sparneytið á bens- ín, þarf lítið pláss á götunum o.s.frv. Fyrir utan þessi atriði þá er það sterk upplifun að aka mót- orhjóli. Maður finnur fyrir veðri og vindum, hvernig loftslagið breytist milli dala og hæða, finnur fyrir bugðunum á vegunum.... þetta er miklu sterkari upplifun en að sitja í bfl. Að aka kröftugu mótorhjóli getur líka haft þau sál- rænu áhrif að verka sem staðfest- ing á kyngetu þess sem situr með hjólið á milli lappanna. En hver er ástœða þess að mót- orhjólaeigendur rotta sig saman í klúbba? Nú eru til áhugamenn um t.d. sportbíla en þeir mynda ekki með sér slík samtök. Á þessu er söguleg skýring. í upphafi 20. aldarinnar þegar véi- vædd ökutæki fóru fyrst að koma í einhverjum mæli á göturnar mynduðu eigendumir, hvort sem þeir voru eigendur vélhjóla eða bfla, félagasamtök. Það voru að sjálfsögðu að mestu leyti karlar úr borgarastétt sem voru í þess- um samtökum. Þetta voru annars vegar hagsmunasamtök sem börðust fyrir viðurkenningu stjórnvalda á ýmsum þáttum sem tengdust vélvæddum ökutækj- um, en á þessum tíma var mikið um ýmsar takmarkanir sem menn vildu fá aflétt. Hins vegar voru samtökin í leiðinni klúbbar þar sem menn nutu félagsskapar hver annars yfir spilum, fuglaskytteríi eða öðrum frístundaiðkunum borgarastéttarinnar á þessum tíma. Það félagslega hlutverk sem samtökin höfðu í upphafi aldarinnar er nánast það sama og hlutverk mótorhjólaklúbbanna nú, en enn í dag telja mótorhjóla- eigendur að hagsmunir þeirra séu fótum troðnir. Þeir líta á sig sem minnihlutahóp, hóp sem á í vissu stríði gegn bflaveldinu. Samstöðu sína sýna þeir með því að heilsa alltaf hver öðrum þegar þeir mæt- ast á hjólunum. Bjórdrykkja og kraftíþróttir í Danmörku eru nokkur mót- orhjólasamtök starfandi, ekki satt? Mótorhjólaeigendur, sem eru um 40 þúsund talsins, eru skipu- lagðir í klúbbum sem flestir eru staðbundnir, en aðrir eru klúbbar tengdir tilteknum mótorhjólateg- undum. Klúbbarnir hafa með sér samtök sem nú eru reyndar þrenn. Þetta eru DMC, MCTC og ABATE, en sá síðastnefndi er klúbbur rokkaranna og nafnið á þeirra samtökum er skammstöf- un á: Bræðralag gegn alræðislög- gjöf. Þeir voru áður í DMC en voru reknir úr þeim samtökum því þeir voru taldir eyðileggja málstaðinn fremur en að vera honum til framdráttar. Og hver eru helstu baráttumál ABATE, eða rokkaranna í Dan- mörku? Rœtt við Jóa Bay, sérfrœðing í mótor- hjólamenningu Nokkrír vígalegir mótorhjólakappar búa sig undir brottför á Bakkann. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.