Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 9
Stungið upp í Sighvat Á kosningafundi á Vestfjörð- um hlakkaði mjög í Sighvati Björgvinssyni, öðrum manni á framboðslista krata, yfir því að Vestfirðir væru „komma- laust kjördæmi". Kristinn H. Gunnarsson, efsti maður á framboðslista Alþýðubandalagsins, vildi ekki spilla gleði Sighvats en benti honum þó á, að Austfirð- ir væru hins vegar „kratalaust kjördæmi", þar sem áhrif „kommanna" væru mikil. Kristinn sagði að fróðlegt væri á margan hátt að bera saman þessi tvö kjördæmi, þar sem fólkinu fjölgaði á Austfjörðum en fækkaði á Vestfjörðum, þar sem Sighvatur dreifði nú rósum. Við þessa upprifjun sljákk- aði í Sighvati meðan hann var að melta innihald ræðu Kristins. ■ Báðir vildu hlaupa burt Nýtt bankaráð Útvegsbank- ans hf. hefur ráðið Guðmund Hauksson, sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, í embætti bankastjóra. Banka- ráðið fór einnig fram á það við starfsbróður Guðmundar hjá SPH, Þór Gunnarsson, að taka hitt bankastjóra- embættið í nýja Útvegsbank- anum. Þór hafði vissulega áhuga en formaður spari- sjóðsstjórnarinnar sagði að slíkt kæmi ekki til greina. Þór, sem er dyggur sjálfstæðis- maður og formaður fulltrúa- ráðs flokksins í Hafnarfirði, hlýddi að sjálfsögðu, enda formaður sparisjóðsstjórnar enginn annar en Matthías Á. Mathlesen utanríkisráðherra sem óaði við tilhugsuninni um að sitja einn eftir, en helsta afrek Matthíasar þegar hann gegndi embætti sparisjóðs- stjóra í Hafnarfirði var að setja sjóðinn nærri því á haus- inn. ■ Okkar seðlar taldir fyrst kosninganóttina. Vökum þó alltaf eftir fyrstu tölum og vilj- um vera viss um að okkar at- kvæði hafi verið talin þegar við göngum til náða. Það er tryggt þegar maður kýs snemma því þau átkvæði sem lenda neðst í kjörkassanum verða auðvitað efst og talin fyrst þegar hvolft er úr kössunum. ■ Kratar í Keflavík Það eru til ýmsar góðar sögur úr kosningabaráttunni og ekki síður af einlægum baráttu- áhuga góðra stuðnings- manna Alþýðubandalagsins. Þannig er það t.d. um gömul hjón hér á höfuðborgarsvæð- inu sem eru eldheitir sósíalist- ar. Þau kjósa alltaf strax á slaginu níu þegar kjörstaðir eru opnaðir. Hvers vegna? Jú, segja þau: Við förum yfir- leitt alltaf snemma að sofa á í bobba Svo virðist sem uppljóstrun trúnaðarskýrslu um úttekt á fjárreiðum bæjarsjóðs Kefla- víkur, er birtist í Helgarpóst- inum, ætli að valda krötum ómældum þjáningum. Eins og kunnugt er af fréttum var það Hannes Einarsson, krati og formaður bæjarráðs þar í bæ, sem viðurkenndi að hafa sýnt trúnaðarmönnum sínum umrædda skýrslu og þannig rofið trúnaðareið, sem hann var búinn að gangast undir með kollegum sínum. Síðan hefur Hannes verið í svo- nefndu pólitísku orlofi frá fundasetum. Nýlega samþykkti starfs- mannafélag Keflavíkur að ekki kæmi til greina að félagið ætti frekara samstarf við Hannes þennan, nema að því tilskildu að hann bæði starfs- menn bæjarins opinberlega afsökunar á framferði sínu. En starfsmönnum þykir ó- maklega að sér vegið í skýrsl- unni og það að ósekju. Á Hannesi standa fleiri spjót. Heyrst hefur að Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri krata, hóti að víkja úr starfi ef Hann- es ákveður að sitja fundi bæjarstjórnar á nýjan leik, en Hannes mun enn ekki hafa gert upp hug sinn til þess hvort orlofið muni vara það sem eftir lifir kjörtímabils. ■ HUGSAÐU ÞIG VEL UM í dag er kosið til ársins 1991. Það er kosið um vinstri-eða hægristefnu. í dag þarft þú að gera upp við þig hvaða lífsskoðun þú aðhyllist. Hugsaðu þig því vel um. ALÞÝÐUBANDALAGÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.