Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 14
Leyfið börnunum að koma til mín Ávarp formanns Bófaftokksins ÚR EITURTUÐRUNNI-HRAFN JÖKULSSON SKRIFAR Ég hef alltaf haft gaman af börnum. Raunarelskaég börnjafnmikiðog mannkyniðí heild. Börnin eru framtíðin al- veg eins og Bófaflokkurinn. Og úr því að svo vill til að 26.000 börn eiga að fá að kjósa er ekki úr vegi að drepa á nokkur atriði úr málefna- glundroða Bófaflokksins sem snúa alveg sérstaklega að börnum. „Leyfíð börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki því slíkra er Guðs ríki,” sagði einn forveri minn í embætti mann- kynsfrelsunar. Og hann hitti aldeilis naglann á höfuðið. Við í Bófaflokknum viljum tryggja börnum þessa lands ör- uggt og skattlaust þúsund ára ríki þar sem þau eru frjáls að því að vera það sem þau eru. Börn eiga að vera börn til hins síðasta. Hvað er dýrmætara en daggar- perlurnar sem drjúpa úr augum þeirra yfir misgjörðum veraldar- innar? Rétt eins og forveri minn er ég á móti tollheimtumönnum og far- íseum, - ég segi: Gjaldið keisar- anum það sem keisarans er og guði það sem guðs er. Fyrir þetta var mér bolað úr mínum gamla Þorparaflokki og það þótt ég hefði haft veg og vanda af musterisbyggingu safn- aðarins á sínum tíma. En ég læt ekki krossfesta mig, enda gaf það ekki góða raun á sínum tíma. Hinir himnesku hulduherskarar hafa gripið til vopna og nú látum við sverfa til stáls. Þess vegna þurfum við þinn stuðning ungi kjósandi. Ég get fullvissað þig um það að ég er hlynntur börnum, eins og smávöxnu fólki yfirleitt; enn- fremur hef ég gaman af þeim sem eru lamaðir, fatlaðir, hugheftir, drykkjusjúkir og gamlir, - en helst allt í senn. Ég var einu sinni í fótbolta í útlöndum og skoraði fullt af mörkum. Ég kom heim til að frelsa þjóð mína, þótt það kost- aði mig blóð, svita og umfram allt tár. Ég var settur á varamanna- bekkinn í liði Þorparaflokksins en fyrirliðinn þar hefur ekki hundsvit á fótbolta. Því hlaut ég að stofna mitt eigið lið. Ég er kominn til að vera og þess vegna fer ég ekki. Látið ekki eiturnöðrurnar spúa galli sínu í augu ykkar, kæru börn. Fetið hinn breiða veg með mér inn í landið þar sem alltaf er fótbolti og nóg af sælgæti. Bófaflokkurinn stendur vörð um jarðnesk jafnt sem himnesk verðmæti gegn ásælni tollheimtu- manna. Bófaflokkurinn krefst þess að hundahald verði leyft bæði á himni og jörðu. Bófaflokkurinn krefst þess að reist verði dagvistunarheimili fyrir alla unga kjósendur. Bófaflokkurinn rúmar alla góða menn, bæði litla og stóra og er á þann hátt Paradís á jörðu. Komið þess vegna til mín og ég get alveg áreiðanlega gert eitthvað fyrir ykkur. Þess vegna segi ég: Látið reyna á mitt breiða bak - kjósið Bófaflokkinn! Ljóðasamkeppni Glœtunnar Síðustu forvöð! Skilafresturtill.maí Svo sem alþjóð er kunnugt efndi Glætan til Ijóðasamkeppni á dög- unum. Skilafrestur er til 1. maí n.k. Þegar hafa mörg Ijóð borist en vonandi bætist mikið við. Vegleg verðlaun eru veitt: 1. íslendingasögurnar, útg. Svart á hvítu. 2. Kristján Jónsson fjallaskáld, útg. Almenna bókafélagið. 3. Kvæði Jóns Helgasonar, útg. Mál og menning. 4. Drengurinn með röntgenaug- un eftir Sjón, útg. Mál og menn- ing. 5. Kvæði Jóhanns Jónssonar, útg. Menningarsjóður. 6. Flugur eftir Jón Thoroddsen, útg. Bókaforlagið Flugur. Það er síðan þriggja manna ljóðelsk dómnefnd sem sker úr um það hverjir hljóta verðlaun. Öll ljóðin verða síðan birt á þess- um síðum. Það er full ástæða til að hvetja alla til þess að fara oní skúffu og draga fram ritsmíðar sínar. Óhætt er að fullyrða að til eru menn sem bera meira skynbragð á ljóð en skrifborðsskúffumar gera. Sem sagt: Ljóðin í umslag og merkið þau dulnefni. Með þarf að fylgja umslag þar sem fram kemur nafn viðkomandi, heimil- isfang, símanúmer, fæðingardag- ur og ár. Merkið síðan: Þjóðviljinn c/o Glætan Síðumúla 6 108 Reykjavík LJÓÐ VIKUNNAR eftir Gerði Kristnýju Hávaðinn af þinni þögn þrunginn beiskum hijómi dynur æ í eyrum mér með undarlegum tómi. Ég gái hvort ég greini ekki gamlan tón ég alltaf þekki. Stolt mitt stríðir því í mót ég stígi fyrsta skrefið þótt innra segi eðlið mitt þér allt mun fyrirgefið. Þú átt kannski engan að utan mig - en veistu það? Mig langar að segja þér alveg allt en eitthvað stöðvar mig. Ef veröld þín er vandasöm veistu ég elska þig. Sem hylur daginn húmsins slikja hjúpar þig mín væntumþykja. Gerður Kristný er 16 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Einsog lesendur þessa blaðs rekur eflaust minni til hefur hún oft áður birt Ijóð á þessum síðum. Grammið afkókaínikostar tíuþúsund kall. Hverjir heldurðu að kaupi? Hann er 19 ára en virðist miklu eldri: Kraftalegur í trosn- uðum leðurfötum; hárið Ijóst og snöggklippt. En andlitið er andlit fullorðins manns, drættirnir hörkulegir og nýlegt ör niður vinstri vangann. - Augun stinga í stúf, þau eru sljó og áhugalaus. Hann segir mér að „helvítis löggan” hafi verið á hælunum á honum. Spyr síðan um þetta við- tal og er greinilega tortrygginn. Um hvað ætlarðu að spyrja? Ég segist ætla að spyrja um hann sjálfan. Hann yppir öxlum og glottir: „Gjörðu svo vel. Ef þú heldur að ég sé blaðaefni.” Við skulum kalla hann Sævar. Hann fæddist í smábæ úti á landi. Pabbi hans var sjómaður og mamman vann í fiski. Þau voru þrjú systkinin og Sævar elstur. „Það var engin óregla á heimil- inu, eða ekkert meiri en gengur og gerist,” segir hann og örlar fyrir brosi. Foreldrar hans skildu þegar Sævar var 12 ára. „Framhjá- hald,” segir hann stutt og laggott. „Pabbi kunni ekki við áhugamál mömmu þegar hann var úti á sjó. En hann var víst ekkert betri sjálfur.” Og Sævar flutti til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum. Hann hefur varla séð föður sinn síðan. Klíkan Sævar fór í gagnfræðaskóla en gekk illa. „Mig langaði ekki að búa hérna. Ég var auk þess fer- lega feiminn og þótti púkalegur sveitastrákur í skólanum. Ég var mikið einn og vildi ekki að mam- ma vissi hvernig mér leið. Hún hafði víst nóg með sitt, þurfti að vinna eins og skepna fyrir heimil- inu. En ég fór fljótlega að hata skólann og flesta krakkana líka. Það endaði með því að ég hætti hreinlega að mæta.” En svo kynntist Sævar strákum sem flestir voru eldri en hann. Þetta var klíka, töff klíka sem stundaði innbrot og notaði bæði vín og dóp, Hann var látinn finna fyrir því að hann var yngstur og h'tt veraldarvanur. „En það var bara fyrst,” segir hann. „Ég vildi vinna mig í álit og gerði allt til 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.