Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.04.1987, Blaðsíða 11
Alþingisuppgjörið er í dag og pólitíkin þar með komin inn á gafl hjá manni eina ferðina enn. Þetta fyrirbæri sem Halldór Laxness lýsti einhverntíma í gamalli blaðagrein á þann hátt að póli- tíkin helltist yfir mann á fjögurra ára fresti og ekki hægt að losna við hana með neinum þekktum ráðum, og er hér vitnað til orða skáldsins eftir minni. En svo eru það öll hin sem hafa gaman af þessu spilverki. Sá áhugi getur verið allt frá kæring- arlausum keppnisíþróttamóral og upp í fræðilegar umþenkingar. Ein þeirra sem hefur sinnt við- fangsefninu á þessum seinni nót- um er Sigþrúður Helga Sigur- bjarnardóttir. Hún hefur dvalist langdvölum erlendis og stundað nám við Oslóarháskóla en með hléum þó; kenndi sitt hvort árið við menntaskólana á Egilsstöð- um og á Akureyri. í Osló lagði hún fyrst stund á sögu, félags- fræði og mannfræði en leggur nú stund á lokaverkefnið „Konur í íslenskri pólitík” og er þetta verk- efni að sögn Sigþrúðar einhvers staðar á óglöggum landamærum stjórnmálafræði og félagsfræði. Tilkoma Kvennalistans var kveikjan að verkefninu í upphafi en það hefur orðið víðara í með- förunum eins og sjá má af heiti þess. Sigþrúður er stödd á landinu núna og hefur fylgst með kosningabaráttunni í hlutverki rannsakandans. Þannig hefur hún farið með frambjóðendum á vinnustaðafundi til að átta sig á hvemig þeir taka upp mál. í spjalli því sem hér fer á eftir verð- ur drepið á þessa vinnustaða- fundi, en fyrst forvitnumst við um grundvallarspurningarnar fyrir verkefni Sigþrúðar, Konur í ís- lenskri pólitflc. Kvennalistinn séríslenskt fyrirbrigði Það er einkum þrennt sem liggur til grundvallar verkefninu. í fyrsta lagi: Hvers vegna verður til Kvennalisti á íslandi 1982? Það ár er greinilegt að konur eru ekki í pólitík á íslandi, hvorki í sveitarstjórnum né á Alþingi. Konur eru ekki nema um 6% sveitarstjórnarfólks fyrir kosn- arnir við og þá er það áberandi að þeir fara í gegnum það sem kon- umar hafa sagt og útskýra það nánar. Þá gjaman með formerkj- um á borð við: ...eins og hún sagði hér áðan og svo framvegis. Síðan auglýsa þeir gjarnan eftir fyrirspurnum og þá eru það karl- arnir sjálfir sem svara í langflest- um tilfellum. Það er líka til annað mynstur. Karlmaðurinn byrjar þá að tala og segir síðan eitthvað á þá leið að nú ætli hún að fá að segja nokkur orð. Að þeim loknum tekur hann við aftur. Alþýðubandalagið sér á báti Seturðu alla „blönduðu flokk- ana” undir sama hatt í jþessum efnum? Alþýðubandalagið víkur frá þessu mynstri. Ég hef ekki fundið þessa uppbyggingu á fundum með frambjóðendum þess flokks. Þar hafa framsöguræður verið sjálfstæðar og spurningum svarað nokkuð jafnt af frambjóð- endum. Hvaða sögu hefurðu svo að segja af vinnustaðafundum með Kvennalistanum? Þær tala mikið um valddreif- ingu, það séu málefnin sem skipti máli en ekki eir.'taklingar. Þá reyni ég að sjá hvort þingkonurn- ar og aðrar þær sem vanari eru og þekktari taki forystuna og gangi inn í hlutverkið sem mér hefur virst karlarnir hafa hjá flokkun- um. Mér hefur yfirleitt ekki sýnst það virka þannig þó að það sé svolítið misjafnt eftir fundum. Þær gera mikið af því að komast í návígi við fólk. Setjast gjarnan við borð og ræða málin eftir stutt- ar framsöguræður. Það hefur borið við í slíkum tilfellum að fólk viil spyrja þá sem það þekkir betur, en þær reyna að stýra því þannig að ekki verði úr einstefna. Umrœðuefnin önnur á fundum Kvennalistans Annað er svolítið áberandi þegar ég ber saman fundi Kvennalistans og hinna flokk- RœttviðSigþrúði Helgu Sigurbjarnar- dóttur um lokaverk- efnihennarvið Oslóarháskóla anna; mér finnst umræðuefnin að nokkru vera önnur og Kvenna- listinn hefur greinilega meiri áhuga á að koma sínum skoðun- um á framfæri en að túlka skoð- anir annarra. Mér hefur virst fólk vera mjög jákvætt gagnvart Kvennalistanum, það hefur gam- an af að tala um stöðu konunnar, launakjör kvenna og almennt um stöðu kvenna í pólitík. Aftur á móti þegar fulltrúar flokkanna koma þá snúa menn sér að „póli- tík”. Þá eru það skattarnir, hús- næðismálin og svo framvegis. Þetta getur verið rökrétt af- leiðing af því að Kvennalistinn þarf alltaf að byrja á því að út- skýra sig og réttlæta. Af hverju konurnar fari ekki inn í flokkana og starfi þar. Aftur er enginn sem vefengir réttmæti fjórflokkanna og tilvist þeirra. Þá stelur maður formúlunni frá Pflatusi og spyr: Hvað er pó- litík? Þegar ég var að tala áðan um að menn sneru sér að pólitík þegar fulltrúar flokkanna mæta þá ber að taka því með fyrirvara; kon- urnar eru alltaf að reyna að fá að vera með í því að skilgreina hvað pólitík er. „Óheiðarlegir menn og bjánar” I þessari pólitísku hringekju rifjast upp fyrir mér tilsvar úr Brekkukotsannál: „Mér hefur verið kennt að það væru ekki nema óheiðarlegir menn og bján- ar sem hefðu svar á reiðum hönd- um við öllum spurningum.” Hvernig bregðast „fórnardýrin” við á þessum vinnustaðafundum, fólkið sem vinnur þarna? Finnst þér það aldrei verða leitt á þessu liði sem allt þykist geta? Ég hef ekki orðið vör við opin neikvæð viðbrögð. Hins vegar er það misjafnt hversu mikinn áhuga fólkið sýnir heimsóknun- um. Fólk er misjafnlega tilbúið að ræða málin. Eins eru kaffistof- urnar sem um er að ræða með öllu móti og það getur haft sitt að segja. Hvaða leiðir eru helstar til árangurs? Hvernig dastu svo niður á þetta verkefni um konur í íslenskri póli- tík? Tilgangurinn með því er fyrst og fremst sá að reyna að gera sér grein fyrir á hvaða hátt konur geti komið sínum viðhorfum sem best inn í pólitíkina og orðið þar mót- andi afl og þá hvaða leiðir séu helstar til árangurs. Sú leið að starfa innan flokkanna eða hvort það náist meiri árangur með að- skilnaði. Líka er hugsanlegt eitthvert þverpólitískt kvenna- samstarf meðfram starfi í flokk- unum og þá er spurningin hvort það sé hægt að fá konur til að vinna þvert yfir flokkana. Hafa konur sameiginlega hagsmuni sem ná út yfir þær mótsetningar sem auðvitað eru til staðar meðal kvenna? En ég vil ekki gera mig allt of breiða; ég er að sjálfsögðu ekki komin að neinum niðurstöð- um um þessa hluti. Þú minntist á aðskilnað sem eina hugsanlega leið hér áðan. Má ekki allt eins segja að sérstak- ur Kvennalisti sé viðbrögð við að- skilnaðarstefnu? Tilkoma Kvennalistans er auðvitað afleiðing af þeirri að- skilnaðarstefnu sem hefur ríkt hér á íslandi, þó að hún sé ekki yfirlýst. Konur hafa lengi haft formleg réttindi sem þeim hefur ekki verið kleift að notfæra sér. Þær konur sem standa að Kvennalistanum sjá hann sem einn möguleika til að breyta ríkj- andi ástandi. HS miðið hjá þér með þvi að sækja þá? Markmiðið var fyrst og fremst að sjá og átta sig á því hvemig konur og karlar nálgast sína við- mælendur og átta sig á því hvort það séu mismunandi mál sem konur og karlar tala um. En ég vil endilega taka það fram að hér er enginn stóridómur á ferðinni, að- eins það sem ég hef séð og heyrt í þessi skipti. Ég vil líka taka það fram að allir frambjóðendur sem ég hef farið með á fundi hafa tekið mér sérlega vel. Ég iét vita af mér og fékk leyfi til að koma og allir hafa vitað hvað ég var að gera. Ekkert pukur með það. Ég fór sem sagt með öllum flokkunum á vinnustaðafundi. Yfirleitt er reynt að sjá til þess að karl og kona fari saman og ég hef reynt að sjá fleiri en eitt par hjá hverjum flokki og nú undanskil ég Kvennalistann af augljósum ingarnar ’82 og það eru allt aðrar og lægri tölur en á Norðurlönd- unum. Og konur á Alþingi voru þrjár. Á í slandi hefur áður verið far- in þessi leið að bjóða fram Kvennalista. Þetta hefur verið gert vegna þess að konum hefur fundist hlutirnir ganga of hægt fyrir sig; þær hafa ekki séð fram á að ná árangri innan flokkanna og' viljað fara í pólitík á eigin for- sendum. Gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefnu- mótandi afli í samfélaginu. Innan flokkanna mega þær vera með ef þær eru góðar og halda sig við leikreglur karla. Á Norðurlöndunum hefur þetta líka verið reynt en ekki gengið. Að þessu leyti á ísland sérstöðu meðal Norðurlanda- þjóðanna. Annars staðar hefur það ekki gengið að bjóða fram sérstaka kvennalista. Ef maður metur þessa stað- reynd út frá íslensku samfélagi; við höfum svo lengi búið við miklu lægra hlutfall kvenna við stjórnun. Er það ekki nærtæk ástæða? Jú, það getur vel verið að það sé fyrst og fremst þess vegna. En við sjáum að þetta gengur hér 1908 en ekki annars staðar. Námsráðgjöfum mínum úti þykir mjög merkilegt að sérstakur kvennalisti skuli pluma sig hér, og ég hef trú á því að ef Kvenna- listinn fer að fá 17-20% í kosning- unum þyki það stórtíðindi. Sjálfstœðisflokkurinn boðberi breytinga Það er ljóst að fólk sér að það er breytinga þörf í þjóðfélaginu og sá flokkur sem hefur boðað róttækar breytingar er Sjálfstæð- isflokkurin með sína frjálshyggju og þangað hefur ungt fólk gjarnan hallað sér hin síðari ár. Vinstri flokkarnir hafa aftur á móti staðnað í gömlum kredd- uslagorðum og ekki tekist að laga sig að breyttum þjóðfélagshátt- um. Þeir sem telja sig á vinstri væng stjórnmálanna horfa yfir þessa hefðbundnu, stöðnuðu flokka og leita að einhverju nýju. Þar koma til græningjaflokkar víða í Evrópu og hér hjá okkur verður til Kvennalisti sem boðar breytingar og vill gera þjóðfé- lagið manneskjulegra. Ég held að þetta sé ný hugsun sem þarf að komast inn í þessa gömlu vinstri flokka; þeir þurfa að fara í hug- myndafræðilegan grundvöll hjá græningjum og konum til að fá andsvar við þeirri hægrisveiflu sem hefur grasserað á Islandi. Femínismann inn í flokkana Ég held að það þurfi á einhvern hátr að byggja femínismann inn í flokkana. Þeir verða að koma til móts við konur og skilja þeirra lífssýn. Þá er ég ekki að tala á nótum jafnréttismála eins og ríkisvaldið og flokkarnir hafa far- ið með það; konur verða sjálfar að koma femínismanum inn í flokkana og útfæra hann eftir sín- um nótum. Þegar þú talar um að þessir vinstri flokkar séu staðnaðir, hvaða vinstrimennsku er þá um að ræða? Ég er ekki í þeim hópi sem hef- ur þörf fyrir að fara vandlega í saumana á þeim mun sem er á hægri og vinstri en úr því ég var að tala um Kvennalistann þá skil ég alveg hvers vegna þær bregðast við eins og þær gera þegar sam- tökin eru skilgreind sem vinstra fyrirbæri. Sem vinstri flokkur' hafa þær minni möguleika á að ná yfir allt pólitíska litrófið. í stað- inn leggja þær áherslu á að þær séu kvennapólitískar og það er utan og ofan við þessa skiptingu í vinstri og hægri. Á hinn bóginn má vel sjá að Kvennalistinn er félagshyggjuflokkur sem beitir sér fyrír mannúðlegum málum og samhjálp. Áður en dálkarnir hlaupa alveg frá okkur; þú talaðir í upphafl um tilkomu Kvennalistans sem eitt grundvallaratriðið í þínu loka- verkefni. Hinir tveir? Sá fyrri er þessi: Liggur ein- hver heildstæð feminísk hug- myndafræði bak við Kvennalist- ann og er slík femínísk grundvall- arsýn nógu sameinandi þannig að hægt sé að taka afstöðu til allra þjóðfélagsspurninga út frá henni? í öðru lagi velti ég því fyrir mér hvaða áhrif Kvennalistinn hefur haft á íslenska pólitík. „Fjóra iðnaðarmenn á þing” Sem eru? Maður sér strax hvernig allir flokkarnir auglýsa upp konurnar sínar án þess þó að því sé haldið á lofti að þær séu konur og hafi því sérstakt erindi inn á þing. Eins og til dæmis Alþýðuflokkurinn með sitt slagorð Fjórar konur inn á þing, en segir ekkert af hverju; gætu allt eins verið fjórir iðnaðar- menn. í þessu aukna „kvenna- framboði” eru greinileg áhrif frá Kvennalistanum. Eins erukonur orðnar mjög áberandi í Alþýðu- bandalaginu og Sjálfstæðisflokk- urinn er með heila opnu með sín- um konum. Gott ef Framsókn er ekki líka með eitthvað svipað. Þetta eru auðvitað ekki einu á- hrifin, við sjáum líka að flokkam- ir eru allir farnir að hafa mjúku málin með í umræðunni. Mér flnnst vera farin að skjóta upp kollinum dálítið athyglisverð verkaskipting í framboðspólitík- inni; oft eru karlarnir að tala um mjúku málin svo kölluðu, fé- lagsmál, menningarmál og svo framvegis, en konurnar um mála- flokka úr þungaviktarpólitík- inni... Þetta er afstaða sem þær hafa tekið margar hverjar. Þær vilja berjast á forsendum karla í póli- tík og þurfa að sanna að þær tali um „alvörupólitík”. Aðrar segj- ast vilja vera í pólitík með sín lífs- viðhorf og breyta þannig um áhersluþætti og starfsaðferðir í pólitíkinni. Vinnustaðafundir Svo að við komum að vinnu- staðafundunum; hvert var mark- Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir: Femínismann inn í flokkana. Mynd: Sig. ástæðum. Hjá Alþýðuflokki hef ég að vísu aðeins farið með karl- frambjóðendum á fundi en hins vegar fór ég á fund með kven- frambjóðendum flokksins í Hollywood. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir samskiptamynstri hvers pars og út frá því spáð í mun milli flokkanna. Ég get ekki neit- að því að ég hef orðið vör við ákveðið mynstur sem virðist vera gegnumgangandi á þessum fund- um. Þó að það sé kannski ekki eins augljóst og þegar einn karl- frambjóðandinn komst svo að orði við mig áður en við fórum inn á fund: „Við byrjum með því að hún tekur að sér smákynningu á flokknum. Ég sé svo um pólitík- ina.” „Hún” í þessari klausu er þá meðframbj óðandinn. En mynstrið er gjarnan þannig að konurnar byrja á smáinnleggi um flokkinn og kynna hann í al- mennum orðum. Síðan taka karl- Konur íslenskri 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. apríl 1987 Sunnudagur 26. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.