Þjóðviljinn - 05.06.1987, Síða 1

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Síða 1
Föstudagur 5. júní 1987 119. tölublað 52. örgangur Aronskan Ljósrit fyrir milljónir króna Ingimundur Sveinsson, arkitekt, tilbúinn með teikningar að hermannaíbúðum á Keflavíkurflugvelli. Kostnaður vegna íbúðanna 2 milljarðar. Þar afœtti Ingimundur aðfá 60 milljónir. Þrjár tegundir af stöðluðum íbúðum. Ingimundur skólabróðir Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins, H. Jónssonar, stjórnarformanns Islenskra aðalverktaka Teikningar af íbúðum her- manna á Keflavíkurflugvelli hafa verið tilbúnar á teikniborði Ingimundar Sveinssonar arkitekts í eitt og hálft ár. Samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans er talið öruggt að Ingimundur fái hönnunarþátt bygginganna og er það í fyrsta skipti sem íslenskur arkitekt hannar fyrir herinn í Kcflavík. Hér er um að ræða 250 íbúðir í fjölbýlishúsum. íbúðirnar eru staðlaðar tveggja-, þriggja- og fjögurra herbergja íbúðir. Einsog fram kom í Alþýðublaðinu í gær er kostnaður vegna þessara bygg- inga áætlaður um tveir milljarðar króna, eða um átta milljónir á íbúð. Byggingakostnaður fyrir svipaða íbúð í Reykjavík er hins- vegar um þrjár og hálf milljón króna. Hönnunarkostnaður íslenskra arkitekta er yfirleitt um 3% af byggingarkostnaði og samkvæmt því myndi Ingimundur fá um 60 milljónir króna fyrir þessar þrjár tegundir af íbúðum. Eitthvað mun kosta að ljósrita teikning- arnar en augljóst er að hér er um vel launað verk að ræða. Ingimundur Sveinsson, arki- tekt, er skólabróðir Garðars Halldórssonar húsameistara nkisins úr Menntaskólanum f Reykjavík og þeir fylgdust að í gegnum arkitektaskólann í Ac- hen. Þeir félagar hafa unnið náið saman að ýmsum verkum og er Ingimundur t.d. með verkefni Sjálfstceðisflokkurínn Uþpgjörið hafið Harðorð gagnrýni á forystuna í flokksmálgagninu í Kópavogi. Þingmenn vilja samvinnu við Albert Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur kjölfestan í íslenskum stjórnmálum og flokksmenn vita ekki lengur hvernig hann er i raun. Helstu ástæðurnar fyrir fylgistapi og klofningi er skammsýni, klaufaskapur, sam- bandsleysi forystunnar við al- menna flokksmenn, og úrelt þing- lið. Þetta eru nokkrar af helstu ástæðum sem ýmsir framámenn flokksins týna til í „Vogum“, blaði Sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Meðal þeirra sem harðast gagnrýna forystuna eru bæjar- fulltrúar flokksins í Kópavogi, þeir Richard Björgvinsson og Bragi Michaelson, Halldór Jóns- son formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi og Jón Magnússon lögfræðingur og fyrrum varaþingmaður flokksins í Reykjavík. -Ig. Sjá bls. 2 sem tengist fjölskyldu Garðars, húsið á horni Vonarstrætis og Suðurgötu, Suðurgötu 9. Ef við skoðum ættartré herm- angsins aðeins nánar þá er Garð- ar húsameistari sonur Halldórs H. Jónssonar stjórnarformanns íslenskra aðalverktaka. Sérfræð- ingur Varnamálaskrifstofu utan- rikisráðuneytisins um byggingar og skipulagsmál á umráðasvæði hersins, er Hörður Bjarnason fyrrverandi húsameistari rikisins. Hörður er mágur Thors Ó. Thors forstjóra íslenskra aðalverktaka. -Sáf Japanskir glímukappar að hneigja sig? Nei, þríhjólið að rúlla af stað; Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalssonog SteingrímurHermannsson setjastniður á fyrsta stjórnarmyndunarfundi sínum í gærmorgun. Stjórnarmyndun Hagur Strýmpu vænni Fyrstiviðrœðudagur ABD-stjórnar ígær. Aukintrú á slíkristjórn. Ráðherraólga hjá krötum Almennt álit er að hagur Strympu hafl vænkast eftir fyrsta viðræðudag Alþýðu- flokks-, Framsóknar- og Sjálfs- tæðismanna í Dagsbrúnarhúsinu í gær. Skipuð var undirnefnd til að athuga fyrstu aðgerðir í efna- hagsmálum og skattamálum, en aðalmenn í viðræðunum hittast aftur í dag. Um helgina ætti að ráðast hvort stjórn næst saman eða ekki. „Alvöru-stjórnarmyndunar- viðræður" sagði Jón Baldvin Hannibalsson eftir fundina í gær, og taldi að vel hefði miðað, og betri gangur væri á viðræðunum en í tilraun þeirra Þorsteins og Kvennalista. I dag á að ræða sam- starfsgrundvöll í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Flokksformennirnir þrír hitt- ust um tíuleytið í gær og funduðu fram undir hádegi, og viðræðun- efndirnar funduðu síðan frá hálf þrjú til sex, eftir þingflokksfund hjá Alþýðuflokki. Síðdegis í fyrradag, á sama tíma og ýmsir Framsóknarmenn sendu krötum snarpar munnlegar hryðjur, funduðu krata-Jónarnir með Guðmundi Bjarnasyni og Halldóri Ásgrímssyni til undir- búnings formlegum fundum og mun hafa farið allvel á með þeim. Meðan í ljós kemur hvort krat- aandstæðingar innan Framsókn- ar ná að koma í veg fyrir stjórnar; Hafskipsmál myndun skemmta stjórnmála- menn og athugendur sér við hugsanlega ráðherralista. Fram- sóknarmenn eru ekki taldir eiga í miklum vanda, en hjá Sjálfstæð- ismönnum er þyngra fyrir fæti, og talið víst að núverandi ráðherrar víki ekki glaðir, hvorki Matthías Bjarnason, Sverrir Hermannsson né Matthías Mathiesen, sem verður allra tregastur, en sú ál- yktun er dregin af sífelldri við- veru Ólafs G. Einarssonar við hlið Þorsteins að þar fari ráðherr- acfni, auk Friðriks varafor- manns. Meðal krata er litið svo á að viðræðunefndin sé jafnframt ráð- herralisti Jóns Baldvins. Yrðu þá Hallvarður vanhæfur Hcestiréttur vísarfrá ákceru á hendur bankastjórum Útvegsbankans vegna vanhcefi Hallvarðs. Setusaksóknari og bankaráðið á ákcerubekk? Hæstiréttur vísaði í gær frá ákæru saksóknara ríkisins á hendur bankastjórum Útvegs- bankans fyrir ýmisskonar meint mistök í starfl, og mun ástæðan vera vanhæfl Hallvarðs Ein- varðssonar ríkissaksóknara, einkum vegna þess að bróðir hans Jóhann, sem nú er Framsóknar- þingmaður á Reykjanesi, sat í bankaráði frá ársbyrjun ‘85 og þangað til Hafskip sökk. Þar með er málið niður fallið nema dómsmálaráðherra skipi nýjan setusaksóknara sem þá þarf að rannsaka frá grunni, og kynni þá bankaráð Útvegsbank- ans að blandast frekar inn en í fyrri rannsókn og kæru. Tveir bankaráðsmanna eru nú þing- menn, þeir Jóhann og Albert Guðmundsson. Nánari rök réttarins, sem skiptist í meiri- og minnihluta í málinu, eru enn óljós, þarsem dómurinn verður ekki birtur fyrren í dag. -n» allir krataráðherrarnir úr Reykjavík, og munu landsbyggð- armenn lítt sáttir við þá ráðstöf- un, allra síst þeir Kjartan Jóhann- esson og Eiður Guðnason, sem báðir telja sig sjálfkjörna Laugardagur Sólgler- augna- göngu- veður Veðrið á Keflavíkurgöngulaug- ardaginn? Skínandi, segja þeir á Veðurstofunni og leggja höfuðið undir að þremur fjórðu hlutum. Það eru 75% líkur á að kring- um Keflavíkurveginn verði á laugardaginn hægviðri, tiltölu- lega bjart, úrkomulaust, hiti 10- 14 stig. Þeim göngumönnum sem eiga í pússi sínu sólgleraugu er ráðlegt að taka þau með. Gengið verður gegnt morgunsól, síðan er sólin höfð á hlið og að lokum gengið undan kvöldsól. -m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.