Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Blaðsíða 6
UM HELGINA Mikil kirkjulistahátíð verður um hvítasunnuhelgina í Hallgrímskirkju og stendur fram yfir næstu helgi. Tónlistin er ( fyrirrúmi á hátíðinni en einnig verður myndlistarsýning og leiksýning í kirkjunni. I MYNDLISTIN Graphica Atlantica. Á Kjar- valsstöðum á laugardag kl. 15 opnar alþjóðleg grafiksýning um eitt hundrað grafiklista- manna frá 24 löndum. Á sýn- ingunni verða um 400 verk. Gefur sýningin gott yfirlit yfir stefnur og strauma í grafiklist beggja vegna Atlantsála. Opið daglega kl. 14-22 í tengslum við sýninguna verð- ur haldin alþjóðleg ráðstefna um grafiklist á laugardag og sunnudag. Hefst hún á Kjar- valsstöðum á laugardag kl. 9og verður framhaldið á Kirkjubæj- arklaustri dagana 8.-11 .júní. Norski myndlistamaðurinn Yngve Zakarias sýnir málverk og grafík í Norræna húsinu. Hann er fæddur í Þrándheimi 1957 og hefur haldið sýningar víða í Evrópu. Sýningin eropin kl. 14-19 til 14. júní. í Ásmundarsaf ni stendur nú yfir sýningin Abstraktlist Ás- mundar Sveinssonar. Á sýn- ingunni eru 26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Spannarsýningin 30 ára tímabil af ferli Ásmundar. Einn- ig ertil sýnis videomynd sem fjallar um KONUNAILISTÁS- MUNDAR SVEINSSONAR. Opið alla daga kl. 10 -16. Áning. Sumarsýning í Lista- safni ASÍ opnar á laugardag kl 14. Á sýningunni eru verk eftir ellefu listamenn á sviði glerlist- ar, leirlistar, málmsmíði, fata- hönnunar og vefnaðar. Opið allavirkadaga kl. 16-20enum helgarkl. 14-22 til 19. júlí. Kristján Davíðsson sýnirí FÍM-salnum í Garðastræti 6. Þetta er fyrsta sýning Kristjáns í 20 ár. Snædís Þorleifsdóttir sýnir þurrpastel og olíupastelmyndir í veitingahúsinu Krákunni við Laugavegtil8.júní. Galierí Gangskör opnar grafíksýningu tveggja Finna, Marjatta Nuoreva og Heikki Arppo, á laugardag kl. 17. Opið daglega kl. 12-18, um helgar kl. 14-18 til 21 júní. Opið á hvíta- sunnudag. Snorri Sveinn Friðriksson opnar sýningu á vatnslitamynd- um við Passíusálmana í for- kirkju Hallgrímskirkju. Sýning þessi hluti af kirkjulistahátið í Hallgrímskirkju og opnar á laugardagkl. 17 Þorvarður Árnason opnar Ijósmyndasýningu í Djúpinu á laugardag. Á sýningunni eru 20 litmyndirog meginþemu þeirra eru hreyfing, form og litir. Opið daglega kl. 11 -23.30 til 28. júní. Borghildur Óskarsdóttir sýnir í Gallerí Svart á hvítu. Opið sunnudag kl. 14 - 23 og mánudag kl. 14 -18. Síðasta sýningarhelgi. Nikulás Sigfússon sýnir vatnslita og akrýlmyndir í Nýja galleríinu, Laugavegi 12,2. hæð. Opið kl. 14-22 um helgar, virkadagakl. 15-22 til 14. júní. PÓIski myndlistarmaðurinn Jacek Sroka sýnir í Gallerí Hallgerði og stendur sýningin til 10. júní. Myndir Sroka bera með sér ótvíræðan boðskap og magnaðtáknmál. Elfar Guðni Þórðarson sýnirf Listasafni Árnessýslu á Selfossi á í dag kl. 14. Á sýn- ingunni verða 40 olíumálverk. Opið virka daga kl. 20 - 22 og umhelgarkl.14-22. Steingrímur Sigurðsson sýnir í Eden í Hveragerði. Sýn- ingin er tileinkuð sjö góðum árum og er hvítasunnusýning. Þetta er 62. sýning Steingríms og sú 11. í Eden. Opið til 14. júní. Listasaf n Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánu- daga kl. 13 -16. Höggmynda- garðurinn eropinn alla daga kl. 11-17. Þjóðminjasafn íslands er opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsaf n er opið aila daga kl. 10 -18 nema mánu- daga. Meðal nýjunga á safninu ersýning ágömlum slökkvibíl- um, sýningfráfornleifaupp- greftri í Reykjavík og sýning á Reykjavíkurlíkönum. TÓNLIST Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju. Setning listahátíðarinn- ar og flutningur Jesúpassíu eftir Oskar Gottlieb Blarr laugardag kl. 17. Hátíðamessasunnudag 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 5. Júní 1987 Allra síöasta sýnlng á Óánægjukórnum eftir alan Ayckbourn sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir verður í kvöld. kl. 11. Stjórnandi Oskar Gott- lieb Blarr. Mótettukór Hall- grímskirkju og Kór Neanderkir- kjunnar í Dusseldorf f lytja mót- ettu fyrirtvo kóra: DerGeist hilft unserer Schwacheit auf eftir J.S. Bach. Mánudag kl. 11 flyturkórNe- anderkirkjunnartónlist eftir Mendelssohn við messu og kl. 17 verða vortónleikar Mótettu- kórs Hallgrímskirkju. Fluttir verða Hallgrímssálmarog mót- ettur eftir Copland, Brahms, Mendelssohn, HjálmarH. Ragnarsson og Gunnar Reyni Sveinsson. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Þriðjudag kl. 12.30 leika Ásgeir H. Steingrímsson og Marteinn H. Friðriksson átrompetogorg- el á hádegistónleikum. Kl. 20.30 orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar. Miðvikudag verða hádegistón- leikarkl. 12.30. Inga Róslng- ólfsdóttirog HörðurÁskelsson leikaáselló og orgel. Fimmtudag kl. 12.30 verða há- degistónleikar og leikur Hljóm- skálakvintettinn. Kl. 20.30 flaututónleikar. ManuelaWiesl- er leikur einleik á flautu. Snorri Sigfús Birgisson pí- anóleikari, Óskar Ingólfsson klarinettuleikari og Nora Korn- blueh sellóleikari halda tónleika í Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru einleiks og kammerverk eftir Lutoslaw- ski, Webern, Schumann, Stra- vinsky, Beethoven og Snorra Sigfús. hefur verið kallað harmljóð og er eitt af frægustu verkum höf- undarins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óánægjukórinn eftir Alan Ayckbourn í allra síðasta sinn í kvöld kl. 20.30. Aðeins tvær sýningar eru eftir á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson á þessu leikári. Næsta sýning á Djöfla- eyjunni verður á fimmtudag. Alþýðuleikhúsið verður með tvær aukasýningar á finnska leikritinu Eru tígrisdýr í Kongó? á hádegisssýningum í veitingahúsinu i Kvosinni ídag kl. 12 og á laugardag kl. 13. Með leiksýningunni fá gestir léttan hádegisverð og kaffi. HITT OG ÞETTA M-hátíð á ísafirði. Föstudag kl. 18 flytur Þjóðleikhúsið Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvíkí Félagsheimilinu í Hnífsdal. Um kvöldið verður hátíðadagskrá í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Tónlist, upplestur, leikþættir. Laugardag kl. 14, hátíðadag- skrá í Félagsheimilinu í Hnífs- dal. Tónlist, erindi, upplestur. Gjörningur á Óðinstorgi. Vi- ola Pfordte f remur gjörning kl. 23 sem hún kallar „Eldmálun". Samruni elds, tónlistarog mynda. Vikuleg laugardagsganga frístundahópsins Hana nú í Kópavogi verður ídag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: Sam- vera, súrefni, hreyfing. Kvenfélag Kópavogs fer í heimsókn austur í Grímsnes fimmtudag 11. júní í boði kven- félagskvenna í Laugardal og Grímsnesi. Fariðverðurfráfé- lagsheimilinu kl. 18.45. Mæting tilkynnisttil stjórnarkvenna. Útivist. Dagsferðir: Hvíta- sunnudag kl. 13. Grænadyngja - Lambafellsgjá. Létt ganga í Reykjanesfólkvangi. Annaríhvítasunnu kl. 13. Esja- Kerhólakambur. Gengiðfrá Esjubergi. Brottförfrá BSÍ. Ferðafélag íslands. Öku- ferð um Reykjanes sunnudag kl. 13. Gönguferð á Vífilsfell mánudag kl. 13. Skógræktar- ferð í Heiðmörk miðvikudag kl. 20. Hvítasunnuferðir. Skagafjörður-Drangey. Öræfa- jökull-Skaftafell. Hrútfjallatind- ar. Snæfellsnes-Snæfellsjök- ull. Þórsmörk. Brottför í allar ferðirnarikvöld kl. 20. Þrjár myndir ítalska kvik- myndaleikstjórans Mauro Bol- ognini verða sýndar í Regnbog- anum 6., 7. og 8. júní. II Bell Antonio (1960), Metello (1969) og Bubu (1970). Kvikmyndir þessar eru sýndar hér á vegum ítalska sendiráðsins og ítalsk- íslenskafélagsins. Samkór Breiðdælinga Breiðdalsvík og Samkór Rang- æingafélagsins Reykjavík halda sameiginlega söng- skemmtun í Staðarborg, Breiðdal í kvöld kl. 21. Flutt verða innlend og erlend kórlög svo og einsöngur og tvísöngur Elínar Óskar Öskarsdóttur og Kjartans Ólafssonar en þau eru jafnframt stjórnendur kóranna. Undirleikari er Ólafur Vignir Al- bertsson. LEIKLIST Þjóðleikhúsið sýnir Hvar er hamarinn? eftir Njörð P. Njarðvík í Félagsheimilinu í Hnífsdal < kvöld kl. 18. Yerma eftir Federico Garcia Lorca verðursýnd íkvöld kl.20. og að kvöldi annars í hvítasunnu kl. 20. (aðalhlutverki erTinna Gunnlaugsdóttiren leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Yerma Bæjarfógetaskrifstofa í Keflavík Tilboð óskast í framkvæmdir við skrifstofubygg- ingu bæjarfógetaembættisins í Keflavík. Innifalið í verkinu er að setja nýtt þak á bygging- una, um 320 m2, ganga frá nýjum gluggum og útveggjum, regnvatns- og jarðvatnslögnum o.fl. Verkinu skal skila fullgerðu, eigi síðar en 18. sept. 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 5.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjud. 23. júní 1987, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.