Þjóðviljinn - 05.06.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Síða 13
ERLENDAR FRETTIR Lykilmenn í spænskri pólitfk um þessar mundir. Felipe Gonzalez forsætisráð- herra og formaður Sósíalistaflokksins og Adolfo Suarez fyrrum forsætisráð- herra og formaður Lýðræðislega miðflokksins. Verkamenn slást við ofbeldislögreglu við skipasmíðastöð I borginni Sevilla. ði' Óvíst er hvort ólgan á spænskum vinnumarkai unum til vegsauka. i verður stjórnarandstöðuflokk- Spánn Þríkjör á óvissutímum ínœstu viku ganga spœnskir kjósendur að kjörborðinu og velja sér fulltrúa á Evrópuþingið, í borgarstjórnir og áhéraðsþing. Reiknað með að Sósíalistaflokkurinn tapi einhverju fylgiyfir til vinstri en á hœgri arminum er hver höndin uppi á móti annarri Það er kunnara en frá þurfl að segja að mikil ólga hefur verið á spænskum vinnumarkaði á um- liðnum mánuðum og allt logað í verkföllum. Verkafólk hefur krafist þess að ríkisstjórn Sósíal- istaflokksins snúi baki við þeirri ætlan sinni að vinna bug á efna- hagsvanda Spánverja með því að banna launahækkanir umfram ákveðið lágmark og leggja niður óarðbær stáliðjuver og skipa- smíðastöðvar, þótt við það fjölgi enn í stórum hópi atvinnulausra manna. DeUurnar hafa þegar kostað einn verkamann lífíð og margir hafa slasast í átökum við slagsmálalögreglu. Undir þessum kringumstæðum ganga landsmenn að kjörborðinu í næstu viku og kjósa þrefalt, stjórnir bæja og borga, fulltrúa á héraðsþing og sextíu einstaklinga til setu á Evrópuþinginu. Stj ómarandstöðuflokkar, jafnt hægra megin sem til vinstri við Sósíalistaflokkinn, hafa gert sitt ítrasta til að færa sér ófremd- arástandið í nyt í kosningabarátt- unni og saka Gonzalez óspart um að láta sem ekkert sé að í spænsku þjóðlífi. Þeir eru mjög áfram um að þríkjörið snúist fyrst og fremst um frammistöðu stjórnarinnar á því eina ári sem liðið er frá þingkosningum. Sósíalistaflokkurinn hefur hreinan meirihluta á spænska þinginu og þarf vitaskuld ekki að óttast neinar breytingar í þeim efnum, hver sem úrslit þríkjörs- ins verða. Hinsvegar verður stjórninni vart stætt á því að halda óbreyttri stefnu í efnahags- og launamálum gjaldi flokkurinn afhroð þann 10. júní. Þegar kosið var síðast um full- trúa til setu í borgarstjórnum og á héraðsþingum fyrir fjórum árum vann Sósíalistaflokkurinn glæst- an sigur. Þá vann flokkurinn hreinan meirihluta í stjórnum sex stærstu borga á Spáni, í 38 af 48 borgum með 100 000 íbúa eða fleiri og á 11 af 13 héraðsþingum. Enginn á von á því að þeir mali andstæðinga sína með slíkum yfirburðum á miðvikudag. Ýmsir af forkólfum flokksins hafa látið í ljósi ugg um að samsteypa vinstri flokka undir forystu kommún- ista, sem verið hafa mjög virkir í stéttaátökunum að undanförnu, muni höggva skörð í raðir fylgis- manna Sósíalistaflokksins. Einn- ig óttast þeir að kötturinn með lífin níu, Adolfo Suarez fyrrum forsætisráðherra, geti dregið frá þeim fylgi. Sósíalistar hafa nú umráð yfir 36 af 60 sætum Spánverja á Evr- ópuþinginu og þeir gera sér vonir um að halda að minnsta kosti 30. Nú er í fyrsta skipti kosið beint um Evrópusætin en síðast var þeim skipt á milli flokka í hlutfalli við fylgi í þinkosningunum árið 1982. Það gefur auga leið að mikið sundurlyndi hægrimanna er vatn á myllu sósíalista. Enda hafa skoðanakannanir leitt í ljós að fylgistap stjórnarflokksins er sáraiítið sé haft í huga hve innan- landsástandið er alvarlegt. í þeim hefur komið í ljós að þeir geta átt von á fulltingi 42 af hundraði kjósenda sem er aðeins fáeinum prósentum minna en þeir hrepptu í þingkjörinu í fyrra. í öðru sæti var hið hægri sinnaða Alþýðubandalag með 26 prósent. Þeim flokki hefur ekki tekist að rétta úr kútnum þrátt fyrir and- litsiyftingu sem fólst í formanns- skiptum. Flokkur Suarezar, Lýðræðislegi miðflokkurinn, lenti í þriðja sæti með 10 hundr- aðshiuta sem er tvö prósent aukning frá síðasta ári. -ks. Lœknavísindi: Ágræddur fótur lengdur Andrei Lysennko og prófessor Oganesjan. ÖRFRÉTTIR «■ Loksins, loksins fóru heimboðin að streyma til Kurts Waldheims, forseta Austurríkis. Þann fyrsta júlí mun hann fara til Amman, höfuðborg- ar Jórdaníu, og dvelja þar I þrjá daga. Ungverjar hafa boðið hon- um heim og nú hefurenginn ann- ar en Gaddafy sóst eftir félags- skap hans. Óvíst er þó hvort for- setinn fer til Lýbíu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er gagnrýndur harkalega I skýrslu sem sérfræðingar á veg- um ríkisstjórna 24 þróunarríkja hafa sett saman. Honum er gefið að sök að notfæra sér slæma skuldastöðu ríkja til að skipta sér um skör fram af innanríkismálum þeirra, krefjast mikils samdráttar í ríkisútgjöldum sem iðulega kæmu harðast niður á alþýðu manna. Grafró karls nokkurs á Sikiley var rofin á dögunum að kröfu eiginkonu hins látna. Antonio Macaluso beið bana í umferðarslysi í marsmánuði síðastliðnum og var grafinn skömmu síðar. Með ein- hverjum hætti komst frúin á snoðir um að hann hefði ekki ver- iðjafnblankurog hann hafði alltaf viljað vera láta og hafði lúmskan grun um að hann hefði tekið féð með sér í gröfina. Og viti menn! Það stóð heima. í leynivasa í sparijakkanum sem Antonio var grafinn í reyndust vera sex milj- ónir líra í reiðufé eða um 180 000 íslenskar krónur. Stjörnustríðsfræðingur sem lengi vel lagði hönd á plóginn við hönnun drauma- vopns Reagans Bandaríkjafor- seta hefur snúið baki við fyrra lífi og segir nú að geimvopnaáætl- unin sé út í hött og muni aldrei verða að veruleika. Eðlisfræð- ingurinn Richard Ruquist hefur einkum horn í síðu varnarskjald- arins fræga sem hann segir að verði lítilvirkur, hættulegur og alltof dýr. „Hann myndi gera okk- ur gjaldþrota en samt ekki vernda okkur fyrir kjarnaflaugum óvinar- ins“, sagði sá mæti mann í gær. Átök verða nú sí algengari á milli Contrahryðjuverkamannanna sem herja á Nicaragua og stjórn- arhersins í Honduras þar sem þeir hafa bækistöðvar sínar. Á dögunum bárust fréttir af því að heimamenn hefðu gengið milli bols og höfuðs á sjö Contraliðum og í gær sagði Hondurasstjórn aö sínir menn hefðu tekið tíu hryðju- verkamenn höndum. Á Nýja-Sjálandi samþykkti þingið í gær lög sem kveða á um að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum geyma kjarnavopn í landinu. Þetta hefur verið mikið hitamál þarlendis um átján mánaða skeið og hefur stjórn Verkamannaflok- ksins sætt ámæli af hálfu ráða- manna í Bandaríkjunum og Ást- ralíu fyrir tiltækið. En hún hélt sfnu striki þótt bandamennirnir væru að þyrla upp moldviðri. Eðalvín að andvirði sextíu þúsunda sterl- ingspunda virðist hafa runnið niður kverkar fjögurra starfs- manna lúxusvínbúðar! Lundúna- borg. Ekki er vitað hve lengi þeir hafa ástundað vínþjófnaðinn en svo virðist sem þeir hafi gengið í kúta og ámurverslunarinnarjafnt og þétt þegar þorsti sótti á þá, tæmt af í plastglös og staðið á þambi. Umhverfisverndarráð Sameinuðu þjóðanna hefur séð ástæðu til að heiðra 90 einstak- linga og samtök fyrir góða frammistöðu í umhverfismálum. Af þeim sem til fyrirmyndar eru má nefna kvikmyndastjörnuna Róbert Redford og fátækan kot- bónda í Sudan, Omda Sabil að nafni, sem vakið hefur athygli fyrir vasklega framgöngu fyrir verndun skóga á heimaslóð. Sovésk blöð kunnu fyrir skemmstu frá þeim ánægju- legu tíðindum að segja, að tekist hefði að Iengja fót drengs, sem áður missti fótinn fyrir neðan hné f bflslysi. Fóturinn var þá græddur á hann en styttur um Ieið. Aðgerð þessi fór fram á Rannsóknarstofu áverkaaðgerða í Moskvu undir stjórn próf. Og- anesjans.En Sovétmenn hafa lengi staðið framarlega á sviði ágræðslu lima eftir slys og beina- lenginga. Andrei Lysenko heitir piltur sá sem hér um ræðir. Árið 1985 varð hann fyrir því óláni í bílslysi að missa fótinn rétt fyrir neðan hné. Þetta gerðist lengst austur í Mag- adanhéraði, og tókst ekki að koma drengnum og hinum af- skorna fæti hans til Moskvu, þar sem sérfræðingar og aðstaða eru best, fyrr en eftir rúman sólar- hring. Engu að síður tókst að Aðalheimild: REUTER græða fótinn á drenginn - en var þó sá hængur á að það þurfti að stytta hann um leið, vegna þess að vefir höfðu skemmst mjög f slysinu. Andrei gekk við hækjur og þegar fóturinn hafði tekið við sér gekk hann á sérsmíðuðum skó með þykkum botni. Og þegar hálft annað ár var liðið kom And- rei aftur til Moskvu. Þar lagðist hann inn á fyrrgreinda stofnun og á þrem og hálfum mánuði var fót- ur hans lengdur um sjö senti- metra. Aðgerðin virðist ætla að takast vel. Að mörgu var að huga, segir prófessor Oganesjan í viðtali við Izvestía. Við þurftum að teygja varlega á taugum og æðum og létum okkur nægja að lengja fót- inn um millimetra á dag. Ándrei fær nú hvfld til að jafna sig og ljúka skólanámi, en síðan verður fóturinn lengdur um aðra sjö sentimetra. Andrei líður bærilega, þótt enn sé sárt að stíga í fótinn og hann allur spelkaður. Hann ætlaði sér einu sinni að verða íþróttaþjálf- ari, en nú er hann helst að hugsa um að reyna fyrir sér í lækna- námi. áb byggðl á izvestia. Föstudagur 5. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.