Þjóðviljinn - 05.06.1987, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 05.06.1987, Qupperneq 20
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVILIINN Föstudagur 5. júní 1987 119. tölublað 52. örgangur Kennarasambandið Svanhildur formaður Svanhildur Kaaberfyrsta konan sem gegnir formannsembœtti sambandsins. Loftur Magnússon kjörinn varaformaður Svanhildur Kaaber var kjörin formaður K.í á þingi kennara í gær og er það í fyrsta skipti sem kona er formaður Kennarasam- bandsins en þar eru konur um 70% félagsmanna. Loftur Magnússon var kjörinn varafor- maður. Tillögur uppstillinganefndar um þau Svanhildi og Loft og 7 manna stjórn félagsins voru sam- þykktar án mótframboða. í fyrsta skipti í sögu sambandsins eru konur í meirihluta í stjórn, bæði í röðum aðalmanna og vara- manna, en á þinginu voru sam- þykkt lög sem kveða á um að kynjahlutföll skuli vera sem jöfnust í nefndum, ráðum og stjórnum sambandsins. „Ég horfí björtum augum til framtíðarinnar," sagði Svanhild- ur. „Við höfum markað stefnu í skólamálum og kjaramálum eins vel að þessum málefnum og kennara og ný stjórn mun vinna henni er unnt“. -K.Ól. Varnarmálaskrifstofan Rangfærslur hjá Sverri Stjórnstöðin á Keflavíkurflugvelli kostaróóO milljónir en ekki 330 einsog Sverrir Haukur Gunnlaugsson, forstöðumaður Varnarmálaskrifstofunnar sagði í Þjóðviljanum. Yfirheyrslur af Bandaríkjaþingi sanna að Sverrirfór með rangtmál. Stjórnstöðin neðanjarðar. Ætlað að standast kjarnorkuárás Kostnaður við nýju stjórnstöð hersins á Keflavíkurflugvelli er tvöfaldur sá kostnaður sem Sverrir Haukur Gunnlaugsson, forstöðumaður Varnamálaskrif- stofunnar, gaf upp við Þjóð- viljann á miðvikudag. Þjóðviljinn hefur undir hönd- um yfirheyrslur fjárveitinga- nefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, þar sem í ljós kemur að Sverrir Haukur hefur farið rangt með þegar hann sagði kostnaðinn 360 milljónir króna. Hið rétta er að samkvæmt áætlun Bandaríkjahers frá 1985 er kostn- aðurinn 660 milljónir króna og kemur fram í yfirheyrslunni að nefndinni blöskrar mjög sá kostnaður, enda mun hann fimmfaldur á við það sem kostar að reisa slíka byggingu í Banda- ríkiunum. I samskonar yfirheyrslu fjár- veitinganefndarinnar yfir aðmír- 'ál Zobel frá 1983, segir Zobel, að byggingin sé að stórum hiuta neð- anjarðar. í viðtalinu við Sverri Hauk kemur fram að byggingin sé tvflyft og gluggalaus. Ástæðan fyrir því að byggingin er neðan- jarðar er einsog segir orðrétt í yfirheyrslunni: „In order to pro- tect it from blast.“ Eða til að verja hana sprengingu. Það er athyglisvert að aðmíráll notar hér orðið blast, sem yfir- leitt er notað um kjarnorku- sprengju, en ekki venjulegar sprengjur. í áðurnefndu viðtali neitaði Sverrir Haukur því að byggingin ætti að standast kjarnorkuárás. Þrátt fyrir það verður hægt að einangra bygginguna, fyrir geislun og eiturvopnum, og geta starfsmenn dvalist í.eina viku í byggingunni án sambands við umheim, nema í gegnum fjar- skipti. Ekki tókst að ná í Sverri Hauk í gær til að forvitnast um þetta mis- ræmi. -Sáf Átt þú ósóttar Lottó-vinning? Vinningstölurnar á hálfu ári. 29. nóvember 1986 02 07 08 23 29 7. mars 1987 04 09 20 21 30 6. desember 1986 02 03 1013 29 14. mars 1987 04 05101227 13. desember 1986 02 0317 28 32 21. mars 1987 02 0411 15 31 20. desember 1986 02 05 0819 27 28. mars 1987 0912131723 27. desember 1986 0419 23 30 32 4. april 1987 0411 23 2732 3. janúar1987 0511 1621 31 11. april 1987 1822 27 30 32 10.janúar1987 02 07141531 18. april 1987 0414151929 17. janúar 1987 01 091017 23 25. april 1987 0910 2731 32 24. janúar 1987 01 0417 24 32 2. maí 1987 1011 1723 27 31. janúar 1987 01 03 0718 29 9. maí 1987 02 081416 20 7. febrúar 1987 05 091216 29 16. maí 1987 04 22 25 26 29 14. febrúar 1987 01 02 051020 23. maí 1987 05 071214 29 21. febrúar 1987 12 17192231 30. maí 1987 03 05 0810 26 28. febrúar 1987 0417 23 29 31 Tafla sem sýnir hversu oft hver tala hefur komið upp. í 1 □ 1 1 n 1 1 1 1 M 1 1 11 111 I 1 1 1 11 1 H 1 1 11 1 II 1 1 1 11 11 1 11 1 11111 1 1 1 11 . JLi JL ÍIJI'ÍJ 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25. 26 27 28 29 30 31 32 Kynningarþjónustan/SfA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.