Þjóðviljinn - 09.07.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Side 1
gg|________________________Fimmtudagur 9. júlí 1987 146. tölublað 52. árgangur Ríkisstjórnin Risi á brauðfótum Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar tekin við völdum. Hagfrœðingar telja ólíklegt að efnahagsaðgerðirnar skili þeim árangri sem stjórnin gerir ráðfyrir. Aðgerðirnar verðbólguhvetjandi og koma niður á launafólki Þrátt fyrir að sólin hafi í gær fylgt brosandi ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar úr hlaði þegar hún tók formlega við störfum, eru margir þeirrar skoðunar að ekki líði á löngu áður en ský dragi fyrir sólu í samstarfi stjórnarflokk- anna þriggja, Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Mikillar ólgu og ágrein- ings hefur gætt í öllum stjórnarf- lokkunum með skipan ráðherra og stjórnarsáttmálann og hafa frammámenn í stjórnarflokkun- um haft á orði að stjórnin sé ein- ungis risi á brauðfótum. Þrátt fyrir stærri þingmeirihluta en um langt árabil eru það því fáir sem hafa þá trú að ríkisstjórnin nái að sitja út kjörtímabilið. Að sögn Þorsteins Pálssonar sem tók við embætti forsætisráð- herra af Steingrími Hermanns- syni í gær, verður fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að setja bráða- birgðalög um fyrstu efnahagsað- gerðir á ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður klukkan 10 í dag. 1 gær undirritaði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra reglugerð þess efnis að tölvur yrðu ekki lengur undanþegnar söluskatti. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar eru fyrsta skrefið í átt til þess að fylla uppí um fjögurra miljarða halla ríkissjóðs og er áætlað að aðgerðirnar muni skila ríkissjóði tæpum miljarði á þessu ári. Hagfræðingar sem Þjóðviljinn Umferbin Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar við valdatökuna í gær. Frá v. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármrh., Halldór Ásgrímsson sjávarútvrh., Jón Sigurðsson viðsk., dóms-, og kirkjumrh., Jóhanna Sigurðardóttir félagsmrh., Birgir ísleifur Gunnarsson menntamrh., Þorsteinn Pálsson forsætisrh., Vigdis Finnbogadótt- ir forseti (slands, Steingrímur Hermannsson utanríkisrh., Jón Helgason landbrh, Friðrik Sophusson iðnaðarrh., Matthías Á. Mathiesen samgöngumrh. og Guðmundur Bjarnason heilbr. og tryggingamrh. -Mynd E.ÓI. talaði við í gær höfðu litla trú á því að þær leiðir sem valdar hafa ver- ið til fjármögnunarinnar skili þeim árangri sem ríkisstjórnin bindur vonir við. Of miklar vonir væru bundnar við vaxtahækkun á ríkisskuldabréfum og ekki tekið nægjanlegt tillit til þeirra áhrifa sem slík hækkun gæti haft. Sögðu viðmælendur að vaxtahækkunin muni samstundis hafa áhrif til vaxtahækkunar innlánsstofnana og ljóst sé að hækkunin eigi eftir að hafa áhrif á vaxtatöku Hús- næðisstofnunar. Aðgerðirnar komi því verst niður á skuldu- nautum en hagnist lánardrottn- um. Þá sé augljóst að vaxtahækk- anir eigi eftir að velta út í verð- lagið. Hagfræðingarnir gagnrýndu að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á skattaleiðina, en henni er ein- ungis ætlað að afla fjórðungs hall- ans. Þá sé forgangsröð skattlagn- ingarleiðarinnar fráleit, en sam- kvæmt henni er skattlagning mat- væla í fyrsta sæti. -K.Ól. Kjarnorkuslys 60 þúsund sprengjur Á 20 árum hafa 630 sinnum orðið hœttuatvik með kjarnorkuvopn í Bandaríkjaflota. Þriggja greina flokkur um kjarnorkuslys Hægjum ferðina 9 manns létu lífið í umferðarslysum á fyrri helmingi ársins. Óhöppum hefur fjölgað Frá áramótum til júniioka í ár hafa 9 manns látist í umferðar- slysum hér á landi. Á sama tíma- bili árið 1985 létust 15 manns af völdum umferðarslysa. Þrátt fyrir fækkun banaslysa í umferðinni í ár hefur óhöppum í umferðinni fjölgað. Séu fyrstu þrír mánuðir 1986 og 1987 bornir saman, kemur í ljós að fjölgun óhappa er langmest þá, eða úr 2812 í 3550 sem er 26% fjölgun. Mánuðina apríl til júní urðu í ár 3116 óhöpp, en þau urðu 2993 á sama tímabili í fyrra. Aukningin er því 4% á milli ára. En skráðum bílum hefur fjölgað um 12% á milli ára, samkvæmt upplýsing- um frá Fararheill ’87. grh Talið er að nú séu til um 60 þúsund kjarnorkuvopn í heiminum og jafngildir sprengi- máttur þeirra 15 þúsund megat- onnum af TNT-sprengiefni. Þetta kemur meðal annars fram í grein Vigfúsar Geirdal um kjarnorku- slys í Þjóðviljanum í dag. Um 13.200 kjarnorkuvopn eru í umferð á eða í heimshöfunum og er aðalvettvangur kjarnorku- fleyja hér á norðaustanverðu Atl- anshafi. Nú í janúar viðurkenndu yfirmenn bandaríska flotans að á síðustu tveimur áratugum hefði 630 sinnum skapast hættuástand við meðferð kjarnorkuvopna um borð, og ástandið er ekki talið skárra hjá öðrum kjarnorkuveld- um. í grein Vigfúsar, hinni fyrstu af þremur, kemur einnig fram að í raun stafar jarðarbúum stórhætta af starfsumhverfi og firringu þeirra sem við kjarnorkuvopn starfa í herjunum. Á árunum 1975-77 hurfu 15 þúsund her- menn sem unnu við kjarnorku- vopn eða -búnað til annarra starfa, þar af sex þúsund vegna óhóflegrar neyslu áfengis eða annarra fíkniefna, og fjögur þús- und vegna líkamlegra eða sál- rænna vandamála tengdra starfi sínu. Sjá opnu _m Kjarnfóðurskatturinn Bændur hamstra foður Fóðurblöndunarstöð SÍS: Alltáöðrum endanum síðustu tvo daga. Bœndur í óvissu um álögur ríkisstjórnarinnar á kjarnfóður Mikil óvissa ríkir meðal bænda um fyrirætlanir nýju ríkis- stjórnarinnar um auknar álögur á kjarnfóður. Hve mikii hækkun- in verður og hvenær hún tekur gildi er mcð öllu óljóst ennþá. Bændur hafa síðustu daga keypt meira kjarnfóður af fóðurblönd- unarstöðvum en venjulegt er á þessum árstíma. „Hér er allt á öðrum endanum og mikið meira að gera síðustu daga en venjulega á þessum tíma árs. Það kom kippur í þetta þegar ljóst varð að ríkisstjórnin yrði að veruleika," sagði starfsmaður hjá fóðurblöndunarstöð SÍS í gær. Hjá öðrum blöndunarstöðvum kjarnfóðurs var salan eitthvað meiri en venjulega. Einnig kom fram hjá viðmæendum Þjóðvilj- ans að bændur hringdu talsvert í fóðurstöðvarnar til spyrjast fyrir um kjarnfóðursskattinn. -gsv

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.