Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Suður-Kórea Námsmaður jarðsunginn ídag verðurgerð útför námsmanns sem lét lífið afvöldum táragassprengju í átökum við lögreglu. Alls hafa nú 534pólitískirfangar verið látnir lausir Þrátt fyrir að 357 stjórnarand- staeðingar hcfðu verið leystir úr haldi ráðamanna í Suður- Kóreu í gær munu námsmenn og stjórnarandstæðingar aðrir efna til mótmæla í landinu í dag er námsmaður sem féll fyrir hendi lögreglu verður borinn til grafar. Alls hafa nú 534 pólitískir fang- ar hreppt frelsið að nýju eftir að Chun Doo Hwan forseti söðlaði um þann fyrsta júlí og gekk að öllum meginkröfum andstæðinga sinna. í dag munu stjórnarandstöðu- leiðtoginn Kim Dae-Jung og 2,100 skoðanabræður hans öðlast þegnrétt að nýju en honum höfðu þeir verið sviptir fyrir hinar ýmsu sakir en þó fyrst og fremst af því að þeir voru á móti Chun. En engu að síður munu menn minnast námsmannsins Lee Han- Yol með viðeigandi hætti í dag en hann lét lífið á sunnudag eftir að Panama Mótmæit þiátt fyrir bann Andstœðingar leið- toga Panama, Nori- egas hershöfðingja, láta ekki deigan síga ogefnduígœrtil mjög fjölmennrar kröfugöngu í trássi við mótmœlabann stjórnarinnar Þúsundir Panamabúa létu í gær mótmælabann yfirvalda sem vind um eyrun þjóta, fylktust um götur höfuðborgarinnar og kröfðust afsagnar valdamesta manns landsins, Manuels Anton- io Noriegas hershöfðingja. Mótmælafundir og kröfu- göngur sem þessi hafa verið dag- legt brauð síðustu viku en aldrei hafa jafn margir slegist í hópinn og í gær. Innanríkisráðherra Panama, Rodolfo Chiari, kvað hafa lagt hart að foringja sínum að láta hart mæta hörðu og grípa til of- beldis í gær en Noriega virðist hafa virt ráð hans að vettugi því fjölmennt slagsmálalið lögregl- unnar aðhafðist ekki neitt. Hálfgerð karnívalstemmning ríkti í miðborg höfuðborgarinn- ar, mikill fjöldi bifreiðastjóra sem óku framhjá göngumönnum þeytti bílhorn sín og skrifstofu- menn opnuðu giugga á opinber- um byggingum og veifuðu hvítum vasaklútum til merkis um andúð sína á hershöfðingjanum. Forseti viðskiptaráðs Panama, Aurelio nokkur Barria, er mikilí fjandi Noriegas og var hann að vonum hæstánægður í gær. Hann kvað almenning ekki láta harð- stjórnina hræða sig frá því að láta vilja sinn í ljós og að fyrr en síðar myndi Noriega velt úr sessi. í sama streng tók leiðtogi kennarasambandsins, Ada de Gordon, og sagði mótmælin „sýna umheiminum að Panama- búar kærðu sig ekki um harð- stjórn." —ks. hafa legið lengi milli heims og helju. Lee fékk táragassprengju í höfuðið er sló í brýnu milli mótmælenda og kylfusveina Chuns þann 9. fyrra mánaðar. Útför hans fer fram við Yonsei háskólann í höfuðborginni Seoul en þar lagði hann stund á nám í viðskiptafræðum. Báðir Kimarn- ir, Dae-Jung og Young-Sam, hyggjast vera viðstaddir jarðar- förina og hafa látið fögur orð falla um Lee og kallað hann „píslar- vott er lét lífið í baráttunni fyrir lýðræði". Þegar Lee lést á sunnudaginn var aflýstu allir leiðtogar stjórn- arandstöðunnar fyrirhuguðum fundum með fulltrúum ríkis- stjórnarinnar þar sem ræða átti kosningaumbætur og lýstu því yfir að allar viðræður myndu liggja niðri uns Lee hefði verið til moldar borinn. Þorri þeirra sem látnir voru lausir í gær eru námsntenn er handteknir höfðu verið eftir átök við lögreglusveitir. En í hópnum var einnig þekktur baráttumaður fyrir mannréttindum, séra Moon Kimarnir báðir, Young-Sam (til vinstri) og Dae- Jung, hyggjast votta námsmanninum Lee Han-Yol hinstu virðingu sína. Ik-Hwan. Stúdínan og baráttu- konan Kwon In-Suk hafði gist dý- flissur Chuns allar götur frá því í maí í fyrra og hafði ófagra sögu að segja af fangavist sinni. Kvað hún sér hafa þrásinnis verið nauðgað af fangavörðum og mis- þyrmt með ýmsum öðrum hætti Og hefðu margir félaga hennar svipaða sögu að segja. Það vakti sérstaka athygli að þingmaðurinn og vinstrisinninn Yuh Sung-Hwan var ekki í hópi frelsaðra í gær. Hann var í fyrra dæmdur til árs fangavistar fyrir landráð er hann gerðist svo djarf- ur að leggja að ráðamönnum að draga úr andkommúnískum áróðri sínunt en reyna þess í stað að vinna að santeiningu kór- eönsku ríkjanria. _ks. Um framtíð Suður-Afríku 50 hvrtir funda með ANC ídag hefjastíDakka, höfuðborg Senegals, viðrœður hóps hvítra Suður-Afríkumanna ogfulltrúa úrframkvæmdanefnd Afríska þjóð arráðsins hvítir andstæðingar að- skilnaðarstefnunnar, menntamenn, íþróttamenn, lista- menn og stjórnmálamenn frá Suður-Afríku, munu í dag hefja viðræður við fulltrúa Afríska þjóðarráðsins, frelsissamtaka blakka meirihlutans í Suður- Afríku, í höfuðborg Senegal, Dakka. Umræðuefnið verður „lýðræð- jislegur valkostur fyrir Suður- Afríku“, spurningin um framtíð- arskipan mála í landinu eftir að hvíti minnihlutinn hrökklast frá völdum og þeldökkir hafa öðlast lýðrétt á við aðra þegna. Forseti Senegal, Abdou Diouf, mun segja fundinn settan en að því loknu mun frú Danielle Mitterand, eiginkona Francois Frakklandsforseta, flytja ávarp en hún er stofnandi mannrétt- indasamtakanna France-Libertes sem hafði veg og vanda af skipu- lagi fundarins. Þetta er í fyrsta sinni í tvö ár að hvítir Suðurafríkumenn mæla sér mót við fulltrúa ANC eða frá því hópur viðskiptajöfra gekk á fund leiðtoga samtakanna í Zambíu í september árið 1985. Þótt leið- togi ANC, Oliver Tambo, verði fjarri góðu gamni í Dakka er ljóst að samtökin telja fund þennan mjög mikilvægan þar sem fimm fulltrúar úr framkvæmdanefnd samtakanna munu mæta. I gær sættu fundarmenn beggja fylkinga gagnrýni úr ýmsum átt- um á heimaslóð. Ríkisstjórn Þjóðarflokks Bothas forseta heldur því statt og stöðugt fram að Afríska þjóðarráðið sé saman- safn kommúnista og bandítta og þvíóalandi og óferjandi. Það hef- ur því vakið nokkra furðu að ráðamenn hafa ekki minnst auka- teknu orði á fundarhaldið sem þó hefur átt sér nokkurn aðdrag- anda. En ýmsir félaga valdaflokksins hafa þó gagnrýnt hvítingjana 50 fyrir að gera ANC hátt undir höfði í stað þess að eiga viðræður við „hófsama" blökkumenn. Ofgasamtök hvítra hægri manna hafa þó ekki látið sitt eftir liggja og krefjast þess að einstakl- ingunum 50 verði straffað og þeir sviptir vegabréfum sínum. Breski Verkamannaflokkurinn Nýtt skuggaráðuneyti Neil Kinnock, forinaður breska Verkamannaflokksins, vann sætan sigur í gær þegar þing- flokkurinn valdi nýtt skugga- ráðuncyti. 15 menn voru kjörnir og á sér- hver þeirra að vera talsmaður flokksins í ákveðnum málaflokki. Það er ekki á allra vitorði að í Verkamannaflokknum starfa skoðanahópar og kennir ýmsra grasa í þeim efnum. Til dæmis taka róttækir vinstrimenn saman höndum, miðjumenn undir for- ystu Kinnocks sjálfs mynda hinn fræga Tribune hóp og hægri krat- ar mynda fylkingu er þeir nefna Einingu. Það er skemmst frá því að segja að baráttusamtök róttæklinga fengu engan fulltrúa kjörinn í skuggaráðuneytið. Hægri kratar töpuðu hvorki fleiri né færri en fjórum „ráðuneytum" en Tri- bune grúppan vann glæstan sigur. Samherjar Kinnocks hrepptu níu fulltrúa kjörna, hægri kratar fimm en einn er hlutlaus. -ks. Fimmtudagur 9. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Afríska þjóðarráðið hefur eiga orðastað við þessa hvítu einnig orðið fyrir gagnrýni. í yfir- menn. „Þetta er hópur afdank- lýsingu eins af baráttusamtökum aðra uppgjafarpólitíkusa sem vinstrisinnaðra svertingaja gætir hafa ekki umboð til eins né reiði í garð leiðtoga ANCfyrirað neins.“ _ks. OPIÐ DAGLEGA FRÁ KL. 8 TIL 20 cm OÍl UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FEROAMÁLA Á (SLANOI • INGÖLFSSTRÆTI5 • SiMI 623045

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.