Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Indland Sikhar óttast skálmöld 3 sikhar voru vegnir ígœr í hefndarskynifyrir morð trúbrœðra sinna á 72 hindúum. Porri sikhafordœmirfjöldamorðin en óttast grimmilega hefnd Um 1500 bálreiðir hindúar reyndu í gær að ryðjast inn á heimili innanríkisráðherra Gandhistjórnarinnar, sikhans Buta Singh, í Nýju-Delhi en urðu frá að hverfa eftir átök við lög- reglusveitir. Flestir þeirra kváðu vera félagar í Bharatiya Janata- flokknum sem er skipaður heittrúuðum hindúum og finnur Kongressflokki Rajivs Gandhis forsætisráðherra flest til foráttu. Fréttir hermdu að þrír sikhar hefðu orðið heiftúðugum hindú- um að bráð, einn í höfuðborginni og tveir í Haryanafylki. Her og lögregla voru hvarvetna í við- bragðsstöðu og mikil spenna ríkti í Chandigarh, sameiginlegri höf- uðborg Haryana og Punjab- fylkja. Flestum skólum, verslun- um og útimörkuðum þar um slóð- ir var lokað í gær í mótmælaskyni við hryðjuverkin í fyrradag og á mánudag. Flestir sikha í Nýju-Delhi og Haryana héldu sig innandyra af ótta við hefndarvíg hindúa. „Nú eru erfiðir tímar framundan fyrir sikha á Indlandi," sagði sikhinn og læknirinn H.S. Malhotra en hann starfar við sjúkrahús í Chandigarh og veitti særðum fórnarlömbum hryðjuverka- mannanna umönnun í fyrra- kvöld. Margir trúbræðra hans tóku í sama streng en viðbrögð þeirra segja meira en mörg orð um ör- væntinguna sem ríkir meðal al- mennings í Haryana og Punjab nú eftir samfellda lotu hrannvíga og hefndarmorða hindúa og sik- ha um árabil. Fyrir fáeinum árum voru samskipti þessara trúhópa með miklum ágætum og höfðu verið um aldir. Sikhar skera sig mjög úr á Ind- landi og eru auðþekkjanlegir á vefjarhetti og síðu skeggi. Það er því litlum vandkvæðum bundið fyrir hatursmenn þeirra að finna þá á förnum vegi. Þeir eiga ófag- rar minningar um hefndaræði hindúa því að minnsta kosti 2000 þeirra voru vegnir, höggnir í spað eða brenndir, fyrir tæpum þrem árum í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi. Það voru tveir sikhar úr lífvarðarsveitum Indiru sem skutu hana og voru þeir að hefna fyrir innrás í Gullna hofið í Am- ritsar, æðsta helgidóm sikha, en þar felldu hersveitir stjórnarinn- ar um 1000 manns á einu bretti. Rajiv Gandhi hefur aldrei látið refsa forsprökkum hindúanna sem frömdu fjöldamorðin og er það eitt með öðru sem veldur mikilli beiskju í hans garð í Punj- ab. Margir sikha eru enn gramir vegna innrásarinnar í Gullna hof- ið og ekki bætti úr skák er Gandhi svipti heimastjórn Punjab völd- um, tók að stýra fylkinu fráNýju- Delhi og stórjók umsvif hers og lögreglu þar um slóðir. Allt hefur þetta lagst á eitt um að draga kjarkinn úr sikhum og það hafa öfgamenn úr röðum að- skilnaðarsinna, sem berjast fyrir sjálfstæði „Khalistan" einsog þeir nefna Punjab, nýtt sér til hins ýtr- asta. „Hryðjuverkamenn vinna óharðnaða unglinga á sitt band með því að sannfæra þá um að þeir séu undirokaðir af hindúum og eigi enga framtíð fyrir sér á Indlandi" er haft eftir ónefndum Iögregluþjóni úr röðum sikha. Fæstir sikha hafa styðja öfga- fulla aðskilnaðarsinna sem kváðu hafa bækistöðvar á strjálbýlum svæðum við landamæri Punjab og Pakistan. En Gandhi á heldur ekki uppá pallborðið. Kaupmaðurinn Kas- hmir Singh segir sínar farir ekki sléttar. „Eg er sikhi og ég er Ind- verji. Við höfum enga samúð með hryðjuverkamönnum en stjórnin sýnir okkur ekkert rétt- læti.“ Sikhar hafa frá fornu fari verið mikils metnir á Indlandi. Þótt þeir séu aðeins 16 miljónir á móti 680 miljónum hindúa þá eru þeir mjög áberandi í valdakerfi og þjóðlífi. Forsefi Indlands, Zail Singh, er sikhi. Einnig fjölmargir ráðherra. í hernum ertíundi hver maður sikhi og 30 prósent allra embættismanna. Þeir eru enn- fremur mjög áberandi í verslun og athafnalífi. Á þá hefur löngum verið litið sem sérstaka verndara hindúisma og Indlands. Til skamms tíma var elsti sonur í mörgum hindúafjöl- skyldum alinn um sem sikhi, „sardar“ eða foringi, gagngert í því augnamiði að hann verndaði yngri systkini. Trú sikha á sér 500 ára sögu. Höfundur hennar, gúrúinn Nan- ak, sótti ýmsar hugmyndir í íslam svo sem kenninguna um bræðra- lag og hafnaði stéttaskiptingu hindúa en að öðru leyti ber siður- inn keim af hindúisma. Síðar einkenndu sikhar sig með vefjarhetti, skeggi og bjúg- sverði. Þeir gátu sér gott orð sem hermenn og vörðu Indland af hörku fyrir innrásarherjum mú- hameðstrúarmanna úr vestri. Snemma á áttunda áratugi þessarar aldar fóru raddir þeirra að gerast háværari sem kröfðust sjálfstjórnar heimafylkisins Punj- ab og margir óttuðust að hindú- ismi myndi ganga af sikhisma dauðum. Jafnt og þétt tóku að- skilnaðarsinnar að færa sig uppá skaftið uns alger óöld ríkti í fylk- inu og Indira Gandhi fyrirskipaði innrásina í Gullna hofið í október árið 1984. Síðan hefur hvert hryðjuverkið rekið annað og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. _4[S. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboöum í smíöi og uppsetningu á loftræstikerfi í aðalsal Borgarleik- hússins í Reykjavík. Blikkmagn ca. 3900 kg. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuö á sama staö fimmtudaginn 30. júlí kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Hajiv bandhi þóttist gera vel er hann samdi vio hófsaman sikhaleiðtoga, Longowal að nafni um heimastjórn í Punjab. Fáeinum dögum síðar var Long- owal myrtur af hryðjuverkamönnum úr röðum trúbræðra sinna. ------------------ ~..... hennar, sikhinn Beant Singh. Hann og einn trúbræðra hans myrtu hana í nóvember árið 1984. St. Jósefsspítali Landakoti HAFNARBÚÐIR Lausar stöður Starfsmann vantar í eldhús, 50% vinna, fyrir hádegi. Föst staöa. Einnig vantar okkur starfsmann við ræstingar í sumarafleysingar. 100% vinna. Upplýsingar veittar í síma 19600/200 alla virka daga kl. 10-12. Reykjavík 8. júlí 1987. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! IUMFERÐAR Práð Tjernóbýlréttarhöldin Tjaldið fellur Erlendumfréttamönnum meinaður aðgangur að réttarsalnum í Tjern- óbýl. Málaferlunum lítill gaumur gefinn í sovéskum fjölmiðlum Sovéskum ráðamönnum virðist vera umhugað um að réttar- höldin í málum sex fyrrum yfir- manna kjarnversins í Tjcrnóbýl liggi í þagnargildi þrátt fyrir miklar og fjálglegar yflrlýsingar að undanförnu um nauðsyn „op- innar umræðu“ (glasnost) um allt milli himins og jarðar. í gær hófst annar dagur mála- ferlanna og þá brá svo við að öllum erlendu fréttamönnunum, sem viðstaddir voru upphaf rétt- arhaldanna, var meinaður að- gangur. Það kemur nokkuð á óvart að Kremlverjar skuli ekki heimila almenningi á Vesturlöndum að fylgjast með málflutningi og bæta með því að nokkru fyrir þá ósvífni í fyrra að láta undir höfuð leggjast í tvo sólarhringa að viðurkenna hvað orðið hefði í Tjernóbýl. Alkunna er að geisla- virkt úrfelli olli miklum búsifjum víða utan Sovétríkjanna. Embættismenn í utanríkisráð- uneytinu báru því við í gær að of miklum vandkvæðum væri bund- ið að hýsa skara erlendra frétta- manna í jafnlitlu þorpi ogTjernó- býl í þær þrjár vikur sem réttar- höldin munu standa. En ýms teikn eru á lofti um að þetta sé fyrirsláttur og raunveru- leg orsök fréttabannsins sé önnur. Það er til dæmis mjög at- hyglisvert að hinir málglöðu fjöl- miðlar í austurvegi hafa gefið réttarhöldunum sáralítinn gaum. Og skyldi maður þó ætla að so- vésk alþýða brynni af forvitni um að fá að vita sem mest um þetta mál. Sovéska fréttastofan Tass lét nægja að greina frá opnun réttar- haldanna í tveim málsgreinum í fyrradag. í gær hafði ekki birst stafkrókur um þau að hálfnuðum degi. Helstu dagblöð birtu þessar tvær málsgreinar án frekari út- leggingar. Sjónvarpið greindi stuttlega frá málaferlunum og birti mynd af réttarsalnum og út- varpið rétt tæpti á því að mál- flutningur væri hafinn. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 9. júlí1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.