Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Til sölu Vil selja Baby Björn barnabaðborð, barnarimlarúm og þurrkara. Uppl. í síma 46504. Reiðhjól óskast Bráðvantar 2 notuð kvenreiðhjól annað 10gíra. Uppl. ísíma 689910 eða 34250. Óska eftir að kaupa vel með farið stórt reiðhjól, má vera gamalt en vel með farið og barna- stól á hjólið. Á sama stað er til sölu gamalt eins manns rúm með dýnu. Sími 17087. Skenkur úr tekki til sölu á kr. 1 þús. Góð eign. Sími 76229. Gömul þvottavél óskast gefins. Uppl. í síma 17161, 40667 og 46538. Rafha eldavél 52 cm breið í ágætu lagi fæst fyrir 1500 kr. Uppl. I síma 22983. Herbergi til leigu Gott herbergi til leigu. Uppl. í síma 25193. Stofuskápur - dúkkuvagn Stofuskápur með glerjum módel 1947 til sölu ódýrt. Á sama stað óskast ódýr en heill dúkkuvagn. Upplýsingar í síma 681310 á dag- inn og í síma 36718 á kvöldin. Til sölu Mercury Comet árg. 1974, tveggja dyra, sjálfskiptur með vökvastýri. Ekinn 126 þús. km. Dökkbrúnn með vinyltopp. Tveir eigendur frá upphafi. í góðu lagi og selst á góð- um kjörum. Uppl. í síma 23982. Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Óska eftir skrifborði gefins eða mjög ódýrt. Uppl. í síma 17593 eða 25814. Til sölu 2ja mánaða gamalt svart AIWA kassettutæki með útvarpi, tvöföldu kassettukerfi, 5 banda tónjafnara og lausum hátölurum. Uppl. í síma 612486 eftir kl. 7 á kvöldin. Húsmóðir óskast Kona óskast til að sjá um heimili og 3 börn. Góð laun í boði. Uppl. í síma 20278. 2ja-3ja herb. íbúð óskast á leigu Uppl. í síma 32372 og 671333. Óska eftir að kaupa framstuðara á Datsun '77 og millibilsstöng. Á sama stað er til sölu 5 gata 14 tommu felgur og framhúdd á Dats- un diesel ’83-’87 á gjafverði. Sími 76282 eftir kl. 18. Til sölu austurlenskt hnífaparasett mjög fal- legt, 144 stk. í teaktösku. Uppl.í síma 16457. Tvö notuð kvenreiðhjól óskast helst 26 tommu gírahjól. Á sama stað eru ánamað- kar til sölu. Uppl. í síma 681274. Til sölu teak borðstofuborð + 4 stólar. Selst ódýrt. S. 686439. Þvottavél óskast Notuð þvottavél óskast keypt, helst CANDY, má vera biluð. Uppl. í síma 16099 eða 35368. Fyrir ungabörn Nýlegur kerruvagn til sölu selst á kr. 6 þús. Uppl. í síma 16628. Barnagæsla 4ra ára stelpu vantar einhvern góð- an, stelpu eða strák, til að vera með sér úti fyrir og/eða eftir hádegi. Um er að ræða júlímánuð og fyrstu vik- una í ágúst. Tímalengd fer eftir samkomulagi. Góð laun fyrir góðan krakka. Uppl. í síma 20772. Geymsluhúsnæði til leigu, rúmgott, upphitað geymsluhúsnæði m/sérinngangi. Uppl. í síma 41039 í dag og næstu daga. íbúð óskast Er ekki einhver sem vill leigja ungu og reglusömu pari 2-3ja herb. íbúð á sanngjörnu verði? Öruggum greiðslum og reglusemi heitið. Ibúðin má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 45801. íbúð óskast Námsmaður óskar eftir íbúð fyrir sig og konu sína frá og með 1. sept. Reglusemi og öruggar greiðslur. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 84117. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð til leigu. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 91-686856 og 93-2567 á kvöldin. Rafha-eldavél fæst gefins, sé hún sótt. Sími 33241 e. kl. 19.15 í kvöld. þJÓÐVlLliNN Mötuneyti - sumarafleysingar Þjóðviljann vantar starfsmann til að sjá um létta máltíð í hádeginu næstu 6 vikurnar (sendill sér um innkaup). Vinnutími kl. 10-14. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri í síma 681333. Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Fiskifræðingar segja að verði farið að tillögum þeirra um 20% minni sókn í þorskstofninn næstu tvö ár muni fiskgengd á vertíðarsvæðunum aukast að nýju. Hafrannsóknastofnun Ástand fiskstofna og aflahorfur Hafrannsóknastofnun vill að góðœrið ísjónum verði notað til að byggja upp þorskstofninn. Ýsansjaldansterkari, ufsinn stöðugur og hrun karfastofnsins stöðvað Tillögur Hafrannsóknastofn- unar um 300 þús. tonna hámarks- þorskafla á næsta ári sem kynntar voru fyrir hagmsmunaaðiium sjávarútvegs í fyrri viku, hafa mætt meiri skilningi og jákvæðari undirtektum bæði sjómanna og útgerðarmanna en tillögur stofn- unarinnar frá fyrri árum um samdrátt í þorskveiði. Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir það ánægjuefni hve viðbrögð hafa verið góð við tillögum stofnunar- innar sem þýða um 20% samdrátt í þorskveiði á næsta ári miðað við þau 360 þús. tonn sem líklega veiðast á þessu ári. Hann segir jafnframt að samsetning þorska- flans síðustu ár hafi einmitt fært sönnur á fyrri spár fiskifræðinga um stöðu þorskstofnsins og því sé trúlega tekið betur í tillögurnar nú en þegar svarta skýrslan var kynnt á sínum tíma. Annar hver þorskur smáfiskur í úttekt Hafrannsóknastofn- unar á nytjastofnum sjávar og afl- ahorfum fyrir næsta ár kemur m.a. fram að trúlega mun annar hver þorskur sem veiðist á þessu ári verða ýmist þriggja eða fjög- urra ára gamall, árgangur 1984 og 83, meðalþyngd 1.5-2 kg. Hlut- fall smáfisks í heildaraflanum er þannig sífellt að aukast, og fari aflinn fram yfir 360 þús. tonn á þessu ári eykst hlutfall smáþorsks enn frekar. Fiskifræðingar gera ráð fyrir að veiðistofn þorsks í ársbyrjun hafi verið um 1 miljón tonn og ársafl- inn er því hátt í 40% af veiðistofn- inum, þe. fjögurra ára fiskur og eldri. Veiðistofninn um næstu áramót verði um 1.160 þús. tonn, aukist um 12% vegna sterka árg- angsins frá 1984. Argangurinn frá 1985 í meðallagi stór en árgan- gurinn frá í fyrra er hins vegar mjög slakur og það veldur mönnum áhyggjum. 300 þús. hámark næstu tvö ár Ef veidd verða 400 þús. tonn af þorski á næsta ári og sama magn árið 1989 mun hrygingarstofninn standa í stað að mati Hafrann- sóknastofnunar en veiðistofninn minnka úr 1.160 þús. tonnum í 950 þús. tonn. Ef ársaflinn bæði þessi ár verður hins vegar 350 þús. tonn helst veiðistofninn óbreyttur árin 1988 og 1989 en minnkar um 10% árið 1990. Stofnunin leggur hins vegar til að ekki verði veitt meira en 300 þús. tonn hvort árið um sig en það yrði til þess að veiðistofninn myndi vaxa lítillega en hrygningastofn- inn mun meira og verða kominn upp í 500 þús. tonn árið 1990, sem myndi þýða aukna fiskgengd á vertíðarsvæðunum sunnan- og vestanlands. Ýsustofninn sjaldan stærri Ástand ýsustofnsins hefur sjaldan verið betra en nú og fiski- fræðingar eru það bjartsýnir að þeir leggja til að veiðin úr stofnin- um verði aukin á næsta ári úr 50 þús. tonnum í 60 þús. tonn og aftur árið 1989 í 70 þús. tonn. Þessi væntanlega aukning í ýsu- veiði ætti að geta komið að nokkru leyti uppí niðurskurð í þorskveiði, verði farið að til- lögum fiskifræðinga. Veiðistofninn þ.e. fjögurra ára og eldri ýsa, er nú áætlaður 175 þús. tonn og hrygningarstofninn rúm 105 þús. tonn. I stofnmæl- ingaleiðangri sem farin var í mars sl. kom fram að árgangarnir frá 1984 og 85 eru mjög sterkir, þó sérstaklega 85 stofninn sem er nú talinn vera um 180 miljónir fiska sem er Iangstærsti ýsuárgangur sem fram hefur komið í 30 ár, en meðalárgangur ýsu telur um 66 miljónir fiska. Þetta er því nær þrefaldur meðalárgangur sem kemur inn í veiðina á næsta ári. Ufsinn líka sterkur í ár er búist við að ufsaaflinn verði um 70 þús. tonn sem er ívið meiri afli en fékkst í fyrra. í nýju stofnmati er gert ráð fyrir að 1983 árgangurinn sé stór og að bæði veiðistofn og hrygningarstofn ufsa fari vaxandi á næstu árum. Hafrannsóknastofnun hefur því lagt til að aflahámarkið á næsta ári verði 75 þús. tonn og 80 þús. tonn árið 1989. Með þessum veiðum mun veiðistofninn vaxa í 450 þús. tonn árið 1990 og hrygn- ingarstofninn í tæp 300 þús. tonn. Karfinn að ná sér aftur Fiskifræðingar telja að hnign- un karfastofnsins á undanförnum árum hafi nú stöðvast í bili. í ár er reiknað með að karfaaflinn verði um 85 þús. tonn sem er svipaður afli og á sl. ári. Niðurstöður úr nýju stofnmati á karfa benda til þess að veiðist- ofninn (11 ára og eldri) sé nú um 740 þús. tonn en hann hefur hrap- að úr um 900 þús. tonnum árið 1981. Sömu sögu er að segja um hrygningarstofninn sem er nú áætlaður um 400 þús. tonn en hann var um 460 þús. tonn árið 1981. Djúpkarfaaflinn á íslandsmið- um hefur minnkað töluvert á sl. árum og var í tæp 19 þús. tonn, en um 25 þús. tonn árið á undan. Hafrannsóknastofnun leggur til að áfram verði dregið úr sókn í djúpkarfann og að hámarkskarf- aafli á íslandsmiðum á næsta ári verði 75 þús. tonn af báðum karf- ategundunum. Með því afla- magni mun stofninn standa nokk- uð í stað. -Ig. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.