Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 2
P^SPURNÍNGIN— Hvemig leggst kíló- skattur ríkistjórnarinnar af bifreiöum í þig? Óskar Lárusson, trésmiður: Okkur líst alltaf illa á alla skatta, er það ekki venjan? Einhversstaðar verður ríkið vitanlega að taka pening- ana. En mér sýnist þessi skattlagn- ingarleið helst koma niður á þeim sem minnst mega sín. Jón Friðrik, kælitæknir: Mér finnst sjálfsagt að láta menn borga skatt af bifreiðaeign umfram einn bíl. Ég er ekki sammála því að þeir sem eiga aðeins einn bíl þurfi að borga skatt af honum. Örn Erlingsson, kælitæknir: Mér líst ekkert á að skattleggja bif- reiðaeign landsmanna. Maður borg- ar nóg önnur gjöld, þó svo þessi bæt- ist ekki við. Rakel H. Pétursdóttir, útivinn- andi húsmóðir: Þetta er allt í lagi svo fremi það sé tryggt að þessir peningar skili sér í vegina. Gunnur R. Gunnarsdóttir, vinn- ur við innskrift: Mér finnst þetta alveg vera I anda nýju ríkisstjórnarinnar. Síðasta bens- ínhækkun er fullnóg fyrir barnafólk og þá sem standa í húsbyggingum. _________________________FRETTIR_________________________ Mjólkurbœndur Margir búnir með kvótann Mjólkurbú Flóamanna: Um 15 bœndur búnir með kvótann. ífyrra á sama tíma voruþeir 70. Mjólkurbú Borgfirðinga: 20 bœndur búnir með kvótann. Mjólkurbú KEA á Akureyri: Um tugur bœnda búinn með sinn kvóta. Ekki farið að hella niður mjólk Margir mjólkurbændur víðs- vegar um landið eru þessa dagana að klára mjólkurkvóta sína fyrir verðiagsárið 1986-1987 sem lýkur 31. ágúst næstkom- andi, en nýtt verðlagsár byrjar 1. september ár hvert. Þó er enginn bóndi farinn að heila niður mjólk, að því best er vitað, enn sem komið er. Mjög mismunandi er eftir landsvæðum hvað margir eru búnir með mjólkurkvótann sinn, en það er samdóma áiit þeirra mjólkurbústjóra sem Þjóðviljinn hafði samband við í gær, að ástandið í þessum málum væri mun betra en í fyrra. Að sögn Birgis Guðmunds- sonar mjólkurbústjóra hjá Mjólkurbúi Flóamanna eru um 15 bændur á samlagssvæði Mjólk- urbúsins þegar búnir með sinn mjólkurkvóta og er það mun betra ástand en í fyrra, en þá voru á sama tíma um 70 bændur búnir með kvótann. Bjóst Birgir við að þegar upp væri staðið í lok verð- lagsársins væri umframmagnið af mjólk um hálfa til ein milljón lítra, en mjólkurkvóti Mjólkur- bús Flóamanna þetta árið 37,6 „Nú hafa verið veiddar 57 lang- reyðar og „vísindaveiðarnar“ virðast ganga vel. Við urðum var- ir við nokkuð mikla hvalgengd vestan við landið en ennþá er ekki hægt að draga neinar marktækar ályktanir af talningunni. Þegar við fáum yfirsýn yfir alla talning- una sem í gangi er þá getum við farið að gera það,“ sagði Jóhann, en hann er nú um borð í Árna Friðrikssyni. „Við erum nú undir Jan Mayen og það er svolítið þokusamt en þetta hefur gengið vel. Við byrj- uðum vestan við landið og fórum upp að ísröndinni. Það hefur ver- milljónir lítra. Þeir bændur sem eru búnir með kvótann reyna að fá leigða kvóta af þeim bændum sem ekki geta nýtt sinn til fullnustu. Jón Guðmundsson verkstjóri í Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borg- arnesi segir að þar séu um 20 bændur búnir með sinn mjólkur- kvóta en ekki farnir að hella nið- ur mjólk. Sagði Jón að þessir bændur sendu þrátt fyrir það áfram inn mjólk til mjólkurbús- ins endaþótt þeir fengju ekkert borgað fyrir innlögnina. Kvóti Borgfirðinga í ár er um 9,3 milljónir lítra. Júlíus Kristjánsson verkstjóri hjá Mjólkurbúi KEA á Akureyri segir að ástandið á samlagssvæð- inu sé með besta móti í ár og að- eins rúmur tugur bænda sé búinn með sinn mjólkurkvóta. Þar eins og á hinum stöðunum, reyna menn að bjarga sér með því að fá leigðan fullvirðisrétt frá öðrum bændum til að geta fengið verð fyrir mjólkina, en þar eins og annarsstaðar fá bændur ekkert borgað fyrir umframinnlögn af mjólk. Mjólkurkvótinn á sam- ið óvenjumikil hreyfing á ísnum og hann hefur verið að stríða okkur öðru hverju. Við höldum svo suður Jan Mayen-hrygginn og munum hitta þar rannsóknar- skipið Keflvíking fyrir. Austur- svæðið er tölvert spennandi þar sem litlar rannsóknir hafa farið fram á því á undanförnum árum,“ sagði Jóhann Sigurjóns- son. Um þessar mundir standa yfir umfangsmiklar hvalatalningar um allt Norður-Atlantshafið. Þátt í þeim taka íslendingar, Fær- eyingar, Norðmenn og Spánverj- ar. Þrjú íslensk rannsóknaskip lagssvæði Mjólkurbús KEA er tæpar 21 milljón lítrar fyrir þetta verðlagsár. Á þessum þremur stærstu eru í þessu verkefni. Árni Frið- riksson fyrir norðan land, Skírnir fyrir vestan land og Keflvíkingur allt suður undir Rockall-svæðinu. Rannsóknamenn á Skírni AK 16 fundu á sunnudaginn var ís- landssléttbak þar sem þeir voru staddir um 260 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Dýrið er mjög sjaldgæf hvaltegund í Norður- Atlantshafinu. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar eru aðeins til 2-3 heimildir um tilvist þessa dýrs síðustu 70 árin á norðursvæðum. Hann sást síðast á Grímseyjar- sundi árið 1972. -gsv mjólkurbúum landsins er reynt eftir megni að vinna úr umfram- mjólkinni ýmist í mjólkurduft eða osta. grh Vestmannaeyjar Næturverslun Byggingarvöruverslunin Brim- nes í Vestmannaeyjum hefur opið allan sólarhringinn. Að sögn starfsmanns verslunarinnar geta menn ef þá vantar eitthvað til sinna verka, hringt í vakthafandi verslunarmann og fengið af- greiðslu um helgar eða að kvöld- og næturlagi. „Þetta er talsvert notað því margir vilja nota frítíma sinn vel og vinna kvöld og nætur í húsinu sínu í blíðviðrinu. Menn geta hringt heim til okkar og við erum alltaf tilbúnir að sinna þörfum kúnnans," sagði starfsmaður verslunarinnar. í auglýsingu frá versluninni segir m.a. að greiðslukjör séu við allra hæfi og opið sé allan sólar- hringinn. _gSV Hvalarannsóknir 57 hvalir veiddir Jóhann Sigurjónsson á Árna Friðrikssyni: Hvalatalningin gengurvel. Eystra svœðið spennandi og lítið verið skoðað áður Myndlist Nína sýnir í París Nína Gautadóttir listmálari hefur opnað sýningu á 20 nýjum málverkum í Gallerí Etienne Causanne í París. Hún sýndi í fyrsta sinn málverk á Kjarvalsstöðum í fyrravor en áður hafði hún haslað sér völl sem veflistamaður. Nína hefur aðallega búið í Afr- íku síðustu ár en eiginmaður hennar Antonie Mercier hefur stjórnað byggingaframkvæmdum víða þar í álfunni. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.