Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 9
Áriö 1966 misstu Bandaríkjamenn fjórar kjarnorkusprengjur úr B-52 flugvél yfir Spáni. Þrjár sprengjanna fundust á landi og sú fjóröa í sjónum útifyrir Palomar- es, og sést hún hér um borð í leitarskipinu. Skotstöð Títan-2 flaugar í Damascus, Arkanasfylki í Bandaríkjunum eftir slysiö þann 19. september 1980. Bensín lak úr flauginni niður í skotgryfjuna, það sprakk og fleygðist kjarnaflaugin nokkur hundruð metra, án þess þó að springa í loft upp. American Friends Service Com- mittee, hafði höfðað á hendur sjóhernum á grundvelli laga um frjálsan aðgang að upplýsingum. Framkvæmdastjóri AFSC, Ian Lind, hafði komist að tilvist þrig- gja leynilegra skjala, Navy Weap- ons Evaluation Facility Report 1070, 1070-1 og 1070-2, þar sem greint er frá 280 slysum og hættu- legum atvikum er tengjast kjarn- orkuvopnum bandaríska sjóhers- ins á tímabilinu 1965-1977, eða sem svarar 30 atvikum á ári. Lind krafðist þess að fá aðgang að þessum skjölum og eftir fimm ára málastapp tókst honum að fá alls 98 blaðsíður af rækilega rit- skoðuðu efni þessara skýrslna (ein hinna þriggja skýrslna hafði upphaflega verið 165 síður að lengd). Allan tímann sem réttar- höldin stóðu yfir reyndu fulltrúar sjóhersins allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir að nokkuð væri birt af efni skjalanna. Þeir héldu því ekki einungis fram að allt við- komandi kjarnorkuslysum yrði að vera leynilegt, heldur væru ástæðurnar fyrir slíkri leynd einn- ig leynilegar. Eftir að AFSC hafði fengið slysaskýrslurnar í hendurnar og gert þær opinberar sneri sjóher- inn algerlega við blaðinu og 16. janúar sl. birtu stórblöðin, Was- hington Post og New York Tim- es, fréttir þar sem fram kom að bandaríski flotinn viðurkenndi ekki bara 380 heldur 630 slys og hættuleg atvik í meðferð kjarn- orkuvopna síðustu 20 árin. Tals- maður flotans lagði hins vegar áherslu á að enginn þessara at- burða hefði sett almenning í hættu, ekki einu sinni sjóliðana. Hann varaði einnig fólk við að draga fljótfærnislegar ályktanir af fjölda atvikanna einum saman, heldur skyldi það kynna sér málið í smáatriðum fyrst. Það kald- hæðnislega er að jafnvel það rit- skoðaða plagg sem loksins hefur fengist opinberað gefur almenn- ingi ekki mikinn kost á að gera sér fulla grein fyrir eðli og afleið- ingum slysanna. Það er vitaö að aðeins tvö af þessum 630 atvikum eru flokkuð sem „brotnar örvar“. Árið 1965 datt A-4 sprengiþota með B-43 kjarnorkusprengju fram af flug- móðurskipi í Kyrrahafið; flug- maðurinn fórst. Árið 1968 hvarf árásarkafbáturinn Scorpion með manni og mús einhvers staðar í miðju Atlantshafi (árið 1963 sökk árásarkafbáturinn Thresher undan ströndum Nýja Englands með 129 manna áhöfn). Eftirfar- andi atburðir gefa hins vegar nokkra hugmynd um það sem bandaríski sjóherinn flokkar undir hættuleg atvik frekar en slys: Flórída 1968: Kjarnaoddur losnaði af Terrier flugskeyti og féll tvo og hálfan metra niður á þilfar freigátunnar Luce þar sem hún lá við bryggju í Mayport í Flórída. Hawaii 1969: 14. janúar 1969 þegar verið var að hlaða Phant- om þotu vopnum á þilfari flug- móðurskipsins Enterprise (75 sjómílum suður af Pearl Harbor) sprakk ein sprengjan með þeim afleiðingum að eldur kom upp og miklar sprengingar urðu. 24 menn fórust. Enterprise er kjarn- orkuknúið og er yfirleitt talið hafa allt að 200 kjarnorkuspreng- jur innanborðs. Holy Loch í Skotlandi 1981: Þessi atburður átti sér stað í kaf- bátalægi Bandaríkjanna í Holy Loch í nóvember 1981. Verið var að skipa Poseidon eldflaug (með 10 kjarnaodda) úr móðurskipinu USS Holland um borð í kafbátinn Los Alamos þegar dráttarspil kranans aftengdist og 30 tonn þung eldflaugin féll fimm metra uns sjálfvirkir hemlar stöðvuðu hana rétt ofan við skrokk kaf- bátsins og þar slóst hún hvað eftir annað utan í síðu móðurskipsins meðan allir viðstaddir héldu niðri í sér andanum, stjarfir af ótta. Við rannsókn kom í ljós að stjórnandi kranans hafði verið undir áhrifum vímuefna. Einnig eru taldar líkur á að sprengi- kveikur kjarnaoddanna hafi ver- ið svokallað LX09 sprengiefni sem þykir svo hættulegt í með- ferð að notkun þess hefur verið bönnuð. ASROC og mannlegur breyskleiki Samkvæmt skýrslum banda- ríska sjóhersins verða flest slysin, eða 38%, í tengslum við skammdræg kjarnorkuvopn um borð í flugvélum flotans. Næstum jafnmörg slys, 36%, tengjast kjarnorkuvopnum um borð í her- skipum ofansjávar. Flest slysa í þessum flokki, 24% allra slys- anna, tengjast ASROC (Anti- Submarine Rocket) gagnkaf- bátaflaugu, en þær virðast vera sú tegund kjarnorkuvopna sem oft- ast verður fyrir slysum. Þetta er skýrt með því að ASROC- flaugum er komið fyrir í nær öllum gerðum ofansjávarskipa flotans, allt frá flugmóðurskipum niður í freigátur og þær eru stórar og erfiðar í meðferð á skipi sem veltur í sjógangi. U.þ.b. 16% slysanna tengjast kjarnorku- vopnum um borð í kafbátum. Heistu orsakir þessara slysa eru raktar til mannlegra mistaka ogbilanaítækjabúnaði. Mannleg mistök eru talin helsta ástæðan fyrir 60% slysanna en hlutur tæknilegra orsaka hefur farið vaxandi með árunum. Skýrslurn- ar sýna að kjarnorkuvopnum hef- ur nokkrum sinnum verið skotið í ógáti, t.d. má sjá af línuritum að slík atvik hafa átt sér stað árin 1965, 1968, 1969 og 1970. Ástæður slysa eru yfirleitt tald- ar öllu flóknara samspil mann- legra, tæknilegra og umhverfis- legra þátta en fram kemur í þess- um slysaskýrslum bandaríska sjó- hersins en segja má þó að hinn mannlegi þáttur sé ævinlega til staðar. Mesta ábyrgð bera við- komandi stjórnendur en geim- ferjuslys Bandaríkjanna í febrúar ’86 er gott dæmi um það þegar persónulegur metnaður ráða- manna verður örygginu yfirsterk- ari. Þeir menn sem daglega með- höndla kjarnorkuvopn eru miklu yngri en almenningur gerir sér grein fyrir, t.d. er meðalaldur kafbátaáhafna ekki nema 24 ár. Starfsumhverfi þessara manna er langt frá því að vera í samræmi við það sem almennt eru gerðar kröfur um, hvort heldur þeir eru innilokaðir í 68 daga neðansjávar þar sem hvít og rauð flúrljós eru hið eina sem táknar mun dags og nætur, eða þeir sitja saman- krepptir í herflugvélum. Til- breytingarleysi þessara starfa, þar sem „óvinurinn" birtist aðal- lega sem ljósrák á skjá eða strik á sírita, reynir oft verulega á taugarnar. A árunum 1975-1977 voru rúmlega 15.000 starfsmenn Bandaríkjahers sem störfuðu í tengslum við kjarnorkuvopn færðir í önnur störf, þar af voru nærri 6000 manns látnir hætta vegna ofneyslu áfengis og eitur- lyfja og tæplega 4000 vegna líkamlegra og geðrænna vanda- mála sem talin voru há þeim í starfi. Bandaríkjaher fullyrðir, ef- laust ekki að ástæðulausu, að þar fái menn betri þjálfun en annars staðar. Það er hins vegar um- hugsunarefni að samkvæmt nið- urstöðum Kemeny-nefndarinnar svokölluðu, sem rannsakaði Three Mile Island slysið á vegum Bandaríkjaforseta, var ónóg þjálfun starfsmanna ein af mikil- vægum ástæðum slyssins. Nær allir þessara manna, eins og obb- inn af starfsmönnum bandarískra kjarnorkuvera, höfðu upphaf- lega fengið starfsreynslu sína um borð í kjarnorkuknúnum kafbát- um og herskipum bandaríska sjó- hersins. ( næstu grein er fjallað sérstak- lega um kjarnorkuslys og geisla- virkni á og 'í hafinu. Flmmtudagur 9. júlí 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.