Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVI Fimmfudagur 9. júll 1987 146. tölublað 52. árgangur LEON Í 'i AÐFIARS€LU SKÓLACÖNCU 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. 4-5000 krónur aukalega afmeðal bíl. 235 milljónir íár-610 áþví nœsta. Jónas Bjarnason, frmkv.stj. FÍB: Líst ekki á blikuna. Bifreiða- eigendur þegar ofskattlagðir. Öryrkjar látnir borga til jafns við aðra etta eru töiuverðar fjárhæðir, sem hér er um að ræða. Bif- reiðaeigendöur hafa lengi verið ofskattlagðir. En það sem mér sýnist þó vera það versta við þennan skatt, er að hann tekur ekkert tillit til misjafns efnahags manna. Stjórnvöld þurfa að svara því undanbragðalaust hvort þessi skattur eigi til að mynda að taka til öryrkja. Ör- yrkjar hafa töluvert hringt hing- að og lýst áhyggjum sínum yfir þessum áformuðu aðgerðum ríkisvaldsins, segir Jónas Bjarna- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda. - Okkur líst afleitlega á fyrir- hugaða viðbótarskattlagningu á bifreiðaeigendur. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs af þessum aukaskatti nemi 235 milljónum króna í ár og litlum 610 milljónum á því næsta, segir Jónas Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Ein aðgerða ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar, til að rétta af ríksbúskapinn, er að setja sér- stakan þyngdarskatt á allar bif- reiðar. Fjögurra króna gjald verður lagt á hvert kíló bifreiða, sem vega allt að tveimur og hálfu tonni að þyngd, en 10.000 krónur á þyngri bifreiðar. Á þessu ári er innheimt hálft gjald, en fullt á næsta ári. - Ætli það láti ekki nærri að meðalþyngd einkabifreiða sé um 1000 til 1200 kíló. Það jafngildir því að hver bifreiðaeigandi verð- ur að greiða aukalega 4000 til 4800 krónur á ári, segir Jónas Bjarnason. -RK Keppendur á Landsmóti 1987 eru 2000 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Loftur Atli tók þessa mynd af keppendum HSK þar sem þeir áöu við Þyril í Hvalfirði á leið sinni norður í gær. Fararstjórar sögðu hópinn telja um 200 manns og voru þó ekki allir fulltrúar HSK þar saman komnir. Leiðin liggur á landsmót Landsmótsgestir flykktust til Húsavíkur í gær og tjaldborgir risu á mótsstað í ágætu veðri. Keppnin byrjar klukkan sex í kvöld með körfuknattleik, skák og víkingaleikum. Pálmi Gíslason formaður Ungmennafélags ís- Vestfirðir lands mun setja mótið annað kvöld. „Við gerum ráð fyrir að kepp- endur á mótinu verði um 2000 alls staðar að af landinu, en þeir hafa aldrei verið fleiri. Til samanburð- ar má geta þess að á Laugum árið 1961 voru þátttakendur um 350. Mér sýnist þetta ætla að verða myndarlegar tjaldbúðir. Flest héraðssamböndin eru með stór tjöld og svo minni búðir í kring. Mótið virðist ætla að fara vel af stað,“ sagði Guðni Halldórsson Borgarnes framkvæmdastjóri landsmótsins í gær. Um 400 hlauparar munu taka þátt í afmælishlaupi UMFÍ, sem fram fer á landsmótinu í tilefni af 80 ára afmæli þess. -gsv Samið um fiskverð Sífellt skakkt númer Erla Daníelsdóttir í Borgarnesi: Hefhaft heilmikið ónæði af nýju símaskránni. Svara ísímannfyrirkaupfélagið, sýsluskrifstofuna og sparisjóðinn. Nýja símstöðin í notkun von bráðar ogþá erþetta vandamál úr sögunni Samningurinn gildir frá 15. júnítil30. september Fiskkaupendur og fulltrúar sjómanna á Vestfjörðum náðu samkomulagi um fiskverð í fyrri- nótt eftir tvo stranga samninga- fundi. Niðurstaðan var sú að mið- að við almenna aflasamsetningu skuttogaranna að undanförnu hækkar fiskverðið á þorski í fyrsta flokk um 13,5-14,5% með kassauppbót miðað við síðasta lágmarksverð Verðlagsráðs. Línufiskur hækkar um 16,7-18% og þorskur 5 kíló og yfir hækkar um 22%. Þetta fiskverð gildir frá 15. júní til 30. september í ár. Að sögn Sigurðar Ólafssonar formanns Sjómannafélags ísfirð- inga, sem sæti átti í samninga- nefndinni fyrir sjómenn er samkomulagið talið viðunandi. grh Eg hef verið í því að svara i símann fyrir kaupfélagið, sýsluskrifstofuna og fyrir spari- sjóðinn hérna í Borgarnesi frá því nýja símaskráin kom út. Eins og gefur að skilja er af þessu heil- mikið ónæði, en ég reyni að sýna þolinmæði á meðan þetta stendur yfir, en samkvæmt síðustu frétt- um eiga nýju símanúmerin að komast í gagnið seinnipartinn í mánuðinum, segir Erla Daníels- dóttir eigandi bókabúðar Grön- felds í Borgarnesi. Frá því að símaskráin fyrir árið 1987 kom út hafa íbúar á Vestur- landi með svæðisnúmer 93, á Austurlandi með svæðisnúmer 97 og á Suðurnesjum með svæðis- númer 92, haft veruleg óþægindi af símnotendum sem hafa farið eftir nýju símaskránni. En á þess- um svæðum átti að vera búið að taka í notkun ný símanúmer, en reyndin verið önnur. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma í Borgarnesi var það auglýst þegar eftir að nýja símaskráin kom út að notendur sem þyrftu að hringja í þessi svæðisnúmer, yrðu að fara eftir gömlu símaskránni þar sem nýju númerin væru ekki komin í gagnið. Sagði Sigurður að þrátt fyrir að þetta hafi verið auglýst hafi fólk ekki tekið nægi- lega vel eftir því og þessvegna hefðu margir orðið fyrir óþæg- indum vegna þess að viðkomandi sem hringdi fengi vitlaust númer. „En þetta stendur nú allt til bóta og vonumst við til að nýja sím- stöðin hér í Borgarnesi komist í notkun innan skamms og þá geta menn hringt í þau númer sem nýja símaskráin segir til um. En það er alveg rétt að það hafa ver- ið viss óþægindi af þessu fyrir suma,“ sagði Sigurður stöðvar- stjóri að lokum. grh Krabbameinsfélagið í skoðunum Samningur við heilbrigðisráðuneyti um skipulega legháls- og brjóstkrabbam- einsleit. Stefnt að 160 þús. skoðunum á næstu fjórum árum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við Krabbameinsfé- lagið um skipulega legháls- og brjóskrabbameinsleit hérlendis næstu fjögur árin og tekur samn- ingurinn gildi um næstu áramót. Leitarstarfið verður fram- kvæmt í samvinnu við heilsu- gæslulækna og aðra sérfræðinga en reiknað er með því að fram- kvæmdar verði allt að 25 þúsund leghálsskoðanir árlega og allt að 15 þúsund brjóstskoðanir. Gangi þetta eftir eru að mati heilbrigðis- yfirvalda góðar horfur á að draga megi stórlega úr þessum sjúk- dómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. Kostnaður ríkissjóðs af þessu leitarstarfi er áætlaður um 45 miljónir kr. árlega en gert er ráð fyrir að þátttakendur greiði fyrir skoðunina sama gjald og fyrir sérfræðiaðstoð. -•g- Svíþjóð Viðurkenning til Steinunnar Sœnska ríkisútvarpið veitir Steinunni Jó- hannesdóttur viður- kenningufyrir smá- sögu - Það er rétt, þeir keyptu af mér smásögu sem ég sendi inn í smásagnakeppni ríkisútvarpsins, sagði Steinunn Jóhannesdóttir ieikkona og leikritahöfundur sem nú er búsett í Stokkhólmi, í sam- tali við Þjóðviljann í gær. - Þetta var smásagnasam- keppni, sem efnt var til á meðal innflytjenda hér í Svíþjóð á veg- um útvarpsþáttar sem fjallar um málefni þeirra. Það bárust yfir 300 sögur í keppnina, 4 fengu verðlaun en 10 voru keyptar að auki og ein þeirra var sagan mín. Saga Steinunnar heitir Yllel- inne eða Ullarbolurinn, og fjallar um það hvernig lítil stúlka getur þurft að fórna ýmislegu til þess að geta orðið gjaldgengur Svíi. Það var markmið samkeppninnar að sögurnar skyldu lýsa stöðu inn- flytjenda í Sviþjóð. - Þetta var nú meiri þátttaka en búist hafði verið við, innflytj- endur hér eru taldir vera hátt í miljón eða 10. hluti þjóðarinnar, sagði Steinunn sem bætti við að eftir erfitt vor væri nú loks komin sól og sumar í Svíþjóð. -ólg. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.