Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 7
Rúdolf Kristinsson formaður Fornbílaklúbbsins lenti í klónum á blaðamönnum þar sem hann var að taka bensín á Fordinn sinn á Esso stöðinni í Borgarnesi. Þetta er A-model af Ford frá 1929, en auk hans á Rúdolf sömu gerð frá 1930. „Ég er búinn að liggja í þessum bílum í fimm ár, þeir eru nýkomnir á götuna. Ég hafði ákveðið að fara hringinn á þeim með fjölskylduna, en félagar mín- ir í klúbbnum gripu hugmyndina á lofti og við útfærðum hana í þessa mynd. Þessi ferð er farin til þess að kynna klúbbinn í tilefni 10 ára afmælisins, en ekki síst til þess að vekja athygli á góðum málstað Krýsuvíkursamtakanna og safna áheitum fyrir starf þeirra. Við von- um auðvitað að sem flestir fé- lagar okkar í klúbbnum taki þátt í þessu með okkur og að sem mest fé safnist," sagði Rúdolf. Fordinn hans er elsti bíllinn sem ætlað er að aka hringinn að þessu sinni. Eldri bíll er að vísu með í för og verður hann með á þeim fjöl- mörgu sýningum sem klúbburinn stendur fyrir í ferðinni. Á heitasöfnun Fombílar í tangarsókn gegn vímu Yfir tuttugu bílar úr Fornbílaklúbbnum lögðu afstað í tíu daga hring- ferð um landið ígœrmorgun. Fagna tíu ára afmœli klúbbsins ogsafna áheitumfyrir málstað Krýsuvíkursamtakanna. Krakkar úr Þrótt- heimum hjóla á móti þeim og hitta þá á Egilsstöðum Félagar í Fornbflaklúbbnum héldu í langferð frá Reykjavík kl. 9.00 I gærmorgun. Þeir hyggjast fara hringveginn og fagna þannig 10 ára afmæli klúbbsins um ieið og þeir safna áheitum fyrir Krýs- uvíkursamtökin í Tangarsókn gegn vímu. „Það héldu yfir 20 bílar af stað frá Reykjavík í morgun en við eigum von á að fleiri taki þátt í ferðinni. Félagar í Fornbíla- klúbbnum eru 320 talsins og margir þeirra búa utan Reykja- víkur og við væntum þess að þeir taki þátt í þessu með okkur. Við gerum ráð fyrir að ferðin taki 10 daga og hyggjumst koma aftur til Reykjavíkur 17. júní,“ sagði Rú- dolf Kristinsson formaður klú- bbsins þegar Þjóðviljamenn hittu hann og félaga hans eftir fyrsta áfangann. Bílalestin var þá í Borgarnesi og var í þann mund að leggja af stað norður. Fjölmargir aðilar styrkja þessa ferð klúbbsins, sem farin er öðr- um þræði í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir Krýsuvíkursam- tökin, sem eru að koma upp með- ferðarheimili fyrir unglinga í Krýsuvíkurskólanum. Krakkar úr félagsmiðstöðinni Þróttheimum taka einnig þátt í söfnuninni. Þeir héldu af stað frá Reykjavík á reiðhjólum í gær og nefna uppátækið Hringhjól. Þróttheimakrakkar fara öfugan hring við fornbílaeigendur, en gert er ráð fyrir að ferðalangarnir hittist á Egilsstöðum. Fornbílaeigendur verða með sýningar á bílunum á áningar- stöðum og verður sú síðasta hald- in í Reykjavík að leiðarlokum. Margar glæsikerrur eru þarna með í för og er sá elsti rúmlega 60 ára gamall. Fæstir þeirra hafa far- ið hringinn áður svo hringferðin er nokkurs konar eldskírn fyrir Sveinn Meyvantsson leigubílstjóri á Bæjarleiðum hefur farkost við hæfi í hringferð F ornbílaklúbbsins og ekki er búningurinn af verra taginu. Vagninn er af Austin gerð frá 1971. „Þessir bílar hafa verið framleiddir sérstaklega í leigubílaakstur í Lundúnum frá því skömmu eftir stríð. Þeir eru mjög fornir að sjá, enda hefur þeim varla verið breytt að ráði frá því framleiðslan hófst," sagði Sveinn í stuttu spjalli við blaðamann. Stýrið er auðvitað hægra megin í þessum Lundúnaleigubíl, sem er sá eini sinnar tegundar á íslandi. Sveinn sagði að hægt væri að keyra þessa bíla nánast endalaust og honum ætti því ekki aö verða skotaskuld úr því að komast þessa 1596 kílómetra frá Reykjavík til Reykjavíkur. Þessi eðalvagn er í eigu Úlfars Eysteinssonar veitingamanns í Reykjavík. Myndir Loftur Atli. sumaþeirra,þóttþeirséukomnir eldri bílar hafa ekki farið hring- á háan aldur. En það er víst að veginn áður. -gg Nær sextugir Fordbílar eru ekki algeng sjón á þjóðvegum landsins nú til dags og það er hætt við að margir ökumenn stálfáka nútímans reki upp stór augu þegar þeir bruna fram úr þessum virðulega vagni á næstu dögum. Bílarnir í tangarsókn gegn vímu eru samviskuksamlega bónaðir og vel til hafðir eins og öldungum sæmir. Ljósmyndarinn Loftur brá út af venjunni í gær og myndaði sjálfan sig í króminu á einum þeirra. Fimmtudagur 9. júli 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.