Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 4
_________________LEIÐARI____________ Fagnaðarlaus stjbmarskipti Þaö ríkir nánast sérkennilegt fagnaöarleysi viö formlega tilurö þeirrar ríkisstjórnar sem í gær kom saman fyrsta sinni í Ráðherrabústaönum viö Tjarnargötu. Þaö er ekkert undrunarefni aö talsmenn flokk- anna þriggja sem pólitísk tilviljun hefur nú raðað saman utan stjórnar skuli ekki Ijósta upp gleðióp- um, en hinsvegar er athyglisvert að talsmenn þessara ólíku stjórnmálaafla eru samhljóða um að allt sé gamalkunnugt viö ráðherranaellefu. „Þetta er gamla stjórnin," segir Svavar Gestsson. Albert Guðmundsson kallar rúmfrekan málefnasáttmála \ „samtíning af því sem verið hefur í stjórnarsátt- málum síðustu ára“. Þórhildur Þorleifsdóttir talar um loðið orðalag, þunnan þrettánda og karlapóli- tík í fyrirrúmi. Helstu samtök launafólks, ASI og BSRB, hafa einum rómi gagnrýnt harðlega fyrstu efnahagsað- gerðir stjórnarinnar, sem einkum felast í því að skattleggja matarkaup og bifreiðaeign eftir þyngd og koma þannig enn einu sinni verst niður á þeim sem fyrir stóðu höllustum fæti. Meira að segja iðnrekendafélagið hefur sent frá sér hörkulega orðaða ályktun þarsem segir fullum fetum að skattahækkanir stjórnarinnar hafi þau áhrif ein að herða á verðbólgunni og skerða sam- keppnisstöðu íslenskra atvinnufyrirtækja. Og megi draga ályktanir af svörum fólks á förn- um vegi við spurningum fréttamanna, til dæmis hér í Þjóðviljanum og á Stöð tvö, virðist almenn- ingur ekki trúaður á farsælt stjórnarsamstarf út það sem eftir er af kjörtímabilinu. Mesta athygli vekur þó að meðal helstu að- standenda virðist ríkja megn óánægja með stefnu hinnar nýju stjórnar og skipan hennar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru með hundshaus yfir nýju ráðherrunum sínum, og tveir þeirra sáu sér ekki fært að sýna þeim táknræna samstöðu á þing- flokksfundi. Formanni Sjálfstæðisflokksins hef- ur enn einu sinni tekist að koma innanflokksmál- um þannig fyrir að allir eru óánægðir. Konur í flokknum horfa nú upp á það að eftir mikinn kosn- ingabyr kvennaframboðs er kvenráðherra flokks- ins vikið til hliðar. Landsbyggðarmenn eiga að sætta sig við að eini fulltrúi þeirra í ráðherrastól sé Reykvíkingurinn Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Vísis. Og ungtyrkirnir í stuttbuxunum mega una því að margboðuð kynslóðaskipti koðnuðu niður í einn stól handa varaformanninum. Það ólgar undir niðri í flokknum, einsog best sést á leiðara Morgunblaðsins í gær. Þar er gert grín að stefnu nýju stjórnarinnar með þeim orðum að alltaf megi bæta samgöngur á Reykjanesi, bændakvóta á Suðurlandi og fiskverslun á Austurlandi. í leiðaranum er leiðtogi nýju stjórnar- innar, formaður Sjálfstæðisflokksins, hund- skammaður fyrir ráðherraval sitt, og Morgunblað- ið lýsir beinni andstöðu við ráðherradóm forystu- manns flokksins í Reykjanesi. Framsóknarflokkurinn gengur heldur ekki glað- ur til verka. Fimmtungur miðstjórnarmanna flokks- ins sat hjá við þátttökusamþykktina, og einn af fyrri ráðherrum flokksins, Alexander Stefánsson, segir um stjórnarsáttmálann að framkvæmdin sé „hvergi nægilega skilgreind" og óttast „margar mismunandi skoðanir og erfiðleika" þegar á líður. Dagblað Framsóknarflokksins leggur svo for- síðu sína í gær undir þá gleðilausu tilkynningu til stuðningsmanna sinna á landsbyggðinni að í nýju stjórninni séu sjö af ellefu ráðherrum úr Reykjavík og nágrenni. Innan Alþýðuflokksins er skál nýju stjórnarinnar þó drukkin af einna minnstri ákefð. Einn þing- manna flokksins hefur lýst yfir að hann styðji ekki ríkisstjórn flokks síns, og fleiri munu svipaðs sinnis undir niðri. Ástæðunum fyrir þunglyndi krata er best lýst með frásögn Tímans af miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins. Þar sagði Steingrímur Her- mannsson að flokkur sinn hefði gengið án ákefðar til viðræðnanna, en komið hefði á daginn „að minna bjó á bak við“ yfirlýsingar Jóns Baldvins en mátt hefði ætla. Alþýðuflokkurinn hefði reynst mun samningsliprari en efni stóðu til og fallið frá eða dregið úr flestum meginkröfum sínum. Og til að strá salti í hið opna sár „lýsti Steingrím- ur því að það væri góðs viti ef þessir gömlu sam- starfsflokkar næðu saman í ríkisstjórn því þeir væru um margt líkir. Þarna hefðu verið stigin fyrstu skrefin til að ná sögulegum sættum.“ Almennt áhugaleysi, innri óeining og óvinsældir fyrstu aðgerða boða ráðuneyti Þorsteins Páls- sonar ekki sérlega bjarta framtíð, þrátt fyrir tölu- lega öflugan þingmeirihluta og mesta góðæri síðari tíma í heimanmund. -m KLIPPT OG SKORIÐ Einn og yfirgefinn en á þó samúð flestra flokksbræðra sinna: Ólafur G. Einarsson varð að lúta í lægra haldi fyrir Matta Matt, en víst að stuðningsmenn hans ætla að hefna harma sinna í næsta prófkjöri. Mynd: E.ÓI. - Það er ekki rétt að vera of bölsýnn á fyrsta starfsdegi ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar, en í ljósi þess hvernig aðdragandi að myndun þessarar ríkisstjórnar hefur verið og með hliðsjón af því hvernig fór um endurnýjun ráð- herraliðs Sjálfstæðisflokksins, er ekki ástæða til þess að vera alltof bjartsýnn á að ríkisstjórnin eigi langa lífdaga fyrir höndum. Þannig hljóðar niðurlagið á at- hyglisverðri fréttaskýringu Agn- esar Bragadóttur í Morgunblað- inu í gær þar sem hún fjallar á hálfri annarri síðu um átökin í þingflokki Sjálfstæðismanna í ráðherrarallýinu og aumkunar- verða stöðu Þorsteins Pálssonar sem varla stendur undir for- mannsnafnbót í flokknum eftir að hann varð að lúffa fyrir Matta Matt og þar með hluta af „gamla genginu“ á þingflokksfundinum í fyrradag. Ónýt og skammlíf stjórn Það er sjálfsagt einsdæmi í pó- litískri sögu undanfarinna ára- tuga, að yfirlýst málgagn ákveð- ins stjórnmálaflokks lýsi því beinlínis yfir sama dag og for- maður viðkomandi flokks tekur við völdum sem forsætisráð- herra, að ríkisstjórnin hans sé hundónýt og verði skammlíf og sjálfur sé formaðurinn ómögu- legur og valdalaus. Það er ekki hægt að túlka þessi skrif Morgun- blaðsins í gær á annan hátt en að blaðið ætli sér á engan hátt að taka ábyrgð á starfi þessar ný- fæddu ríkisstjórnar né að standa vörð um stöðu Þorsteins Páls- sonar sem formanns Sjálfstæðis- flokksins. Orð leiðarahöfundar Mbl. ýta enn frekar undir þetta þar sem hann segir í gær: „Það eru því miður nokkur þreytu- merki á nýrri stjórn Þorsteins Pálssonar. Þau veikja tiltrúna í upphafi. En vonandi tekst þó vel til og alltaf má bæta síma- og sam- göngumál í Reykjaneskjördæmi, kvótann á Suðurlandi og sölutil- högun á óveiddum fiski fyrir Austurlandi.“ Matthías í slæmri stöðu Matthías Á. Mathiesen fær slíka dembu yfir sig frá Morgun- blaðshöllinni í gær, að víst er að honum verður ekki rótt á ráð- herrastóli: - Matthías Á. Mathie- sen átti að víkja fyrir nýjum manni, hann hefur gegnt ráðherr- aembætti í átta ár. Hann átti þess kost að hliðra til fyrir nýjum manni og sýna samstarfsmönnum stórhug en valdi ylvolgan stólinn eftir Matthías Bjarnason...held- ur leiðarahöfundur áfram. Sigur Matthíasar í ráðherra- glímunni sýnir fyrst og fremst veika stöðu Þorsteins Pálssonar sem reynir af veikum mætti að halda sundruðum Sjálfstæðis- flokki saman. En það er ekki bara Matthías sem mun sitja í aumlegu embætti og umdeildum stól, heldur eru hlutskipti hinna nýju ráðherra flokksins, Friðriks Sophussonar og Birgis ísleifs Gunnarssonar, nýju kynslóðar- innar, ekki hótinu skárri. Enn erfir Friðrik sæti Alberts Friðrik erfði efsta sætið á list- anum í Reykjavík fyrir þingkosn- ingarnar í vor eftir að Albert gekk frá borði og hann er enn í sama hlutverkinu og erfir nú gamla ráðherraembættið hans Alberts líka. Það er greinilega ekki leiðum að líkjast. Hitt er líka athyglisvert að Friðrik er þriðji Sjálfstæðismaðurinn sem sest í sæti iðnaðarráðherra á sl. 5 árum og það eina sem bíður hans þar er þrotastefna stjóriðjudraumanna. Það er ekki síður athyglisvert að einn helsti stóriðjuspekúlant Sjálfstæðisflokksins á liðnum árum, Birgir ísleifur Gunnars- son, formaður ótal stjóriðju- nefnda og einn ferðakónga stór- iðjudraumsins, er settur hjá þeg- ar embætti iðnaðarráðherra er annars vegar. Annaðhvort er Birgi ekki treyst af formanni flokksins til að halda utan um þessi mál vegna árangursleysis í stóriðjusölunni undanfarin ár, eða þá að hann hefur viðurkennt gjaldþrota stefnu flokksins í þess- um málum. Birgir er hins vegar laginn píanisti og því kjörinn í embætti menntamálaráðherra að mati formannsins. Óspennandi framtíð Framtíðarverkefni hinna út- völdu Sjálfstæðisráðherra eru sannarlega glæsileg, eða hitt þó heldur. Þorsteinn Pálsson stýrir nær andvana fæddri stjórn, án þess að hafa til þess fullt traust flokksbræðra sinna á þingi og með Morgunblaðið í fýlu. Matt- hías Á. Mathiesen þröngvaði sér í stólinn í óþökk flokksbræðra sinna og fær það stóra verkefni að bæta samgöngur á milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur sem vissulega er ekki vanþörf á. Frið- rik Sophusson er enn að erfa stó- lana hans Alberts Guðmunds- sonar og fær lítið að dunda í af- skrifuðum stórdraumum og Birg- ir ísleifur verður trúlega að slá á nokkuð léttari strengi í ráðuneyti menntamála en forveri hans Sverrir Hermannsson, ætli hann á annað borð að eiga von á fram- tíðarvist í ráðuneytismusterinu. -fg- þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarfsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofu8tjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlf8tofa: Guörún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýalngaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Unnur Ágústdóttir, Olga Clausen, GuðmundaKristins- dóttir. Simvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðalu-og afgreiðaluatjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyr8la, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykja vík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. AskrHtarvorð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júli 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.