Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 5
Kringlan Strelst við dag og nótt ✓ I hita og þunga dagsins. Þar láta menn hendur standa fram úr ermum Séö inn í iður Kringlunnar. Undir Kringlunni liggurniðurgrafin hæð. Gangveginum í kjallaranum má líkja við Austurstræti hvað lengd og breidd viðkemur. Gera má þó ráð fyrir að stemmningin verði ekki sú sama og í gamla góða Austurstrætinu. Þjóðviljamenn litu við í Kringl- unni á dögunum og skyggndust um. Um öll gólf og í öllum skúmaskotum, voru hópar iðnað- armanna önnum kafnir við að fullgera húsnæðið áður en það verður formlega tekið í notkun í næsta mánuði. Eitt það fyrsta sem augu manns staldra við þegar inn í herleg- heitin er komið, er marmarinn sem þekur öll gólf. Á gólfbleðli á annarri hæð, djöflaðist Sigurður Gestsson, einn hinna fjölmörgu iðnaðarmanna, sem leggja nótt við dag til að fullgera Kringluna fyrir tilsettan opnunartíma, við slípirokk einn mikinn. „Við vinn- um hér nánast dag og nótt. í gær unnum við aðeins í 14 stundir, en yfirleitt vinnum við 16 tíma á dag. Jú, jú, blessaður vertu, þetta er tómt púl og erfiði og lítið eftir- sóknarvert til lengdar," sagði Sig- urður Gestsson, um leið og hann Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum, sem leið hefur átt hjá nýja miðbænum í Reykja- vík, að þar hefur risið ferlíki eitt mikið, sem í daglegu tali manna er nefnt Hagkaupshúsið, en heitir Jögformlega Kringlan. Að utan- verðu er í fljótu bragði hægt að ímynda sér að hér sé um kirkju að ræða, þar sem uppúr bygging- unni að framanverðu skagar turn, sem lítur út eins og kluk- knaport kirkju. Kringlan er á þremur hæðum og er heildar gólfflöturinn kring- um 30.000 fermetrar. Á hverri hæð verður fjöldinn allur af versl- unum, eða um 70 í það heila. Víst er að þar innan dyra geta neytendur orðið sér úti um hvern þann varning sem þá kann að vanhaga um, þótt kaupgleðin hljóti að ráðast af innihaldi budd- unnar. t stöðvaði slípirokkinn og rétti úr sér. „Þessi gífurlega vinna er ekki samkvæmt okkar óskum, Við ráðum ansi litlu um þetta. Þegar maður er búinn að vera að slípa marmara frá því í september á síðasta ári, sex daga vikunnar, fer maður að verða ansi leiður og andlaus," sagði Sigurður. „Jú, það kemur vitanlega tölu- vert í budduna með slíku hátta- lagi. En það er ekki víst að þetta borgi þegar upp er staðið, ef maður þarf að kaupa sér nudd- tíma á 2-3000 krónur til að láta lappa uppá sig eftir þessa törn,“ sagði Sigurður Gestsson og setti maskínuna í gang, sem fretaði á- kaft um leið og hún gljáfægði marmarann. Næstur á vegi okkar Þjóðvilja- manna var ungur blikksmiður, Óskar Jónsson. „Ég er búinn að vinna hér í húsinu í átta mánuði. Við vinnum sex daga vikunnar. Á morgnana byrjum við klukkan hálf átta og vinnum yfirleitt til hálf tíu á kvöldin. Jú, þetta er ærið langur vinnudagur, en það er þó bót í máli að maður veit að þetta er að taka enda,“ sagði Óskar Jónsson. Óskar sagði að hann og félagar hans ynnu ekki eftir uppmælingu, eða öðru afkastahvetjandi launakerfi. „Við erum á kaupi, Sigurður Gestsson fægir marmarann í Kringlunni: Ég er búinn að pússa marmara síðan í september í fyrra- sex daga vikunnar. Ég get ekki neitaö því að ég er að verða dálítið lúinn og andlega sljór eftir allt slípiríið. Óskar Jónsson, blikksmiður, hefur unnið átta mánuði við byggingu Kringlunnar. Steinar Waage, skókaupmaður, er einn þeirra sjötíu aðila sem hyggur á verslunarrekstur í Kringlunni. Myndir E.ÓI. Þeir höfðu i nógu að snúast strákarnir, sem vinna við að gljáfægja marmarann, sem þekur góðan hluta af 30.000 fermetra gólffleti Kringlunnar. sem er örlitlu fyrir ofan um- samdan taxta,“ sagði Óskar Jóns- son. Þótt óðum styttist í þann dag, sem Kringlan verður tekin f notk- un, er ljóst að enn eiga þeir, sem bera hitann og þungann af fram- kvæmdunum, - iðnaðarmennirn- ir, eftir að inna mörg handtök af hendi, áður en allt verður tilbúið. Hard Rock Cafe, - greiðastaður, virtist næst því að vera tilbúinn til notkunar. Þegar er „general- prufan“ búin á Rokk kaffinu, því 4. júli, á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna, var bandaríska sendi- ráðið með veislu þar inni fyrir hátt í hundrað manns. Að sögn starfsfólks Kaffisins virtust Kan- arnir,skemmta sér hið besta, þótt ekki væri enn búið að fjarlæga öll verkfæri og hefilspænina á gólf- unum. -RK Flmmtudagur 9. júlf 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.