Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 3
mmm ÖRFRÉTTIR i
Þrídrangur
heldur námskeið í lífefli og djúp-
slökun á næstunni. Námskeiðið
byggir á hvíldarþjálfun sovéska
læknisins dr. A. G. Odessky en
hún var sérstaklega hönnuð fyrir
sovéska geimfara. Innritun er í
síma 671188 öll kvöld.
SÍBS og SAO
samtök gegn astma og ofnæmi
fara í sumaferð um Kaldadal og
Borgarfjörð n.k. sunnudag.
Skráning er í símum 72495,
42614 eða á skrifstofum félag-
anna.
íslenskar
kvikmyndir
verða sýndar í kvikmyndahúsinu
Regnboganum í sumar dag
hvern kl. 19.00. Sýndar verða
flestar kvikmyndir sem gerðar
hafa verið síðustu 10 árin. Þær
eru allar með íslensku tali en
enskum textum.
Söluverðmæti
frystra sjávarafurða hjá dótturfyr-
irtæki SÍS í Bretlandi nam 16.5
miljónum sterlingspunda á fyrri
helmingi þessa ára. Þetta er nær
11 % aukning á söluverðmæti frá
fyrra ári. Á söluskrifstofunni í
Hamborg jókst söluverðmætið á
sama tíma um tæp 70%.
Heimsfriðar-
hlaupið
heldur áfram víða um heiminn og
í lok þessarar viku munu tveir full-
trúar hlaupsins hér á landi halda
utan til Sviss og taka þátt í
hlaupinu þar frá Zurich til Genfar
þar sem sérstök athöfn mun fara
fram fyrir utan aðalstöðvar S.Þ. í
borginni.
Kópavogsbúar
ætla að taka til hendinni á morg-
un, fimmtudag, en þá verður
vinnudagur fjölskyldunnar þar í
bæ. Unnið verður frá 16 - 20 að
fegrun bæjarins og eiga bæjar-
búar að mæta við Álfatún eða
vestastvið Kjarrhólma. í lok vinn-
udags verður grillað og bæjar-
stjórn býður uppá kaffi.
Útför
Gunnlaugs Péturssonar, fyrrver-
andi borgarritara fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík á föstu-
dag kl. 13.30 á vegum Reykjavík-
urborgar. Borgarskrifstofurnar
verða lokaðar frá hádegi þann
dag.
Smáþorskur
hefurverið í miklu mæli í aflatog-
ara á Hornbanka- og Kögurg-
runni og hefur því sjávarútvegs-
ráðuneytið að tillögu Hafr-
annsóknarstofnunar ákveðið að
banna allar togveiðar á þessu
svæði frá 8. júlí til loka septemb-
er.
FRETTIR
Bœndur við Djúp
Þurrkar hamla sprettu
Oddviti Nauteyrarhrepps: Sláttur ekki hafinn. Grasspretta lítil. Undir eðlilegum kringumstœðum
vœrislátturþegar hafinn. Byggðin við innanvert Djúp hefur grisjast mjög mikið. Bændureiga í
vandrœðum með að manna fjallskil. Mannlífið gott þar vestra
Hér við innanvert Djúp bíða
bændur þess að grasið nái ein-
hverri sprettu til að geta hafíð
slátt. Undir eðlilegum kringum-
stæðum væri maður þegar byrj-
aður að slá, en vegna langvarandi
þurrka er ekki við því að búast að
sláttur hefjist fyrr en eftir hálfan
mánuð, í fyrsta lagi, segir Ágúst
Ágústsson bóndi og oddviti í Múla
í Nauteyrarhreppi í Norður-
Isafjarðarsýslu.
Að sögn Ástþórs hefur byggð-
in við Djúp grisjast svo mjög að
bændur þar eiga í miklum vand-
ræðum með að geta mannað fjall-
skil. Frekari fækkun bænda í
sveitinni gæti því haft afdrifaríkar
afleiðingar, því ef einn tekur sig
upp fylgja alltaf einhverjir í slóð-
ann og þá er hætt við því að engin
byggð verði við innanvert Djúp.
Vegna þurrkanna eru ár í
Ferðamannaþjónusta
Upplýsingamiðstöð
opnuð í Reykjavik
Kjartan Lárusson, formaður undirbúnings-
nefndar: Þetta eru merk tímamót. Öllfyrir-
tœki íferðamannaþjónustu standa að þessari
miðstöð. Bindum miklar vonir við þetta
Igær var opnuð upplýsingamið-
stöð fyrir erlenda ferðamenn
að Ingólfsstræti 5 í Reykjavík.
Hún verður opin frá kl.8-20 alla
daga vikunnar og þar verður
komið fyrir í tölvubanka öllum
hugsanlegum upplýsingum um
ferðaþjónustu á íslandi. Mikið
úrval af bæklingum og mynd-
böndum verður til sýningar á
staðnum og þarna geta ferðalang-
arnir kynnt sér sjálfír möguleika
sína á ferðum um landið.
„Þetta er langþráður draumur
sem nú er að rætast og því ber
sannarlega að fagna að öll þau
fyrirtæki sem vinna á einn eða
annan hátt að ferðamálum á ís-
landi skuli nú sameinast um þetta
átak. Við ætlum með þessu að
auka þjónustu við ferðamanninn.
Það má segja að við höfum smám
saman verið að Iæra ferðamenn-
ingu og kannski höfum við flutt
hana inn að einhverju leyti. Það
má hiklaust fullyrða að hér séu
merk tímamót á ferðinni í ferð-
amannaþjónustinni og við bind-
um miklar vonir við þetta fyri-
tæki“, sagði Kjartan Lárusson.
Upplýsingamiðstöðin er í 240
fermetra leiguhúsnæði og í kjall-
ara hússins verður um 100 fer-
metra aðstaða fyrir ferðamá-
lafrömuði af landsbyggðinni.
Stofnkostnaður fyrirtækisins er
um 5-6 milljónir kr. og eigendur
eru Ferðamálaráð íslands 50%,
Ferðamálnefnd Reykjavíkur-
borgar og Ferðamálanefnd lands-
hlutanna skipta hinum helming-
num jafnt á milli sín.
-gsv
Grímsey
Allir eru með hýni há
AlfreðJónsson: Veðrið lengst af verið gott. Vinnuflokkurfrá Vita-og
hafnarmálastjórn nýkominn til að lappa upp á grjótgarðinn við höfn-
ina. Dagsferðir vinsœlar afferðamönnum. Ríkisskip sjaldséð. Allir
aðflutningar með flugi
Héðan er allt gott að frétta og
allir hafa nóg að bíta og
brenna. Veðrið í sumar hefur
lengst af verið með ágætum. Að
vísu hafa þurrkar eitthvað
seinkað grassprettu og í síðustu
viku var hér þoka og rigningar-
suddi, sem er varla talandi um,
segir Alfreð Jónsson í Grímsey.
Að sögn Alfreðs er vinnu-
flokkur frá Vita- og hafnarmála-
stjórn nýkominn til eyjarinnar til
að lappa uppá grjótgarðinn við
höfnina. Einn dekkbátur er á
handfæraveiðum ásamt nokkrum
trillum, en tveir af stóru bátunum
eru í klössun. Einn er á rækju-
veiðum og leggur hann upp á
Siglufirði. Að öðru leyti er allur
fiskur sem berst á land í Grímsey
verkaður í salt.
Frekar lítið hefur verið um
ferðamenn í eynni, en þó alltaf
eitthvað. Margir koma til að vera
um daginn og fara aftur að
kvöldi. Hægt er að fá svefnpoka-
pláss í skólahúsnæðinu fyrir þá
sem vilja dvelja lengur. Svo til
allir aðflutningar til eyjarskeggja
fara fram með flugi, en að sögn
Alfreðs kemur annað slagið skip
frá Skipaútgerð ríkisins með
vörur. Sagði Alfreð að þeir hefðu
lofað að koma þangað hálfsmán-
Djúpinu margar hverjar mjög
vatnslitlar og í Langadalsá hefur
laxveiði verið dræm og áin köld.
Frá því að Steingrímsfjarðarheiði
var opnuð hefur umferð um
Djúpið aukist að mun, en aftur á
móti hefur uinhyggja Vegagerð-
arinnar fyrir Þorskafjarðar-
heiðinni verið sáralítil. Um hana
varð ekki fært venjulegum bílum
fyrr en komið var fram á mitt
sumar.
„Mannlífið í Djúpinu er gott og
hér plaga okkur ekki fjórhjólin,
enda engin til, eins og hjá ykkur
fyrir sunnan. Til að lyfta okkur
upp förum við í Djúpmannabúð
eða norður yfir Sævang í Stranda-
sýslu,“ sagði Ástþór oddviti í
Múla að lokum. grh
aðarlega en lítið staðið við það.
Aðspurður hvort hann hafi
orðið var við einhverjar nýjar
fuglategundir í eyjunni sagðist
Alfreð ekki hafa tekið eftir
neinni sérstakri en sagði að þang-
að kæmu alltaf öðru hverju flæk-
ingar sem tylltu sér þar niður til
að ná áttum og hvfla sig.
„Það hrynur alltaf eitthvað úr
eynni en það er svo lítið að það
tekur enginn eftir því. En
Grímsey á eftir að standa um ó-
komnar aldir og ekkert á förum
þó eitthvað skerðist af henni í
svæsnustu brimum," sagði Alfreð
Jónsson í Grímsey að lokum.
grh
Ffmmtudagur 9. júlí 1987 ^JÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Á Lækjartorgi: Gamla turninum var lokað um tvöleytið í gærdag og nú verður að
finna nýjan stað og nýtt hlutverk fyrir hann í miðbænum. Borgarskipulagið
skorar á fólk að koma með hugmyndir. Mynd: EÓI.
Miðbœrinn
Tuminn fluttur
Borgarskipulag Reykiavíkur: Er verið að
skoða ýmsar tillögur. Óskum eftirfleiri hug-
myndum um staðsetningu hans
Mörgum fínnst gamli blaðsölu-
turninn sem upphaflega stóð
við suðvesturhornið á Arnar-
hólnum og síðan á miðju Lækj-
artorgi ómissandi prýði í mið-
bænum. Samkvæmt nýju Kvos-
arskipulagi sem tekur til alls mið-
bæjarins, verður turninn að víkja
frá þeim stað þar sem hann er nú.
Um nokkurt skeið hefur verið
rekin upplýsingaþjónusta fyrir
ferðamenn í turninum en honum
var lokað í gær.
Að sögn Þorvaldar S. Þor-
valdssonar hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur er verið að skoða
ýmsar hugmyndir varðandi stað-
setningu hans. „Ég auglýsti m.a.
eftir hugmyndum frá öllu starfs-
fólkinu hérna og ég vil endilega
koma því á framfæri að við ósk-
um eftir fleiri góðum hugmynd-
um frá íbúum Reykjavíkur. Þeir
staðir sem helst hafa verið nefnd-
ir eru við útitaflið, ýmsir staðir
kringum Tjörnina og nýja borg-
artorgið sem á að koma þar sem
nú er svonefnt Hallærisplan sam-
kvæmt hinu nýja Kvosarskipu-
lagi,“ sagði Þorvaldur.
-gsv