Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 8
Brotnarörvar og horfnir risar Það er nær ófrávíkjanleg regla kjarnorkuveldanna að viðurkenna aldrei slys sem tengjast kjarnorkuvopnum og kjarnorkuknúnum herskipum. Þótt hvergi í veröldinni sé jafn- greiður aðgangur að upplýs- ingum og í Bandaríkjunum þá er það grundvallarstefna þar- lendra hernaðaryfirvalda að játa hvorki né neita nokkru er varðar tilvist kjarnorku vopna. í samræmi við það hafa þau venjulega haldið öllum upp- lýsingum leyndum um kjarn- orkuvopnaslys nema þau hafi verið neydd til að birta þær, t.d. á grundvelli laga um frjálsan aðgang að upplýsingum (Free- dom of Information Act) eða vegna þess að af tvennu illu var betra að skýra frá slysinu. Hin kjarnorkuveldin, Sovétrík- in, Bretland, Frakkland og Kína hafa aldrei skýrt frá einu einasta slysi í kjarnorkuher sínum. 60.000 kjarnavopn og 522 fljótandi kjamakljúfar U.þ.b. 60.000 kjarnorkuvopn eru sögð vera til í heiminum með sprengimátt sem nemur 15.000 megatonnum af TNT- sprengiefni. Stærstu sprengjurn- ar vega mörg tonn, þær smæstu komast fyrir í handtösku. Risa- veldin tvö, Bandaríkin og Sovétr- íkin eiga bróðurpartinn af þess- um vopnum. Mikið magn kjarn- orkuvopna er geymt í námunda við þéttbýlustu svæði jarðarinn- ar. Kjarnorkuknúin gervitungl hafa verið á sveimi yfir höfðum jarðarbúa. Talið er að til séu 334 kjarnorkuknúin skip og kafbátar með u.þ.b. 522 kjarnakljúfa innanborðs; þar af eiga Sovétrík- in 188 skip, Bandaríkin 113, Bretland 19, Frakkland 9 og Kína 5 og þessum skipum fer fjölgandi. Kjarnorkuveldin munu saman- lagt eiga meira en 7.200 langd- rægar kafbátaeldflaugar til árása á heimaland óvinarins og u.þ.b. 5.900 skammdræg kjarnorku- vopn til nota gegn skipum, kafbá- tum, flugvélum og skotmörkum í landi. AIIs munu því vera í heimshöfunum 13.200 kjarnork- uvopn en aðalvettvangur þessa vígbúnaðar er norðaustanvert Atlantshaf, hafssvæðið fyrir norðan og austan ísland. Við vitum að öll þessi kjarn- orkuvopn geta tortímt lífi á jörð- inni svo og svo mörgum sinnum. Milljónir almennra borgara hafa orðið fyrir mengun geislavirkra efna vegna tilrauna með kjarn- orkusprengingar í andrúmsloft- inu og hundruð þúsunda her- manna hafa með vitund og vilja yfirmanna sinna orðið fyrir lífs- hættulegri mengun af þessum sökum. Hernaðaryfirvöld kjarn- orkuveldanna halda því hins veg- ar fram að engin hætta sé á kjarn- orkuslysi í hernaði. Þau hrósa sér af því að kjarnorkusprenging vegna slysni hafi aldrei átt sér stað í 40 ára sögu kjarnorkunnar. Þau fullyrða líka að gerðar séu miklu strangari öryggiskröfur innan hersins en almennt tíðkast og því sé nánast engin slysahætta. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. Haustið 1982 skaut danskt NATO-herskip, Harpoon, stýri- flaug óvart á danskan sumarbú- stað ekki langt frá Kaupmanna- höfn. Eftir slysið voru birtar nokkrar yfirlýsingar þar sem ým- ist var talað um mannleg mistök eða tæknilegar orsakir. Hér var að sjálfsögðu ekki um kjarnorku- sprengju að ræða en uppi eru áform um að setja kjarnaodda í bandarískar Harpoonflaugar og sams konar slys hefði hæglegt getað hent með kjarnorkuflug- skeyti. Vorið 1984 kom upp eldur í so- vésku flotastöðinni í Severem- orsk á Kolaskaga og miklar sprengingar urðu. Talið er nær fullvíst að þarna hafi m.a. brunn- ið eldflaugar og því gæti hafa orð- ið alvarlegt kjarnorkuslys. Föstudaginn 28. desember 1984 var gamaldags stýriflaug af gerðinni SS-N-3 (Shaddock) skotið úr sovéskum kafbáti í Bar- entshafi. Flauginni var ætlað að vera tilraunaskotmark og var stefnt í norðausturátt en skyndi- lega sveigði hún í þveröfuga átt og stefndi í suðvestur inn yfir Noreg og Finnland þar sem henni var að lokum eytt yfir Enare- vatni. Flaugar af þessari gerð bera venjulega 350 kílótonna kjarnaodd (20 sinnum öflugri en Hírósímasprengjan). Þegar flaugin kom fram á ratsjárskjám Norðmanna gátu þeir fljótlega séð hvers konar flaug var á ferð- inni en þeir gátu með engu móti vitað að hún væri óvopnuð né heldur hvert henni væri stefnt; þeir urðu einfaldlega að taka áhættuna af því að hér væri um mistök að ræða en ekki árás. Nákvæmlega hálfum mánuði eftir að þetta atvik átti sér stað kom upp eldur í hreyfli Pershing 2 eldflaugar, sem verið var að setja upp í bandarískri herstöð nálægt borginni Heilbronn í Þýskalandi. Flaugin sprakk í loft upp, þrír hermenn fórust og 16 slösuðust. 50 kílótonna kjarna- oddi hafði ekki verið komið fyrir í flauginni þegar slysið varð og talsmaður Bandaríkjahers lagði áherslu á að þýskur almenningur hefði aldrei verið í nokkurri hættu. Ekkert þessara slysa, nema sennilega eldsvoðinn á Kola- skaga, flokkast undir kjarnorku- slys en þau sýna rækilega hver hætta er á ferðum og kjarnorku- slys hafa gerst í hernaði eins og nánar verður skýrt frá. Fimm flokkar kjarnorkuslysa Bandaríkjaher skiptir kjarn- orkuslysum í fimm flokka: 1. „Nucflash“ eða kjarnablossi eru þau atvik kölluð, þ.á m. hugs- anleg kjarnorkusprenging, sem skapað gætu hættu á kjarnorkust- yrjöld milli Bandaríkjanna og So- vétríkjanna. 2. „Broken Arrow“ eða brotin ör er notað um alvarleg slys án þess að um stríðshættu verði að ræða, t.d. kjarnorkusprengingu, sprengingu og bruna í kjarnorku- vopni þannig að geislavirk meng- un myndast, þjófnað eða kjarn- orkuvopn tapast með einhverjum hætti. Hér er yfirleitt um atvik að ræða þar sem almenningur er í talsverðri hættu. 3. „Bent Spear“ eða bogið spjót er notað um hættuleg atvik önnur en þau sem flokkuð eru sem slys en valda þó greinilega tjóni á kjarnorkuvopni eða hluta þess þannig að nauðsynlegt er að yfir- fara vopnið eða skipta um það; atvik sem krefjast tafarlausra ör- yggisráðstafana og geta leitt til mótmæla almennings. 4. „Dull Sword“ eða bitlaust sverð er notað um hættuminni atvik en í þriðja flokki, sem þó geta aukið hættu á sprengingu eða geislavirkri mengun. 5. „Faded Giant“ eða horfínn risi er notað um slys í kjarnakljúf- um herskipa og kafbáta, mjög samsvarandi þeim slysum sem Kjarnorkuslysí hernaði 1. grein eiga sér stað í kjarnorkuverum á landi. Kjarnorkusprenging fyrir slysni samkvæmt 1. eða 2. flokki hér að ofan hefur aldrei átt sér stað og flókinn öryggisbúnaður í kjarnaoddum er talinn tryggja að ekki séu miklar líkur á slíku slysi. Nokkrum sinnum hefur þó ekki munað miklu. Árið 1959 mun Krúsjof þáverandi forsætisráð- herra Sovétríkjanna hafa sagt Nixon varaforseta Bandaríkj- anna frá sovéskri kjarnorkueld- flaug sem skotið hafði verið vegna mistaka í átt til Alaska en var eytt í lofti meðfjarstýringu. Á miðjum 7. áratugnum skaut bandarískur orrustuflugmaður óvart kjarnorkuflugskeyti á norður-víetnamska fallbyssubáta á Haiphong-flóa. í Sex daga stríðinu í júní 1967 gerðist sé ótrúlegi atburður að ísraelskar herþotur réðust á bandaríska njósnaskipið Liberty skammt undan ströndum Egyptalands. Fjórar Phantomþotur frá flug- móðurskipinu America voru sendar gegn ísraelsku vélunum, VIGFÚSGEIRDAL SKRIFAR ■■ Önnur grein Vigfúsar um kjarnorkuslys í hernaði birtist á morgun, föstudag, og hin þriðja í laugardagsblaðinu en þær urðu að hætta við árás vegna þess að á síðustu stundu uppgötvaðist að þær voru ein- öngu búnar kjarnorkuvopnum. nóvember 1979 var þjálfunarf- orrit óvart sett í tölvu Bandaríkj- ahers í höfuðstöðvum Loftvarna Norður-Ameríku, NORAD (North American Air Defense System), í Coloradó. Tölvan sýndi allsherjarárás Sovétríkj- anna, sex mínútur liðu þangað til mistökin uppgötvuðust en þá höfðu B-52 sprengiþotur með kjarnorkuvopn verið sendar á loft. Tölvubilanir eru algengar og meira en 100 svokallaðar „fal- skar“ viðvaranir eiga sér áríega stað í varnarkerfi Bandaríkj- anna. 32 „brotnar örvar“ Bandaríkjaher hefur viður- kennt 32 „brotnar örvar“ eða al- varleg kjarnorkuslys á tímabilinu 1950-1968 og vitað er um nokkur slys af þessu tagi til viðbótar. Sprengiþota ferst í Norður- Karólínu: 24. janúar 1961 hrap- aði B-52 sprengiþota nærri Goldsboro í Norður-Karólínu en í þann mund sem það gerðist var varpað úr vélinni tveimur 24 megatonna vetnissprengjum (jafngildi 3200 Hírósíma- sprengja). Fallhlíf annarrar sprengjunnar opnaðist og hún kom til jarðar tiltölulega óskemmd. Hin sprengjan hrap- aði til jarðar og splundraðist þar. Hlutar úr sprengjunni, sem inni- héldu úraníum, hafa aldrei fund- ist. Sennilega hefur aldrei verið jafnmikil hætta á kjarnorku- sprengingu og þarna. Fimm ör- yggislokar af sex gáfu sig, þannig að aðeins einn rofi kom í veg fyrir að 24 megatonna kjarnorku- sprengja þurrkaði út mikinn hluta Norður-Karólínufylkis. Slysið við Goldsboro átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að John F. Kennedy sór embætt- iseið sinn sem forseti Bandaríkj- anna. Hann komst fljótlega að raun um að þetta var engan veg- inn einstakur atburður; honum mun hafa verið greint frá 60 slys- um er tengdust kjarnorkuvopn- um. Þessi atburður hafði þau áhrif á hinn nýskipaða forseta að hann fyrirskipaði endurskoðun á öryggisbúnaði kjarnorkuvopna og hann lét einnig sjá til þess að sovéskir diplómatar og vísinda- menn fengju allar nauðsynlegar upplýsingar um þessi mál til að tryggt væri að gerðar yrðu svipað- ar öryggisráðstafanir varðandi sovésk kjarnorkuvopn. Vetnissprengjur falla á Palom- ares: 17. janúar 1966 varð árekst- ur milli B-52 sprengiþotu og KC- 135 eldsneytisflugvélar er fyrr- nefnda vélin var að taka eldsneyti í lofti. Báðar vélarnar hröpuðu skammt frá spænska fiskiþorpinu Palomares. Sprengiþotan bar fjórar öflugar vetnissprengjur og féllu þrjár til jarðar nærri Palom- ares en ein lenti í Miðjarðarhafi og fannst ekki fyrr en tæpum þremur mánuðum seinna. TNT- sprengiefni í tveimur sprengj- anna sprakk með þeim afleiðing- um að plútóníummengun dreifðist yfir byggðarlagið. Fjar- lægja þurfti u.þ.b. 1400 tonn af jarðvegi og gróðri og flytja til Bandaríkjanna í sérstakar geymslustöðvar fyrir geislavirkan úrgang. Kostnaður við hreinsun- araðgerðirnar nam 52 milljónum dollara. Flugslys við Thule á Græn- landi: 21. janúar 1968 hrapaði B- 52 sprengiþota með fjórar vetn- issprengjur innanborðs nálægt herflugvellinum í Thule á Græn- landi. Mikill eldur kom upp þar sem vélin hrapaði og brunnu sprengjurnar. Bandaríkjaher þurfti að fjarlægja 6,5 milljón lítra af menguðum snjó og ís. Miklar umræður um þetta slys urðu nýverið í dönskum blöðum vegna þess að komið hefur í ljós óeðlilega há dánar- og sjúkdóms- tíðni meðal þeirra Dana sem störfuðu í Thule þegar slysið varð. Slys þetta sýndi einnig að Bandaríkin virtu ekki kjarnorku- vopnabann danskra stjórnvalda. Titan II eldflaug springur: 19. september 1980 varð heiftarleg sprenging í eldflaugasílói fyrir langdræga Titan II eldflaug, ekki langt frá Damascus í Arkansas- fylki í Bandaríkjunum. 740 tonna þungt lok sílósins splundraðist og þeyttist í loft upp; sflóið og eld- flaugin gereyðilögðust. 9 mega- tonna kjarnaoddur flaugarinnar féll til jarðar u.þ.b. 180 metrum frá sflóinu. Einn maður fórst og 21 slasaðist í þessu slysi. Fulltrúi bandaríska flughersins, Hans Mark, var spurður eftir slysið hvort sprenging sem þessi hefði getað orsakað kjarnorkuspreng- ingu. Mark áréttaði að mögu- leikinn á kjarnorkusprengingu vegna slyss væri afskaplega lítill en hann viðurkenndi að hann væri fyrir hendi. Sovéskur njósnahnöttur varð sprengingar- innar var og sendi viðvörun um að bandarískri eldflaug hefði ver- ið skotið á loft. Þetta eru fjögur dæmi þeirra „brotnu örva“ sem bandarísk yfirvöld hafa opinberlega gengist við. Vitað er um fleiri slys sem þau hafa aldrei fengist til að stað- festa. Fjórum dögum áður en eldflaugasprengingin varð í Ark- ansas brann t.d. B-52 sprengi- þota á herflugvelli í Grand Forks íNorður-Dakota með kjarnorku- sprengjur um borð. Álmanna- varnir fylkisins komust að þessu með því að hlera tilkynningu flughersins um „brotna ör“. Pen- tagon hefur hvorki fengist til að játa né neita þessu slysi. Þótt Sovétríkin, Bretland, Frakkland og Kína hafi aldrei fengist til að birta skýrslur um slys er tengjast kjarnorkuvopn- um þeirra er vitað um slík slys; samkvæmt árbók sænsku friðar- rannsóknastofnunarinnar, SIPRI, 1977 og fleiri heimildum er vitað með vissu um 7 sovéskar „brotnar örvar“ og 10 „bogin spjót“. Einnig er vitað um 3 bresk „bogin spjót“. Ástæða er til að ætla að þessi slys séu mun fleiri. Bandaríkjafloti viðurkennir 630 slys Þar til í september í fyrra hatöi bandaríski sjóherinn aldrei við- urkennt opinberlega meira en fimm slys og hættuleg atvik er tengdust kjarnorkuvopnum en þá höfðu undangengin fimm ár staðið yfir merkileg réttarhöld í Honolulu á Hawaii vegna máls er bandaríska kvekarahreyfingin, 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. júlí1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.