Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.07.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Reykjavík Sex á klukkutíma! Það fór ekki milli mál hvort lið- ið var í 1. deild og hvort í 2. deild þegar Framarar sigruðu IR-inga með yfirburðum, 6-0 og komu öll mörkin á fyrstu 60. mínútum leiksins. Öll mörkin komu á fyrstu 60 mínútum leiksins og Framarar höfðu nokkra yfirburði. ÍR-ingar áttu þó góða spretti, en tókst ekki að komast í gegnum sterka vörn Fram. Það var Viðar Þorkelsson sem náði forystunni á 25. mínútu eftir góða sendingu frá Pétri Ormslev. Þremur mínútum síðar skoraði Ragnar Margeirsson og hann var aftur á ferðinni á 35. mínútu. Staðan því 3-0 eftir 35. mínútu og þarmeð öll spenna úr leiknum. Síðari hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. Framarar sóttu stíft, en þess á milli áttu ÍR- ingar ágætar sóknarlotur, en tókst ekki að koma boltanum framhjá Friðrik Friðrikssyni í marki fram. A 53. mínútu skoraði Arnljót- ur Daviðsson eftir góða sendingu frá Ragnari og tveimur mínútum síðar skoraði Pétur Arnþórsson fimmta rnarkið. Pétur Ormslev skoraði svo síð- asta markið úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Eftir þetta fengu Framarar mörg góð færi, m.a. vítaspyrnu eftir að brotið var á Pétri Örms- lev, en Ormarr Örlygsson skaut í stöng. Rétt fyrir leikslok átti Örn Valdimarsson svo þrumuskot í þverslá, en ekki tókst Frömurum að bæta við, enda kanske nóg komið í bili. -Ibe Sandgerði Naumt hjá Leiftri Það var svo sannarlega mikið fjör í leik Reynis og Leifturs. Leiftursmenn sigruðu, 3-4, eftir framlengdan leik, eftir að hafa haft þriggja marka forskot. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og dauðafæri á báða bóga. Leiftursmenn höfðu þó undirtökin. Halldór Guðmundsson náði forystuni á 22. mínútu eftir varn- armistök og þremur mínútum síðar bætti Steinar Ingimundar- son öðru marki við með þrumu- skoti frá vítateig. Halldór Guð- mundsson bætti svo þriðja mark- inu við rétt fyrir leikhlé og útlitið því ekki bjart í hálfleik fyrir Reynismenn. Heimamenn mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og greinilega ekki á þeim buxunum að gefast upp. Grétar Sigurbjörnsson minnkaði muninn á 60. mínútu í sinni fyrstu snertingu, nýkominn inná sem varamaður. Þremur nn'nútum síðar bætti Kjartan Einarsson öðru marki Reynismanna við. Hann skallaði í þverslá og náði boltanum aftur og skoraði. Reynismenn jöfnuðu svo á 66. mínútu og var það Kjartan sem var þar að verki, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Leifturs. Það sem eftir var af venju- legum leiktíma var svo nokkuð jafnt og sama má segja um fram- lenginguna. En þegar ein mínúta var til leiksloka tryggðu Ól- afsfirðingar sér sigurinn. Óskar Ingimundarson skoraði með föstu skoti frá vítateig, stöngin inn. Það mátti vart á milli sjá. Skemmtilegur leikur sem gat endað á hvorn veginn sem var, en Leiftursmenn höfðu heppnina með sér. Akranes Meistarar úr leik Bikarmcistararnir, Skagamenn urðu að þola það að falla úr keppni í fyrsta leik. Þeir töpuðu fyrir Keflvíkingum á Akranesi, eftir fra- mlengdan leik, 1-2. Skagamenn voru sterkari framan af og náðu forystunni á 7. mínútu. Þeir fengu hornspyrnu og Guðbjörn Tryggvason gaf á Sigurð Lárusson sem skoraði með góðu skoti. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð op- inn og besta færið áttu Keflvíkingar. Neskaupstaður Basl hjá Víðismönnum Víðismenn áttu í mestu vand- ræðum mð 3. dcildarlið Þróttar frá Neskaupstað, en sigruðu þó 2-0, eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og Þróttarar voru ekki á því að gefa sig. Þeir áttu nokkur góð færi sem þeim tókst ckki að nýta. Víðismenn náðu svo smám saman tökum á leiknum og náðu að knýja fram sigur í framlengingu. Daníel Einarsson skoraði á 104. rnínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok bætti Vilberg Þorvaldsson öðru marki við. Sigur Víðis var þó ekki jafn örugg- ur og búast hefði mátt við, miðað við það að þeir leika í 1. dcild, en Þróttur í 3. deild, en það er margsannað mál að í bikarkeppni skipta deildir ekki máli. -Ibe Óli Þór Magnússon skallaði þá naum- lega framhjá marki Skagamanna. Keflvíkingar voru svo sterkari aöi- linn í síðari hálfleik þó þeim tækist aðeins að skora einu sinni. Það var Sigurður B jörgvinsson sem sá um það á 67. mínútu eftir sendingu frá Gunn- ari Oddssyni. Framlengingin var svo í jafnara lagi og fátt markvert gerðist. Allt þartil á 116. mínútu. Þá skoraði Sigurjón Sveinsson, eftir þunga sókn Keflvíkinga. Sigurjón var þá ný kom- inn inná sem varamaður. Mínúturnar sem eftir voru sóttu Skagamenn stíft, en tímainn var of naumur og sigur Keflvíkinga í höfn. Gunnar Oddsson átti stórleik fyrir Keflvíkinga og Þorsteinn Bjarnason átti mjög góðan leik í markinu. Hjá Skagamönnum voru þeir bestir Sig- urður Lárusson, Birkir Kristinsson og Ólafur Þórðarson. - Ibe Frjálsar Gott kast Sigurðar Sigurður Einarsson náði sínum besta árangri á Grand Prix móti Berlin í gær. Hann kastaði 80.84. Einar Vilhjálmsson keppti á þessu sama móti og kastaði 79.42. Þetta var mjög sterkt mót og Sigurður hafnaði í 5. sæti, en Ein- ar í því 8. -Ibe jj^ r i w - * Halldór Halldórsson og Henning Henningsson horfa hér á boltann á leið í net FH-marksins og sigur Völsunga staðreynd. Mynd:E.ÓI. Hafnarfjörður Sjálfsmark réði úrslitum Völsungar komust í 8-Iiða úr- slit Mjólkurbikarkeppninnar á hcldur ódýran hátt. Þeir sigruðu FH-inga með sjálfsmarki, 2-1, í jöfnum og skemmtilegum leik. Það voru reyndar ekki liðnar nema fjórar mínútur þegar Völs- ungar höfðu náð forystunni. Hörður Benónýsson fylgdi þungri sókn Völsunga eftir og skoraði með þrumuskoti, eftir að Halldór Halldórsson hafði varið vel. Leikurinn var mjög opinn framan af og bæði liðin fengu ágæt tækifæri. Jón Erling Ragn- arsson fékk tvö góð færi og Helgi Helgason átti þrumuskot rétt yfir. Leikurinn var jafn, en Völs- ungar heldur hættulegri í sóknum sínum. Síðari háfleikurinn var einnig fjörugur. Strax í byrjun komst Hörður einn í gegn, en Halldór varði mjög vel. Skömmu síðar átti Hörður gott skot eftir send- ingu frá Aðalsteini, en beint á Halldór. Björn Olgeirsson komst svo einn í gegn eftir góða send- ingu frá Helga Helgasyni, en framhjá. En FH-ingar áttu einnig þokkalegt færi og á 58. mínútu jöfnuðu þeir. Pálmi Jónsson átti skalla að marki Völsunga, eftir hornspyrnu, í varnarmann og þaðan barst boltinn út til Krist- jáns Gíslasonar sem skoraði með föstu skoti, 1-1. Við markið lifnaði yfir FH- ingum. Iam Fleming átti góða skalla að mark Völsunga, en þeir björguðu á línu. Hinum megin komst Kristján Olgeirsson einn í gegn, en Halldór varði mjög vel. Það var svo fimm mínútum fyrir leikslok að Völsungar tryggðu sér sigur og þátttöku í 8-liða úrslit- um. Kristján Olgeirsson tók hornspyrnu og Kristján Hilmars- son ætlaði að skalla frá marki FH. Þar tókst ekki betur en svo að boltinn fór í þverslána og þaðan í markið. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir FH-inga, en þeir sóttu grimmt og fengu dauðafæri á þeg- ar tæp mínúta var til leiksloka. Guðjón Guðmundsson tók auka- spyrnu í varnarvegginn, en hann fékk boltann aftur og skallaði inní teig á Pálma Jónsson. Hann var einn á markteig og tók bolt- ann á lofti, en yfir. Það með voru möguleikar FH-inga úr sögunni. Helgi og Aðalsteinn áttu mjög góðan leik fyrir Völsung, auk bræðranna Kristjáns og Björns. Hjá FH voru þeir mest áberandi í jöfnu liði, Kristján Hilmarsson og Ian Fleming. -4be Akureyri Þórssigur í vítakeppni Þaö þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr í bikarslag nágrann- anna á Akureyri. Þórsarar sigr- uðu 6-5 eftir spennandi víta- spyrnukeppni. Leikurinn var ekki jafn góður og við hefði mátt búast. Leikur liðanna einkenndist af baráttu og áttu leikmenn oft erfitt með að fóta sig á hálu grasinu. KA náði forystunni á 13. mín- útu. Friðfinnur Hermansson lék upp kantinn og gaf fyrir á Þorvald Örlygsson sem lagði boltann fyrir Tryggva Gunnarsson. Hann skaut á markið, en Baldvin varði. Tryggvi náði svo boltanum aftur og skoraði af stuttu færi. Það liðu ekki nema fimm mín- útur þartil Þórsarar jöfnuðu. Halldór Áskelsson fékk boltann við vítateigshorn og lék á þrjá varnarmenn KA og Hauk í mark- inu og skoraði af öryggi. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn. Þórsarar heldur sterkari, en KA-menn áttu beittar skyndi- sóknir. Þórsarar fengu góð tækifæri til að skora strax í upphafi síðari hálfleiks. Hlynur Birgisson fékk dauðafæri, en Haukur varði vel frá honum. Skömmu síðar átti Jónas Róbertsson gott skot frá vítateig, en Haukur varði vel. Skömmu síðar komst Siguróli Kristjánsson í gott færi, en Haukur var enn á réttum stað í markinu og varði. Boltinn barst út til Kristjáns Kristjánssonar sem skaut yfir í góðu færi. Árni Freysteinsson kom ínná sem varamaður hjá KA og hann átti þrumuskot í þverslá, en inn vildi boltinn ekki. KA-menn áttu einnig ágæt færi. Tryggvi Gunnarsson komst innfyrir vörn Þórs og reyndi að lyfta boltanum yfir Baldvin, en hann náði honum. Framlengingin var heldur í daufara lagi og greinilegt að menn voru farnir að þreytast. Þórsarar voru þó heldur sterkari og áttu nokkur góð færi. Steingrímur Birgisson bjargaði á línu frá Hlyn Birgissyni, en fram- lengingin leið án þess að skorað væri. Þá var gripið til vítaspyrnuk- eppni. Steingrímur Birgisson skoraði fyrst fyrir KA, Jónas Ró- bertsson jafnaði fyrir Þór, Árni Freysteinsson skoraði því næst fyrir KA úr tvítekinni spyrnu. Einar Arason jafnaði fyrir Þór og þá kom að þvi að KA-mönnum tókst ekki að skora. Baldvin Guðmundsson varði spyrnu Frið- finns Hermannssonar og Guð- mundur Valur skoraði svo fyrir Þór. Gauti Laxdal og Erlingur Kristjánsson skoruðu svo fyrir KA, en þeir Valdimar Pálsson og Sigurbjörn Viðarsson skoruðu fyrir Þór og tryggðu þeim sigur. -HK ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.