Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 3
Bob Moron og Fuglinn Sút Sækýrnar taka flugið yfir fjörðinn og það logará kertunum á baki Dýrsins. Bob Moran og Gula skugganum er hvergi brugðið. Þegar ég kem inn er Gústi einn í salnum. Við erum stödd í Möðruvallakjallara á Akureyri í júní síðastliðnum. Veggirnir eru þaktir myndum, sem eru eins og heima hjá sér á brúnni viðar- klæðningunni. Myndirnar eru eftir þá Þorra Hringsson og Gúst- av Geir Bollason, nemendur í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Þetta sunnudagssíðdegi var Þorri í höfuðborginni en mig langaði að vita hvað hefði rekið þá félaga til að halda sýningu, ennþá í námi, og hvers vegna þeir hefðu farið þvert yfir landið til þess. Hvers vegna Akureyri, Gústi? „Ég er uppalinn Eyfirðingur og þekki marga á Akureyri. Það er allt öðruvísi að sýna hér heldur en í Reykjavík. Hérna kemur fólk á sýninguna mikið af forvitni, þetta er tilbreytni í bæjarlífinu. Hingað koma heldur ekki neinir gagnrýnendur og leggja dóm sinn á myndirnar enda væri það varla tímabært. Þetta er meira svona fyrir okkur til að læra af og kynn- ast þvf hvernig þetta gengur fyrir sig heldur en til að staðfesta okk- ur sem upprennandi myndlistar- menn.“ Þorri Hringsson og Gústav Geir Bollason í Möðruvallakjallara. (Mynd: Ari Gíslason) En þú ’ert ákveðinn í því að mála og ert búinn að vera eitt ár í málaradeildinni, - hvernig lfkaði þér það? „Ég er bara ánægður með vet- urinn. Mér finnst kennararnir hafa verið góðir, þeir kynna manni flestir sín sjónarmið en reyna ekki að hafa áhrif á mann heldur hvetja okkur til að vinna sjálfstætt. Þeir bjóða ekki upp á það að fólk hangi í þeim.“ Þannig að þótt þið fáið ákveðin verkefni þá þýðir það ekki endi- lega að allir geri eins... „Já, við erum einmitt öll mjög ólík. Þó að eitthvað ákveðið prógramm sé í gangi getur maður alltaf unnið úr því á þann hátt sem maður vill.“ Engin ákveðin bylgja í gangi í deildinni? „Nei, varla, að vísu eru margir að mála fígúratíft, en allir hafa mjög ákveðinn og persónulegan stfl.“ Eins og dýrin þín, - er sækýrin úr Eyjafirðinum? „Já ætli það ekki. Ég er upp- alinn hér og ég hald að það sé eðlilegt að mála það umhverfi sem maður þekkir best. Lands- lagið í bakgrunninum á þessum myndum er íslenskt, enda þekki ég ekkert annað. Ég hef líka alltaf haft mjög gaman af þessum íslensku sögum.“ Það var alla vega ekki annað að sjá en að sækýrin hans Gústa skemmti sér hið besta á fluginu yfir Eyjafírði. Það var hins vegar ekkert flug á mér, og það liðu fjórir dagar þar til ég hitti hinn helminginn af sýningunni, Þorra Hringsson, í garðinum á Hressó. Þorri, hvað liggur á? „Mér finnst það að setja upp sýningu vera hluti af náminu. Eg held að maður læri ekkert á því að sýna þrjár myndir með stórum hóp í lok fjórða árs. Bara það að velja saman myndir á sýningu er lærdómur í sjálfu sér.“ Það er kannski um leið ákvörð- un um að taka sjálfan sig alvar- lega? „Já, það er svo auðvelt að gera ekki neitt, - það að halda sýningu neyðir mann til að taka afstöðu til sjálfs sín, til þess hvort maður sé yfírleitt að gera nokkuð af viti. Mér finnst gott að taka saman það sem ég hef gert og sjá það í heild. Ég losa mig við það um leið, en það er nauðsynlegt til þess að þroskast, forða sér frá því að staðna.“ Finnst þér þú aldrei vera tak- markaður af miðlinum, í málara- deild þar sem nær eingöngu er málað? „Mér finnst efnið sem maður vinnur í kannski skipta minna máli heldur en hugmyndin sem unnið er úr. Hugmyndirnar breytast alltaf við það að fara í gegnum þann efnivið sem maður notar. Ég hugsa til dæmis oft myndirnar mínar sem sögur, en þær breytast alltaf við það að komast í snertingu við liti og tví- víðan flöt. Endirinn verður oft öðruvísi en það sem maður ætlaði sér.“ Talandi um sögur var Þorri rokinn. Bókabíllinn beið eftir honum og úthverfin án efa orðin óþreyjufull að bíða eftir því að hann flytti þeim næsta skammt af Gula skugganum og Bob Noran. - RS Sýnið nærgætni Mogginn er fúll þessa dagana og lítið hrifinn af nýju stjórn- inni, þótt oddviti hennar sé hvorki meira né minna en Morgunblaðsegg, eins og það hét meðan hann var í náðinni. Mogganum finnst að Matti hefði ekki átt að verða ráð- herra og Mogginn hefur líka áhyggjur af því hve hlutur landsbyggðarinnar er rýr. Þannig segir í leiðara á föstu- daginn: „Ríkisstjórnin þarf að leggja sérstaka áherslu á að sýna landsbyggðarfólki, að hlutur þess er ekki fyrir borð borinn vegna þess, hvernig hún er skipuð". Hjá Mogganum taka þeir sem sagt orð f ramyfir athafnir: Segið fólkinu úti á landi að þrátt fyrir allt séuð þið hlynntir því - þótt þið takið ekkert mark á því...B Sú Ellen slær í gegn Sú Ellen heitir ein dágóð hljómsveit frá Neskaupstað. Strákarnir í bandinu hafa um nokkurra ára skeið tryllt austfirskan æskulýð á böllum og konsertum. Hinsvegar var fáum utan kjördæmisins kunnugt um tilvist sveitarinn- ar, þótt Þjóðviljinn hafi vissu- lega birt opnuviðtal við hana í Sunnudagsblaðinu i vor. Á þriðjudaginn var kom fyrsta plata Sú Ellen út hjá Pjesta Records sem er splúnkunýttfyrirtæki. Og þrátt fyrir að nafn Sú Ellen sé ekki á allra vörum þá sló eitt lag rækilega í gegn hjá hlustend- um Rásar 2. Það kom á dag- inn þegar vinsældalistinn var valinn á fimmtudagskvöldið. Lagið Símon skaust þá rak- leiðis í fjórða sætið, aðeins tveimur dögum eftir að platan kom út. Það mun afar fátítt að lög nái svo langt í fyrstu at- rennu, nema kannski afurðir stórstirna og stuðmenna. Sú Ellen sló semsagt ræki- lega í gegn og nú verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.B Þolir ekki framsóknarmenn Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, formaður Sam- bands fiskvinnslustöðva er ómyrkur i máli í ítarlegu viðtali í nýjustu Sjávarfréttum. Soffi segir m.a. um embætti sjávar- útvegsráðherra að hann geti hugsað sér Sverri Her- mannsson eða Friðrik Sop- husson í því embætti og af pólitískum andstæðingum sínum þá Skúla Alexanders- son á Hellissandi sem hann sé ávallt sammála í sjávarút- vegsmálum eða Kjartan Jó- hannsson. „Ég þyldi hins vegar engan framsóknarmann í þessu embætti. Ég er búinn að fá nóg af Halldóri og Steingrími. Þeir eru verstu sjávarútvegsráðherrar sem þjóðin hefur haft og lagabrotin þeirra hafa kostaði mig tug- miljónir króna. Svo er veriö að tala um Albert greyið sem skautnokkrum krónum undan skatti“.B Gullió á Vopnafirði Þenslan í atvinnulífinu er ekki einvörðungu bundin við Stór- Reykjavíkursvæðið um þess- ar mundir, heldur kvarta at- vinnurekendur víða úti um land vegna manneklu. Pétur ísleifsson verkstjóri í frystihúsinu Tanga h.f. á Vopnafirði segir í samtali við Fiskifréttir í gær, að það sár- vanti iðnaðamenn, vélstjóra og skipstjóra í plássið. „Þessir menn eru þyngdar sinnar virði í gulli á Vopnafirði," segir Pét- ur og segir ástandið einnig slæmt í frystihúsinu. „Það bersífellt meirá því að fólk leitar í verr launuð en „f(nni“ störf. Elliheimilið hefur meira aðdráttarafl en frysti- húsið, svo ekki sé talað um hve fínt það er að vinna í banka eða verslun.“B Unga kynslóðin Unga kynslóðin í Sjálfstæðis- flokknum er tekin við! Og nú er komið á daginn hverjir eru af þessari kynslóð. Þor- steinn, Friðrik, Birgir ís- leifur og Matti Mattl Það er því enginn landsbyggðarþing- maður í ráðherragengi ungu kynslóðarinnar - þótt Þor- steinn Pálsson frá Fossvogi teljist vissulega fulltrúi Sunn- lendinga. Norðanmenn una hlut sín- um stórilla sem vonlegt er, enda veitti þeim ekki af veg- tyllum til að vega upp á móti döpru gengi í kosningunum. Nú er málum svo komið að í Norðurlandskjördæmunum tveim hefur Sjálfstæðisflokk- urinn aðeins tvo þingmenn af tólf. Það eru þeir Pálmi Jóns- son og Halldór Blöndal. Pálmi er í ónáð hjá forystunni síðan á Gunnarstímanum, en hann nýtur trausts heima í héraði. í kosningunum hafði hann hinsvegar vonlausan kandidat með sér, Vilhjálm Egilsson, og flokkurinn tap- aði manni. Halldór er oddviti Norðurlands eystra og þar féll annar liðsmaöur, Björn Dag- bjartsson. Það hallar undan fæti hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir norðan og eftir síðustu tíðindi þykir útlitið ekki gæfu- legt. Þá hefur það líka vakið mikla óánægju að samgöngu- ráðherra skuli vera af Reykjanesi - Matti Matt - og víst er að margir landsbyggð- armenn hlakka lítið til að skipta við hann.B Rotin pólitík Soffi er ekki búinn að tæma úr skálum reiöi sinnar yfir þeim Framsóknarmönnum, því hann bætir því við í viðtalinu í Sjávarfréttum að útgerðar- maður í Grindavík hafi sagt sér að f ramsóknaragentar þar suður með sjó hefðu lofað sér því að ef hann kysi Steingrím í Reykjanesi, yrði Halldór ekki sjávarútvegsráðherra. „Þetta kalla ég rotin pólitísk brögð," segir Soffi.B i iM ^ Útboð ''//'s/m f Gufufjörður 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Helstu magntölur: Neðra burðarlag 16.700 m3 og malarslitlag á 10,5 km kafla 4.200 m3. Verki skal lokið eigi síðar en 15. október 1987. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerð ríkisins á Isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 13. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 27. júlí 1987. Vegamálastjóri Sunnudagur 12. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.