Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 19
____________SKÁK__________ Short, Ribli og Speelman efstir Fyrsta millisvæöamótið af þremur í Subotica í Júgóslav- íu er nú komið vel á rekspöl. Þrír af þeim fjórum keppend- um sem fyrirfram voru álitnir sigurstranglegastir hafa skipað sér í efstu sætin. Fjórir efstu úr hverju millisvæða- móti komast áfram í sérstaka áskorendakeppni og þaðan fjórir í útsláttareinvígi og sigur- vegarinn öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann. Jó- hann Hjartarson mun hefja taflið á millisvæðamóti í Szir- ak í Ungverjalandi þann 17. júlí næstkomandi og síðasta millisvæðamótið fer að líkind- um fram á Filippseyjum. Tveir góðkunningjar íslend- inga frá IBM-mótinu eru í sviðs- ljósinu í Subotica þeir Nigel Short og Mikhael Tal. Short var eftir 12 umferðir í efsta sæti með 8 vinninga og Tal var Vi vinningi þar á eftir í 4. sæti. Upphaflega áttu 18 skákmenn að te.fla á mótinu í Subotica en þegar til átti að taka mættu aðeins 17 til leiks. Eftir sjö umferðir varð svo bandaríski stórmeistar- inn Lubomir Kavalek að hætta keppni vegna veikinda og eftir voru 16. Þetta gerði það að verk- um að mótstaflan varð æði snúin og mikið um yfirsetur. Eftir 12 umferðir var staðan þessi: 1.-3. Ribli (Ungverjalandi), Short (Englandi) og Speelman (Englandi) allir með 8 vinninga úr 11 skákum 4. Tal (Sovétríkin) IVi vinning úr 11 skákum. 5. Rodriq- uez (Kúba) 6Vi vinning úr 11 skákum. 6. Zapata (Kólumbíu) 6 vinninga úr 11 skákum 7. Marj- anovic 6 vinninga (úr 12 skákum). Þessir komu helst til greina sem sigurvegarar mótsins en neð- ar á listanum mátti finna Ung- verjann Sax með 5Vi vinning og biðskák af 12 og Vasily Smyslov með 4 vinninga og biðskák af 12. Mesta athygli vekur góð frammistaða Englendingsins Speelman, en hann tefldi sem 1. varamaður í sveit Englendinga á síðasta Ólympíumóti. Speelman hefur verið samfellt í forystu og virðist nær öruggur með að kom- ast áfram. Short hefur greinilega náð sér á strik eftir hörmulegan árangur á sterku móti í Brussel og ætti að komast áfram ásamt Ribli og Tal. Tal hefur teflt eina skák í dæmigerðum stíl er hann lagði Speelman að velli eftir mikla stórskotahríðsárás. Mikhael Tal John Speelman Caro-Kann 1. e4-c6 2. d4-dS 3. Rd2-dxe4 4. Rxe4-Rd7 5. Bc4 (Nú til dags nýtur leikurinn 5. Bd3 eða jafnvel 5. Rg5 mikilla vinsælda). 5. .. Rgf6 8. Bb3-h6 6. RgS-e6 9. Rgf3-a5 7. De2-Rb6 10. a3-Be7 (Hér í eina tíð var álitið heppi- legast að leika 10. .. a411. Ba2 c5 o.sfrv.) 11. Bd2-Rbd5 12. c4-Rc7 13. Bc2-0-0 14. ReS! (Geysiöflug peðsfórn sem gerir svörtum erfitt fyrir. Hann tapar miklum tíma á því að hirða peðið og hvítur nær að efla sóknar- möguleika sína). 14. .. Dxd4?! 15. Bc3-Dd8 16. Rgf3-Rce8 17. g4!-bS 18. g5-hxg5 19. Rxg5-Ha6 20. Df3-b4 21. Dh3!-g6 (En ekki 22. .. fxgó, 23. Rxg6 Kg7 24. Dh7 mát!) 23. Rexf7-Dd2+ 24. Kfl-HxH 25. Bxf7-Kg7 26. Hgl! (Nýr maður bætist í sóknina og Speelman verður að láta drottn-. ingu sína af hendi). 26. .. Dxg5 27. Hxg5+-Kxf7 28. bxc3 (Svarta staðan er auðvitað töpuð en það tekur sinn tíma að vinna úr svona stöðum. Speel- man hefur að öllum líkindum ver- ið í miklu tímahraki því hann leikur skákinni þegar af sér). 28. .. e5?? 29. Dxc8 AUGLYSING um skatt af erlendum lánum, leigusamningum o.fl. Á grundvelli IV. kafla bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í fjármálum, dags. 10. júlí 1987, hefst innheimta skatts af erlendum lánum, leigusamningum o.fl. frá og með opnun banka og sparisjóða mánudaginn 13. júlt 1987. Til glöggvunar fyrir aðila eru hér dregin fram helstu efnisatriði skattsins og framkvæmdar við innheimtu hans. 1. Innlendir lántakar og leigutakar skulu greiöa skattinn af höfuðstól erlendra lána, fjármagnsleigu, kaupleigu og hliðstæðum samningum, sem gerðir eru frá og með gildistöku laganna og að því marki sem umsamdar heimildir eru notaðar. 2. Innlendir aðilar skv. 1. lið eru einstaklingar, búsettir hér á landi, án tillits til ríkisfangs, fyrirtæki sem eru skrásett hér á landi, og erlendir einstaklingar og fyrirtæki, búsettir eða skrásett erlendis, að því leyti sem þau reka starfsemi hér á landi. 3. Skattskyldan nemur 1 % af höfuðstól hvers konar erlendra láns- og leigusamninga með gildistíma til allt að 6 mánaða, 2% af samningum með gildistíma 6 til 12 mánaða og 3% af samningum umfram 12 mánuði. Samanlagður samningstími segir til um gjaldflokk. Undantekning er gerð um endurlán beinlínis tekin vegna útflutningsframleiðslu skv. nánari reglum, sem fjármálaráðherra kveður á um í reglugerð. 4. Skattskyldan nær til samningsandvirðis lána og leigu hvort sem það er reitt af höndum í peningum, vörum, þjónustu eða framkvæmdum. Greiðsla skattsins í banka, sparisjóð eða við Seðlabankann skal eiga sér stað eigi síðar en við fyrstu afhendingu samningsandvirðisins eins og nánar greinir i lögunum. Fjármálaráðherra getur með reglugerð kveðið á um að skattgreiðslum megi skipta i fleiri en eina greiðslu til samræmis við afhendingartíma samningsandvirðis sé það reitt af höndum í áföngum, t.d. smiði eða viðgerð skips eða hliðstæð afhending er tekur langan tíma. 5. Bankar og sparisjóðir sjá um innheimtu skattsins af öllum viðskiptum, sem fara um þeirra hendur. Heimflutningur andvirðis í reiðufé fari um hérlendan banka eða sparisjóð. Er reiknað með, að skjalameðferð annarra lána og leigu fari einnig um banka eða sparisjóð nema um annað sé samið og skulu þá skil skattsins og framsetning skjala fara fram í Seðlabanka, gjaldeyriseftirliti, innan 5 virkra daga frá því að samningur var gerður. 6. Yfirfærsla gjaldeyris til landsins eftir gerð samnings og gjaldeyriskaup við endurgreiðslu er óheimil nema skattur hafi áður verið greiddur. 7. Skattskyldir aðilar skulu leggja fram í banka, sparisjóð eða Seðlabanka frumrit láns og leigusamn- inga, þ.m.t. tilboð og samþykki, fari samningsgerð fram t.d. með telexi, lántökuleyfi, sé það fyrir hendi, og aðrar upplýsingar, sem innheimtuaðiii krefur og venja hefur myndast um að leggja fram í banka. 8. Undanþegnar skatti eru skuldbreytingar milli sömu aðila á samsvarandi samningsfjárhæð útistand- andi viðskipta, er stofnað var til fyrir gildistöku laganna hinn 10. júlí 1987, endafari hún fram fyrir 1. júlf 1988. 9. Athygli er vakin á því, að allar erlendar lántökur skattskyldra aðila framhjá banka, þ.m.t. einstaklinga, þjónustufyrirtækja, t.d. skipafélaga, flugfélaga, umboðsskrifstofa og hliðstæðra aðila, er starfa hér- lendis og að hluta erlendis, eru skattskyldar. 10. Framkvæmd f.h. fjármálaráðuneytis verður á vegum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. 11. Að öðru leyti vísast til laganna, þar á meðal til ákvæða um viðurlög við misbresti á skattskilum, um skil banka og sparisjóða á innheimtum skatti og fleiri atriði. Reykjavík, 10. júlf 1987 ({§} SEÐLABANKI ÍSLANDS ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Gatnamál- stjórans í Reykjavík, óskar eftirtilboöum í frágang á malbikuðum götum og stígagerð í Suðurhlíða- hverfi í Reykjavík. Verkið felur í sér m.a. hellu og steinalögn ofan á malbikuð götustæði, endurnýjun og upphækkun á brunnkörmum, upphækkun á niðurföllum, jarð- vegsskipti og undirbúning undir malbik og hellur á stígum og bílastæðum o.fl. Helstu magntölur eru þessar: Hellulögn á götustæði 760 m2 l-steinar á götustæði 500 m2 nýir brunnkarmar 25 stk. hellulagðir stígar 735 m2 Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 28. júlí, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Kennarar - fóstrur - sjúkraþjálfarar Hvammstangahreppur óskar eftir að ráða eftirtal- ið starfsfólk: Kennara við Grunnskólann einkum til kennslu í raungreinum og tölvufræði en annað kemur til greina. í skólanum eru um það bil 160 nemendur og er andinn meðal starfsfólks og nemenda góð- ur. Upplýsingar veitir Fleming Jessen skólastjóri í símum 95-1367 og 1368. Forstöðukonu við leikskólann Fóstru við leikskóiann. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 95-1353. Heilsugæslustöðin á Hvammstanga óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa. Góð vinnuað- staða í nýju húsnæði. Upplýsingar í síma 95- 1348. Hvammstangi er miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og er u.þ.b. 3ja klst. akstur í hvora áttina sem er. Staðurinn er þjónustumiðstöð fyrir V-Húnvetninga en með vaxandi útgerðarstarf- semi. Þar er ný heilsugæslustöð, hótel og sund- laug og nýlega hefur viðbygging við Grunn- skólann verið tekin í notkun. Á Hvammstanga búa nú tæplega 700 manns og hefur staðurinn vaxið ört síðustu ár. Ðyggingarhappdrætti j||j| Sjálfsbjargar S 6. júlí 1987 Vinningaskrá: íbúð að eigin vali kr. 1.500.000 119860 Bifreið, hver vinningur á kr. 600.000 6827 63187 112041 114456 Sólarlandaferð, hver vinningur á kr. 50.000. 3069 23694 60037 89342 97272 7051 24067 64408 90118 99726 9631 26110 65883 92438 99835 13844 37758 69768 92555 105566 19891 41720 83866 95233 106234 23256 46873 86669 96217 117538 Vöruúttekt, hver vinningur á kr. 40.000. 5746 18684 31269 73147 102053 10266 18883 60041 96895 109153 14614 29571 70133 99518 112050 Sjálfsbjörg - landssamband fatladra Hátúni 12 - Sími 29133

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.