Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 8
Stefanía á stefnumóti með forseta lýðveldisins: Frá vinstri Bjarni Ás- geirsson, Eysteinn Jónsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Sveinn Björns- son forseti, Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson og Jóhann Þ. Jósefs- son. Yst til hægri er Gunnlaugur Þórðarson forsetaritari. „„Heildsalastjomin er nú loksins komin“, tilkynnti Þjóðviljinn í forsíðurfétt þann 4. febrúar 1946. Nú skyldi enginn misskilja orðalagið þannig að blaðinu væri fagnaðarefni að nýju stjórn- inni: Ríkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Sósíalistar voru semsagt einir í stjórnarandstöðu á þingi. Nú í vikunni tók ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar við stjórnar- taumunum. Flokkarnir sem að stjórninni standa hafa ekki starf- að saman síðan árið 1946. Lýð- ræðisflokkarnir, eins og þeir köll- uðu sig þá, hafa semsagt náð sam- an á nýjan leik. Aðstæður í íslenskri pólitík voru um margt ólíkar fyrir fjöru- tíu árum. Stjórnmálaflokkarnir voru aðeins fjórir og mun skarp- ari línur dregnar á milli þeirra. Þannig var fjölmörgum vald- amiklum mönnum í mun að koma í veg fyrir stjórnarþátttöku Sósíalistafloicksins; einkum og sér í lagi vegna djúpstæðs hug- myndafræðilegs ágreinings. Kratar nutu forystu Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, sem fjand- skapaðist mjög út í kommúnista, - ekki síst vegna klofnings flokks- ins árið 1938. Þá gekk Héðinn Valdimarsson, varaformaður, til liðs við Kommúnistaflokkinn og hafði með sér margan góðan liðs- mann. Upp úr því var Sósíalista- flokkurinn stofnaður. Fyrsti forsœtisráðherra krata Árið 1944 vann Ólafur Thors það þrekvirki að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks. Mikil and- staða var gegn stjórninni í Alþýð- uflokknum og birtist hún m.a. í því að Stefán Jóhann tók ekki sæti í henni. Þessi stjórn, Ný- sköpunarstjórnin, er jafnan mærð fyrir atorkusemi og þeir sem að henni stóðu minntust hennar með miklum hlýhug. Uppúr slitnaði hinsvegar vegna utanríkismála, eftir um margt gifturíkt uppbyggingarstarf í landsmálum. Kosningar fóru fram þann 30. júní 1946. 52 þingsæti voru til Slefdníu Alþýðuflokkur, Framsókn og Sjálfstœðisflokkur hafaáðursetiðí stjórnum saman. Fyrstvarþað „Þjóðstjórnin", 1939, og síðan Stefanía 1946 skiptanna og hlaut Sjálfstæðis- flokkur 20, Framsóknarflokkur 13, Sósíalistaflokkur 10 og Al- þýðuflokkur 9. Nýsköpunarstjórnin fékk lausn þann 10. október ’46 og þá tóku við langar og strangar við- ræður í alls 117 daga. Til saman- burðar má geta þess að nú tók stjórnarmyndun 74 daga og fannst flestum nóg um. Ólafur Thors var lengi vel að baksa við stjórnarmyndun en varð að gefast upp að lokum. Þá tók Stefán Jóhann við og tókst það sem flestum virtist vonlítið - að mynda meirihlutastjórn. Og þar með eignuðust kratar sinn fyrsta forsætisráðherra og þann eina hingað til í meirihlutastjórn. Og stjórn Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks var vitanlega kölluð eftir forsætisráðherranum: Stefanía. Afturhaldið leggur til atlögu Ráðherrar Stefaníu voru sex talsins og skiptust jafnt á milli flokkanna, þrátt fyrir misjafnan þingstyrk. Þannig hafði það líka verið í Nýsköpunarstjórninni og gefist vel. Auk Stefáns Jóhanns sat Emil Jónsson í stjórninni fyrir Alþýðuflokkinn og fór með samgöngu-, iðnaðar- og viðskipt- amál. Eysteinn Jónsson, Fram- sóknarflokki, var menntamála- ráðherra en fór auk þess með kirkju-, heilbrigðis- og flugmál. Og Framsókn fékk vitaskuld landbúnaðarráðuneytið, þá sem nú; þar settist Bjarni Ásgeirsson og annaðist orkumálin að auki. Ólafur Thors tók ekki sæti í stjórninni og fannst mörgum skarð fyrir skildi. Bjarni Bene- diktsson varð hinsvegar utanríkis- og dómsmálaráðherra og fór einnig með verslunarmál. Sjálfstæðismaðurinn Jóhann Þ. Jósepsson varð síðan fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra. Sósíalistum var vitaskuld engin þægð í þessari nýju stjórn. Þannig mælti Einar Olgeirsson í umræð- um á alþingi um stefnuræðu for- sætisráðherra: „Þessi ríkisstjórn mun geta lifað góðu lífi á verkum fráfarandi ríkisstjórnar, líkt og heildsalarnir lifa góðu lífi á vinnu þjóðarinnar“... „Vérefumst ekki um vilja afturhalds þessa til þess að leggja til atlögu við alþýðu landsins og leiða aftur atvinnu- leysi og kauplækkun yfir fólkið". í stefnuyfirlýsingu Stefaníu var auðvitað ekki stafkrók að finna um væntanlegar aðgerðir til að auka atvinnuleysi og dýrtíð. Þvert á móti ætlaði stjórnin að vinna „að því af alefli að stöðva hækkun dýrtíðar og fram- leiðslukostnaðar“. Þannig var gert „samkomulag milli stjórn- arflokkanna að greiða fyrst um sinn niður vöruverð af ríkisfé" og ennfremur átti að reka ríkissjóð án halla. Hvað utanríkismál varðaði þá ákvað stjórnin að „kappkosta að hafa sem besta sambúð við aðrar þjóðir og að leggja sérstaka áherslu á samstarf við hinar Norðurlandaþjóðirnar". Þá var og klásúla um það að eitt af höf- uðverkum stjórnarinnar væri að „vernda og tryggja sjálfstæði landsins", - og eru menn væntan- lega ekki á eitt sáttir hvort Stef- aníu tækist það. Atburðirnir 30. mars 1949 eru sennilega minnis- stæðastir frá lífdögum þessarar stjórnar. Hannibal og Gylfi Sagan á það til að endurtaka sig. Þannig er nú mest andstaða gegn stjórn Þorsteins Pálssonar í Alþýðuflokknum og hefur Kar- vel Pálmason, þingmaður flokks- ins, m.a. lýst sig andsnúinn henni. Þá munu og fleiri þing- menn Alþýðuflokks vera tvístíg- andi. Og árið 1946 voru tveir ungir menn kjörnir á þing fyrir krata sem voru lítið hrifnir af Stefaníu. Þetta voru þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson. Þeir sátu hjá þegar greidd voru at- kvæði um vantraust á Stefaníu og voru báðir mótfallnir inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið. Hannibal átti raunar eftir að auka raunir Stefáns Jóhanns meira, með því að fella hann úr for- mannsembætti árið 1952. En slík eru jafnan örlög foringja í Alþýð- uflokknum. Stefanía sigldi krappan sjó í efnahagsmálum enda voru timb- urmenn eftirstríðsáranna að skella á. Fjárhagsráð var mjög valdamikið, en leyfi þess þurfti fyrir nánast allar framkvæmdir. Hefur Magnús Magnússon lýst því svo í bók sinni „Ráðherrar Islands“ að menn hafí ekki einu sinni, án leyfis frá ráðinu, mátt byggja kamar utanhúss eða hlaða vegg umhverfis lóð sína, ef sementslúku þurfti við! Að hans dómi hefur ekki ríkt meira ófrelsi á fslandi á þessari öld en í tíð Stefaníu. Utanríkismálin urðu Stefaníu einnig þung í skauti. Þann 30. mars 1949 var samþykkt á alþingi að ísland gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Mikill mann- fjöldi var samankominn til þess að mótmæla þeirri fyrirætlan og höfðu þeir Stefán Jóhann, Ólafur Thors og Eysteinn Jónsson látið þau boð út ganga með fregnmiða að rétt væri að stuðningsmenn aðildarinnar fjölmenntu einnig. Ekki þarf að fjölyrða um þá at- burði er urðu við þinghúsið þenn- an dag, en Stefán Jóhann segir í endurminningum sínum að vel megi vera að fregnmiði þeirra þrímenninga hafi verið miður heppileg ákvörðun. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.