Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 2
FLOSI Miku skamrintur af öndverðum þrítugsaldri Mikið ofboðslega finnst mér nú gaman þegar eitthvað getur orðið til þess að koma mér í gott skap. Og þessa dagana eru satt að segja svo margir sólskinsblettir í heiði, að maður getur bókstaflega verið kátínunni ofurseldur dægrin löng. Eitt er það, öðru fremur, sem löngum hefur getað vakið mér Ijúfa kátínu, en það eru skýrslur sem eru afrakstur vísindalegra rannsókna fé- lagsvísindadeildar Háskóla Islands. Þær geta svo sannarlega verið óborgan- legar. Ég held bara á við fjóra sólskinsdaga, ef ekki meira. Nú er síðasta afreksverk félagsvísindadeildar Háskólans komið fyrir almenningssjónir, en það, er könnun á viðhorfi fjölmiðlanna til fjölmiðla- manna. Manni gæti bókstaflega dottið í hug að þjóðin væri ekki búin að fá sig fullsadda af því að hlusta, horfa og lesa um það í fjölmiðlum hvað fjölmiðlafólki finnst um fjölmiðlafólk í fjölmiðlum. Þessi nýja skýrsla er semsagt byggð á svo- kallaðri „Fréttamannakönnun“ og er alveg un- aðsleg lesning. Áreiðanlega óborganlegt vega- nesti fyrir hin íslensku „fjölmiðlafrík“ framtíðar- innar. Mér er sagt að ungt, meðvitað fólk á uppleið, eigi sér þann draum heitastan að komast í fjöl- miðla, helst sem blaða- eða fréttamenn. Þetta eru oft ungir dándismenn, sem taka sig vel út og vita oftast hvað þeir vilja en sjaldnar hvað þeir geta, stundum kallaðir „upparar". Þá er sagt að þegar ungar föngulegar, snoppufríðar og með- vitaðartelpurdreymi eitthvað sem ekki erdóna- legt, þá séu það helst fjölmiðlar og þær í þeim. Svo verða sumir af þessu fólki góðir og gjald- gengir blaða- frétta- og fjölmiðlamenn og -kon- ur, en aðrir halda áfram að vera fjölmiðlafrík sem nota hvert tækifæri til að fjalla um sjálf sig og önnur fjölmiðlafrík í tíma og ótíma í fjölmiðl- um. Öll er svo þessi fjölmiðlun um fjölmiðla og fjölmiðlafólk í fjölmiðlum að verða talsvert bros- leg og þess vegna af hinu góða, því það er nú einu sinni svo, að hláturinn lengir lífið. Nú er ég semsagt með margumrædda skýrslu félagsvísindadeildar Háskóla íslands fyrir framan mig og ég segi það bara alveg einsog er, að ég er sannfærður um að hún er umfram allt annað til þess fallin að lengja lífið að mun. Þetta er semsagt „fréttamannakönnun fé- lagsvísindadeildar Háskólans", mikil skýrsla um viðhorf 115 fréttamanna. í þessari félagsvísindalegu könnun gefst blaðamönnum kostur á að tjá sig um það, með- al annars, hvernig þeir álíti að dæmigerður fréttamaður eigi að vera. Á blaðsíðu 5 undir töflu 3 stendur orðrétt: - Hinn dæmigerði fréttamaður, einsog hann blasir við könnuninni er karlmaður á ÖNDVERÐUM ÞRÍTUGSALDRI og hann hef- ur verið nálægt því hálfan áratug í starfi. Og nokkru neðar á síðunni undir töflu 4: - Fréttamaðurinn dæmigerði hefur lokið háskólaprófi, en ekki endilega í blaða- mennsku. Um þetta er það helst að segja, að sá er á þrítugsaldri sem orðin er tvítugur og allir sem mæltir eru á tungu vora, íslensku (ekki síst há- skólamenn) vita að á öndverðum þrítugsaldri er maður rétt rúmlega tvítugur, en á ofanverðum þrítugsaldri eru menn farnir að nálgast þrítugt. Hinn dæmigerði fréttamaður hefur því orðið stúdent 10-12 ára, lokið háskólaprófi 16-17 ára, unnið síðan hálfan áratug sem fréttamaður, eða þartil hann hefur náð umræddum „öndverðum þrítugsaldrinum“. Þessi dæmigerði fréttamaður fékk skv. skýrslunni (á bls. 6) 66-100.000 krónur í kaup í mars s.l. og er skv. skýrslunni á bls. 8: ...hvorki mjög sáttur, né mjög ósáttur við laun sín. Hinsvegar teiur hinn dæmigerði fréttamaður einnig á 8. síðu að því hærra kaup sem hann hafi, þeim mun líklegra sé að hann verði áfram í starfi. Á bls. 10 er frá því greint að hinn „dæmigerði" fréttamaður lesi: Mannlíf, Heimsmynd eða Þjóðlíf og er það að sjálfsögðu vísbending um andlegan þroska þessa rétt rúmlega tvítuga drengstaula á öndverðum þrítugsaldrinum, sem orðinn er gjaldgengur fréttamaður. Nú kem ég að því sem mér finnst einna mark- verðast við þessa hávísindalegu, félagsfræði- legu Háskólaskýrslu. Aðstandendur þessa verkefnis, semsagt nemendur í fjölmiðlafræði við Háskóla íslands, draga fram það sem þeim að eigin dómi finnst eftirsóknarverðustu kostir góðra blaða- og fréttamanna, í því skyni að láta starfandi blaða- og fréttamenn dæma um mikilvægi hvers um sig. Kostirnir eru 22: Heiðarlegur, áreiðanlegur, vandvirkur, fróðleiksfús, hugmyndaríkur, óhlutdrægur, forvitinn, ákveðinn, úthaldsgóður, kurteis, ósérhlífinn, skilningsríkur, taugasterkur, metnaðargjarn, samvinnuþýður, ágengur, fágaður, vel klæddur, ópersónulegur, til- finninganæmur, slóttugur, frekur. Þessi upptalning á kostum góðs blaðamanns talar sínu máli. Greinilega ekki gert ráð fyrir því að máli skipti hvort blaðamaður sé, það sem stundum var áður kallað RITFÆR eða VEL MÁLI FARINN. Getur það verið að í fjölmiðlafræðideild hinn- ar virtu félagsvísindadeildar Háskóla íslands sé það ríkjandi skoðun að ekki sé lengur þörf á því sem áður var gert að skilyrði til að fólk fengi vinnu við blaðamennsku. Semsagt að blaðamenn væru læsir og skrifandi. „Félagar! Byltingunni er ógnað... Það er svikari á meðal okkar!1' „Ó, nei! Ekki þó hamstrar enn einu sinni!"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.