Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 9
Minnisstæöasti atburöurinn: Stef-
anía reisti sér bautastein í sögunni
þann 30. mars 1949 þegar alþingi
samþykkti inngöngu íslands í Atlants-
hafsbandalagið. Til óeirða kom á
Austurvelli og var lögreglu og hvítlið-
um att gegn mannfjöldanum með
kylfum og táragasi.
Þeir deyja ungir
sem guðirnir elska
En lýðræðisflokkarnir héldu
saman í utanríkismálunum. Á-
greiningur var aftur á móti um
innanlandsmál og ákvarðanir í
efnahagsmálum. Framsóknar-
menn voru farnir að ókyrrast á
vordögum 1949, enda höfðu
sterk öfl innan flokksins verið
andvíg stjórnarsamstarfinu frá
upphafi. Pannig fór að lokum að
hinir flokkarnir gátu ekki sam-
þykkt kröfur þeirra og var ákveð-
ið að efna til kosninga haustið
1949.
Stefanía andaðist því um aldur
fram, þótt hún hefði ríflegri þing-
meirihluta en nokkur stjórn upp
frá því.
Kosningarnar um haustið
breyttu valdahlutföllum lítið: Al-
þýðuflokkur .tapaði 1,3% og
Framsókn vann annað eins. Fylgi
Sjálfstæðismanna og Sósíalista
stóð nokkurnveginn í stað. Og þá
tók við langt þóf - sem leiddi fyrst
til minnihlutastjórnar Ólafs
Thors og síðan samstarfs Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks.
Pað er athyglisvert að þing-
mannafjöldi stjórnarflokkanna
nú er nánast hinn sami og fyrir 40
árum. Framsóknarmenn hafa
jafnmarga, Kratar einum betur
og Sjálfstæðismenn tveimur
minna. Þingmenn eru hinsvegar
ellefu fleiri nú og stjórnarand-
stöðuflokkarnir þrír í stað eins.
Og Stefáni Jóhanni tókst það
sem engum öðrum foringja Al-
þýðuflokksins hefur tekist - ekki
einu sinni þeim sem lærði til þess í
útlöndum: Að verða forsætisráð-
herra í meirihlutastjórn.
Stefanía er sjaldan í hávegum
höfð. Hún starfaði við erfið skil-
yrði og ágreiningur var innan
allra flokkanna um þátttöku.
Sagan hefur dæmt þessa stjórn
sem frekar rislága og duglitla. Og
þá er bara að vona að sagan end-
urtaki sig ekki.
- hj
SJÚKRAHÚSIÐ
PATREKSFIRÐI
SJÚKRAHÚSIÐ
PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsiö óskar aö ráða í eftirtaldar stööur
hjúkrunarfræöinga:
1. Hjúkrunarforstjóra. Um er að ræöa afleysing-
arstarf, til tíu mánaða.
2. Hjúkrunarfræöing til afleysinga eða í fasta
stööu.
Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eða
framkvæmdarstjóri í síma 94-1110.
Sjúkrahúsið Patreksfirði
Deildarmeinatæknir
Staöa deildarmeinatæknis viö Sjúkrahúsið er
laus til umsóknar. - Góö vinnuaðstaða, búin nýj-
um tækjum. - í boöi eru góö laun og frítt húsnæöi.
Nánari upplýsingar gefa deildarmeinatæknir og
framkvæmdastjóri í síma 94-1110.
Sjúkrahúsið Patreksfirði
-•—»740
rrlMr
-ÝVA' ..
Pegar við leggjum grunn að
framtíóinni notum við aðeins
bestu byggingarefni
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS
FRAMLEIÐIR:
Portlandsement í venjulega steinsteypu.
Hraösement í steypu sem veröur aö harðna
hratt.
Blöndusement í steypu sem má haröna hægt
en verður að vera þétt og endingargóð. (Sér-
staklega ætlaö í stíflur, brýr og hafnarmann-
virki, en einnig í múrhúð).
STYRKLEIKI:
Portlandsementið er framleitt í samræmi viö
íslenskan sementsstaðal IST9. Styrkleiki sem-
ents er aðaleiginleiki þess.
Styrkleiki íslensks Portlandsements:
Styrkleiki kg/sm2 eftir 3 daga 7daga 28 daga
Portlandsement 250 350 500
Lágmarkskrafa IST9 175 250 350
GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR
HÚSBYGGJENDUR:
- Þaö er ekki alltaf hægt aö treysta því aö
steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttu-
menn framleiða og meðhöndla steypuna.
- íslenska sementið er blandaö varnarefnum
gegn alkalíhvörfum, sölt steypuefni eða salt
steypuvatn getur ónýtt þessa vörn. Hvers
konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og
fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmd-
um í steinsteypunni.
- Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns
fram yfir það sem nauðsynlegher, rýrir end-
ingu hennar. \
- Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist
vel í mótin. Varist þó að nota meira vatn en
steypuframleiðandinn gefur upp.
- Hlífið nýrri steypu við örri kólnun og útþurrk-
un. Sláið ekki frá mótum of snemma og ein-
angrið opna fleti. Annars getur steypan enst
verr vegna sprungumyndana.
- Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef
þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki
úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann
kostnað.
SEMENTSVERKSMIÐJA
RÍKISINS
Sunnudagur 12. júlí ÞJÓÐVIUINN - SIÐA 9
ARGUS/SlA